Dagblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979. 9 Rífleg peningaverð- km til sigurvegara —keppnisbátamir mæta til leiks Þrír bátar hafa staðfest þátttöku í Sjóralli 1980 og margir bátseigendur sýnt keppninni áhuga þótt endanleg ákvörðun bíði vorsins. Þannig eru skráðir tveir bátar með dísilvélar, um 150 hestöfl hvor, og einn bensínbátur með 350 hestafla vél. Ljóst er að hér þarf flokkaskiptingu til að jafna metin i ganghraða þó sjómennskan sé vissu- lega hestöflunum sterkari í Sjóralli. Rætt hefir verið um þrjá flokka fyrir keppnisbáta. í þeim fyrsta verði bátar með allt að 200 hestöfl og í öðrum með frá 200 til 400 hestöfl. í þriðja flokkin- um hafna stærri bátar og aflmeiri. Þessi skipting er ráðgerð fyrst og fremst til að glæða áhuga hjá fleiri bátseigendum og tryggja jafna keppni innan flokka. Verði þessi skipting ofan á fást þrir sigurvegarar úr hverju Sjó- ralli og ættu þau málalok varla að draga úr áhuga bátafólks. Þá verður sami háttur hafður á og áður að eldsneytiskostnaður keppenda verður greiddur úr sameiginlegum sjóði og losna þeir sjálfir undan þeim krossi. Þá hefur Dagblaðið boðið fram rifleg peningaverðlaun til allra sigurvegara úr hinum ýmsu flokkum, sem ákveðnir verða. Þannig eiga keppendur góðan möguleika á að hala inn fyrir kostnaði og jafnvel dálítinn aukapening. Vistir Vegna skiptingar i flokka eru áhugamenn um þátttöku i Sjóralli 1980 hvattir til að melda báta sina hið fyrsta við ritstjórn Dagblaðsins. Myndin er af sigurvegurum Sjó- ralls ’79, Bjarna Sveinssyni og Ólafi Skagvfk. DB-mynd Hörður. og uppihald á viðkomustöðum er kepp- endum að kostnaðarlausu sem fyrr. Endanleg ákvörðun um flokkaskipt- ingum verður tekin um miðjan janúar- mánuð. Því er mjög áríðandi að áhuga- menn um þátttöku meldi báta sina við fyrsta tækifæri en þátttökutilkynning- ar eru ekki bindandi strax heldur nauð- synlegar til hliðsjónar við skiptingu. - ÁHE Sjórall’80: BEÐIÐ BANKAGAGNA í KÆRUMÁU UM FJÁRDRÁTT —en varðhaldsúrskurður á að renna út í dag í dag rennur út gæzluvarðhaldsúr- skurður sá sem kveðinn var upp yfir verzlunarstjóra í tízkufataverzlun við Laugaveginn. Erla Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, kvaðst ekki i gær geta sagt um það, hvort farið yrði fram á framlengingu á gæzluvarðhaldi. Kvað Erla enn vera beðið eftir gögnum frá bönkum í sambandi við mál mannsins. Myndi það að einhverju leyti geta ráðizt af þeim, hvort óskað yrði eftir fram- lengingu eða ekki. Grunur féll á umræddan verzl- unarstjóra vegna óeðlilegrar rýrn- unar á vörulager verzlunarinnar. Þá var hann, að sögn, einnig kærður fyrir að hafa ekki stimplað inn í pen- ingakassa verzlunarinnar allar þær fjárhæðir sem hann seldi fyrir í búð- inni og að einhverju leyti lagt þær inn á eigin reikning. - A.St. PASSÍUSÁLMARNIR ÞÝDDIR Á N0RSKU — hafa áður komið út á ensku, þýzku og ungversku „Þegar Hallgrímur loksins eftir þrjú hundruð ár kemst fyrir augu norskra lesenda má hann vel una sínu föru- neyti. Þýðandinn, Harald Hope, hefur lengi verið heitur unnandi hans og aðdáandi. Og þeir útlendir menn munu fáir, sem hafa unnað íslandi sem hann,” segir Sigurbjörn Einarsson unv norska þýðingu Passíusálmanna sem kom út i Osló í haust í samvinnu við Hallgrímskirkju í Reykjavik. ,,Ég er að sjálfsögðu ekki dómbær um það, hvernig þessi þýðing hljómar í norskum eyrum. Um form og áferð skáldskapar getur enginn dæmt nema