Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 10
MMBBIAÐW Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdaatjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónaa Krístjánsaon. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgoaon. Fróttaatjóri: ómar Voldimorason. Skrifatofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Halkir Sknonarson. Mennin^: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Bloðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Goirsson, Siguröur Svorrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjomlerfur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Rognor Th. Sigurös- son, Sveinn Pormóösson. Sofn: Jón Sœvor Baldvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Prálnn Þoríeifsson. Söhistjóri: Ingvar Svoinsson. Drerfing- arstjóri: Már E.M. Holldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiösla, áskríftodeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsbni bloösins er 27022 (10 línur). Moskvuleikjum má fóma íþróttum og stjórnmálum er oft blandað saman og hvergi meira en ein- mitt á olympíuleikunum. Allt frá skrautsýningu Hitlers í Berlín 1936 hafa olympíuleikarnir verið vettvangur áróðurs valdhafa stórveldanna. Moskva á í þetta sinn að gegna hlut- verki Berlínar. Allur heimurinn á að dást að afrekum svonefndrar sovézkrar æsku. Með því heiti er átt við hóp rikislaunafólks, sem í hefur verið kýlt lyfjum um nokkurt árabil. Afreksfólk af þessu tagi er eins langt frá hinni forn- grísku olympíuhugmynd og hugsazt getur. Það býr við algera harðstjórn þjálfara sinna og má ekki sjálft taka hinar minnstu ákvarðanir. Afreks-þrælar væri nákvæmara orð. Á þessu óhugnanlega sviði hafa eigendur Sovét- ríkjanna einkum att kappi við eigendur Austur-Þýzka- lands. íþróttastjórar Vesturlanda eru ekki heldur saklausir af þessu kapphlaupi, sem hefur leitt til úr- kynjunar olympíuleikanna. Gamlir hræsnarar á borð við Killanin lávarð horfa á þjálfaða þræla og ímynda sér, að þeir sjái frjálsborna Forn-Grikki. Þeir neita að viðurkenna, að undir þeirra forsjá er verið að búa til vélmenni. Mörg önnur er pólitíkin á þessu sviði. Um nokkurt árabil hefur verið vinsælt að útiloka þjóðir frá fjöl- þjóðaleikum, þar á meðal olympíuleikum. Þriðji heimurinn og arabaríkin hafa gengið harðast fram í slíku. Þessar aðgerðir hafa einkum beinzt að ríkjum á borð við ísrael og Suður-Afríku. Þær hafa líka verið notaðar gegn öðrum ríkjum, sem ekki hafa fengizt til að taka þátt í frystingu ísraels, Suður-Afríku og slíkra rikja. í rauninni er það einkum þessi útilokun annarra, sem menn eiga við, þegar þeir minna á, að íþróttir og stjórnmál fari ekki saman. Slikar aðfarir eru mun grófari en þær, þegar ríki neita sjálfum sér um þátt- töku. Carter Bandaríkjaforseti er ekki að taka ákvörðun fyrir útlendinga, þegar hann segist ætla að vinna gegn þátttöku Bandaríkjanna i olympíuleikunum í Moskvu. Hann er ekki að útiloka aðra, allra sízt Sovétríkin. Að vísu hvetur hann vestræna ríkisstjórnir til að| feta í fótspor sín. En hver þeirra ræður sinni niður- stöðu. Frakkar ætla að senda fólk til Moskvu, en á ýmsum öðrum stöðum í Vestur-Evrópu er enn verið að hugsa málið. Gott væri, ef framtak Carters leiddi til þess, að olympíuleikar legðust