Dagblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 — 276. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11,—AÐAl.SÍMI 27022.
Unghjón íStykkishólmi 45 milljónum króna ríkari:
„Emil sagði mig ijúgal”
—sagöi umboðsmaður Happdrættis Háskóla íslands um viðbrögð
margmilljónarans íStykkishólmi
„Emil sagði að ég væri að ljúga
þegar ég fór til hans í bygginguna i
gær og sagði honum frá stóra
vinningnum,” sagði Ester Hansen,
umboðsmaður Happdrættis Há-
skólans í Stykkishólmi. Það hljóp
heldur betur á snærið hjá Emil
Guðbjartssyni og konu hans Hrafn-
hildi í gær, er þau fengu hvorki meira
né minna en 45 milljónir króna í
11% meðaltalshækkun
á smásöluverði búvara:
Mjólkuiiítnnn
kostar 281 kr.
Landbúnaðarafurðir hækka að
meðaltali um 11% í smásölu í kjölfar
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar í gær.
Mjólkurlitrinn kostar nú kr. 281 i
stað kr. 254 áður og kvartferna af
rjóma kostar kr. 466 í stað kr. 427.
Gunnar Guðbjartsson, formaður 6
manna nefndar, sagði i morgun að
tæmandi verðlisti yfir búvörurnar
yrði tilbúinn siðar í dag. Smjörið
hækkar mest, eða um 14.5% kinda-
kjöt um 11% að meðaltali, nautakjöt
um 185 kr. á kíló, kartöflur um
10.9%. -ARH.
MatthíasÁ.eða
MatthíasBjama
form. þingflokks
SjÉfsfæðismanna?
Dr. Gunnar Thoroddsen hefur nú
tilkynnt, að hann muni ekki gefa kost
á sér sem formaður þingflokks sjálf-
'stæðismanna. Hann er, sem kunnugt
er, varaformaður flokksins. Telur
hann að nýr þingflokksformaður sé
liöur i nauðsynlegri endurnýjun í
stjórn Sjálfstæðisflokksins.
Enn hefur ekki verið tilkynnt um
hver hinn nýi þingflokksformaður
verði. Óslaöfest er, að i stöðuna
verði valinn Matthías Á.Mathiesen
eða Matthías Bjarnason.
Ingvar Gislason verður formaður
þingflokks Framsóknarmanna og
Ragnar Arnalds formaður þingflokks
Alþýöubandalagsins. Sighvatur
Björgvinsson veröur áfram formaður
þingflokks Alþýðuflokksins eftir þvi
sem næst verður komizt.
-BS.
Happdrætti Háskólans.
Þau ungu hjónin eru með miða
númer 51931 og fengu 5 milljón kr.
vinning, en þau eiga alla númera-
röðina og trompmiðann að auki
þannig að upphæðin varð 45
milljónir. Vinningurinn kemur svo
sannarleg í góðar þarfir því ungu
hjónin eru að koma sér upp húsi að
Tangagötu8 í Stykkishólmi.
,,Emi! var þó furðu rólegur er ég
færði honum fréttina,” sagði Ester,
,,en það vil ég segja að ég vildi ekki fá
svona mikið fé upp í hendurnar. Það
er mikill vandi að fara með það. Við
fórum síðan heim og sögðum
Hrafnhildi, konu Emils, af þessu.
Hún vildi ekki trúa fréttinni lengi vel.
Þau hjónin hafa verið með þessa röð
og sagði Hrafnhildur að hún hefði
verið að reyna að fá Emil til þess að
hætta við miðana, en hann sagðist fá
þannstóranæst.”
Börn þeirra hjóna voru að leika
sér með happdrættismiðana á gólfinu
og var miðunum fdrðað, enda geyma
þeir heldur betur fjársjóðinn.
„Vinningurinn kom á góðan
stað,” sagði Ester. Þau hjónin ætla
að reyna að flytja i nýja húsið fyrir
áramót en ýmislegt vantar, gólf, loft,
hurðir og fl. En mér er óskiljanlegt
hvernig þið á DB hafið fundið út úr
því hver vinningshafinn er. Við
höfum öll steinþagað og engan látið
vita.”
-JH.
Stofið
úr
danskri
þyrlu
— sem stóð nálægt
gamlaflugtuminum
í morgun varð ljóst að farið hafði
verið í danska þyrlu sem staðið hefur
skammt frá gamla flugturninum á
Reykjavíkurflugvelli. Rannsókn
leiddi ekki annað í Ijós en að ruslað
hafði verið í lyfjakassa vélarinnar í
leit að einhverju og einnig er saknað
kuldaúlpu sem um borð var. Talið
var að þyrlan væri óskemmd eftir
þessa óboðnugestaheimsókn.
-A.St.
Vegsummerki eftir þjófaheimsóknir
eru venjulega augijós. Svo var i þyrl-
unni í morgun, er verið var að
rannsaka málið. Lengst til hægri er
Haraldur Árnason, rannsóknarlög-
reglumaður.
DB-mynd: Hörður.
Poppá
Listahátíð?
Verður boðið upp á útlenda popp-
tónlist á Listahátíð næsta sumar,
Örnólfur Árnason, framkvæmda-
stjóri Listahátíðar?
„Já, það er stefnan. Engar á-
kvarðanir hafa þó verið teknar og
engir samningar gerðir við poppara.
Við eigum kost á að fá Bob Marley á-
MARLEY 0G ROLUNG-
ARNIR ENN í SIGYI
samt hljómsveit. Við höfum leitað
hófanna víða og fengið þokkalegar
viðtökur. En stóra spurningin er
alltaf fjárhagshlið fyrirtækisins.,
Poppurunum fylgja stór og mikil
magnarakerfi. Flutningur á þeim
hingað til lands yrði allt að því jafn
dýr og kaupið til listamannanna. Og
svo vilja þeir hafa með sér stórar
sveitir fylgdarfólks. Marley er að vísu
hógvær í tölum, vill hafa með sér
16—17 manns. Aðrir vilja hafa með
sér allt að 25 manns.”
Fleiri þekkt nöfn sem könnuð
hafa verið?
„Hafa ekki allir í sömu sporum
reynt eitthvað við Rolling Stones?
Við höfum spurzt fyrir um þá. Þeir
eru einna erfiðastir við að eiga.
Hvernig sem allt veltist, þá er Ijóst
að fyrirtækið yrði viðamikið og dýrt.
Miðaverð yrði óhjákvæmilega mjög
hátt, þrátt fyrir að ráð yrði gert fyrir
fullskipaðri Laugardalshöll á hljóm-
leikum.”
-ARH.