Dagblaðið - 23.02.1980, Side 11

Dagblaðið - 23.02.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1980. 11 Carter neilar að fara úl í kosninga- barátluna fyrr en gíslamir í sendiráðinu i Teheran eru lausir. stjórnmálum og er nú öldunga- deildarþingmaður fyrir New York. Var hann mjög skeleggur i málflutn- ingi og litrikur fulltrúi. Staða George Bush nú þykir nokkuð lik þvi sem staða Carters var árið 1976. Samkvæmt skoðanakönn- unum líkar hinum almenna kjósanda allvel við Bush þó svo hann þekki ekki mikið til hans. Sama var uppi á teningnum þegar Carter fór fyrst að vekja athygli í framboðsbaráttunni Bush hefur ekki viljað ræða neitt sem heitir um starf sitt sem forstjóri CIA og segir að það þjóni ekki hagsmun- um Bandaríkjanna að fjölyrða mikið um það. Hvað viðvíkur baráttu þeirra Jimmy Carters og Edwards Kennedys má segja að hún hefur nú snúizt að miklu leyti upp í persónulegt stríð. Óttast margir demókratar að slíkt muni skaða flokkinn þegar að sjálf- um forsetakosningunum kemur. Kennedy heldur þvi nú fram að það sé hrein fjarstæða að ætla að kjósa forseta á þeim grundvelli að til- viljunin valdi því að hann gegni enn embætti, þegar grundvöllur fyrir stefnu hans í alþjóðamálum bresti. Kennedy heldur þvi einnig fram að Jimmy Carter forseti hafi vísvitandi dregið að leysa mál gíslanna í Jerry Brown, ríkisstjóri i Kaliforniu, vill ná útnefningu, en bæði Carter og Kennedy virðast njóta mun meira fylgis. Teheran og auk þess valdið þvi að Sovétríkin séu sannfærð um að þau geti farið sínu fram í Afganistan. Carter hefur snúizt til varnar og sakað Kennedy um framferði, sem sé Bandaríkjunum til tjóns. Kosningabarátta Kennedys sem nú hefur staðið í þrjá mánuði hefur gengið mjög illa til þessa. Höfuð- keppinauturinn, Carter forseti, lætur nægja að sitja í Hvíta húsinu í Washington og hringir siðan til nýrra kjósenda í New Hampshire eftir að hann' hefur lokið störfum hvern dag. Sjálfur þýtur Kennedy um allt ríkið ásamt flestum meðlimum fjölskyldu sinnar og reynir að skapa einhvern grundvöll fyrir pólitiskt kraftaverk. Meira að segja getur svo farið, sam- kvæmt eigin skoðanakönnunum starfsliðs hans, að Kennedy fái jafn- slæma útreið og í Iowa. (Rcuter) Ný stjóm hefur göngu sína Nú höfum við loksins fengið nýja ríkisstjórn, meirihlutastjórn, sem ætti ef hún heldur rétt á málunum að eiga sterk itök i þjóðinni. Allir vita að hennar bíða mörg og erfið verkefni og þeim hefur verið ýtt til hliðar í stjórnarkreppunni og reyndar lengur. Allir kjarasamningar eru lausir, og fyrst verður að horfa á hvernig ríkið og bæjarfélög semja við sína menn, þ.e.a.s. BSRB. Við sem vinnum við hlið þeirra hljótum að taka mið af því þó við tilheyrum ASÍ, enda er það fólk illa launað lika. Hvað sem líður svigrúmi til kaup- hækkana hljóta þeir sem hafa lægstu launin að farafram á kjarabætur. Nú hefur þessi ríkisstjórn lýst yfir að hún ætli ekki að beita lagasetningum gegn launamönnum og vilji hafa vinsam- leg samskipti við þá. Væri nú ekki tækifæri til að setjast niður og endur- skoða alla samningagerð? Er nokkurt vit í því að vera með fleiri hundruð kauptaxta i gangi? Er nokkurt vit i því að hafa samningagerð svo flókna að þeir séu óskiljanlegir venjulegu fólki? Fyrir hverja er það gert? Vill einhver svara því? Ég skrifa þessar línur til að ítreka það, sem ég hef áður sagt. Við eigum að nota tæki- færið nú. Koma í veg fyrir að fólk verði að láta sér nægja laun sem ekki eru lífvænleg og stokka upp samn- inga. Kjallarinn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Spark í andlitið En einmitt meðan ég er að skrifa þessa grein dynja yftr okkur tiðindi sem mörgum þykja 111. Alþýðubanda- lagið fleygir verkalýðsleiðtogum út úr flokksráði og virðist með því afþakka samfylgd þeirra. Grófust er móðgun- in við forseta ASÍ. Nú muna kannski margir, að ég var í framboði gegn honum í varaforsetastarfið á síðasta Alþýðubandalagsþingi. Það var ekki persónulegt frá minni hálfu, heldur