af í núverandi mynd úr- kynjunar. Betra væri, að þeir yrðu síðan endurvaktir með föstu aðsetri við Olympíu á Pelopsskaga í Grikklandi. Slík gagnbylting mundi draga úr skrautsýningum og Pótemkintjöldum stórvelda, svo og togstreitu þeirra um gestgjafaréttinn. Hún mundi draga úr möguleikum á uppákomum eins og þeirri, sem hertaka Afganistan hefur leitt af sér. En hún nægir ekki ein sér. Einnig þarf að koma íi veg fyrir, að fólk mæti á olympíuleikana í fylkingum sem fulltrúar ríkja sinna. Það á að fá að mæta þar sem einstaklingar, jafnvel gegn vilja ráðamanna viðkomandi ríkja. Og þar á ofan væri þrælahaldið enn óleyst. Áfram munu mæta þar opinberir atvinnumenn, afmyndaðir af lyfjaáti og undir algerri stjórn þjálfara sinna. En því miður hefur enn ekki fundizt nein leið til að losna við þátttöku vélmenna. Alténd er hugsjón olympíuleikanna orðin svo gat- slitin og hræsnisfull, að Moskvuleikjunum má vel fórna til minningar um Afganistan. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. Zimbabwe/Ródesía: Nkomo sannar kunnáttu sína sem stjómmálamaður — hinn gamli skæruliðaforingi gætir nú hófs í orðum og gerðum og heldur öllum dyrum opnum til samvinnu eftir kosningarnar í febrúar Heimkoma Joshua Nkomo til Bulawayo í Zimbabwe/Ródesíu þar sem ættflokkur hans býr gaf Ijóslega til kynna ástæðurnar fyrir því að hann er einn þeirra, sem lifað hefur frelsisbaráttuna af og er nú einn áhrifamesti talsmaður afrískrar þjóðernisstefnu. Á sunnudaginn var stóð hann frammi fyrir um það bil eitt hundrað þúsund stuðningsmönn- um sínum og lék hlutverk hins full- komna stjórnmálamanns, sem berst fyrir jafnrétti kynþáttanna. — Ég fyrirbýð ykkur algjörlega að gera hinum hvitu íbúum landsins það sem þeir hafa gert okkur, sagði Nkomo. Ekki verður annað séð en hinn þéttvaxni 62 ára gamli baráttumaður sé nú reiðubúinn til að taka á sig þá byrði, sem .skemmdir og áþján borgarastyrjaldarinnar hafa leitt af sér. Þetta segir Nkomo eftir að hafa eytt þrem áratugum til baráttu fyrir rétti.ndum svartra meðbræðra sinna í Zimbabwe/Ródesíu. í sjálfu sér sýnir það mikið hug- rekki hins fyrrverandi skæruliðafor- ingja að snúa aftur til landsins. Fjöldi hvítra manna þar hefur svarið þess dýran eið að ráða hann af dögum í hefndarskyni fyrir það fólk sem fórst er skæruliðasveitir hans skutu niður tvær farþegaflugvélar. Einnig hafa margir lofað þeim mikl- um peningaverðlaunum, sem tækju Nkomoaf lífi. Að vtsu hefur hans verið gætt af brezkum og ródesískum öryggissveit- um auk sinna eigin sveita en hann hefur hiklaust komið fram á útifund- um þar sem tugir þúsunda fólks hafa verið bæði í Bulawayo og í höfuð- borginni Salisbury. Athygli hefur vakið og þótt vel af sér vikið hjá Nkomo, þegar hann náði nafni Föðurlandsfylkingarinnar á stjórnmálaflokk sinn. Innan hans mun Nkomo og stuðningsmenn hans berjast í kosningunum sem eiga að verða 27. til 29. febr. næstkomandi og verða þá forleikur fulls sjálfstæðis Zimbabwe/Ródesíu. Föðurlandsfylkingin var nafn sam- vinnu frelsishreyfinga þeirra Nkomos og Roberts Mugabe, er þeir komu á Genfarráðstefnuna sem haldin var um málefni Ródesíu árið 1976. Hún varð árangurslaus en síðan hafa þessir tveir foringjar svartra haft með sér lauslegt samband. Mugabe og stuðningsmenn hans ákváðu