Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 2
2 Stundarfriður í Þjóðleikhúsinu: Krakkaskríll eyðl lagði sýninguna 3344-2629 hringdi: Siðastliðið föstudagskvöld l'ór cg að sjá lcikritið Stundarfrið i Þjóð- lcikhúsinu. Það er skemmst Irá hví að scgja, að hessi fyrirhugaða kvöld- skemmtun var gjörsamlega eyðilögð lyrir ntér. Meiri hluti gesta Þjóðleikhússins hetta kvöld var nefnilega krakka- skrill frá Gagnfræðaskóla Selfoss. Klæðnaður he>rra og hegðan var á hann veg, að ég hafði hað á tilfinn- ingunni að ég væri koniin inn á verstu 3-sýningu í bíói. Krakkarnir blístruðu, góluðu og létu öllum illum látum. Klæðnaður heirra var ekki heldur til fyrir- myndar. Yfirleitt voru hau i galla- buxum og ihróttastrigaskóm. Mér finnst að Þjóðleikhúsinu ætti að vera skylt að auglýsa, hvenær skólasýningar eru, hannig að maður geti varað sig. Þá hadfi mér ekki óeðlilegt, að húsið setti einhver tak- mörk varðandi klæðnað gesta og hegðan. Skólastjórar og kennarar ættu einnig að hafa eftirlit með nem- endum sinum á slíkum sýningum. I hessu tilfelli urðu nemendur Gagn- fræðaskólans á Selfossi foreldrum sinum, kennurunt og byggðarlagi til stórskammar. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. Atriði úr Stundarfriði Þjóðleikhússins. Pönkhljómsveitin Fræbbblarnir. Snillingamir: „VIÐ ERUM EKKI PÖNKHUÓMSVEir’ Vt Kópavogi 17.1. 1980. Kæru lesendur. í blöðununt undanfarið hafa birzt fréttatilkynningar um Kampútseu- konsert á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Vegna misskilnings var hljómsveitin Snillingarnir kynnt sem pönkhljómsveit og eru fœssar linur rilaðar til að leiðrétta hann misskiln- ing. Þá vil ég einnig minnast á skrif Helga Briem Magnússonar i DB hann 17. janúar. Ég vil hakka honum hann heiður sem hann hefur veitt okkur með hv> uð útnefna okkur aðra af tveim beztu hljómsveitum landsins. Þessa grein má skilja hannig að við séum pönkhljómsveit. Ég hakka Helga aðdáunina en vil nota tæki- færið til að gera nokkrar athuga- semdir. Undirrót hessa misskilnings er lik- lega sú að nú fyrr i velur buðu Fræbbblarnir okkur að spila með sér á nokkrum hljómleikum. Þar sem hað er erlitt fyrir algjörlega óhekkta hljómsveit að fá að komast að, há háðurn við hc>>a boð he>rra- Síðan ber svo við að við erum auglýstir upp sem pönkhljómsveit. Þetta var gert án okkar vitundar og vilja og voru rangar upplýsingar. Áhrif slikra auglýsinga verða óhjá- kvæmilega hau að fólk gengur út frá hví að við séum hað sem auglýst er og eftir dálítinn skammt af andlegum undirbúningi af fæssu tagi, bragð- bættum kannski með smáskammti af ekki nógu góðum hljómburði, gelur næstum hvaða rafm.ögnuð tónlist sem er breytzt i pönk, spyrjið bara næsta sálfræðing. Tilfinningar hljómsveitarmeðlima gagnvart pönki spanna allt frá hv> að ,,fíla hað i botn” til hess að ,,fá græna bólu á rassinn” við f>að eitt að heyra hað nefnt. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa mjög mismunandi tónlistar- smekk og byggist prógram hennar að mestu upp á málamiðlun. Þar er silt litið af hverri tónlistarstefnu og ættu hví flestir að hafa gaman af a.m.k. einhverjum hluta efnis hennar. Pró- grammið byggist aðallega upp á ann- ars vegar útsetningum okkar á hjóð- lögum, fleslum ættuðum frá Bret- landseyjum (svokallað Folk-rock) hó einnig sé leitað fanga annars staðar i heiminum. Hins vegar er frumsamið efni með mikilli áherzlu á góða texta og er stíll hess jafn misjafn og höfundarnir eru margir (4). Tónlist hljómsveitarinnar skiptist hv> eigin- lega i fimm flokka, hjóðlögin eru einn flokkur og hinir fjórir eru hver fyrir sinn höfund. Þessir flokkar eru allir jafnréttháir og ég tel ekki rétt að fara að stimpla okkur með einhverri ákveðinni tónlistartegundarnafnbót. Ég hef orðið var við hað, að heir sem helzt kalla okkur pönkara, hafa hvorki séð okkur né hekkja nokkurn sem hefur gert hað. Ef einhvern langar til að sannreyna orð mín