Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 14. JANUAR 1980. 13 1 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Ari Edwald f keppninni. JOLAMÓT TBR Sunnudaginn 13. jan. var haldið seinni hluti jólamóts T.B.R. í tvíliða- og tvenndarleik. Voru margir leikjanna harðir og spennandi, einkum í drengja og telpnaflokki, sem eru fjölmennastir unglingaflokkanna. Þar bar helzt til tíðinda að sigurvegarar í tvenndarleik urðu þar Indriði Björnsson T.B.R. og Þórdis Edwald T.B.R. en þau sigruðu i úrslitaleik Ara Edwald T.B.R. og Þórunni Óskarsd. KR, 8:15, 15:12 og 15:9. Annars voru úrslit sem hér segir: HNOKKAR tvíliðal. Árni Þ. Hallgrimsson ÍA og Valdimar Sigurðsson ÍA sigruðu Bjarka Jóhannesson ÍA og Harald Hinriksson ÍA 15:1 log 15:9. HNOKKAR — MEYJAR tvenndarl. Ámi Þ. Hallgrimsson lA og Ásta Sigurðard. ÍA sigruðu Bjarka Jóhannesson ÍA og Maríu Finnbogad. I'A 15:10og 15:5. MEYJAR tvíliðal. Þórdís K. Bridde T.B.R. og Rannveig Björnsd. T.B.R. sigruðu Karitas Jónsd. ÍA og íris Smárad. ÍA 11:15, 15:5, og 18:15. SVEINAR tvíliðal. Þórður Sveinsson T.B.R. og Snorri Ingvarsson T.B.R. sigruðu Ingólf Helgason ÍA og Pétur Lentz T.B.R. 15:10og 15:10. SVEINAR — MEYJAR tvenndarl. Ingólfur Helgason ÍA og Karitas Jónsd. ÍA sigruðu Þórð Sveinsson T.B.R. og Þórdisi K. Bridde T.B.R. 8:15 15:12 og 15:2. TELPUR tvíliðal. Inga Kjartansd. T.B.R. og Þórdis Edwald T.B.R. sigruðu Þórunni Óskarsd. KR og Ingunni Viðarsd. ÍA 15:1, 11:15 og 15:6. DRENGIR tvíðliðal. Ari Edwald T.B.R. og Þorsteinn P. Haengsson T.B.R. sigruðu Indriða Björnsson T.B.R. og Fritz Berndsen T.B.R. 15:8 og 15:11. DRENGIR — TELPUR tvenndarl. Indriði Björnsson T.B.R. og Þórdís Edwald T.B.R. sigruðu Ara Edwald T.B.R. og Þórunni Óskarsd. KR 8:15, 15:12og 15:9. PILTAR tviliðal. Skarphéðinn Garðarsson T.B.R. og Þorgeir Jóhannsson T.B.R. sigruðu Birgi Ólafsson T.B.V. og Garðar Skaftfells T.B.R. 12:15, 15:5 og 15:3. STÚLKUR tvíliðal. Kristín Magnúsd. T.B.R. og Bryndís Hilmarsd. T.B.R. sigruðu Ragnheiði lónas. ÍA og Laufeyju Sigurðard. ÍA Í5:6 og 15:4. PILTAR — STÚLKUR tvenndar. Skarphéðinn Garðarsson T.B.R. og Kristín Magnúsd. T.B.R. sigruðu Birgi Ólafsson T.B.V. og Sif Freiðleifsd. KR 15—10 og 15:5. Sigurmark Vals skorað á lokasekúndu leiksins — Grindavíkurstúlkuraar komu mjög á óvart á laugardag Valsstúlkurnar lentu í miklum erfið- leikum með Grindavík í meistaraflokki kvenna i handknaltleiknum á laugar- dag í Njarðvík. Tókst þó að vinna með eins marks mun og var sigurmarkið skorað á síðustu sekúndum leiksins. Úrslit UMFG 22 — Valur 23 eftir að staðan var 13—9 í hálfleik fyrir Grindavik. Það var jafnræði með liðunum framan af en siðan fór Sjöfn Ágústs- dóttir að skora grimmt fyrir Grindavik og Valsstúlkurnar réðu illa við hana. Staðan 13—9 í hálfleik en Grindavík hélt að mestu þessu forskoti lengstum. En þegar fimm mín. voru eftir fór að draga saman — Sjöfn var tekin úr Sveitakeppni Júdó- sambandsins Sunnudaginn 13. janúar var háð sveitakeppni JSÍ, sem er íslands- meistaramót í sveitakeppni i júdó. Fjórar sveitir kepplu að þessu sinni, en hverja sveit skipa 7 menn, einn úr hverjum þyngdarflokki. Sveit Júdófélags Reykjavíkur sigraði eins og jafnan áður, en félagið hefur sigrað í þessari keppni frá upphafi, eða í sjö ár samfleytt. Sveitina skipuðu að þessu sinni eftirtaldir júdómenn: Svavar Carlsen, Benedikt Pálsson, Kári Jakobsson, Halldór Guðbjörnsson, Eðvarð Benediktsson og Rúnar Guðjónsson. í öðru sæti var sveil