Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. 1X2 1X2 1X2 21. leikvika — leikir 19. janúar 1980 Vinningsröð: 122-112-212-112 1. vinningur: 12 réttir — kr. 1.184.500.- 10734 + 4053611 /12,6/11) (Siglufjörður) 2. vinningur: 11. réttir — kr. 48.300.- 898 7163 7406 9451+ 32171 33083 40459 2978 7379 9424+ 11208+ 32395 40458 40539(2/11) Kærufrestur er til 11. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrif- legar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVlK TUDOR rafgeymar | —já þessir med\ 9 líf\ SK0RRIHFJ Skipholti 35 - S. 37033) UMFERÐARRAÐ Jón L. Árnason teflir FJÖLTEFLI í Fellahelli laugardaginn 26. janúar kl. 1. Þátttökugjald kr. 1.000. — Takið með ykkur töfl. Allir vel- komnir. Skákfélagið Mjölnir. " Toyota-salurínn aug/ysir: Nýbýlavegi 8 fíportinu). Toyota Corona Coupe árg. 74 ekinn 75 þús. km. Verð2,2 millj. Toyota Corona KE20 árg. 78 ekinn 8.400 km. Verð 3.0 millj. Toyota Corona KE 30 árg. 77 ekinn 23 þús. km. Verð 3,4 millj. Toyota Corolla KE 30 árg. 78 ekinn 15 þús. km. Verð 3,6 millj. Toyota Corolla station árg. 77 ekinn 25 þús. km. Verð 3,6 millj. Toyota Cressida 4ra dyra árg. 79 ekinn 3 þús. km. Verð5,4 millj. Toyota Corona Mark II árg. 77 ekinn 35 þús. km. Verð4,2 millj. Toyota Landcruiser árg. 77 ekinn 21 þús. km. Verð7,5 millj. Toyota HI-ACE sendibill árg. 76 ekinn 75 þús. km. Verð 3,6 millj. TO YOTA-SALURINN—I NÝBÝLA VEGI8 KÓP. - SÍMI44144 fL óðaúthlutun — Reykjavík Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um byggingar- rétt á eftirgreindum stöðum: a) 64 einbýlishúsalóðum og 10 raðhúsalóðum í Breiðholti II, Seljahverfi. b) 50 einbýlishúsalóðum i Breiðholti III, Hólahverfi. c) 35 einbýlishúsalóðum og 64 raðhúsalóðum á Eiðsgranda, II. áfanga. d) 12 einbýlishúsalóðum við Rauðagerði. e) 1 einbýlishúsalóðviðTómasarhaga. Athygli er vakin á því að áætlað gatnagerðargjald ber að greiða að fullu í þrennu lagi á þessu ári, 40% innan mán- aðar frá úthlutun, 30% 15. júli og 30% 1. nóvember. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar um lóðir til ráð- stöfunar svo og skipulags- og úthlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, alla virka daga kl. 8.20—16.15. Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 1980. Eldri umsóknir þarf að endurnýja og skila á sérstökum eyðublöðum er fást afhent á skrifstofu borgarverkfræð- ings. Borgars tjórínn í Reykjavík. Fjármálaráðuneytið gefur út nýja reglugerð: ÞUNGASKATTUR OG KÍLÓ- METRAGJALD HÆKKAÐ UM- FRAM HEIMILDIR í LÖGUM? — Litlir dísilbílar orðnir dýrari í rekstri hér en samsvarandi bensínknúnir bílar Svo virðist sem nýútkomin „Reglu- gerð um innheimtu bifreiðagjalda o.n.” sé ekki i samræmi við þau lög sem reglugerðin á þó að byggjast á. Tvö undanfarin ár hefur verið beitt ólöglegum aðferðum við hækkun þungaskatts og kílómetragjalds af öku- tækjum sem nota annað eldsneyti en bensin. L.ögin kveða svo á að miða megi hækkun þessara gjalda við bygg- ingarvisitölu sem t gildi sé okt.-des. árið áður en gjöldin ganga í gildi. Bæði 1979 og 1980 hefur fjármálaráðuneyl- ið, sem reglugerðina gefur út, miðað hækkun gjaldanna við byggingarvisi- tölu næsta timabils á eftir því sem lögin tilgreina, eða byggingarvísitölu jan.- marz í upphafi þess árs sem álögurnar taka lil. í nýútkominni reglugerð er lægsti þungaskattur (af bíl sem er allt að 2000 kg) ákveðinn 427 þúsund krónur. Ef miðað er við þungaskattinn sem tiltek- inn var i lögum nr. 78 frá 31. des. 1977 og þá byggingarvísitölu sem sömu lög heimila ráðherra að hækka gjöldin um ætti þungaskatturinn nú að vera 380.900 kr. Á sama hátt virðist álagning þunga- skatts árið 1979 ólögleg. I báðum til- fellunum virðist miðað við nýrri vísi- tölu en lögin frá 1977 ákveða. Menn sem aka á bilum knúnum öðru eldsneyti en bensini mega velja um hvort þeir greiða þungaskattinn fyrir- fram fyrir árið eða sérstakt kílómetra- gjald sem greitt er eftir á á ákveðnum gjalddögum eftir kilómetramæli. í