Dagblaðið - 06.02.1980, Side 6

Dagblaðið - 06.02.1980, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980. Fólag farstöðvaeigenda á íslandi 1970 - lOára - 1980 Tiu ára afmælisárshátfð félagsins verður haldin 23. feb. í Festi Grindavik og hefst kl. 19.00 með borðhaldi. Aðgöngumiðar eru seldir á skrifstofu félagsins Siðumúla 2, simi 34100. Verð kr. 11.000. Sætaferðir verða á árshátiðina og er það ekki innifalið i miðaverði.. Stjórnin. LAUSSTAÐA Staða lektors í bókasafnsfræði í félagsvísindadeild Háskóla Íslands er laus til umsðknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vis- indastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 1. febrúar 1980. CybQrnet Frábær hljómtæki! CR—110 Verðkr. 281.240.- CR—80 S Verð kr. 283.450.- CR—60 Verðkr. 226.700 - CR—40 Verðkr. 152.838.- ITS- 5000 Verð kr. 68.800.- BENCO BOLHOLTI 4 - SÍMAR 21945 - 84077 Hópur Egypta við El Meliz f Sinaf eyðimörkinni þakkar Allah fyrir náð hans og fagnar þvf að nokkurt landsvæði hefur nú heimzt úr höndum ísraels. Er þetta einn liður i friðarsamningum landanna um að Egyptar fái nær allt það land aftur er þeir töpuðu i styrjöldinni árið 1967. t baksýn eru herbifreiðir á leið tii landamæranna en hluti Sfaniskagans verður undir stjórn tsraelsstjórnar þar til i aprfl árið 1982. KEISARINN FRIR GEGN TRYGGINGU — íransstjóm hefur nú tæpa tvo mánuði til að leggja fram ákærur sem gætu nægt til að Panamastjóm framseldi hann Yfirvöld í Panama hafa skýrl ráða- mönnum í iran frá því, að keisarinn fyrrverandi sé nú raunverulega i varð- haldi en gangi laus gegn tryggingu. Sé honum ekki heimilt að yfirgefa Panama en þar dvelur keisarinn nú á ferðamannaeyju einni og hefur gert síðan hann sneri frá New York eftir dvöl þar á sjúkrahúsi. Er þetta eftir heimildum frá lögmönnum sem hafa náið samband við stjórnina í Teheran. Sagt er að keisarinn fyrrverandi hafi fengið handtökutilkynningu frá panömskum yfirvöldum hinn 22. janúar síðastliðinn. Hann hafi þó verið Iátinn laus samstundis gegn tryggingu eins og áður sagði og gegn því skilyrði að hann ábyrgðist að yfirgefa ekki landið án leyfis stjórnvalda. Samkvæmt þessum sömu heimildum hefur íransstjórn nú tæpra tveggja mánaða frest til að Ieggja fram kröfur um framsal keisarans og rökstuðning fyrir þeirri kröfu. Frásögn af þessu gengur í sömu átt og tilkynning Sadeq Qotbzadeh utan- ríkisráðherra Irans, sem hann gaf út í miðri baráttunni um forsetaembættið, um að keisarinn gamli væri fangi í Panama. Þessu hefur stjórnin þar að sögn talið sér fært að neita á grundvelli þess að hann gekk laus gegn tryggingu. Færi svo að keisarinn fyrrverandi yrði framseldur í hendur íranskra yftr- valda mætti ekki dæma hann til dauða fyrir væntanleg sakarefni. Er það að sögn heimildarmanna fyrir fregnum þessum vegna þess að i Panama, land- inu sem þá mundi framselja hann, er dauðarefsing ekki til að lögum. □ Salvador: 50 SKÆRUUDAR HERTAKA SENDI- RÁÐ SPÁNAR — stjómvöld lofa Madríd að fara sér hægt í aðgerðum Skæruliðar vinstrj manna tóku í gærkvöldi sendiráð Spánar í San Salvador, höfuðborg Mið-Ameríku- ríkisins El Salvador. Upphaflega voru gislarnir sem skæruliðarnir tóku tólf að tölu en tveim þeirra tókst að stökkva ofan af þaki sendiráðsbyggingarinnar i nótt og komast undan. Meðal gíslanna er spænski sendiherrann í El Salvador. Strax eftir að fregnir bárust af töku sendiráðsins sem talið er að sé í hönd- um fimmtíu manna hóps tilkynnti stjórnin í E1 Salvador að ekkert yrði gert til að ná sendiráðinu aftur úr höndum skæruliðanna án fulls sam- ráðs við stjórnina í Madrid. Fullyrlu forsvarsmenn herstjórnarinnar í E1 Salvador að ekki mundi koma til svipaðra atburða og í nágrannaríkinu Guatemala á dögunum. Þar tóku skæruliðar sendiráð Spánar og þrjátiu og níu manns féllu er þjóð- varðliðar stjórnar Guetamala réðust inn í bygginguna. Stjórnvöld í El Salvador hafa undirstrikað að ekki komi annað til greina en að reyna til hins ítrasta að ftnna lausn á málinu með friðsamlegum aðgerðum. Ekki ber fólki saman um tölu gísl- anna og í morgun voru þeir taldir allt frá sex til fjórtán. Talsmaður skæru- liðanna sagði að tilgangurinn með aðgerðunum væri sá að þrýsta á kröfur um að félagar þeirra yrðu látnir lausir úr fangelsum. Svo virðist sem taka sendiráðsins hafi farið friðsamlega fram. Fréttaritari Reuters í San Salvador fékk heimild til að fara inn í bygginguna i morgun og skoða sig þar um. Sagði hann gísl- ana vel haldna. Skæruliðarnir hafa einnig krafizt þess að fulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja komi til El Salvador og kanni ástand mála þar.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.