Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. 9 Hilmar Ingimundarson hrl., verjandi Tryggva Rúnars: TRYGGVA HÓTAÐ AÐ FÁ AÐ ROTNAISHNJMÚLAFANGELSI af rannsóknardómara og þá hafi hann gefizt upp — beittur þvingunum, svefnleysi og lyfjum til játningar Hilmar Ingimundarson hrl., verjandi Tryggva Rúnars. ,,Eftir 15 yfirheyrslur í tæpar 18 klukkustundir liggur fyrir ein skýrsla upp á eitt og hálft vélritað blað,” sagði vérjandi Tryggva Rúnars Leifs- sonar, Hilmar Ingimundarson hrl., i Hæstarétti í gær. Hann bætti við: ,,Sú skýrsla segir frá því að skjól- stæðing minn minni að hann hafi verið staddur i einhverju húsi sem hann man ekki hvar var — gæti verið það hús þar sem Guðmundi Einars- syni á að hafa verið ráðinn bani. Hann hafi verið þar ásamt Sævari Marinó og Kristjáni Viðari.” Ofangreint sagði lögmaðurinn að Tryggvi Rúnar hefði verið látinn staðfesta fyrir rannsóknardómara málsins. Verjandi Tryggva Rúnars byggir vörn sina aðllega á því að það sé ósannað mál að skjólstæðingur hans hafi átt nokkurn hlut að átökunum við Guðmund Einarsson. Hann hafi aldrei á Hamarsbraut 11 komið þegar sá atburður er talinn hafa orðið þar. Ástæðan fyrir handtöku Tryggva telur Hilmar að sé framburður Erlu Bolladóttur 20. desember 1975 i yfir- heyrslu sem stóð í 7 klukkustundir. Þá var hún i gæzluvarðhaldi út af póstávísanamálinu. Var henni þó sleppt áðurnefndan dag eftir að hún hafði unnið eið að skýrslu um áður- greind átök. Hafi hún þó ekki nefnt Tryggva Rúnar í því sambandi og þekkti hann þá ekki sem þriðja mann sem hún taldi hafa verið viðriðinn at- burðinn. Beittur þvingunum, svef nleysi og lyfj- um til að fá f ram játningu Telur Hilmar augljóst að það hafi verið fullvissa rannsóknarlögreglu- manna að um Guðmund Einarsson hafi verið að ræða í einhverjum átökum á Hamarsbraut II í Hafnar- firði aðfaranótt 27. janúar 1974. Telur hann og að skjólstæðingur hans hafi verið beittur þvingunum, svefnleysi og lyfjum til þess að fá hann til að játa verknað sem hann hefði aldrei unnið eða nærri komið. Segir hann skjólsfæðing sinn hafa verið yfirheyrðan svefnlausan og með óráði þar sem fangaverðir hafi skipzt á um að halda honum vakandi heila nótt. Samkvæmt skýrslu fangavarðar var því logið að Tryggva að hann hefði kallað nafn stúlku upp úr svefni, að sögn lögmannsins. Var þetta nafn stúlku sem talið er að látizt hafi í Vik i Mýrdal. Hafi eftir þetta, og að tillögu fangavarðar, verið sett grisja og heftiplástur fyrir munn skjólstæðings hans. Skyldi fá að rotna í Síðumúlafangelsinu Þá haft rannsóknardómarinn hótað honum því að hann skyldi fá að rotna í Síðumúlafangelsinu. Segist Tryggvi þá hafa gefizt upp. Ekkert hafi þýtt annað. Hafi hann meðal annars byggt lýsingu á húsakynnum á Hamarsbraut 11 á frásögnum lög- reglumanna. Lögreglumaður bar fyrir rétti að engum hótunum hefði verið beitt. Tryggvi hefði lýst húsakynnum sjálf- stætt. Minnti hann að Tryggvi hefði gert skissu af herbergjaskipan. ,,Þessi skissa, hafi hún verið til, er eitt þeirra gagna sem horfið hafa úr þessu máli,” sagði Hilmar. Lýsingu Erlu á þriðja manninum og mynd er hún gerði af honum kveður hann einnig hafa horfið. „Skjólstæðingur minn var ekki sá bógur að hann þyldi meðferðina i gæzluvarðhaldinu,” sagði Hilmar. „Hann var unt tima farinn að trúa þvi að hann hefði átt þátt í bana Guð- ntundar Einarssonar,” sagði verjand- inn. Hann kvað óskiljanlegt aðskjól- stæðingur hans skuli hafa verið ákærður fyrir manndráp af ásetningi. Verjandi gat þess að svo liti út sem Albert Klahn hafi verið mataður á upplýsingum rannsóknarlögreglu- manna sem Ttann hafi siðan borið sem framburð í hinum síbreytilegu frásögnunt. Þetta kunni reyndar að stafa af þvi að hann hafi verið tals- vert i lyfjum á þeim tima og meðal annars nolað LSD. Um það segir dr. Þorkell Jóhannesson m.a. að það hafi „áhrif á skynjun, hugsun, hegð- un og dómgreind manna”. Vestur-þýzki eflirlaunamaðurinn taldi meira að segja ástæðu til að bera saman framburð sakborninga þar eð þeir gætu verið hreinn tilbún- ingur. Ekki hægt að byggja ákæru á framburði Kristjáns Viðars ,,Er nokkurt mark takandi á fram- burði Kristjáns Viðars Viðarssonar til þess að byggja á ákæru og sakfell- ingu