móðurmál sjálfs hans eigi í hlut. En auðvelt er að ganga úr skugga um hitt, að þessi þýðing er frábærlega trú frum- Á kvikmyndahátíð Listahátíðar i febrúarbyrjun verður efnt til sam- keppni um íslenzkar kvikmyndir, líkt og á síðustu kvikmyndahátíð. Þá vann Lilja Hrafns Gunnlaugssonar til verð- launa. Íslenzkar leiknar kvikmyndir og heimildarmyndir gerðar 1978 og 1979 textanum. Þi.gar ég las hana í handriti fannst mét ég heyra tungutak Hall- gríms, það var svo glöggt viða, að undrun vakti. Þó að ég geti ekki dæmt um listrænt gildi þýðingarinnar frá norsku sjónarmiði, er mér mikil nautn að lesa þessu kæru sálma í þessum bún- ingi, sem Harald Hope hefur fært þá i,” segir biskup. Á fáum árum hafa Passíusálmarnir komið út á ensku, þýzku, ungversku og norsku. Hallgrímskirkja hefur staðið að öllum þessum útgáfum, kostað hinar þrjár fyrst töldu að fullu. Allar þessar útgáfur Passíusálmanna eru fáanlegar í Guðbrandsstofu í Hall- grímskirkju. - GAJ koma til greina. Fyrir beztu myndina verða veitt verðlaun að upphæð 500 þúsund krónur. Allar kvikmyndir í samkeppninni verða sýndar á hátíð- inni. Þátttökutilkynningar berist Lista- hátiðarstjórn á sérstökum eyðublöðum fyrir næstu áramót. -ARH Sá einhver ekiðákyrr- stæða bfla? Rannsóknardeild lögreglunnar i Kópavogi leitar nú upplýsinga um árekstur á tvo kyrrstæða bíla. Er heitið á alla, er upplýsingar geta veitt, að setja sig i samband við rann- sóknardeildina I síma 43260. Fyrra slysið varð 6. desember á tímabilinu frá kl. 16.20—16.45 i stæði við húsið nr. 11 við Hamra- borg. Þar stóð bill af Maz.da 818 gerð, orangelituð, og ber einkennis- stafina Y-8001. Hægri framhurð bíls- insvardælduð. Siöari ákeyrslan varð 10. desember kl. 21—24 á stæði við Hamrahlið 1. Ekið var á Y-7596 sem er Toyota Cressida bifreið og hægri framhurð hennar dælduö. - A.St. Týndiveski meðverð- mætum I siðustu viku varð ungur strætis- vagnstjóri í Reykjavik fyrir því Ijóta óláni að týna seðlaveski sinu með talsverðum verðmætum í — engum peningum en verðbréfum og öðru. Hann telur sig hafa týnt veskinu upp úr vasa sínum á leiðinni frá Holly- wood inn í Efstasund — og skiptir það hann verulegu máli, að hann fái veskið aftur með því sem í þvi var. Veskinu má skila til lögreglunnar i Reykjavik. -ÓV HÁLF MILUÓN í VERDLAUN —fyrir beztu íslenzku myndina á kvikmyndahátíð Hin vinsœlu D0SI bakbelti eru komin aftur í öllum stærðum. Pantanir óskast sóttar. Fást í flestum 1' apótekum. Ifemediahf. Borgartúni 29 Reykjavík. Sími 27511. 1X2 1X2 1X2 16. leikvika — leikir 8. desember 1979. Vinningsröð 122 — 1X1 — 1X2 — 11X 1. vinningur: 12 réttir — kr. 2.425.500.- 402810/12,6/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 22.100.- 380 4409 11822 31332 + 33648 40394 41332 486 5229 12761 31415 + 40028 40554 41626 963 6341 30153 32294 40050 40634 41781 1407 9758 + 30406 32632 40236 40766 41797 2004 10343 30410 33526 40251 40924 3210 + 10442 30852(2/11) 33561+ 40292 41195 Kærufrestur er til 27. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrif- legar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalaskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta Iækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — Íþróttamiðstödinni — REYKJAVÍK verða fimmtudaginn 13. desember. Enginn aðgangseyrir. HEFST STUN DVÍSLEG A KL. 20:30 Framsóknarfélag Reykjavíkur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.