há er honum velkomið að mæta á Kampút- seukonsert í Austurbæjarbiói hann 9. febrúar, ef ekki til að sjá okkur, há til að sjá Þursaflokkinn, Fræbbblana eða Kjarabót og styrkja í leiðinni gott málefni. Hafa skal hað sem sannara reynist. F.h. Snillinganna með fyrirfram hökk fyrir birt- inguna, Kíkharður H. Friðriks- son, gílar- & mandólín- „Snillingur”. Raddir lesenda Hljómsveitin Bee Gees: „Fyrirlitnasta stjama áttunda áratugarins” Hljómsveitin Bee Gees ásamt framkvæmdastjóra sfnum, Robert Stigwood, og hinum heimsþekkta sjónvarpsmanni, David Frost. - 4913-1038 skrifar: i DB 11. jan. sl. er harla athyglis- verð grein sem ber heitið Bee Gees varð hljómsveit síðasta áratugar. í grein þessari er þvi haldið fram að sá aðili sem frekast eigi skilið að hljóta titilinn stjarna áttunda áratugarins sé Bee Gees! Þessari fullyrðingu vil ég mótmæla harðlega. Til að hljóta umræddan titil verður hlutaðeigandi að uppfylla eftirlalin skilyrði: 1. Að vera söluhæsti aðili áratugar- ins. 2. Að vera leiðandi og stefnumót- andi afi innan músikheimsins. 3. Að vera virtur jafnt meðal sér- fræðinga sem leikmanna. Bee Gees uppfyllir ekkert þessara skilyrða. Bee Gees er m.a. það fyrir- bæri sem kemst næst því að eiga skil- ið titilinn fyrirlitnasta stjarna áttunda áratugarins! Engin poppstjarna vekur eins mikinn viðbjóð þeirra sem hafa einhvern snefil af tóneyra þegar hún er nefnd á nafn og Bee Gees. Það er fleira sem er alveg út í hött i greininni Bee Gees varð hljómsveit siðasta áratugar. Greinarhöfundur fullyrðir að platan Saturday Night Fever sé vinsælasta LP plata allra tíma! Þessi fullyrðing gengi kannski i Prövdu. En hún gengur ekki hér á íslandi. Ef vinsældir platna eru mældar eftir sölu þá er Saturday Night Fever ekki einu sinni vinsælasta plata átt- unda áratugarins. Hvað þá vinsæl- asta plata allra tima. Ég veit að höfundur umræddrar greinar er einlægur aðdáandi Bee Gces. Sögufölsun Bee Gees i hag er samt einum of mikið af þvi góða. Jafnvel þó slíkt hækki stöðu Bee Gees eitthvað i vinsældavali DB og Vikunnar! Athugasemd Kæri Jens Guð, eða 4913-1038 eins og þú kýst að kalla þig þarna. Ég ætla i upphafi að leiðrétta þann mis- skilning að ég sé einlægur aðdáandi Bee Gees. Ég dái þá ekki frekar en þig. Hins vegar hef ég ekki vanið mig á þann fordómahugsunarhátt, sem skín i gegnum öll þin skrif, hvort sem þau birtast i DB, pönkblaðinu Halló (blessuð sé minning þess) eða öðrum ritum. Ástæðan fyrir því að við erum á öndverðum meiði um Bee Gees er sú að við göngum ekki út frá sömu for- sendum. Þú gefur þér þrjár og segir hljómsveitina ekki uppfylla neina þeirra. Sem sannur aðdáandi Bob Marleys, Patti Smith og annarra listamanna, sem enn eru á mótþróa- skeiðinu, geturðu náttúrlega ekki viðurkennt Bee Gees, sem fremur eru peningamaskína en skapandi tón- listarmenn. En þegar þú ert háttaður i kvöld og búinn að breiða sængina upp fyrir haus, veltu þvi þá fyrir þér hvort þessir þrir barkaþröngu bræður hafi ekki eitthvað til að bera þrátt fyrir allt. Þeim er þó betur gefið að ná eyrum fólksins en þvi tónlistar- fólki sem þú dýrkar hvað mest. Og ef þú getur bent mér á aðra LP plötu en Saturday Night Fever, sem scldist í þrjátíu milljónum eintaka á síðasla áratug þá eru þær upplýsingar vcl þegnar. Ég skal taka það að mér að koma þeirn til Billboard timarits- ins og Prövdu. - ÁT Raddir lesenda Smálönd: Olíustyrkurinn ekki greiddur Ibúi í Smálöndum hringdi: Eins og fólk e.t.v. veit eru öll húsin í Smálandahverfi með oliukyndingu. Greiðsla af olíustyrk fyrir síðasta misseri hefur ekki enn borizt til gjald- kera borgarinnar. Ég er búinn að tala við viðskipta- og fjármálaráðuneytin. Þar fengust þau svör, að þessir peningar væru til reiðu. Fulltrúar borgarinnar þyrftu aðeins að nálgast þá. Hjá borginni fást hins vegar þau svör að engar fréttir hafi borizt al' þessum pening- um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.