að halda þeirri samvinnu ekki áfram i komandi kosningum heldur ætla að bjóða fram einir. Hitt mun aftur á móti vera staðreynd að flestir hinna svörtu þekkja frelsis- hreyfingu sína undir nafni Föður- landsfylkingarinnar. Sá leikur Nkomos að setja það nafn á flokk sinn hlýtur þvi að auka sigurlíkur hans þrátt fyrir að hann geti ekki gert sér neinar vonir um að vinna meiri- hluta. Hann á sér helzt fylgi meðal Ndeble ættflokksins, sem talinn er vera tæplega fimmtungur af ibúum Zimbabwe/Ródesíu. Shona ætt- flokkurinn sem er í meirihluta, hefur ávallt haft litinn áhuga á að fela mönnum af Ndeble ættflokknum of mikil völd. Þeir þykja herskáir enda afkontendur hinna frægu Zulu stríðs- manna. Af þessunt sökum hefur Nkomo grundvallað kosningabaráttu sina á þvi að möguleikar verði á samvinnu við aðra stjórnmálaflokka eftir kosningarnar. Slagorð hans eru til dæmis: „Niður með ættflokkaríg”, eða þá annað sem ætlað er að róa hina 230 þúsund hvítu íbúa i landinu, „Niður með kynþáttaaðgreiningu.” Stjórnmálaskýrendur í Salisbury telja ekki líklegt að Nkomo vinni meira en 20 þingsæti. Það mundi að líkindum nægja honum til verulegra áhrifa, þegar ákveðið verður hver verður foræstisráðherra en aftur á móti ekki til að koma honum sjálfum í það sæti. Hitt þykir mönnum einnig auðsætt að þær pólitisku samsteypur, sem myndaðar verða eftir febrúar- kosningarnar munu deila hart um hvaða flokkar eða klíkur eigi að stjórna í landinu eftir að það fær formlegt sjálfstæði frá Bretum. Það er áætlað að verða í marz næstkom- andi. Eftir það mun landið heita Zimbabwe. Á fyrri tið var Nkomo nokkrum sínum kominn nærri því að ná samkomulagi við hina hvítu valdhafa í Ródesiu. Hann er líka álitinn af þeim mun æskilegri leiðtogi heldur en Mugabe sem er yfirlýstur marxisti. Samt sem áður minnast hvítir menn samstarfs hans við Mugabe og þess ber einnig að geta að margir stuðningsmenn hans lýstu því yfir að þeir hefðu með mikilli ánægju DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. Nkomo var hvað eftir annað nærri búinn að ná samkomulagi við hvita valdhafa f Ródesfu um framtið landsins þó aldrei værí lokaskrefið stigið fyrr en á fundunum I London. gengið til kosninga undir sameigin- legum merkjum þessarra beggja manna. Ýmsir stuðningsmenn Nkomos lýsti ánægju sinni með yfirlýsingu Mugabes um að hann gæti vel hugsað sér samsteypustjórn flokka þeirra beggja. Hinsvegar munu þeir hafa minni áhuga á þeirri hugmynd Muga- bes að Nkomo setjist í hið áhrifalitla sæti forseta Zimbabwe. Liðsmenn Nkomos eru sagðir hafa verið mun færri innan skæruliða- sveitanna heldur en menn Mugabes, sem höfðu höfuðstöðvar sínar innan landamæra Mosambik. Hinsvegar er sagt að skæruliðar hins fyrrnefnda hafi verið mun betur skipulagðir, einkum i aðgerðum þeirra innan landamæra Ródesíu. Samkvæmt heimildum í landinu fóru sveitir fylgismanna Nkomos frá Zambíu þar sem þeir höfðu höfuð- stöðvar inn í Zimbabwe/Ródesíu nokkrum vikum áður en formlegir friðarsamningar voru undirritaðir í London. Eru þessar sveitir sagðar hafa farið víða og stofnað til stjórn- málastarfs, bæði meðal Ndeble ætt- flokksins og annarsstaðar í landinu. Fáir af stjórnmálaskýrendum telja líkur á því að Nkomo muni af nokk- urri alvöru hugleiða samstarf við