Dagblaðið - 06.02.1980, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980.
Mismunandi afstaða strætisvagnastjóra til „bara húsmæðra”:
Eiga komaböm rétt á
að ferðast með strætó?
4405-2276 skrifar:
Ég er ein af þessum „bara hús-
mæðrum” hér í Reykjavík og mig
langar til að skrifa smágreinarkorn.
Ég á tvær telpur sem reyndar er
ekki í frásögur færandi. Þann 16.
janúar ætlaði ég í bæinn með strætis-
vagni. Þannig er að yngri telpan min
er aðeins mánaðargömul og því að
sjálfsögðu í vagni.
Ég tók strætisvagninn á Langholts-
vegi og maðurinn sem keyrði leið 9
var ungur og mjög indæll. Hann
hjálpaði mér með' vagninn inn í
strætó eins og ekkert væri sjálf-
sagðara. Sem sagt mjög elskulegur
maður. Á Hlemmi kom hann til mín
og spurði mig hvar ég ætlaði út og ég
sagði það. Þegar þangað kom
hoppaði bílstjórinn út og tók á móti
vagninum. Ég þakkaði kærlega fyrir
mig og hann. svaraði þvi til að þetta
væri alveg sjálfsagt.
Þetta var kl. rúmlega eitt e.h.
Síðan ætlaði ég heim kl. rúmlega
4.30. Ætlaði ég þá til baka með leið 9
aftur. En þá kom babb i bátinn. Bíl-
stjórinn sem þá keyrði er frekar við
aldur en væntanlega ferðafær. Ég
spurði hann hvort ég mætti fara með
vagninn í strætó. „Ef þú ert fljót,”
sagði hann. Ég sagðist þá ekki
komast með vagninn ein inn. Hann
spurði hvert ég væri að fjara (var á
Háteigsvegi) og sagði ég það (Skipa-
sund). Hann spurði þá hvort þeir,
þ.e. aðrir eða annar bílstjóri, hefðu
flutt vagninn fyrir mig. Ég kvað já
við því. Sagði hann þá að ég skyldi
láta hann, þ.e. þann bílstjóra, flytja
vagninn fyrir mig til baka aftur.
Og nú spyr ég strætisvagnastjór-
ana, stjórn SVR og forstjóra: Höfum
við, þessar „bara húsmæður” með
Dr. Gunnur Thoroddsen.
DB-mynd Ragnar Th.
Stjórnarmyndun
dr. Gunnars:
„Almenn-
ingur
stór-
hrifinn”
Símon Grétarsson, Selfossi, hringdi:
Við erum hér nokkrir félagar á Sel-
fossi sem viljum koma þvi á framfæri
að við erum stórhrifnir af stjórnar-
myndun dr. Gunnars Thoroddsens.
Þarna kemur. fram íslenzki
kjarkurinn sem við héldum að væri
ekki lengur til á Alþingi. Gunnar
hefur með þessu sýnt að hann hefur
kjark til að standa upp í þessu staðn-
aða flokkakerfi. Við erum ákaflega
ánægðir með þetta framtak Gunnars
og við heyrum það á viðbrögðum
fólks að almenningur er stórhrifinn.
Þetta er stór skrautfjöður i hatt
Alþingis.
börn i vögnum, ekki sama rétt og
aðrir til að nota strætó til að komast
ferða okkar? Eða eigum við bara að
hima heima þar til börnin eru orðin
það stór að við getum farið með þau í
fanginu í bæinn?
Það má undirstrika það að vagninn
er alls ekki stór, eiginlega bara gott
burðarrúm á grind. Um leið og ég
þakka þessum almennilega manni
einu sinni enn og skorá á yfirvöld
SVR að gera eitthvað í málinu vil ég
ljúka þessum skrifum minum með
því að segja að ég fékk að bjarga mér
sjálf heim.
1*
„Höfum við þessar „bara húsmæður”
með börn í vögnum ekki sama rétt og
aðrir til að nota strætó til að komast
leiðar okkar?” skrifar 4405-2776.
Spurning
dagsins
Ræktarðu blóm?
Una Svane húsmóðir: Já, svona
svolitið. Þau eru reyndar heldur döpur
núna yfir veturinn en annars veita þau
mérmikla ánægju.
Lovísa Jóhannsdóttir húsmóðir: Já,
heilmikið af þeim. Ég er með mikið af
gluggum sem mig vantaði eitthvað i op
blómin eru heimilisleg og mikil prýði að
þeim. Ég hef heilmikla ánægju af þeim
Gripið simann
Serið 9Óð
kaup
Smáauglýsingar
BIAÐSINS
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld
Guðrún Berndsen nemi: Nei, voðalega
lítið. Ég á eitt blóm.
Sigríður Guðbergsdóllir, vinnur á leik-
skóla: Já, svona heima geri ég það. Þau
veita mér mikla ánægju.
Steinunn Hansen sölukona: Já, nokkur
stofublóm. Þar á meðal slórt gúmmi-
tré. Svo er ég með garð sem ég vinn í á
sumrin.
Freysteinn Sigurðsson innkaupamaðui
Ja, konan gerir það. Annars er ég dut
legur við að vökva en hef aldrei lag
mig niður við blómarækt að öðru leyli