Dagblaðið - 03.01.1980, Side 4
4
A
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980.
DB á ne ytendamarkaði
Fasteignagjald þegar
húsið erorðið fokhelt
— sömu reglur um allt land, en vatnsskattur getur verið
mismunandi hár
11úsmöAir og vinkona okkar á Siglu-
l'irði skrifar:
„Þá sendi ég þér annan seðilinn.
Þakka þér fyrir birtinguna á bréfinu
um hitaveituna. Það var fróðlegt að
sjá livað hún er ódýr hjá ykkur!
Mig langar til þess að spyrja hvort
greiða eigi fasleignagjald, ef húsið er
í byggingu og ekki flutl í það. Viltu
athuga það fyrir mig.
Sjálfsagt er það öðru vísi fyrir
sunnan en á Siglufirði. Vatnsskattur-.
inn er hér t.d. 0,25% af fasteigninni
og lóðinni.
Matarreikningurinn minn var anzi
hár. Ég keypti kjötskrokk á 20 þús-
und og sekk af hveiti og sykri og bök-
unarvörur á 30 þúsund (var með rúm-
lega43 þús. á mann að meðalt.).
Við borðum feiknalega mikið af
osti, eiginjega ekkert annaðálegg. Ég
kaupi alltaf hálfan ost í einu. Ég fór
með nærri 18 þúsund kr. í ost í
mánuðinum. En ég er ein af þeim,
sem þarf aldrei að kaupa fisk, fæ
hann gefins frá föður mínum á
haustin. Þá geri ég að honum og
frysti.”
Sömu fasteignaskattar
alls staöar
Hjá Guttormi Sigurbjörnssyni hjá
Fasteignamati ríkisins fengum við
þær upplýsingar að samkvæmt reglu-
gerð frá 1978 fer hús fyrst í mat þegar
það er fokhelt. Þá fer húsið á fast-
eignaskrá. Fasteignagjöld ber að
greiða af öllum húsum, sem eru á
fasleignaskrá l.janúarsl.
Það má því segja að greiða eigi
fasteignaskatt af húsi sem er fokhelt,
— þ.e. eftir I. janúar. Gilda sömu
reglur um allt land, einnig á Siglu-
firði.
Sömu reglur gilda um fasteignagjöld hvar sem er á landinu.
Hins vegar gilda aðrar reglur um
vatnsskatt, en hann er lagður á sam-
kvæmt reglugerðum hvers sveitar-
félags fyrir sig og getur þvi verið mis-
munandi i hinum ýmsu sveitarfélög-
um. - A.Bj.
ELDHÚSKRÓKURINIM
19
Rúmlega 30 þúsund þótt ekki
þyrfti að kaupa kjöt eða fisk
Hlutun og hagnýt-
ing á lambakjöti
Vinkona okkar á Húsavík skrifar:
,,Þá er nú nóvemberseðillinn tilbú-
inn. Mér finnst hann nú nokkuð hár,
þar sem ekki var keypt kjöt, fiskur,
kartöflur né kaffi og mjög lítið af
hreinlætisvörum, þar sem þær voru
fiestar til. Það sem keypt var, var
aðallega mjólk og mjólkurvörur,
ávextir og brauð.
Ég er hrædd um að upphæðin
verði há þar sem þarf að kaupa allt —
ef það er þá allt skrifað niður.
Kær kveðja, G.S.”
G.S. var með rúmlega 30 þúsund
kr. í meðaltal á mann en hún er með
fjögurra manna fjölskyldu. Það er
rélt athugað hjá G.S. að upphæðin
hlýlur að vera geigvænlega há hjá
þeim sem þurfa allt að kaupa jafn-
óðum og hafa marga munna að
melta.
l.ambakjöl er til dæmis nýlt á
eflirl'arandi hált: Lambshöfuð eru
oftast notuð i sultu eða soðin svið.
Ilálsinn cr soðinn nýr, saltaður,
notaður i smásteikur, úrbeinaður og
steiktur i heilu lagi. Framhryggur er
skorinn í kólelettur, heilsteiklur eða
saltaður. Afturhryggiir er
hciIsteiklur, satlaður eða hogginn i
ýntsar pönnusteikur, t.d. kótelettur.:
Kúgur cr úrbeinaður og steiktur
hcill, nolaður i smásteikur eða soðinn
nýr eða saltaður. Bringa og siöa eru
notuð í smásleikur, soðnar nýjar eða
saltaðar. I.æri er soðið eða steikt í
lieilu lagi. Innanlærisvöðvinn er
notaður í sneiðar. Slögin l'ara i rúllu-
pylsu eða aðra vinnslu. I.ambs-
skrokktirinn er oft sallaður eða
reyktur i hangikjöt. Næsl liggttr
leiðin um hagnýtingu ásvínakjöti.
Eyðir mun minna ef
allt er skrifað niður
G.H.Þ. á Akureyri skrifar:
,,Ég sendi hér með minn fyrsta
seðil. Ég hef haldið saman því sem ég
hef eytt i matarinnkaup öll mín bú-
skaparár, sem orðin eru tíu.
Liðurinn „annað” er ekki alveg á
hreinu, en verður vonandi um ára-
mótin og ég held áreiðanlega áfram
að scnda inn seðil.
í nóvember var ég með eyðslu upp á
It.9.045 kr. og þar sem við erum
fjögur gerir það 27.261 kr. á mann að
meðaltali. Það er heldur hærra en
vanalega, því ég var búin að kaupa í
allan jólabaksturinn og baka mikið
fyrirjólin.
Vonandi verður neytendasíðan
áfram á sínum stað. Hún er alveg frá-
bær. Margt mjög nytsamlegt og
gaman að bera sig saman við aðra og
reyna að vera lægst.
Mér finnst ég eyða mun minna er
ég skrifa hjá mér í hvað peningarnir j
fara.
Takk fyrir hjálpina og allar góðu
uppskriftirnar.”
Við bjóðum G.H.Þ. á Akureyri
velkomna í hóp þeirra sem eru það
sem við köllum „fastir viðskipta-
vinir” okkar. Því miður vill það
stundum brenna við að fólk sendir
seðlana dálítið stopult, aðeins einn og
einn mánuð. En hafið hugfast að
eftir því sem seðlarnir eru fleiri því
meira er að marka meðaltalið sem við
. reiknúm út.
Meðaltalið hjá þessari Akureyrar-
fjölskyldu var svo sannarlega í lægri
kantinum á þeim seðlum sem bárust
fyrir nóvember. Það er gott til þess
að vita að einhverjum tekst að spara
við sig i þessu neyzluþjóðfélagi sem
viðlifumí.
Við þökkum gullhamrana og góðar
óskir.
- A.Bj.
Raddir
neytenda
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvaö kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseði). Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun
meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið
þér von i að fá fria mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar.
Kostnaður í desembermánuði 1979.
Matur og hreinlpetisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
m YIKIX
Fjöldi heimilisfólks