Muzorewa biskup, fyrrverandi for- sætisrðherra I samstjórn hvítra og svartra, sem sagði af sér um leið og friðarsamningar voru undirritaðir í London. Muzorewa mun berjast um fylgi fólks af Shona ættflokknum, sem er í meirihluta í landinu eins og áður sagði, við Mugabe. Nú eru tæpar sex vikur til kosninga þar sem kjörnir verða áttatiu full- trúar svartra i Zimbabwe/Ródesiu. Allir þeir flokkar sem hyggjast bjóða fram hafa hafið kosningabaráttuna. Veggspjöld eru komin upp, göngur eru haldnar og útifundir eru haldnir. Blöðin eru yfirfull af pólitískum auglýsingum. Eitt hundrað brerzkir embættis- mennmunu komatil landsinsréttáður en kosningarnar verða haldnar hinn 27.-29. febrúar næstkomandi. Eiga þeir að hafa eftirlit með að þær fari löglega fram. Að þeim loknum munu Bretar að öllum líkindum geta sleppt hendi sinni af þessari fyrrum nýlendu sinni, sem hefur reynzt þeim einna þyngst i skauti, við tilraunir þeirra við að komast þar frá ábyrgð. Að taka millj- ónátíkinni Nú er tími skattaframtals, sam- viskuuppgjörs og drengskaparundir- skriftar. Sá timi að við lítum í kring um okkur og tökum mið af því sem þjóðfélagið Ieggur blessun sina yfir í formi almenningshegðunar og almenningsálits. Sagði ég samviskuuppgjör? Það á tæplega við hér. Því fylgir ekkert uppgjör við samvisku okkar islend- inga að reyna að hagræða skatta- framtalinu sem allra mest og láta undir höfuð leggjast að tíunda það sem annað hvort er þess eðlis að það verður líklega ekki gefið upp á okkur annars staðar frá eða hreinlega hefur verið samið um að ekki yrði gefið upp. Skattsvik á íslandi eru ekki glæpur, fremur en veiðiþjófn- aður, bruggun, eða hundahald þótt bannað sé. Ástæðan til að ég rifja þetta upp er sú, að nú virðist sem ný tegund skatt- frjálsra tekna sé farin að blómstra |með íslendingum. Og eins og alsiða er i Dagblaðinu er sjálfsagt að kenna bændum um það. Þó ekki þessum vondu mönnum sem búa með kýr 'og/eða kindur, heldur þeirri tegund sem stundar hundabúskap meðfram annarri vinnu og býr gjarnan i þétt- býli. Sístækkandi hópur heimilis- hundaeigenda hefur séð sér leik á borði til að skara til sín væna flís af þjóðarkökunni með hvolpasölu, sem ég á bágt með að ímynda mér að verði trúlega talin fram, keisaranum til skatts. Munur á hundi og Hundi Ég hef alltaf haft mikið dálæti á hundum. En eins og aðrir íslendingar hef ég til skamms tima ekki gért mikinn mun á hundi og Hundi, eða þar til svo vildi til að leiftrandi gáfuð labradortík fór að heimsækja okkur jafnt og þétt i hvert skipti sem hún slapp að heimaii. Síðan hefur mig satt að segja langað til aö eignast labradortík og það er ekki einu sinni bannað að eiga hund í minni heima- byggð. Fyrir skömmu var svo auglýsing í blaðinu um labradorhvolpa til sölu. Upplýsingar hjá auglýsingaþjónust- unni. Jú, hér voru i boði þrír svartir hvolpar og þrir gulir, hreintæktaðir Kjallarinn Sigurður Hreiðar með „nýju blóði”, hvað sem það nú þýðir. Verð kr. 150 þúsund stykkið minnst. Sem sagt kr. 900 þúsund minnst fyrir bælið. Verður það gefið upp til skatts? Við vonum það. Hvolpar á 100 þús. Vitaskuid er ekkert á móti því að greiða eitthvert sanngjarnt verð fyrir hvolp. Hann hefur væntanlega fengið fóður og einhverja umönnun i fáeinar vikur. Sömuleiðis væri ekkert