Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. 23 Utvarp Sjónvarp DB-mynd: Hörður. Við upptöku á Út i óvissuna i Austurstræti sumaríð 1978. ÚT í ÓVISSUNA - sjónvarp kl. 21,15: Morð og handalögmál á íslenzkri grund Það bitastæðasta í sjónvarpsdag- skránni er án efa brezki njósna- myndaflokkurinn Út í óvissuna sem tekinn var hér á landi sumarið 1978. Auk þess sem íslenzkt landslag einkennir mjög þessa njósnamynd, þá eiga íslenzku leikararnir eflaust stóran þátt í að gera myndina spennandi hér á landi. Myndin byrjar í Englandi. Fyrrver- andi starfsmanni brezku leyniþjón- ustunnar Alan Stewart er þröngvað til að fara með böggul til íslands. Honum er hótað að erkióvini hans, rússneska njósnaranum Mennikin, verði sagt hvar hann sé að finna ef hann gerir ekki það sem honum er sagt. Einnig verði honum sagt frá gamalli íslenzkri vinkonu hans sem búsett er í Reykjavík. Strax og Alan Stewart er kominn til íslands taka hinirundarlegustu at- burðir að gerast. Hann fær þau skila- boð við komuna til landsins að fara Krýsuvíkurleiðina til Reykjavíkur. Slagurinn byrjar á þeirri leið og leikurinn heldur áfram um þvert og endilangt landið. Það sem einkennir frekar þessa mynd er ofbeldi, morð og handalög- mál. Er farið nokkuð nákvæmlega i þau atriði í myndinni. Þrátt fyrir það ættu íslendingar að geta skemmt sér yfir þáttunum þar sem svo margt kemur kunnuglega fyrir sjónir. Myndaflokkurinn er i þremur þátt- um og byggður á metsölubók Desmonds Bagleys, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu. Leikstjóri myndarinnar er William Brayne og með aðalhlutverkin fara Ragnheiður Steindórsdóttir og Stuart Wilson. Auk þeirra leika nokkrir íslend- ingar m.a. Steindór Hjörleifsson, Harald G. Haraldsson, Árni Ibsen, Jóna Sverrisdóttir, Lilja Þórisdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Flosi Ólafs- son. Þá koma við sögu fjölmargir aðrir íslendingar sem voru í smærri hlutverkum t.d. á götum úti og inni á veitingahúsum. Nánar verður sagt frá myndaflokknum á miðvikudag.-ELA. EINU SINNI VAR - sjónvarp kl. 18,30: Saga mannkynsins rakin Í dag kl. 18.30 hefst í sjónvarpi nýr franskur teiknimyndaflokkur í þrettán þáttum. í þáttunum er rakin saga mannkynsins frá upphafi fram á okkardaga. Aðalsögupersónur mynda- flokksins er fjölskylda ein sem breytir um svip með tíð og tima. Þá koma einnig við sögu vinir fjölskyldunnar og óvinir. . Þættirnir eru bæði fræðandi og skemmtilegir og þá sérstaklega fyrir börnin. Enda eru þættirnir á þeirra tíma. Það er fyrsti þáttur sem sýndur verður í dag. Þýðandi er Friðrik Páll Jónsson. Þámágetaþess aðkl. 18.05 eðaá eftir Barbapapa er hinn vinsæli bandariski Höfuðpaur á dagskrá. Sá teiknimyndaflokkur fjallar um katta- höfðingja í stórborg og fylgiketti hans. Höfuðpaurinn var áður sýndur i sjónvarpinu veturinn 1975. Þýðandi er Jóhanna Jóhannsdóttir. -ELA. t Útvarp Miövikudagur 23.janúar 12.00 DagsknS.Tilkynningar. 12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Titkynningar. Tíinloika.svrpa. Tðnlist llr ýmsum &ttum, þ.a m. leltklasslsk. ' 14.30 MWdegisaagan! „Gatau" eftir Ivar Lo- Juhansson. Gunnar Benédiktsson þýddi. Hali- dðr Gunnarsson Ées (30). 15.00 Popp.DoraJðnsdðttirkynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréltir.Tonleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 LitR baraatimlmi. Stjórnandinn, Odd friður Steindðrsdðttír, hittir bðrn i dansskðia og tekur þau tali. 16.40 Úrvarpssaga barnannæ „Hreiuntan fðt- . írái" eftir Per Westerbrad. Þýðandt: Stefán iðnsson. MargrétGuðroundsdðttirles 14). 17.00 Slðdegistónleikar. Hahe-bljomsveitin leikur „Dðtlur Pohjola", eftir Jean Sibelius; Sir John Barbirolii stj. / Sinfðníuhljðmsveit Lundðna leikur „Scheherazade", sinfoníska svltu eftir Rimsky-Korsakoíf; Leopold Stokowski stj. 18.00 Tðnleikar.Tilkynniogar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskra kvoldsiBS. 19.00 Frétrir.Tilkynningar. 19.35 Einleikur i atvarossal: J«rg Demus ieikur 4 nlanð Andante con variazioni í f-moll eftir Haydn. Tilbrigði um lagið „Ah, vous ðirai-je- Maman" eilir Mozart Og Ivo Moments musi- caux op, 94 nr.2i Asdút og nr. 3ifmolleftir Sehubert. 20.05 íV skdlallfiiiu. Kristján E. Oufaundsson stjðrnar þættmum og teiur fyrir nam I sagn- fræoi viaheirospekideild Háskóla Islands. 20.50 Dðmsniál. Bjorn Helgason hæstaréttariii- ari segir l'ra dðmsmáli varðandi ágreintng urn i uisk ipti hjoria við skilnað. 21.10 Fiðlukðiisertnr. 1 on. 77 ettir Sjostako- vitsj. Leonid Kogan ng Sinfðniuliljómsvciiin 1 Moskvu ieika; Kirill Kondrasjln stjornar. 21.45 Útvarpsjigan: „Soloti íslandus" eWr Davlð Stefinssnn fra Fagraskogi. kirsieinn Ö, Stephensen les (3). 22.15 Veðurfregntr. Ftéttir. Dagskrá morgon- dagsins. 22.35 A lieljarsloð. HaraWur Jðhannsson hag- fraeðingur endursegir viðtal, sem brezka sjón- varpið alti víðdr. PaulSchmidt, lúlk Hitlers. 23.00 DJass. Umsjðn: Gerard Chinotti. Kynnir: Jðtunn Tómasdóttir. 23.45 Frðttir.Dagskrárlok. %á Sjónvarp Miðvikudagur 23. janúar 18.00 Barbapapa. EndursýndurþátturúrStund- inni okkar frá stöastliðnum sunnudegi. 18.05 Hðfoðpaurmn. . Teiknimynd. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdðttir. 18.30 Eino sinni var. Franskur teiknímynda- flokkur i þrettán þáttum. þar sem rakin er saga mannkyns fri upphafi fram í okkar daga. Fyrsti þáttor. Pfðandi Friðrik P4II Jonsson. 18.55 Hle. 20.00 Frittirogveour, 20.25 Auglysingarogdagskra. 2IJ.30 Vaka. Fjallað vcrður uril kvikmynda- hátið, sem lialdin verður i vegum Lisiahatlðar 1 Reykjavjk 2,—12. fcbrúar.Umsjðoarmaður Guðlaugur Bcrgmundsson. Stjorn upptöku AndrésIndriðasoD. 21.15 (lt I tiiissuna. (Kunning llluull Breskur njðsnamyndaflokkur i þremur þáttum, byggfr ur i samnefndri mclsolubók Dcsmonds Bagleys, sem komið ttefur ðt i islenskri . þyðíngu. Leikstjóri William Bravrte. Aöalhlut- verk Stuart Wilson og Ragnheiður Steindðrs- , dðttir. i myndum þessum leika nokkrír islensk- ir leikarar, hul Steindðr Hjðrleifsson, Harald G. Haraldsson, Árni Ibsen, Jðna Sverrisdðtttr, Líija Þorisdðttir, Jðn Sigorbjörnsson og Flosi Ólafsson. Fyrsti þáttur. Alan 'Stewart, fyrr- verandi starfsmanni brcsku leyníþíðnustunn- ar, er þrongvað til að fara með boggul til íslands, ella verði erkióvini hans frá fornu fari, rússneska njosnaranum Menníkin, sagt hvar hann geti fundíð Aian og gamla vinkonu harts islenska, Elinu, en hún er busett I Reykjavik. Þýðandi Dóra Hafstemsdðttir. 