Dagblaðið - 03.01.1980, Page 24

Dagblaðið - 03.01.1980, Page 24
óupplýst Póslræninginn í Sandgerði er ófundinn. Rannsóknarlögregla ríkisins og rannsóknarlögreglan i Keflavik vinna af kappi að rannsókn málsins. Eins og fram kom í DB í gær var pósl- meistarinn, Unnur Þorsteinsdóttir, sleginn niður og komst ræninginn undan með um 400 þúsund krónur. Meira var af peningum í peningaskáp og einnig ávisanir, en það lét ræninginn kyrrt liggja. Póstmeistarinn gat aðeins gefið tak- markaða lýsingu á ræningjanum, en einhverjir töldu sig hafa séð úlpu- klæddan mann á ferli í Sandgerði í gærmorgun. Sama pósthús var rænl í janúar i fyrra oger það mál óupplýsl. -JH. 17 millj. á 366 lukkudögum — fyrstu númerín birt 7. janúar Lukkudagar ^nefnist nýslárlegl happdrætti, sem Knattspyrnufélagið Víkingur efnir til í ár — og verður dregið daglega út allt árið. Eru vinningarnir 366 og samanlagt andvirði þeirra í ársbyrjun sautján milljón krónur. Vinningsnúmerin verða birl daglega í Dagblaðinu einu blaða. Fyrstu sjö númerin verða birt á mánudaginn kemur, 7. janúar, en siðan verða þau birt daglega þar til 3 I. desember 1980. Póstránið irjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR3. JAN. 1980. Dtííi gangur hjá Geir — hefur ekki rætt við Steingrím og Lúðvík síðan fyrír helgi „Geir er að reyna að gera mikið úr þessu með því að gera þetta dular- fullt,” sagði einn stjórnmálaforinginn í morgun. Menn voru sammála um, að tilraunir Geirs Hallgrimssonar til stjórnarmyndunar væru mjög ,,i lausu lofti”. „Geir hefur ekki rælt við mig síðan á föstudag. Það er tæp vika,” sagði Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, í viðtali við DB i morgun. Ekki náðist í Lúðvík Jóseps- son, formann Alþýðubandalagsins, en að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar alþingismanns vissi hann ekki til að Geir hefði rælt við Lúðvík síðan á laugardag. Hins vegar sagði Benedikt Gröndal forsætisráðherra og formaður Alþýðu- flokksins í morgun að Geir hefði hafl simasamband við sig í gær. Geir Hallgrimsson hefur látið að þvi liggja að hann sé að kanna möguleika á þjóðstjórn allra flokka. Lítill gangur er þó á þeim viðræðum og menn vonlitlir um að samkomulag verði um þjóð- stjórn. Nánasl ekkert hefur verið rætl hvaða málefnagrundvöllur gæti orðið fyrir slíka stjórn. -HH. Framarar rufu í gær langtíma einokun Valsmanna i innanhússknattspymumótum er Marteinn Geirsson, fyrirliði liðsins, tekur hér við verðlaununum Ur nenat utjars þeir sigruðu strákana frá Hllðarenda 9—41 úrslitum Reykjavikurmótsins Igœrk völd. Þórðarsonar, formanns íþróttabandalags Reykjavlkur. Framarar voru tvlmælalaust með jafnhezta liðið og voru vel að sigrinum komnir. DB-mynd: Ragnar Th. Rannsókn þingsins á Flugleiðum: Olafur Ragnar endur- flytur tillögu sína „Ég hefi ákveðið að fiytja aftur tillögu til þingsályktunar um rannsóknarnefnd þingmanna tii að kanna rekstur, fjárfestingar og far- og farmgjaldaákvarðanir Flugleiða hf. þegar þing kemur saman á ný,” sagði Ólafur Ragnar Grimsson alþingismaður i samtali við DB í morgun. í framsöguræðu um þcssa tillögu á Alþingi 7. desember 1978 ræddi Ólafur Ragnar um hið gífurlega verölagsstríð i flugrekstri og stöðu Flugleiða hf. í því. „Ef Flugleiðir tapa þeim leik á næstu árum, drekkir það tap ekki aðeins fjárfestingum félagsins i tengslum við þennan samkeppnis- markað, heldur einnig öllum öðruni eignum félagsins," sagði Ólafur Ragnar. ‘ Hann sagði enn frentur: „Allt fiugkerfi landsins kynni að brenna í