Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 4
DB á ne ytendamarkaði ÓÞARFA SEKTARKENND OG SAMVIZKUBIT HÚSMÆÐRA Uppskrift dagsins Steikt hrogn úr afgöngum Úr soðnum hrognafgöngum má búa til steikt hrogn, hrognabollur, hrognagratín eða skera hrognin niður köld og hafa ofan á brauð. Allt herramannsmatur. í dag skulum við búa til hrognabollur. Hrognafgangur, um 150 g á mann 1 egg eða 2 eggjahvitur brauðmylsna salt um 50 g smjörl. eða 1/2 dl matarolia Skerið „brækurnar” í 2ja cm þykkar sneiðar, veltið þeim úr samanþeyttu eggi og síðan úr raspinu og brúnið á pönnu. Kg af hrognum kostar um 1200 kr. kg og kostar þá skammturinn um 180kr.ámann. -A.Bj. Húsmóðir á Akureyri skrifar: „Ég ætla að senda ykkur fáeinar linur með seðlinum. Það hafa verið óhugnanlega háar tölur hjá mér í allan vetur og mér finnst ég verða að réttlæta mig eitthvað. Þessi gamla samvizkusemi og sektarkennd sem hrjáir okkur húsmæðurnar. Ég hef verið að kaupa i frystiskápinn minn slátur, kindakjöt og 1/2 svín, sem ég keypti í desember, en er ekki búin að fá reikninginn yfir, þannig að ég verð að láta það yfir á janúarkostnaðinn enda kemur það í sama stað niður. Gestagangur hefur verið nokkur. Heilar fjölskyldur hafa gist hjá mér í tvo til þrjá daga og þá fjölgar fólkinu þótt ekki séu taldir nema fjórir í heimili. Auk þess bættist stórveizla við jólahaldið í desember. Svo kveð ég ykkur að sinni og þakka fyrir allt gott á árinu og býð ykkur gleðilegt ár. P.S. Ég saknaði neytendasíðunnar voðalega um daginn.” Þrátt fyrir „sektarkennd” þess- arar Akureyrarhúsmóður er hún ekki með nema rúml. 40 þús. kr. að meðaltali á mann. Við fijóta yfirsýn, er það ekki mikið yfir meðaltalið, að vísu er enn ekki búið að reikna það út nema á seðlunum sem borizt hafa. Þótt gestagangur hleypi vitanlega meðaltalskostnaðinum fram er ekki hægt að taka tillit til þess í meðaltals- útreikningnum. Við þökkum góðar óskir okkur til handa. Gott að vita til þess að einhver saknaði síðunnar þegar hún féll niður í nokkra daga vegna veikinda fasts umsjónar- manns. -A.Bj. neytenda Margir hafa fiutt til Eskifjarðar á undanförnum árum og byggt hús sín sjálfir undir stjórn húsameistara og byggingarfulltrúa á staðnum. Flestir' hafa byggt á ótrúlega stuttum tíma og flutt i hús sín eftir eitt og hálft ár frá því að bygging hófst. Eftir tvö ár hafa fiestir verið búnir að Ijúka við hús sin að utan og innan og teppaleggja út i hvert horn. í einu af jólaboðunum frétti ég af ungum hjónurri sem slegið höfðu öll byggingarhraðamet og byggt sér húsl á fimm mánuðum. Ég heimsótti þessil ungu hjón sem eru bæði úr Reykjavík daginn fyrir gamlársdag. 5 mánaða byggingartími Ungu hjónin, sem heita Brynhildur Thorarensen og Þormóður Sveins- son, fluttu hingað austur til Eski- fjarðar fyrir þremur árum. Voru þau i leiguhúsnæði sem var selt í vor og þau áttu að vera fiutt út fyrir I. nóvember sl. Þar sem ungu hjónin vildu vera hér á Eskifirði áfram urðu þau að byggja yfir sig, þvi ekki er nokkur leið að fá leiguhúsnæði á Eskifirði. Þau byrjuðu á húsbygging unni 6. júni sl. og fluuu iir; 27 októ- ber. Er þetta 122 férmctra limburhús Húsið er úr timbri á steinstcyptum grunni, reis á mettfma eða fimm mánuðum. á steinsteyptum grunni. Hjónin hafa byggt húsið sjálf, en Þormóður tók sér sex vikna frí úr vinnunni í sumar og vann þá eingöngu við húsbygging- una. Húsið er ekki alveg fullbúið, vantar innihurðir og eldhús- innréttingu. Þormóður, sem er þúsund þjalasmiður, smiðaði inni- hurðirnar sjálfur og sagði að efnið i hurðimar kostaði hann 20 þús- und kr. Ef hann fengi hurðir frá Reykjavík kostuðu þær 100 þúsund kr. stk. uppsettar. Var Þormóður búinn að smíða vandaða harðviðarútihurð og setja í eina af Oft leita hreindýrin til byggða. Þarna er hjörð á Egilsstöðum. Hreindýrin halda sig á austanverðu landinu og þar eru þau veidd. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. SPARAÐISÉR 80 ÞÚS- UND A HVERRIHURD Myndirnar eru teknar I haust áðtir en rúður voru settar I það. innihurðunum og lofa þær góðu um framhaldið. Var stofan öll viðarklædd, en við það verk naut Þormóður aðstoðar byggingar- meistara. Útlagður kostnaður ungu hjónanna við húsbygginguna er 5,8 milljónir kr. Þormóður Sveinsson, sem er sonur Sveins Þormóðssonar Ijós- myndara Dagblaðsins og konu hans Dagfríðar Pétursdóttur, vinnur við stjórn löndunartækja frystihússins. Eiga ungu hjónin tvö börn, niu og þriggjaára gömul. Regína Thor/abj. Ung hjón byggðu sér einbýlishús á mettíma ELDHUSKROKURINN Þegar villibráð er skorin er nauð- synlegt að taka strax innan úr dýrunum, annars geta sýklar úr þörmum komizt í gegnum þarma- húðina og út í kjötið eftir sogæðum. Kjöt dýra sem felld eru með skot- DYRAKJÖT vopni er yfirleitt blóðhlaupið og dökkt á litinn. Þegar dýr eru fengin i heilu lagi er nauðsynlegt að huga vel að eftirfarandi: Að dýrið sé óskemmt og nýskotið. Ef augu þess eru innfallin, kviðurinn grænleitur og hárin laus, er það undir skemmdum. Gætið að hvort storkið blóð er umhverfis skotsárið. Ef svo er ekki er hætta á að dýrið sé sjálfdautt og því óhæft til manneldis. Einnig þarf að athuga hvort skotið hefur laskað verðmæta hluta, svo sem hrygg eða læri. Dýrið verður að vera ungt og í góðum holdum. Dýrakjöt er ekki háð matvælaeftirliti eða gæða- mati. Hreindýrahryggur vegur um 3 til 4 kiló af ungum dýrum. Það má hagnýta á sama hátt og kálfakjöt að mestu leyti. Aðrir hlutar hrein- dýrakjöts eru frekar léleg vara og að- eins nothæfir til vinnslu og í smá- steikur. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.