Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. 5 „HU/IHAFAR FULFÆUR UM AÐSTANDA VW LOFORD SÍN” — segir stjómarformaður Kreditkorta hf. „Hluthafar í firmanu Kreditkort eru eftirfarandi aðilar sem eiga meira en 2,4 milljónir króna: Haraldur Haraldsson Þykkvabæ 16, Gunnar Þór Ólafsson Eikjuvogi 13, Þor- valdur Jónsson Selbraut 80, Magnús K. Jónsson Hólastekk 6, Steinþór Einarsson Hlíðargötu 43 Sandg., Pétur Stephensen Sólheimum 28, Elvar Bæringsson Hraunbæ 130, Róbert Árni Hreiðarsson Skúlatúni 6, Gunnar R. Bæringsson Aðalstræti 63 A. Ég óska sérstaklega að taka það fram að ofanritaðir aðilar eru eigendur hlutabréfa i Kreditkortum hf. Auk þeirra eru fimmtán aðrir aðilar sem eiga eitt hundrað þúsund krónur hver.” Þetta sagði Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis, Kreditkort hf., sem brátt hyggst taka til starfa hér á landi. „ Ég tel að allir þessir hluthafar séu fullfærir um að greiða sín hlutafjár- loforð,” sagði Haraldur ennfremur. „Hugleiðingar blaða um gjaldþrot Magnúsar K. Jónssonar eru að minu mati út í hött,” sagði Haraldur. Þó svo hann sé hluthafi í tveim hluta- félögum sem gjaldþrota séu gerir það hann síður en svo neitt veikari hlut- hafa í hlutafélaginu Kreditkortum hf. Hingað til þekki ég Magnús K. Jónsson byggingameistara eða fyrir- tæki hans, Einhamar, að engu öðru en fullkominni greiðsluhæfni,” sagði Haraldur Haraldsson að lokum. Aðspurður sagði Haraldur að greitt hlutafé í hlutafélaginu Kredit- kortum væri nú fjórðungur af bók- færðu hlutafé. Er það 12,5 milljónir af 50 milljónum. Afgangurinn er að sögn Haralds Haraldssonar í svoköll- uðum tryggingarvíxlum sem gjald- fallnir eru við sýningu. Eru slíkir pappírar venjulega taldir jafnmikils virði og greiðsluhæfni viðkomandi samþykkjanda. -ÓG Skýrsla bandarískra og íslenzkra sérfræðinga um Sri Lanka flugslysið stangast á við skýrslu heimamanna: Biluð blind- aðflugstæki líkleg orsök — en heimamenn kenna flugmönnum um „Likleg orsök slyssins var ófullnægj- andi viðhald blindflugstækja flugvall- arins sem leiddi til þess að aðflugshalla- geislinn sveigðist niður yfir hæðum i aðflugsstefnunni,” segir m.a. í sam- eiginlegri skýrslu íslenzkra og banda- riskra sérfræðinga um flugslysið á Sri Lanka í nóvember 1978. Nánar segir þar að skakkur aðflugs- hallageisli hafi valdið því að þegar vélin var komin í þá hæð að ekki varð aftur snúið með lendingu hafi hún verið of langt frá flugbraulinni og það yfir landslagi er útilokaði möguleika á að hætta við lendinguna. Þá telja sérfræðingarnir meðverk- andi orsök slyssins vera að flugum- ferðarstjóri á radar veitti rangar upp- lýsingar og að lendingarljós voru biluð og ekki logandi. Komast þeir einnig að þeirri niðurstöðu að skömntu fyrir lendingu hafi vélin lent í mikilli úr- komu og hugsanlegu niðurstreymi. í Ijósi þess má ætla að ekki hafi þurft nema virk lendingarljós til að skýra flugmönnum nánar stöðu sína. í viðtali DB við flugliða Flugleiða að morgni þess dags er kunnugt varð uni slysið sagði hann tæki vallarins yfirleitt ekki i lagi nema á .pappírnum’. Þá skýrði DB frá því að samtök brezkra flugmanna mótmæltu ástandi vallarins harðlega í kjölfar slyssins, m.a. vegna þess hversu eftirlit með flugleiðsögu- tækjum væri slælegt. Því er við að bæta að umræddur fiugvöllur er ekki nægilega búinn tæknilega til að taka á móti þeirri flug- umferð sem þar fer uni á mestu anna- tímum, skv. skrifum erlendra flugvalla- sérfræðinga í ýmsum erlendum fjöl- miðlum. - GS Gísl í Miðgarði: Gleðikonur og þeirra neytendur fulláhugasöm Leikfélag Skagastrandar sýndi Gísl i Miðgarði á sunnudaginn var undir leik- stjórn Ragnhildar Steingrimsdóttur og áformar félagið aðsýna verkið í Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi á laugar- daginn kemur. „15 leikendur komu fram og léku margir vel. Þar vil ég nefna Ólaf Bernódusson, Elínu Njálsdóttur, Hall- björn Hjartarson og Birnu Blöndal. Hins vegar fannst mér gleðikonurnar og þeir sem við þær fengust riða sér óþarfiega mikið saman, en þetta þarf kannski að vera svona til þess að eitt- hvað gangi,” sagði Sigfús Steindórs- son, fréttaritari DB. Taldi hann þetta verk með því bezta sem sýnt hefur verið í Miðgarði í vetur. Verkið er eftir Brendan Behan i þýðingu Jónasar Árnasonar. Formaður Leikklúbbs Skagastrandar er Ólafur Bernódusson. - GS / SS Steintúni. Vilja konu í fram- boð til forseta „Samtök kvenna á framabraut” heitir nýstofnað félag i Reykjavik sem vinna nú að þvi að sameina kvenna- samtök i landinu til að sameinast um kvenframbjóðanda til kjörs í embætti forseta íslands. Hefur verið stofnuð sérstök forseta- kjörsnefnd innan samtakanna og skorar hún á öll kvennasamtök í land- inu að hafa samband við sigum leið- beiningar um fyrirhugaða sameiningu um frambjóðanda. í nefndinni eru, simanúmer i svigum: Ingibjörg Einars- dóttir Rvík (85032), Elsa ísfold Arnórs- dóttir Rvík (19756) og Erla Guðmunds- dóttir Keflavik (92-2872). Símtöl vill nefndin helzt ekki fá nema um og eftir kl. 6 á kvöldin. -A.S(. l>C-8 þola Flugleiða sem fórsl á Sri I.anka 4. tbl. 1. árg. 29. jartúar 1980 Hrísgrjón Popp Sjónvarpið Kvikmyndir Eg er víst algjört nauf‘ (Forsíðuviðtal) Legið á hleri Turninn á Sjómannaskólanum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.