athugavert við þetta út af fyrir sig, ef þarna væri um hundabú að ræða, þar sem fólkið lifði alfarið á hundarækt. Og eigendur hreinræktaðrar tíkur verða kannski að hafa eitthvað fyrir að verða henni úti um hreinræktaðan hvolpaföður, og kannski þókna eitt- hvað fyrir þjónustuna (og er ekki „neðanjarðarhagkerfi” þar í gangi líka?). Það lá þó ekki fyrir i þessu til viki, að hér væri hundabú að selja framleiðsluvöru sína, hugsan- legum kaupanda (mér) ekki einu sinni gefið upp hvar þessi friði hvolpaflokkur er á landinu. Að taka milljón á heimilistíkinni, og það lik- lega tvisvar á ári — hvað finnst ykkur? Þetta er ekkert einsdæmi, þótt hér sé verðið hærra en gerist. Við höfum gert okkur það til gamans í hvert sinn er hvolpar hafa verið auglýstir til sölu, hvers kyns sem var, hundar eða Hundar, að spyrjast fyrir um verð. Lengst af hefur það verið í kring um 100 þúsund. Ég segi alveg eins og er, burtséð frá skattamálum, að ég þori alls ekki aðgerast ábyrgur fyrir svona dýrum hundi. Hreinræktun hunda er áreiðanlega vandasamt og skemmtilegt viðfangs- efni. Það er hugarfarið bak við okur- sölu á hvolpum sem ég sætti mig ekki við, þegar heimilistíkin á í hlut. Hér er sjálfsbjargarviðleitnin komin of langt. Fólkið stingur milljónum í vas- ann án nokkurs teljandi framlags sjálft. Er ekki kominn tími til að hafa á Iskattaframtalinu reit fyrir hreinrækt- aðan hund og aflatekjur hans? Og sérskatta hann, eins og konuna og krakkana? Sigurður Hreiðar Hreiðarsson ^ „Er ekki kominn tími tíl að sérskatta hreinræktaðan hund og aflatekjur hans?” Hver var „hneyksl- anlegur þáttur” flugmannanna? Leiðari Jónasar Kristjánssonar í Dagblaðinu 7. janúar sl., þjóðbrautin rofnar, er innlegg i þá skyndilegu umræðu um erfiðleika Flugleiða, sem fylgt hafa í kjölfar síðustu uppsagna starfsfólks fyrir- tækisins. Gagnrýnir hann stjórn- endur Flugleiða, stjórnvöld landsins eru sett á sakamannabekk, þáttur flugmanna er hneykslanlegur að hans mati. Gagnrýni á Flugleiðir læt ég kynningardeild Flugleiða um að svara. Hvað núverandi stjórnvöld varðar, þá er ekki við þau að sakast vegna þeirra erfiðleika, sem upp hafa komið á Ameríkuflugleið. Sameining fór frant árið 1973. Þáver- andi samgönguráðherra beitti sér þar fastast fyrir. Taldi hann sameiningu flugfélaganna fegursta skrautblóm síns pólitíska ferils, er hann lauk pólitískum afskiptum sínum. Núverandi stjórnvöldum hefur tekist að afla heimilda til beins flugs milli Lux.-USA, sem er nánast eins- dæmi og hefur mætt mikilli and- stöðu ýmissa hagsmunaaðila í Banda- ríkjunum. Niðurfelling lendingar- gjalda í Keflavik er einnig i athugun. Þyrfti að setja stjórnvöld á „saka- mannabekk”, þá er það vegna þess, sem að landsmönnum sjálfum snýr i flugmálum. Framlög til allra fjár- festínga flugmáía næstliðið ár námu helmingi þeirrar upphæðar, sem vafið var til framkvæmda við einn flugvöll I Færeyjum. Fargjöld innanlands eru háð geðþóitaverðlags- ákvæðum stjórnmálamanna og hafa hvergi nærri náð að fylgja hinni öru verðbólgu. Bitnar þetta jafnt á öllum, sem hér reka flugstarfsemi. Éngra sjóða er hægt að leita til vegna fjárfestinga. Fullgengistryggð lán eru það besta, sem þar býðst. Miðað við ofangreint fær sú fullyrðing rit- stjórans ekki staðist, að fargjöld innanlandsséuhá. Vikjum þá að „hneykslanlegum þætti flugmanna”. Eins og flestir vita, hafa Flugleiðir samið við tvo hópa flugmanna síðan 1976. Fór vel á með þeim Flugleiðamönnum og Kjaliarinn Ámundi H. Ólafsson uppvakningi þeirra framan af, og beindist samvinna þeirra einkum gegn F.