Dagblaðið - 06.02.1980, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980.
WBUUUÐ
fzjálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Raykdal.
íþróttir: Hallur Sfcnonarson. Manning: Aðahtainn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaðamann: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómassofl, Bragi
Slgurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Atoertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur
Gairsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlelfur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sígurðs-
son, Sveirin Þormóðsson. Safn: Jón Snvar Baldvinsson.
Sfcrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlelfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing-
arstjóri: Már E.M. HaKdórsson.
Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalskni blaðsins er 27022 (10 línur).
Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun
Árvakur hf., Skeifunni 10.
Askriftaryerð á mánuöi kr. 4600. Verð (lausasöki kr. 230 ekitakið.
/ ""
Kanada:
Blindi lögregtu-
maðurinn sem heyr-
ir betur en aðrir
Klofningur Sjálfstseöisfíokks
Alvarlegur klofningur Sjálfstæðis-
flokksins blasir við. Svo harðvítugar
deilur geisa nú vegna tilrauna Gunnars
Thoroddsen, varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins, til stjórnarmyndunar.
En raunverulegra orsaka er miklu
lengra að leita. Því fer fjarri að Geir
Hallgrímsson, formaður flokksins, og hans stuðnings-
menn séu ósekir af klofningsiðju í Sjálfstæðisflokkn-
um.
Allir vita, að hatrammar deilur hafa staðið í Sjálf-
stæðisflokknum um áratuga skeið. Morgunblaðið
minnist í forystugrein í gær á átökin, sem urðu vegna
forsetakosninganna 1952, og notar sem dæmi um lang-
varandi ,,sök” Gunnars. Morgunblaðið segir:
,, . . . þegar Gunnar Thoroddsen gekk þvert á stefnu
forystunnar og í lið með tengdaföður sínum, ásamt
fjölda sjálfstæðismanna, en það tryggði Ásgeir
Ásgeirssyni sigur í forsetakosningunum.” Nú á tímum
mundi fáum þykja sæmd að því, að forsetakosningar
yrðu reyrðar í flokksbönd. En flokksveldið í Sjálf-
stæðisflokknum hefur ekki fyrirgefið Gunnari Thor-
oddsen og þeim, sem fylgdu honum að málum árið
1952, allar götur síðan.
En hvað hefur gerzt á síðustu tímum, sem veldur nú
opnum klofningi í Sjálfstæðisflokknum?
Fyrir kosningarnar nú í vetur gekkst flokksvélin eins
og kunnugt er fyrir tilraunum til hreinsana í flokknum.
í tveimur kjördæmum landsins bauð Sjálfstæðis-
flokkurinn fram í tvennu lagi.
Dagblaðið greindi þá meðal annars frá því, að Geir
Hallgrímsson, formaður flokksins, bar síður en svo
sáttaorð milli manna til að halda einhug í flokki sínum.
Honum tókst til með þeim eindæmum, að hann jók
á sundurlyndið. Hann stappaði stálinu í þá, sem vildu
fara með mestu offorsi.
Þessi klofningur átti mikinn þátt í því, að Sjálf-
stæðisflokkurinn beið í rauninni ósigur í kosningun-
um, þótt hann hefði löngum átt leikinn eftir hörmulega
vinstri stjórn. Nokkru fyrir kosningar dreymdi sjálf-
stæðismenn um hreinan meirihluta en sátu eftir með
litlu meira fylgi en þeir höfðu áður haft.
Eftir þetta stefndi í víðtækari klofning, sem nú
kemur á daginn.
Það er býsna eftirtektarvert, að nú fordæma vald-
hafar í Sjálfstæðisflokknum tilraunir Gunnars Thor-
oddsen til að stofna til samvinnu við Alþýðubanda-
lagið og Framsókn og vísa á bug sáttatilraunum í þá
átt, að flokkurinn taki allur þátt í þeim tilraunum.
Fyrir skömmu gekk þá málgagn flokksforystunnar,
Morgunblaðið, fram fyrir skjöldu til að boða ,,sögu-
legar sættir”, það er samvinnu við Alþýðubandalagið.
Menn muna, að Geir Hallgrímsson stýrði fyrir
nokkrum árum samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks. Erfitt er því að átta sig á, að þarna séu á
ferðinni þeir „óvinir Sjálfstæðisflokksins”, að ekki
megi við þá ræða.
Hvað sem sjálfstæðismönnum fínnst um tilraunir
Gunnars Thoroddsen til stjórnarmyndunar í trássi við
vilja þeirra, sem mestu ráða í flokknum, ættu þeir að
gera sér vel ljóst, að klofningsiðjan er engan veginn
Gunnarsmanna einna. Það sést bezt á hinum ofsa-
fengnu og óbilgjörnu viðbrögðum og hótunum Geirs-
manna um brottrekstur og eftirfarandi ummælum
Morgunblaðsins í leiðaranum í gær: ,, . . . stjórnmál
eru ekkert faðmlag, að minnsta kosti ekki faðmlag til
frambúðar og höfuðpersónur þessa valdatafls eiga eftir
að upplifa það með eftirminnilegum hætti . . .”
