Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 1980.
A
8
r
„tg varð að henda mér á
jörðina í skothríðinnr
— segir Jóhannes Reykdal, fararstjórí íslenzka hjúkrunarhópsins í Thailandi
— íslenzki hópurínn slapp allur ómeiddur undan árás rauðu khmeranna á flóttamannabúðimar
,,Ég var að keyra í bílnum okkar
efst í búðunum þegar 35—40 rauðir
khmerar komu skyndilega hlaupandi
og skutu þeir allt hvað af tók í allar
áttir,” sagði Jóhannes Reykdal, far-
arstjóri íslenzka hjúkrunarhópsins, i
samtali við DB í gær, en hjúkrunar-
hópurinn dvelst sem kunnugt er á
vegum Rauða krossins í Thailandi.
,,Ég varð að henda mér á jörðina
hjá bílnum en maður sem var um tvo
metra f'yrir framan bilinn hjá mér
varð fyrir skoti og dó samstundis.
Það tók mig um eina og hálfa
klukkustund að komast fótgangandi i
skothríðinni til þess staðar er Rauða
kross fólkið hafði safnazt saman á.
Á leiðinni varð ég var við að margir
menn urðu fyrir skotunt og dóu.”
„Árásin á búðirnar var gerð á
föstudaginn fyrir rúmri viku,” sagði
.lóhannes. „íslenzki hópurinn var
fyrstu fjórar vikurnar að vinna í
flóttamannabúðum á landamærum
Kampútseu og Thailands, sem í voru
120 þúsund manns. Búðirnar heita
Samet og eru um 50 km fyrir norðan
Aranya Pratet. Þegar menn höfðu
verið við vinnu um hálftíma á
föstudaginn gerðu rauðir khmerar
árás á búðirnar með hriðskotarifflum
og sprengjuvörpum. Allt Rauða
krossstarfsliðið í búðunum, um 60
manns, slapp ómeitt frá bardaganum
sem stóð í marga klukkutíma.
Af íslenzka hópnum er það að
segja að læknirinn og hjúkrunar-
konurnar voru að vinna í sinni
hjúkrunarstöð og gátu þau forðað sér
fljótlega. Tvær af stúlkunum, Björg
og Hildur, komust strax út úr
búðunum, en Sigurður læknir og
Kristin urðu að fara í loftvarnarbyrgi
fyrst um sinn. Eftir stutta stund fór
Sigurður að hjálpa þeim sem særðust
i bardaganum.”
-jh.
íslenzki hjúkrunarhópurinn á fundi áður en lagt var af stað.
DB-mynd-Hörður.
\
INUIT NUNAAT
Það hefur verið heldur hljótt um
Norræna húsið i tæpan mánuð eða
svo, en nú er árið 1980 gengið í garð
og með því merkileg farandsýning i
sölum hússins. Nefnist hún ,,Inuit
Nunaat”, land mannanna, sem
fjallar unt daglegt Iíf og list
Grænlendinga frá öndverðri 19. öld
og fram á vora daga. Það er Norræna
listsambandið og Listmiðstöðin í
Svíavigi sem standa að sýningunni,
en aðalhvatamaður að henni er
danski listmálarinn Bodil Kaalund.
En Grænlendingar sjálfir hafa einnig
unnið að þessari sýningu, þ.á m.
nokkrir góðkunningjar okkar frá
Grænlandsvikunni sem haldin var í
Norræna húsinu fyrir þrem árum, en
þeir halda með því upp á heima-
stjórn.
Sterkur menn-
ingararfur
Við íslendingar eigum enn ansi
margt ólært um Grænland og
Grænlendinga og sjálfsagt þarf meira
en þess.i sýningu til að bæta úr fá-
fræði okkar. Reyndar verð ég að
viðurkenna að ég tel mig hafa haft
meira gagn og gatnan að Grænlands-
vikunni forðum, enda var þar leitað
fanga víða og Grænlendingar sjálfir
settu mikinn svip á bæjarlifið. Samt
sem áður undirstrikar þessi sýning
skýrt það, sem marga hefttr a.m.k.
grunað, þ.e. hve sérstæður og sterkur
menningararfur Grænlendinga er,
hve brýnt er fyrir þá að varðveita
hann til eflingar þjóðernisvi und og
stolti, og síðast en ekki sist, hve
nauðsynlegt það er listamönnum
þeirra að finna nýjar leiðir til að
túlka þennan arf, í stað þess að rciða
sig sífellt á myndlist forfeðra sinna. í
ljóðlist Grænlendinga, sem hér er
kunn af þýðingum Einars Braga, má
þegar finna nýja vakningu og þar er
fortiðinni óspart teflt gegn
nútímanum, oft á mjög áhrifamikinn
hátt.
Úr þjóð-
sagnaheimi
En i myndlistinni, sem
Grænlendingum er líklega álíka
mikilvæg og sagna og ljóðlistin, eiga
þeir sýnilega lengra í land, einkarlega
i skúlptúr. Hins vegar lofar grafík
þeirra góðu og ættu bestu grafíkerar
Grænlendinga, t.d. Hans Lynge, Ake
Höegh og Kristinn Olsen Aaju,
hiklaus heima á samnorrænum
L
grafiksýningum — ef norrænt sam-
starf á að hafa einhverja þýðingu.
Óneitanlega hljótum við að vera í
crfiðri aðstöðu gagnvart myndlist
Grænlendinga fyrr á tímum, þar sem
okkur skortir þekkingu á þjóðsagna-
Iteimi þeirra og trúarlegum siðum, en
á þeim grunni eru flest myndverk
þeirra reist.