um svo alvarlegt brot?” spurði verjandinn. „Ég svara þvi neitandi," sagði hann. í raun hafi löngum verið Ijóst að hæpið var að trúa hinum si- breytilegu framburðum sakborninga og vitna. Hann vék að vitninu Gunnari .lónssyni sem kvaddur var heint frá Spáni. Minni hans hafi um veigamik- il atriði verið óljóst. Þó liafi það hresstst þegar haldið var áfram að spyrja. „Hann minnir”, „hann telur”, „að vel geti verið” o.s.frv. „Hann var ekki saksóttur, lálinn vinna eið að frantburði sinum, fór lil Spánar og hefur ekki komið hcirn siðan,” sagði verjandinn. „Það er hæpið og óviðeigandi að láta Gunnar Jónsson vinna eiða að jafnruglings- legunt framburði,” sagði Hilmar. „Rannsóknarmenn möiuðu ákærðu á alls konar framburðum einstakra vitna sem þau siðan tóku hver't eftir öðru. Ákæruvaldið var kontið í klemmu við að sanna sök, nteðal annars og ekki sizt skjólslæð- ings mins.” Hann segir verknaðarlýsingu ekki rétt heimfærða undir 211. gr. hgl. þar sent enginn ásetningur hafi verið fyrir hcndi. Hafi eilthvað gerzt var það hörnuilegt slys. Það ber að hala i huga,” sagði Hilntar. - BS „SKJOLSTÆÐWGUR MNN GAT ENGU BREYTT UM ÞAD SEM GERZT HAFÐT — Röð af tilviljunum endaði með hörmulegum atburði — sagði Orn Clausen hrlv verjandi Alberts Klahn Skaftasonar „Það var aldrei ásetningur að deyða Guðmund Einarsson og átökin, sem telja verður að orðið hafi, ekki þess eðlis að nokkur ásetn- ingur hafi skapazt í þá átt,” sagði Örn Clausen hrl. í varnarræðu sinni fyrir Albert Klahn Skaftason, einn hinna ákærðu i Guðmundarmálinu. „Eins og rikissaksóknari sagði i sinni ræðu er ekki hægt að reikna með því að ekkert hafi skeð,” sagði lögmaðurinn. Hins vegar verður að meta atburðina til gáleysis og dæma samkvæmt því. Alger og óhrekjandi sönnun yrði að vera fyrir hendi unt ásetning, ef þannig yrði metið. Svo er ekki.” Hann kvað röð af tilviljunum hafa endað með þeim ósköpum sem seint myndu gleymast. Af tilviljun er farin ferð í Hafnarfjörð. Tilviljun ræður því að þeir hittast, Guðmundur og ákærðir. Eftir að hafa farið til Sævars Marinós á Kópavogshælið ræður tilviljun þvi að farið er á Hamarsbraut 11. Tryggvi Rúnar gifti sig á 2. í jólum — „hann gengur ekki út í lífið óstuddur,” sagði verjandi hans „Tryggvi Rúnar hefur hagað sér vel, stundar vinntt, er reglusamur á tóbak og neytir engra lyfja og er kurteis,” segir i skýrslu forstjórans á Lilla-Hrauni. Hann hefur hafið nám í Iðnskól- anum á Selfossi sem hefur deild á Litla-Hrauni. Hann hefur staðið sig með prýði og fengið lofsverð um- mæli skólastjóra. Hvort tveggja þetta gengur þvert á það sem lesa mátti úr skýrslum lækna um horfurTryggva Rúnars. Annan jóladag gekk Tryggvi Rúnar i hjónaband. Hann gengur því ekki út i lífið óstuddur,” sagði Hilmar Ingimundarson hrl. er hann krafðist vægustu refsingar sern lög leyfa til handa skjólstæðingi sinum og tillits til persónulegra ástæðna hansog hegðunar. - BS ,,Á aðfangadag jóla 1975 var skjólstæðingur minn sóttur af lög- reglu i einkafiugvél austur á firði þar sem hann var að heimsækja ættingja unnustu sinnar. Það þarf kannski ekki að undra þótt upp úr hafi slitnað milli hans og hennar. Albert er sakaður um að hafa aðstoðað við að flytja lík Guð- mundar Einarssonar. í ákæru er talað um lik. Hann er samkvæmt henni talinn látinn þegar aðstoð Alberts kemur til sögunnar. Hann gat engu breytt um það sent gerzt hafði. Hann þarf nú og hefur verið að gjalda þess sem hann gerði þegar hann veitti aðstoð sina,” sagði Örn Clausen. Hann kvað skjólstæðing sinn hafa játað lið fyrir lið það sem hann hefði gert. Hann er nú við iðnnám og lýkur verklegu nánii væntanlega i haust, ef ekkert kemur í veg fyrir það. „Önnur þau þrot sem Albert er ákærður fyrir, svo sem fikniefna- brot, eru ekki talin stórvægileg miðað við dómvenju,” sagði verj- andi hans. Hann sagði að Albert hefði ekki verið orðinn 19 ára þegar BRAGI SIGURÐSSON hann framdi fyrsta brotið og innan við tvitugt þegar hið síðasta var framið. Örn Clausen hrl., verjandi Alberts, gerði þá dómkröfu að skjólstæðingur hans yrði dæmdur í vægustu refsingu sern lög leyfðu. - BS Örn Clausen hrl„ verjandi Alberts Klahn Skaftasonar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.