Í.A. Smám saman óx uppvakningi ásmegin, og snerist nú mest gegn þeim, er hann hafði upp- vakið. Mun þessi tilraun þeirra Flug- leiðamanna verða sígilt dæmi til viðvörunar þeim, sem enn trúa á máltækið „deildu og drottnaðu”. í þeirra tilviki mun það framvegis heita „deildu og tortímstu”. Nýlega var fullyrt af hálfu Flugleiða, að flugmenn hefðu valdið félaginu 300 milljón króna skaða á sl. ári. Ekki var sundurgreint, hver hlutur F.Í.A. þar í væri. Ummæli rit- stjórans um „fjárhagsleg hryðjuverk flugmanna, sem vissu þó vel um vandamálin”, virðast þaraf sprottin. Mætti hann að ósekju hafa á fleiru fyrirvara en rekstrarupplýsingum Flugleiða. Kaupið hefur lækkað Fyrstu blikur á fjárhagshimni Flugleiða birtust á aðalfundi félagsins um miðjan apríl sl. Aðgerðum flugmanna F.Í.A. gegn Flugleiðum var þá lokið. Frá sameiningu hafði F.Í.A.ækki staðið i áÉ „Vegna þess að vísitölubætur voru ekki reiknaðar á laun flugmanna 1. janúar heldur fyrst í apríl hefur kaup þeirra lækkað miðað við aðra launþega.” verkfallsaðgerðum gegn Flugleiðum. Að því kom i janúar 1979. Krafa F.Í.A. var aðeins ein: Sömu laun fyrir sömu (meiri) vinnu. Þessi krafa var óhjákvæmileg, burtséð frá flug- vélakaupum Flugleiða um þær mundir. Minna má á, að i árslok 1977 var kaup flugmanna á B—727 og DC-8 orðið hið sama. Flugleiðir hækkuðu þá kaup hinna síðarnefndu um 6%. Aðgerðir F.Í.A. voru eins vægar og hugsast gat, og boðaðar með Iög- legum fyrirvara. Einstakar ferðir voru niður felldar, vinnustöðvanir fáar, og náðu aldrei fullum tveimur Wn er Vafía 1*““? ...» «í, senn a< •SS.« r-a/v' staö rum'eg er af tlmegunarlanaahctms.^ ^ 'okiðaft veröa hrjár »1 NÚ e[ vestur um haf «ga nn f^ngnts&runum L U °k- aft dögum i senn. Rikisskipuð sátta- nefnd bað um frestun aðgerða, sem hún fékk. Þrír ráðherrar báðu um frestun aðgerða, hver um sig hálfan mánuð. Það var þeim veitt. Flestir ntuna, hvernig sú greiðasemi var launuð. Aðgerðum lauk í byrjun apríl sl. með afnámi vísitöluþaks af launum flugmanna, frá I. april sl. Frumkvæði þessa kom frá Flugleiðum. Fjölmiðlar og al- menningur túlkuðu þetta sem sér- staka grunnkaupshækkun til handa flugmönnum. Flugleiðir vissu betur og hafa uppskorið ríkulega þar af. Vísitöluþaki var lyft af flestum laun- þegum I. janúar 1979, siðast af far- mönnum sl. sumar. Vegna þess, að vísitölubætur voru ekki reiknaðar á laun flugmanna 1. jan. 1979, heldur fyrst i apríl 1979, hefur kaup þeirra lækkað miðað við aðra launþega. Upplýsingar varðandi sparnað þennan hljóta Flugleiðir fúslega að veita þeim fjölmiðlum, sem þess óska. Vera má, að þrátt fyrir ofanritað hafi ég í engu breytt skoðunum og áliti ritstjórans gagnvart flug- mönnum F.l.Á. En tilhlökkunarefni má þó vera, að vænta nýyrða rit- brands ritstjórans, þegar hefðbundn- ar verkfallsaðgerðir almennra stéttar- félaga hefjast að nýju, eða þegar næsta útflutningsbann verður sett á landsmenn. Ámundi H. Ólafsson flugmaflur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.