Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. Glamuryrði stjórnmálamanna: „SNOBB NIÐUR A VIД Það er býsna-kátbroslegt að sjá til- burði pólitikusa stjórnmálanokk- anna þegar beir eru að reyna að koma saman stjórh Iandsins. Þegar þessir herrar koma saman til skrafs og ráðagerða, er svo að sjá að þeir beri einungis þá lægsl laun- uðu fyrir brjósti. Þessi misnotkun þeirra „lægst launuðu” er reyndar notað af öllum flokkum, þó mest af svokölluðum A-flokkum. Þetta glamuryrði „snobb niður á við” er herfilega misnotað og virðist svo sem hér sé verið að reyna að láta í það skina að umhyggjan sé fyrst og fremst um þessa launastétt manna. Sannleikurinn cr sá, að það er ekkert verið að hugsa um þessa lægst laun- uðu. Þetta er bara glamuryrði nokk- urra lýðskrumara sem með þessum hætti hafa komið sér á þing Íslend- inga (Guðmundur Jaki). Nú fara þessir herrar að skammla, nokkuð sem þeir aldrei höfðu hugsað sér. Sjáum til?? Það getur vel verið að knmmún- isminn eigi eftir að velta sér 'yfir Límið kann að vera hættulegt Móðir hringdi og sagðist vilja vara foreldra við þvi að börn og unglingar væru i miklum mæli farin að nola lim til að þefa af og komast þannig i „rús”. „Hg hef illilega rekið mig á þetta varðandi 14 ára dóttur mina og i framhaldi af þvi ræddi ég við skóla- stjórann. Hann sagði mér að þctta væri orðið talsvert vandamál þvi að þetta uppátæki væri mjög hættulegt. Sagðist hann vita um unglinga sem lent hefðu á Kieppi vegna þess að þau hefðu misnotað lím á þennan hátl.” Mesta morð- mál aldarinn- ar í skemmti- þætti Stcfán Asgeirsson hringdi: Ég vil lýsa vanþóknun minni á nýj- urn skemmtiþætti Sjónvarpsins sem sýndur var siðastliðið Iaugardags- kvöld. Ég tel að mesta morðmál ald- arinnar eigi ekkert erindi inn i stofu hjá fólki á laugardagskvöldi. Það getur ekki kallast skemmtiefni. Mér fannst þátturinn i heild mjög lélegur. Við eigum nóg af góðum skemmtikröftum, þannig að slika þætli sem þennan á ekki að þurfa að sýna. Þakkir til Vegagerðar ríkisins Vcgfarandi skrifar: Fyrir skömmu birtist i DB ákall niitt til Vegagerðarinnar vegnaófull- nægjandi merkingar á veginum milli Garðs og Sandgerðis. Vil ég hér með þakka fyrir snögg viðbrögð þeirrar ágætu stofnunar, því nú er búið að setja „kerti” við vegbrúnir og heftir það mikið að segja. Liðlegar afgreiðslu- stúlkur F.lín Nóadótlir hringdi: Fólk er alltaf að kvarta en sjaldnar er minnzt á það sem vel er gert. Ég vil þvi segja frá einu slíku tilfelli. Ég var búin að láta taka frá fyrir mig buxur löngu fyrir jól í verzluninni Sonju. Ég hafði borgað 5000 kr. inn á þær. Síðan hætti ég við allt saman, og l'ékk ég þá endurgreitt án þess að nokkuð væri þrasað. Afgreiðslu- stúlkurnar voru mjög liðlegar og það vil ég þakka. þjóðir heims, en allavega ekki sá kommúnismi sem hér er prédikaður. Hann cr löngu búinn að ganga sér til húðar. Kommúnisminn cr löngu lagður af i sjálfu Rússlandi, þar ríkir nú hcr- vcldi, öflugasta hcrvddi i hcimi. í sjálfu Rússlandi mega menn ekki einu sinni hafa sjálfstæða skoðun. Hvernig lízt okkar kommúnistum á það??? Kommúnisminn er nú orðinn út- flutningsvara frá USSR, hcimsvalda- stcfna, sem teygir klærnar út um alla heimsbyggðina, einnig til okkar. Það sem ekki tekst í dag tekst á morgun. Kommúnisminn hefur nógan tíma, honum liggur ekkert á, stefnan er mörkuð. Þeir „lægst launuðu”, segja kommúnistar, þeir eiga að fá hærri laun. Þetta er blekking, þessir menn eru svo sárafáir í launastiga hér á landi að þetta skiptir ekki nema litlu máli. Launajöfnuður er þegar kom- inn á það stig, að lengra verður ekki komizt. Þettavita kommúnistar. 1 þvt landi kommúnismans, Rúss- landi, var eitt sinn afkastamaður, Stakkanovich, sem var munstur allra verkamanna i Rússlandi. Vegna af- kasta hans, ég held i kolanámu, varð „Þessi misnotkun þcirra „lægst launuðu” cr rcvndar notuð af öllum flokkum, þó mest af svokölluðu A-flokkum,” segir bréfritari. Á myndinni eru þrir þingmenn A- flokkanna að glugga 1 Dagblaðið. DB-mynd Hörður. hann að fá hærra kaup, annað var ekki réttlætanlegt. Þetta var aðeins ein af auglýsingabrellum þeirra í Russlandi. Það hefur ekkcrt sézt né heyrz.t af Stakkanovich siðan. Allt er það hneppt i fjötra eins og á zar-tim- anum. Þeir hafa engu gleymt og ekk- ert lært. Mér datt þetta (svona) i hug, Siggi flug. 7877-8083. Gripið simann gerið góð kaup Smáauglýsingar BIABSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Sigursteina Jónsdóttir, vinnur I Sport- val: Ég hef ekki ákveðið það ennþá. Ég er ekki vön þvi að fara oft á slíkar sam- komur. Fanney FJóla Ásgeirsdóllir þroska- þjálfi: Ef ég get komizt, þá fer ég. Ég er vön að fara svona einu sinni á vetri á þorrablól. Spurning dagsins Ætlarðu á þorrablót? k Kolbrún Jónsdóttir, starfsstúlka á Kópavogshæli: Ég fer á þorrablót um næstu helgi og líkiega að minnsta kosti tvisvar i vetur. Ég er vön að fara árlega. Baldur Steingrímsson, gerir ekkerl: Nei, ég fer aldrei á slikar skemmtanir. Ég borða minn þorramat heima. Fygló Óskarsdóttir, vinnur i HampiOjunni: Nei, ég geri lítið af þvi að fara slíkt. Ég borða hins vegar þorramat heima. Sigurflur Þorgeirsson afgreiðslumaður: Nei, ég hef ekki hugsað mér það. Ég borða hins vegar þorramat allt árið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.