því báli. Það er ntikil áhætta fyrir íslenzka þjóð og stjórnvöld að láta eins og sá möguleiki sé ekki til, að Flugleiðir hf. biði ósigur i verðstriðinu á Allantshafsleiðinni.” í ræðu sinni taldi þingmaðurinn ekki fráleitt, að undir slikum kringumstæðum myndu eigendur Flugleiða hf. vegna ciginhagsmuna freista þess að flytja áherzluþungann til alþjóðlegra fyrirtækja. Nefndi hann í þvi sambandi Cargolux, Air Bahama og Hekla Holdings og ef til vill til annarra fyrirtækja. -BS. Ágæt frammistaða íslenzkra skákmanna erlendis: Margeir efstur í Prag og Haukur í Stokkhólmi Margeir Pétursson er í hópi efstu manna að loknum 4 umferðum á alþjóðlega skákmótinu i Prag. Margeir hefur hlotið 2,5 vinninga. Hann gerði í gær jafntefli við Jón L. Árnason sem hefur hlotið 1,5 vinning. Haukur Angantýsson er. í efsta sæti A Riltón Cup mótinu í Stokk- hólmi. Hann hefur 5,5 vinninga að loknum 7 umferðum og á auk þess jafnteflislega biðskák. Jóhann Hjartarson, sem teflir á Evrópumeistaramóti unglinga í Holl- andi, vann í gær skák sína gegn Pól- verjanum Ratinivski og hefur hann sótt sig mjög eftir heldur slaka byrjun. Jóhann hefur 6,5 vinninga að loknum 12 umferðum. Síðasta um- ferð mótsins verður tefid á morgun. Páll Þórhallsson hafði hlotið 4 vinninga eftir 8 umferðir á opna unglingamótinu í Skien er einni umferð var ólokið. DB tókst ekki að ná sambandi við hann í morgun til að' spyrjast fyrir um úrslit siðustu skák- arinnar. Elvar Guðmundsson vann í gær Haraldsson frá Svíþjóð á unglinga- mótinu í Hallsberg í Svíþjóð og hefur hann hlotið 4 vinninga af 7 mögu- legum. Elvar sagði í samtali við DB í morgun.að hann væri ekki alls kostar ánægður með frammistöðu sína á mótinu þó þetta væri vissulega mjög sterkt mót. Skotinn MacNab er lang- efstur með 6,5 vinninga. -GAJ. Björgunarsveit Mosfellinga kaupir vélsleða: Herínn borgar þriðjung a við björgunarsveitina — fyrir sleöa sem keyptur er til skemmtunar á Vellinum „Sleðinn kostar okkur 3,3 milljónir króna. Þar af er innkaups- verð hans 1,3 og er það sú upphæð sem hann kostar Ameríkana á Vellinum. Þeir borga þvi aðeins um þriðjung þess sem við borgum,” sagði Erlingur Ólafsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mos- fellssveit. Sveitin hefur átl óútleystan í tolli vélsleða til björgunarstarfa og vinnur nú að þvi hörðum höndum að safna fyrir andvirði hans. Sleðinn hefði komið i ákaflega góðar þarfir ef hann hefði verið kominn í gagnið er hin sögufrægu flugslys urðu á Mosfellsheiði á dögunum. Með sleðanum fylgir yfirbyggður pallur sem hægl er að draga sjúklinga í. Fer þá mun betur um þá en i sjúkra- bílum, sem hossast þurfa á mis- jöfnum vegum í snjó svo ekki sé lalað um hversu miklu fijótari vélsleðinn er í förum en bílar þegar snjórinn er eins mikill og hann var á heiðinni á dögunum. Kyndill hyggst fara fram á niður- fellingu eða minnkun aðfiutnings- gjalda en á sliku hafa björgunar- sveitir oft fengið neitun áður. En i gær, er Kyndilsmenn fóru á fund innflytjenda sleðans í þeim tilgangi að semja um greiðslur á honum, voru þar staddir nokkrir Bandaríkjamenn úr herliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þeir fengu þegjandi og hljóðalaust niðurfellda alla tolla og flutnings- gjöld af vélsleða sem þeir eru að kaupa sér til skemmtunar, auk þess sem þeir geta keypt á hann helmingi ódýrara bensín en Kyndilsmenn eiga kost á. Tollur af vélsleðum var fyrir tveim árum hækkaður úr 45% í 130%. -DS. *

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.