Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 1980. 17 Leikkon- urnar keppast viðað ættleiða Elizabeth Taylor hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til heims- friðarins með því að ættleiða tvö börn; annað israelskt og hitt egypzkt. Hún hefur þegar sótt um tilskilin leyfi og bíður nú átekta. „Þetta er framlag mitt til friðarins milli þessara tveggja þjóða,” segir leik- konan, sem litið hefur látið á sér kræla að undanförnu. Mia Farrow, fyrrum eiginkona Frank Sinatra og André Previn hljóm- sveitarstjóra, er einnig í ættleiðingar- hugleiðingum.þessa dagana. Hún hefur farið fram á að fá að taka að sér tveggja ára fatlað barn frá Kóreu. Mia hefur áður ættleitt tvö vietnömsk börn og eitt frá Kóreu. Með André Previn á hún þrjú börn, tvíbura og einn strák. Klizabeth Taylor BjömBorgíþað heilaga í sumar Sænski tennisleikarinn Björn Borg hefur nú ákveðið að ganga í það heilaga 24. júlí í sumar. Sú heppna er að sjálfsögðu einnig tennisleikari. Hún heitir Mariana Simonescu og er. frá Rúmeníu. Þar með hefur Björn valdið þúsundum sænskra stúlkna ástarsorg. Hann þótti að vonum mjög gott mannsefni, ríkur, frægurog fallegur. « Björn og Maríana hafa ákvcðið brúðkaupsdaginn sinn 24. júlí í sumar. Brúðkaup þeirra Maríönu og Björns fer fram í Búkarest i Rúmeniu. Hann er nú 23 ára og hún 22. Þau hafa verið trúlofuð í tvö ár en aðdáendur Björns hafa beðið þess með öndina í hálsinum að hann segði skilið við hana og leitaði á önnur ntið. Ekki virðist hann ætla að verða við þeim óskunum. Björn sagði í samtali við brezkt blað nýlega að hann ætlaði að taka sér örlitið tneira frí núna en hann hefur gert til þessa til að vera meira með væmanlegri eiginkonu. Björn hefur orðið heimsnteistari fjórum sinnum í sinni grein og hann stel'nir að enn meiri sigri á þessu ári. ,,Ég legg tennis- spaðann ekki frá mér þó ég gifti mig,” sagði hann. „Þvert á móti á ég eftir að leika tennis um mörg ókomin ár.” hvurandsk. petta er ekkert veró Splunkunýr Skoda 1980 á kr. 2.690.000.- á meðan gengið helst óbreytt. — þetta er ekkert verð - Á þessu frábæra verði bjóðast aðeins örfáir bílar, svo nú er um að gera að panta strax. JÖFUR HF Þú hringir eða kemur og hann Rúnar Skarphéðins tekur einn frá fyrir þig. UMBODSM. AKUREYRI: Sniöill h.f. Óseyri 8 Akureyri AUÐBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.