upphafi árs 1979 var þetta gjald ákveðið í reglugerð 11.10 krónur á kíló- metra. A miðju ári 1979 var km-gjaldið hækkað í 15 kr. á km fyrir síðari hluta ársins. Ekki þótti fært að hækka þungaskattinn þar sem hann var löngu gjaldfallinn og innheimtur. Og nú kemur það einkennilega i Ijós að km-gjaldið er hækkað milli ára um 108,11%. Hækkar það um 54% frá hækkuninni sem varð á miðju ári 1979. Þungaskatturinn milli ára hækkar hins vegar „aðeins” um 54,26%. Hækkun kilómetragjaldsins frá miðju ári 1979 er mciri en bensínhækkun á sama tíma. Þjóðhagslega er að því sparnaður að ekið sé á disilknúnum bilum. Þeir eru dýrari í innkaupi og óþægilegri í akstri en olían er miklu ódýrari en bensinið. En svo rækilega er nú að þessum bílum saumað i sköttum að litill Golf-bill, sem fá má með dísilvél, yrði hér dýrari i akstri en bensínknúin bifreið af sömu gerð. Þetta gerist hvergi nema á Islandi og allt gerist þetta undir handarjaðri fjármálaráðuneytisins sem virðist jafn- vel ekki fara að lögum i hækkun skatt- anna. -A.St. „SÉRSTAÐA ALÞÝDUBANDA- LAGSINS ER SKÝR” — segir Svavar Gestsson „Sérstaða Alþýðubandalagsins er skýr. Nú hefur verið reynt til fulls hvort menn vilja fara aðrar leiðir en kaup- lækkunarleiðir. Aðrir flokkar hafa hafnað niðurfærslu- og millifærslu- leiðum Alþýðubandalagsins,” sagði Svavar Gestsson alþingismaður (AB) á blaðamannafundi í gær. Hann hafði þá gefizt upp við stjórnarmyndun. Svavar sagði að hinir flokkarnir, Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Alþýðu- flokkur, vildu allir fara kauplækkunar- leiðir. Þeir ættu það sameiginlegl. Hann gaf í skyn að eðlilegas! væri að þessir flokkar mynduðu ríkisstjórn. Hann sagði að „málefnalegt upp- gjör” hefði farið fram milli Alþýðu- bandalags, Framsóknar- og Alþýðu- flokks í síðustu vinstri viðræðum. Hinir flokkarnir tveir hefðu hafnað til- lögum Alþýðubandalagsins, ýmist ann- ar eða báðir. Allir hinir flokkarnir þrír hefðu þó látið í Ijós nokkurn áhuga á að fá Alþýðubandalagið með sér í ríkis- stjórn. Þeir vildu þó ekki ganga til mál- efnalegs samkomulags við Alþýðu- bandalagið. Svavar upplýsti að ekki hefði verið minnzt á utanrikismálin i vinstri við- ræðunum. Að þeim hefði ekki verið komið. Hann kvaðst hafa talað um utanrikismál sem „smámál” i sjón- varpsviðtali af því að hann hefði ekki heyrt rétt spurningu fréttamanns. Þá lagði Svavar Gestsson fram út- reikninga frá Þjóðhagsstofnun sem sýna að kaupmáttur kauptaxta yrði 101 í ár ef leið Alþýðubandalagsins yrði farin, miðað við að kaupmátturinn sé talinn 100 árið 1979. Þetta er mun meiri kaupmáttur en kæmi út ef leiðir hinna flokkannayrðu farnar. -HH> UT ANRÍKISRÁÐHERRA 0G FORMENN MNGFL0KKANNA SVARA EKKIARKITEKTUM — þegja þunnu hljóði yfir atvinnumissi þeirra og skattagjöldum til erlendra aðila Utanríkisráðherra og formenn allra þingflokkanna hafa þagað þunnu hljóði yfir bréfi er Arkitekta- félag íslands ritaði utanrikiks- ráðherra i des. sl. Þar er greint frá þvi að íslenzkum arkitektum sé ókleift að taka þátl i hönnun flugstöðvarbygg- ingarinnar á Keflavíkurflugvelli skv. skilyrðum byggingarnefndar. Flyzt verkið þvi alveg á hen^lur erlendra arkitekta. i viðtali við DB i gær upplýsti Vil- hjálmur Hjálmarsson, formaður Arkitektafélagsins, að ekkert svar hefði borizt við bréfi félagsins til utanríkisráðherra þar sem m.a. segir að hagsmunir og virðing íslenzkrar alvinnustéttar sé þannig fyrir borð borin. Þá hefur enginn þingflokkur tekið málið upp svo vitað sé en formenn þeirra fengu afril af bréfinu til ráð- herra. DB skýrði frá þvi í gær að islenzkir arkitektar mundu ekki taka þátt í hönnuninni og vafasamt er hvort íslenzkir ráðgjafaverkfræðingar niuni gera það heldur. Hefðu þessar tvær starfsstéttir fengið verkið má áætla að það hefði þýtt nær tvo millj- arða króna í tekjur er skattlagðar hefðu verið á íslandi i stað Banda- rikjanna, eins og nú horfir. -GS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.