Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 9
9 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 1980. -.............................. . \ Ljóslaus á 90 km hraða í miðbænum — Aðalannir lögreglunnar orðnar á nóttunni milli kl. 3 og 4 um helgar „Hinn breytti afgreiðslutími vinveitingahúsanna hefur valdið þeirri breytingu hjá lögreglunni að mestu annirnar eru milli kl. 3 og 4 á nóttinni um helgar,” sagði Þor- steinn Alfreðsson í spjalli við DB. i fyrrinótt var mikið um að vera. Tólf voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Út af fyrir sig er það ekki há tala i höfuðborginni um helgi, en flestir voru teknir á sama tíma eða svipuðum tima og er þá mikið að snúast. Snörpuðust átök lögreglunnar á laugardag voru ölvaðan og ökuréttindalausan ungan mann sem nýlega hafði misst réttindi sín. Ók hann á miklum hraða Ijóslaus eftir Skúlagötu er lögreglan sá hann fyrst. Hann sinnti engum boðum eða stöðvunarljósum. Um þröngar götur miðbæjarins ók hann á allt að 90 kni hraða, sinnti engum umferðarmerkjum •Mté gætti varúðar á götuhornum, þar sen> hon- um bar að stöðva. Eftirförin varð þó ekki löng né heldur ökuleiðin. Á Barónsslíg komst ökumaðurinn í sjálfheldu. Engum skaða hafði hann valdið á ökuferð sinni og má það furðu sæta hjá ölvuðum manni. -A.St. Eigum væntanleg Suzuki TS-50 árgerö 1980. Fyrsta sending er þegar upppöntuð. Þeir sem ætla að fá hjól á árinu eru hvattir til að hafa samband við sölumann sem fyrst í síma Q^499 ATH.: Eigum enn til örfá Suzuki AC 50 árg. 1979 á mjög hagstæðu verði. ÓK FRÁ SLYSSTAÐ EN SÁ SIG UM HÖND — Hafði þá ekið á Ijósastaur nokkur hundruð metrum frá slysstaðnum Klukkan rúmlega þrjú i fyrrinótt var ekið á mann á gangstétt í Lækjargötu, nálægt Lækjartorgi. Bílnum sem ekið var á manninn var siðan i skyndi ekið brott af slys- staðnum. Nokkur hundruð metrum sunnar í Lækjargötunni var bílnum ekið á V ——i ljósastaur og þar nam hann staðar um stund. Siðan var snúið við og ekiö á fyrri slysstaðinn og þar gaf öku- maður sig fram sem valdan að slysinu. Maðurinn sem ekið var á hlaut m.a. meiðsl á höfði en ekki er kunnugt urn hve alvarleg þau voru. Var hann fluttur í slysadeild. Sá er ók var áberandi ölvaður. Með honum i bílnum voru þrír aðrir. Fylgir ekki sögunni, hvort hann sá sig sjálfur um hönd, og gaf sig fram, eða hvort félagarnir hafa lalað um fyrir honum. -A.St. SUZUKI-UMBOÐID Ólafur Kr. Sigurðsson hf. Réttur áskilinn til veröbreytinga án fyrirvara. OPID KL. 9 Allar skreytingar unnar at fag- . mönnum.____ N»9 bilastasBI a.m.k. é kvöldla IMOMEAMXHH HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Minnmgarathöfn um Hákon Guðmundsson fv. yfirborgardómara, for fram a Selfossi Minningarathöfn um Hákon Guðmundsson, l'i yfirborgardómara, fór fram í Sellösskirkju sl. laugarag. Skógræktarmenn höfðu skreytt kirkjuna fagurlega með furu og barri, enda var hinn látni mikill skógræktar- maður. Viðstaddir athöfnina voru hæstaréttardómarar, borgardómarar og skógræktarmenn auk ættingja og annarra vina. Stefán Már Stefánsson borgar- dómari og Hákon Bjarnason fv. skóg- ræktarstjóri fluttu ávörp og sr. Sigurður Sigurðarson flutti minningar- ræðu. Síðan söng fjórfaldur karla- kvartett frá Selfossi. Sigriður Ella Magnúsdóttir söng einnig tvö lög. Mikið fjölmenni var við minningar- athöfnina, sem var falleg og virðuleg. -JH. Hákon Guðmundsson. Gott að vera bæjarstjóri á Eskrfirði Eskfirðingum hafa á síðustu dögum borizt fasteignagjaldaseðlar fyrir 1980. Alls nema álögð fasteigna- gjöld 55 milljónum og hafa þau hækkað um 50% frá i fyrra. Þykii mörgum það mikið og furða sig á að fólk skuli aldrei mega eiga nokkurn hlut fullborgaðan. Að sögn Ásgeirs bæjarstjóra nema gjöldin 150 þúsund kr. á hvcrn gjaldanda ef deilt er í heildar- upphæðina með fjölda gjaldenda. Hæstu gjöld atvinnurekenda ber Hraðfrystistöð Eskifjarðar, 13 milljónir kr. Að sögn bæjarstjórans er búið að innheimta 94% af álögðum gjöldum síðasta árs. Er það svipað hlutfall og tvö siðustu ár þar á undan. Ásgeir segir að gott sé að vera bæjarstjóri á Eskifirði, atvinna sé mikil og stöðug og þar af leiðandi komi peningar svo til jafnharðan i bæjarsjóðinn. -A.St/Regína Eskifirði. ngadeildin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.