Þó er hugarflug þeirra svo frjótt
að við hljótum að hrífast með — af
dansgrímum, einföldum að
grunnformi en skreyttum með þéttu
ntynstri lína og svo af tupilökkunum
svonefndu þar sem alls kyns um-
myndanir blómstra og sýna jafn-
framt hin nánu tengsl Grænlendinga
við veröld dýranna.
Að drepa með
túpilakk
En þótt túpilakkarnir séu kannski
þekktastir af myndverkum Græn-
lendinga, þá hafa menn misskilið
hlutverk þeirra. Þessir útskornu
gripir höfðu ekki trúarlegt gildi sem
slikir því hinir eiginlegu túpilakkar
voru andar sem menn mögnuðu upp.
En túpilakka skáru menn úr beini ef
þeir ætluðu sér að drepa einhvern
sem þeir höfðu hatur á. En færi svo
að fórnarlambið tilvonandi grunaði
hvað til stóð, eða ef það hafði aðgang
að sterkari öndum en óvinurinn, þá
mátti setja túpilakkinn til höfuðs
skapara sínum. Þegar túpilakk hafði
lokið ætlunarverki sínu, átti hann að
leysast upp og nýjan grip þurfti að
tálga fyrir næsta verkefni. Sem betur
fer hafa þeir ekki allir komið að
gagni, því annars færum við á mis við
blómann af grænlenskri list.
En myndlist Grænlendinga gengur
ekki öll út á andatrúna, því stór hluti
hennar fjallar um náttúruöflin og
lifsbaráttuna: veiðar, skinnavinnu,
matseld, róður o.s.frv. Og þeir tjá sig
með því sem hendi er næst, hvalbeini,
selskinni, rekavið og sápusteini.
Listræn
heimastjórn
Á 19. öld koma vestræn áhrif inn í
list Vestur-Grænlendinga og við sjá-
um hvernig Aron frá Kraneq notar
tréskurðarkunnáttu sína í gerð ótrú-
lega góðra tréskurðarmynda sent
þrykktar eru í bók árið 1860, en áður
hafði Grænlendingurinn Israil
Nicodemus Gormansen málað vatns-
litamyndir af fiski og hreindýra-
veiðum (1840). Um aldamótin 1900
gerir svo Kristófer Kreutzmann
vatnslitamyndir sem hafa til.að bera
ríkulegan karakter. En ljóst er að
Danir hafa ekki örvað þessa þegna
sína til dáða á þessu sviði, en í byrjun
lú.aklar litu þeir nánast á þá sem
skepmn (sjá bók Otto Fabriciusar á
sýningunni). En þeir hafa ekki latt
þá að heldur og í einangrun sinni
hafa Grænlendingar haldið lifinu i
gömlum hefðum m.a. í bein-, stein-
og tréskurði- Það er svo á síðasta ára-
tug, sem mikil vakning verður meðal
ungra Grænlendinga, komið er upp
myndlistarkennslu og Grafíska verk-
stæðið er sett upp. Við sjáum
árangurinn á þessari sýningu og hann
sýnir svo ekki verður um villst, hve
einarðlega Grænlendingar stefna að
listrænni heimastjórn. Ekki er að efa
að henni munu þeir koma á fót —
svo sterk sem arfleifð þeirra er.
Túpilakkar og mannamyndir úr beini
ogsteini.
(Ljósm. Hörðúr)
Eskifjördur. DB-mynd Emil Thor.
ER KRISTILEGT AÐ
VERA A VEIÐUM
UM JÓLIN?
Hólmanesið fór á veiðar aðfaranótt
2. janúar og kom inn aftur þann 6. með
60 tonn, mest góðan þorsk, að sögn
Hauks Björnssonar, verkstjóra hjá
hraðfrystihúsinu.
Hér er föst venja að togarar og ailir
fiskibátar hætti veiðum um 20.
desember. Er það eini tími ársins sem
verkstjórar og þeirra fólk fá tækifæri
til að annast viðhald, málun i
frystihúsinu o.s.frv. Austfirðingum
finnst hryllilegt að heyra í útvarpi á
Þorláksmessu og aðfangadag, að
togarar í Reykjavík eigi að fara út á
veiðar áðurnefnda daga og sjómenn að
vera fjarri sínum ættmennum um jólin.
Er þetta kristilegt?
Togarar á Austurlandi standa sig sízt
verr fjárhagslega en sunnlenzkir þrátt
fyrir gott jólafrí.
Regína, Eskifiröi.
250 þús. kr. borvél
hvarff af bfl
Maður kom á lögreglustöðina í
Árbæ á föstudaginn og sagði ólánssögu
af borvél sem hann hafði keypt fyrir
litlar 250 þúsund kr. á miðvikudaginn
var. Hafði hann verið við vinnu i
iðnaðarhverfinu í Ártúnshöfða á föstu-
daginn og skilið vélina eftir á palli
Pick-up bifreiðar sinnar. Bílinn lánaði
hann piltum í búðarferð, en síðar
reyndist borvélin dýra og nýja horfin.
Nú er ekki vitað hvort vélin datt af
bílnum eða hvort henni var stolið. En
hafi einhver orðið nýrrar borvélar var,
er hann beðinn að hafa samband við
Árbæjarlögregluna.
-A.Sl.
Grunaðirumbensín-
stuld á bensínstöð
Á sunnudagsnótt voru nokkrir gær enn mjög óljóst fyrir, að sögn
unglingar teknir við bensinstöð Shell lögreglunnar, og var þá hafin könnun
í Breiðholti, grunaðir um að vera þar á því. Rannsókn verður fram haldið.
að reyna að stela bensíni. Málið lá i -A.Sl.