Suðurnesja- manna, en það er sameinuð sveit UMFK og UMFG. Sveit Ármanns varð að láta sér nægja þriðja sætið að þessu sinni. Margir ungir og efnilegir júdómenn komu fram á þessu móti ásamt hinum gamalkunnu köppum. Keflavík uppeldisstöð Svía? Þrír af meistaraflokksleikmönnum ÍBK í knattspyrnunni, Ragnar Margeirsson, Einar Ásbjörn Ólafsson og Rúnar Georgsson héldu til Svi- þjóðar á laugardag til samninga við sænsk félög. Þeir Einar og Rúnar munu ræða við forráðamenn Örebro — en fleiri félög eru i takinu hjá Ragnari, IFK Gautaborg, sem Þorsteinn Ólafsson er genginn til liðs við, AIK í Stokkhólmi og Atvidaberg. Þá er Sigurður Björgvinsson genginn til liðs við Örgryte i Gautaborg. Fimm leikmenn Kefvíkinga eru því farnir til Svíþjóðar en biðstaða er i málum Sigurbjörns Gústavssonar og Gísla Grétarssonar. „Ef Keflavik á að fara að vera einhver uppeldisstöð fyrir sænsk knatt- spymufélög getum við ekki lengur tekið á þessum málum neinum vettlingatökum,” sagði einn af forustu- mönnum ÍBK við DB í gær. -emm. ^EVE^DAM SHOES Mfi&i LMIGAVEGI Vandaóir fótíagaskór Stærðír36—40 Kr. 18.900,- Stæróir 41—46 Kr. 19.900.-' cEVEcþ4DAM ; Sími 17345. Póstsendum. umferð og við það riðlaðist leikur Grindavikur-stúlknanna. Þær tóku hins vegar ekki Hörpu Guðmundsdótt- ur úr umferð þó hún skoraði flest mörk Vals. Grindavík kom mjög á óvart i þessum leik og það var ekki fyrr en á lokasekúndum að Valur tryggði sér sigur. Mörk UMFG skoruðu Sjöfn 10, Hildur Gunnarsdóttir 5, Svanhildur Káradóttir 4, Kristólína Ólafsdóttir 2, og lngunn Jónsdóttir l. Mörk Vals skoruðu Harpa 10, Erna Lúðviksdóttir 6, Sigrún Bergmundsdóttir 4 og Ágústa Dúa Jónsdóttir 3. Beztu leikmenn: Harpa, Val, 7, Sjöfn, UMFG, 6, Rut Óskarsdóttir, UMFG, 6, Erna Lúðvíksdóttir, Val, 6, og Hildur Gunnarsdóttir, UMFG, 5. ^ -emm/ÞÓ. Sveinbjörn til Svíþjóðar Sveinbjörn Hákonarson, miðvallar- spilarinn úr Skagaliðinu, héll i gær áleiðis til Svíþjóðar þar, sem hann mun kynna sér hvað Allsvenskan-liðiö Sundsvall hefur upp á að bjóða. Mun Sveinbjörn dveljast um tima i Sviþjóð og athuga alla möguleika er kynnu að gefast. Sveinbjörn er 22 ára gamall og sló fyrst verulega í gegn með Akranes- liöinu sl. sumar. Það yrði slæmt fyrir Skagamenn að missa hann til Sviþjóðar en fátt virðist nú geta stöðvað sivax- andi útflutning leikmanná til Norður- landanna. Allar viðgerðir bíla og stillum bílinn með fullkomnustu tækjum. Pantið tíma í tíma. Einnig bjóðum við Ladaþjónustu LYKILL Bifreiðaverkstæði Sími 76650. Smiðjuvogi 20 - Kóp. H F Rat-eigendur athugið! Er fluttur með þjónustu mína viö Fiat-eig- endur úr Tangarhöfða 9 í Síðumúla 27. Sími 35360. THEÓDÓRS. FRiDGEiRSSON. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að ’gjalddagi söluskatts fyrir desembermánuð er 15. janúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. iFjármálaráAuneytið 7. janúar 1980. Námsflokkar Kópavogs Kennslugreinar sem enn er ekki fullbókað í á vetrarönn: ERLEND TUNGUMÁL KR. 12.500 SAUMANÁMSKEIÐ KR. 22.000 SKRIFT OG LETURGERÐ KR. 13.000 MÁLMSMÍÐI (efni innif.) KR. 20.000 ÚTSKURÐUR (efni innif.) KR. 19.000 LEIRMUNAGERÐ (efni innif.) KR. 19.000 MYNDVEFNAÐUR KR. 15.000 HNÝTINGAR KR. 13.000 SKRÚÐGARÐYRKJA KR. 12.000 MATJURTARÆKTUN KR. 8.000 BÍLVÉLIN KR. 12.500 LJÓSMYNDUN KR. 14.500 LISTMÁLUN KR. 15.000 TEIKNUN OG GRAFÍK KR. 15.000 Innritun, upplýsingar og skráning í síma 44391 í dag og næstu daga kl. 15.00 til 19.00.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.