22.05 llrúdarbri'nnur. lodira (íandhi vaim frægan kosningasigur i lndlandi, og það er engín nýlunda þar að yfirstéttarkonur njðtt al- mennra mannréttinda og fari jafnvel með mikil völd. Meðal lágstéitanna búa konur pð oft við bagan kost, og þessi nýja fréttamynd greinir frá þeirri gömiu venju, að kaiimenn fyfirkomi eiginkonum sínum ef þeim fmnst hcimanfylgjan skorin við nögl. Þýðandi og þulúr Gylfí Pilsson. '22.30 Ðagskrarlok. „Bófahasar er ekkimín sérgrein" — segir Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona sem leikur aðalkvenhlutverkið í Út í óvissuna Ragnheiður Steindórsdóttir: Skemmtilegra að leika á sviði en fyrir framan mynda- vélar. DB-mynd Jitti Smart. „Fyrst voru prófaðir nokkrir hér heima, síðan var ákveðið að ég færi út. Þá var síðasta senan í þáttunum tekin upp. Við vorum tvo mánuði hér heima að taka upp," sagði Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona í samtali við 'Dagblaðið. Ragnheiður leikur aðalkvenhlut- verkið í njósnamyndunum þremur Út í óvissuna, sem sjónvarpið byrjar að sýnai kvöld. — Hvernig gekk þér með enskuna? ,,Ég var á leiklistarskóla i Englandi í tvö ár og enskan var því ekkert vanda- nál. Skozkan sem tækniliðið talaði átti hins vegar til að vefjast fyrir mér," sagði Ragnheiður. Ragnheiður sagði að ýmislegt skemmtilegt hefði komið fyrir á meðan á upptöku stóð hér heima. Til dæmis þegar mynda átti við Dettifoss. „Það var hópur af Þjóðverjum þarna um leið og við að skoða fossinn. Við vökum svo mikla athygli þeirra að þeir gleymdu alveg að horfa á fossinn," sagði Ragnheiður. — Hvernig dóma fengu þættirnir úti? „Það er ekki geft mikið að því að skrifa dóma um svona myndir. Þættirnir voru framleiddir og ætlaðir sem spennandi afþreying. islenzka landslagið þótti þeim stórkostlegt og fannst það virka vel í þáttunum og ég held að þeir hafi líka verið velviljaðir í minngarð." — Kviðir þú gagnrýni hér? „Nei, það held ég ekki. Það verður gaman að sjá hvað Islendingum finnst. Þetta getur varla flokkuzi undir leiklistarsigur fyrir mig enda bófahas- ar ekki mín sérgrein og byssan ekki skemmtilegasta tjáningarform sem ég get hugsaðmérv Það er ekki hægt að gera sér nokkra hugmynd um hvernig þetta muni líta út þegar vinnan stendur yfir. Bæði er þetta ruglingslega tekið og einnig unnið með miklum hraða," sagði Ragnheiður. — Getur þú hugsað þér að leika í fleiri slíkum myndum? „Já, ég hefði gaman af því. Þó kysi ég fremur að leika í myndum þar sem ekki er eins mikiðofbeldi. Ég hef leikið nokkuð fyrir sjónvarp hér og þá aðal- lega í stúdíói en það er mjög frábrugðið því að leika í Út í óvissuna," sagði Ragnheiður. — Hvað ertu núna að gera, Ragnheiður? „Núna er ég að æfa í gamanleikriti sem frumsýna á á laugardagskvöldið í Austurbæjarbíói. Það heitir Klerkar í klípu." — Að lokúfn, hvort er skemmtilegra að vinna á sviði eða fyrir framan myndavélar? „Ja, mín reynsla er ennþású að skemmtilegra sé að leika á sviði. Kannski gefst mér tækifæri seinna að vera með í mynd sem breytir þessu viðhorfi mínu," sagði Ragnheiður Steindórsdóttir. -ELA. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Komið og skoðið einn af glæsibílum landsins í sýn- ingarsal okkar: ROVER3500 árg. 1978, gulur, ekinn 28.500 km, sjálfskiptur, aflstýri, aflhemlar, sport- felgur, útvarp, segulband. Verð 9,3 millj. Bílasalan Skerfan Skeifunni 11 — Símar 84848 og 35035.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.