Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. 15 Carl Alring er afkastamikill málarí: Hefur málað mitti níutíu og hundrað þúsund málverk Carl Alring, 65 ára gamall Sjálend- ingur, er Danmerkurmeistari í málaralist — þegar miðað er við af- köst. Þar til fyrir fimmtán til sautján árum siðan hélt hann nákvæma skrá yfir verk sín og eigendur þeirra. En svo gafst hann upp. Þá hafði hann málað og selt sextíu þúsund myndir. Í dag álítur hann að þær séu milli níu- tíu og hundrað þúsund. Til að afkasta sem mestu þarf Carl Alring að byrja að mála klukkan fimm á morgnana. Þegar hann hættir á kvöldin hefuríiann oft lokið við tíu myndir. Hann hefur selt hvert einasta af verkum sínum, þar af mörg þús- und til Svíþjóðar. Þar var hann ein- mitt búsettur árum saman og seldi þá myndirnar sjálfur heima hjá sér. Slík verzlun er bönnuð í Danmörku. ,,Ég hef alltaf málað myndir, sem ég á auðvelt með að selja,” segir Alring. „Hins vegar hef ég aldrei tekið háar upphæðir fyrir þessi verk mín, eins og svo margir af „minni tegund” gera í dag.” Með „sinni tegund” á Carl Alring við þá málara, sem framleiða myndir á færibandi. Muninn á þeim og al- vöru listamönnum segir hann vera þann að þeir síðarnefndu máli verk, sem einhver hugmynd liggi að baki, „eitthvað nýtt og frumlegt, sem sýnir persónu málarans og stíl hans. Ég kann handbragðið,” segir Alring, „ég kann að beita penslun- um, gera eftirlikingar. Hins vegar skortir mig algjörlega hugmyndaflug- ið, sem nauðsynlegt er til að gera eitthvað persónulegt. Auðvitað breyti ég aðeins út af í eftirlikingum mínum, svo að ekki sé hægt að núa mér því um nasir að ég líki nákvæm- lega eftir öðrum.” Carl Alring segist ekki treysta sér til að líkja eftir verkum beztu málara heimsins, hann láti sér nægja minni spámennina. „Ég tek einhvern hluta frá einum, til dæmis hest eða kú, og bæti svo inn á myndina stælingu frá einhverjum öðrum.” Fyrst eftir seinni heimsstyrjöldina merkti Carl Álring myndir sínar með itölsku nafni. „Þá var fólk að byrja að flækjast suður á bóginn í sumarfríum sínum. Suðrænar fyrirmyndir voru þá ákaf- lega vinsælar. Ég valdi mér ítalskt nafn, sem ég fann á landabréfi. Þá hélt fólk að myndirnar væru eftir ít- alskan málara. Ég væri haugalygari ef ég neitaði því að mig hafi langað til að verða „alvöru” málari. Ég haf bara ekki efni á því. Það lifir enginn á viður- kenningunni einni saman. Það er bæði handhægast og fljótlegast að stæla hina. Fyrir bragðið er hand- bragð eins málarans kannski á skýj- unum, annar kannast við kýrnar sínar og sá þriðji málaði kannski ein- hvern tíma húsin sem hann sér á mynd eftir mig. Yfirleitt er þó grasið eftir sjálfan mig!” Endursagt úr Extra bladet Þannig litur Carl Alring út í gyUtum ramma. Is^ÍÍlÍÍiP' ills ýíví>A',.í — Einn málarinn kannast kannski við skýin sin, annar við bæinn og sá þriðji man cftir hestinum. En grasið er alltaf eftir mig, segir Airing. DANIR HÆTTA ÞATTTÖKU IEUROVISION-KEPPNINNI Danir hafa ákveðið að vera einu sinni enn með í Grand Prix söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva og hætta svo. Ástæðan er sú, að þeir telja sig ekki hafa efni á svo dýru sporti. Eftir margra ára hlé ákváðu Danir að taka á ný þátt i Eurovisionkeppn- inni árið 1978. Þeir sendu þá hljóm- sveitina Mabel í keppnina. Lag hennar, Boom-Boom, var meðal þeirra neðstu í úrslitunum. ( fyrra vegnaði Dönum öllu betur. Þá keppti söngvarinn Tommy Seebach fyrir þeirra hönd og gekk þokkalega með' laginu Disco-Tango. Það var hins vegar Ijóst, að þegar Danir ákváðu að vera með á ný, að þátttakan yrði tek- in fljótlega til endurskoðunar. Nú hefur það komið í ljós að það borgar sig engan veginn að taka þátt í söngvakeppninni og peningunum er mun betur varið til að gera innlenda skemmtiþætti. Næsta Eurovision söngvakeppni verður haldin í Haag i Hollandi þann 19. apríl. Úr því fæst skorið 28. marz næstkomandi hver keppir fyrir hönd Danmerkur í það skiptið. Nýja stjaman hansVadims Leikstjórinn frœgi, Roger Vadim, sem ú sínum tíma uppgötvaði þœr Brigitte Bardot og Jane Fonda, er nú að eigin óliti búinn að finrn nýja stjörnu sem á eftir að verða eins fræg og þær fyrrnefndu. Sú heitir Cindy Pickett og var áður óþekkt sjónvarps- leikkona. Vadim rakst á hana fyrir hálfu öðru ári og sá að þar var efni i stjörnu. Nú hefur hún þegar leikið sitt fyrsta hlutverk i mynd undir hans stjórn, myndinni Night Game eða Næturleikur, sem nú ér frumsýnd víða um heim. Á meðan á töku þeirrar myndar stóð bjuggu þau Roger og Cindy saman en nú hefur slitnað upp úr sambandi þeirra og Vadim er kominn með nýja konu sér við arm. ameriska rithöfundinn Önnu Biderman. Hvort stjarna hinnar 32 ára gömlu Cindy hættir þar með að skína ersvo aftur annað mál. Tízkan: Kápur með herrasniði Kápurnar í vetur eru eitthvað þessu líkar. Að visu bera þær keim af herra- frökkum. Þær eru þykkar, með axlapúðum, beinar og þunglamalegar. Kápan sjálfer ekki nóg segja hönnuðir slikra kápa, þvi húfa, trefdi, hanzkar og þykkir sokkar verða að fylgja með. Þá erstíllinn kominn, segja þeir. Þessar kápur hafa ' verið mjög áberandi hér á landi bœði I vetur og ifyrravetur og búast má við að þær verði eitthvað áfram.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.