Christopher Chamberlain er kana-
diskur lögreglumaður en þó engan
veginn venjulegur lögreglumaður. Þá
er ekki átt við að hann hafi hafið
störf í lögreglunni 23 ára gamall og
þá þjálfaður starfsmaður á bókasafni
né heldur það að hann er ennþá
ókvæntur.
Hið óvenjulega við Christopher,
þegar hann tók til starfa í heimi þar
sem glæpir, morð, sprengjutilræði og
skipulögð glæpastarfsemi þrifst, er
að hann er blindur.
Hann er fyrsti lögreglumaðurinn í
Kanada sem ráðinn er til starfa þrátt
fyrir blindu. Lögregluyfirvöld í
Ontarioborg telja liklegt að
Christopher sé fyrsti blindi lögreglu-
maðurinn í heiminum. Hann komst í
rannsóknardeild lögreglunnar vegna
þess hæfileika síns að geta heyrt ýmis
hljóð sem fólk með sjón nemur ekki
með eyrunum. Er það vegna þess að
það treystir svo mikið á sjónina og
þjálfar ekki þessa sérstöku heyrnar-
hæfileika.
Christopher vinnur i þeirri deild
leynilögreglunnar i Ontario, sem
vinnur úr málum sem könnuð eru
með þvi að hlera samtöl með því að
taka þau upp á segulband eða nema
þau með föídum hljóðnemum.
Samstarfsmenn hans segja hann
Christopher Chamberlain lögreglu-
maður við vinnu sína.
\
geta heyrt og skilið ótrúlegustu hljóð
af segulbandi, sem ekki væri nokkur
möguleiki fyrir venjulega manneskju
að fá nokkurn botn í. Dæmi er tekið
úr rannsókn á morðmáli þar sem
ómögulegt var að gera sér grein fyrir
samræðum af segulbandi. Christoph-
er náði að skilja eitt af þeim orðum
sem mikilvæg voru og það dugði til
að upplýsa málið.
Vegur Christophers Chamberlain
lögreglumanns hefur að sjáifsögðu
vaxið mjög eftir að þessir sérstöku
hæfileikar hans eru orðnir þekktir.
Nú berast stöðugt beiðnir annars
staðar frá I Kanada um að hann
aðstoði við rannsókn ýmissa mála.
Hann er einnig farinn að hlusta á
Baðstofuböm
fyrr og nú
Vindurinn gnauðar á þekjunni,
inni logar glatt á grútartírunni.
Húsmóðirin þeytir rokkinn og hús-
bóndinn les um Skarphéðin í brenn-
unni. Kötturinn malar. —
Amman rær fram í gráðið,
prjónandi belgvettlinga handa
Fransmönnum, en afinn dottar yfir
hálftálguðu ýsubeini.
Börnin hlusta hugfangin á lestur-
inn meðan litlir, iðnir fingur tæja ull.
Hitinn frá kúnum undir baðstofunni
streymir um lágreist húsakynni.
Umlið í aumingjanum rennur saman
við rokkhljóðið.
Gudda gamla vinnukona er
nýkomin frá hlóðunum og felur sigg-
grónar, sótugar hendurnar undir
svuntunni.
Hver þekkir ekki þessa hugljúfu
lýsingu?
En skyldi hún vera raunsönn
mynd af fjölskyldulífi genginna kyn-
slóða? Það má þó ekki ætla að
rósrauðum bjarma hafi brugðið á
fölnaðar endurminningar úr baðstof-
unni? Ef til vill gæti þessi mynd litið
öðruvisi út?
Gnauðaði vindurinn eingöngu á
Kjallarinn
Steinunn Geirdal
þekjunni eða var þekjan yfir höfuð
vatnsheld? Hvernig var loftræstingu
háttað þar sem litlir eða engir gluggar
fyrirfundust og fjöldi fólks var
samankominn í litilli baðstofu? Húri
var aðalathafnasvæði fjölskyldunnar
þar sem bæði var matast, unnið og
sofið — og þrifnaði hefur vafalítið
verið ábótavant. Væri fjarri lagi að
spyrja hvort þetta hafi verið mann-
sæmandi húsnæði?
Skammdegið var rikjandi stóran
hluta ársins og birtugjafar voru tak-
markaðir. Hvaða áhrif hefur þetta
langvarandi myrkur hugsanlega haft
á sálarástand fólksins? Sálfræðingar
og geðlæknar hefðu líklega haft
ærinn starfa á þessum árum en
íslendingar áttu víst atdrei sinn
Freud.
Hvernig gekk
húslesturinn?
Hafði húsmóðirin fleiri hlutverk en
að þeyta rokkinn á löngum vetrar-
kvöldum? Algengur barnafjöldi var
upp undir 10 börn, hver fæddi þau?
Hver ól þau upp í guðsótta og góðum
siðum sem var uppeldismarkmið þess
tíma? Hver vann öll almenn
þjónustustörf á bænum?
Hver saumaði, súrsaði, saltaði,