tilraun til að brjóta á bak aftur kerfi, sem ég áleit að stæði ASÍ fvrir þrifum. Nú gerist það að Snorri Jónsson verður óvænt forseti sambandsins vegna veikinda Björns Jónssonar. Ég get ekki séð annað en hann hafi þar viljað gera sitt bezta. Hann er al- þýðubandalagsmaður og flokkurinn hefur stutt hann til áhrifa í verkalýðs- hreyfingunni. Nú er það vitað að „Þarna er lítil, haröskeytt klíka aö lýsa yfir fyrirlitningu sinni á verkalýðshreyf- íngunni hann hættir i haust. Hann er nú að leiða kjarasamninga Alþýðusam- bandsins, m.a. við nýja ríkisstjóm, sem verkafólk væntir góðs af. Þá gefur flokkurinn hans, sem alltaf talar um sig og verkalýðssamtökin sem eina heild fyrir kosningar, honum spark beint í andlitið. Aldrei hef ég horft á verra pólitískt asnaspark. Yfirklór klippara Þjóð- viljans er marklaust. Bæði Snorri Jónsson og Guðmundur J. vita að hér var um samtök að ræða. Hinir sjálfsagt lika. Fundarþreyta getur sjálfsagt haft sitt að segja. Verkafólk vinnur flest það langan vinnudag að það sækir ekki nógu vel fundi. Það fólk sem almennt hefur staðið fyrir þessari aðför hefur nógan tíma og góða aðstöðu til undirróðurs. Mcð þessu er ég ekki að segja að ekki megi endurnýja verkalýðsforustuna. Satt að segja finnst mér full þörf á því. Við erum öll að verða gömul. En svona aðför á jafn óheppilegutn tima er ekkert spor i rétta átt. Ekki heldur jákvætt innlegg til kvennabaráttu. Þarna er litil harð- skeytt klika að Iýsa yfir fyrirlitningu sinni á verkalýðshreyfingunni, sem hún elskar af öllu hjarta um hverjar kosningar. Auðvitað fæ ég hana á eflir mér eftir þessa grein. Ég hef þá haft hana geltandi á eftir mér fyrr, og það skiptir mig engu máli. En kann- ski er leikurinn i og með til þess gerður að fá verkafólk til andstöðu við nýju ríkisstjórnina. Við skulum ekki trúa að óreyndu. Við höfum yfirlýsingu stjórnarinnar um að hún vilji vinsamleg samskipti við okkur. Við skulum dæma hana af verkum sínum. Það var þjóðarnauðsyn að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Alþýða manna styður þessa stjórn. Ég fyrir mitt leyti óska henni gæfu og gengis. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar. /.. . /" ........ Leitandi læknar - lokaðir læknar j blaðaúrklippu, sem mér var send frá Noregi, er þess getið, að notkun náttúrlegra lyfja væri mjög vaxandi. — En aðalefni greinarinnar var frá- sögn af „einvígi” i sjónvarpinu milli lækna með mjög skiptar skoðanir. Jens Lunden, náttúrunnar megin, og Christian Sandsdalen, sem for- dæmdi hið náttúrlega og visaði á bug staðhæfingum um aukaverkanir lyfja — þær hyrfu þegar sjúklingur- inn hætti að nota þau. En Sandsdalen var ekki alveg einn í leik gegn Lunden. Með honum var sjálfur „helsedirektören”, land- læknir Noregs, sem „stöttespiller”, segir í greininni. Lunden hélt því fram að sjúklingar ættu að fá meiri fræðslu um náttúr- leg lyf. Og þau ættu að vera þáttur í námi lækna, engu síður en „skólalyf- in”, sem hann gagnrýndi, vegna hættulegra aukaverkana þeirra. En eins og að ofan getur, vísaði Sands- dalen þessu öllu gjörsamlega á bug. Náttúrlegum lyfjum væri ætlað að hafa áhrif á líkamann sem heild. En læknar meðhöndluðu einstök líffæri, að gerðri nákvæmri sjúkdómsgrein- ingu. Landlæknirinn var miklu raun- særri. Hann viðurkenndi aukaverk- anir lyfja, en náttúrleg lyf „kan ha bivirkninger”, — geta haft aukaverk- anir, sagði hann. Sterkar kvað hann ekki að orði um þau. Hann viður- kenndi einnig visst gildi þeirra, en „skólalyfin” betri. En kvaðst ekki efast um, að náttúrleg lyf gætu hjálpað mörgum taugaslöppum, og hughreyst þá. Og það væri gott og blessað. En hættan væri sú, að fólk notaði þau, án undangenginnar rann- sóknar, og kæmi því ef til vill of seint til læknis. Lunden kvað 13% sjúklinga i sjúkrahúsum liggja þar „pá grunn av behandlingen”, — vegna meðhöndl- unarinnar. í greininni var þess getið, að Lunden hlyti að vera mjög hugrakkur maður, þar sem hann viðurkenndi hiklaust náttúrleg lyf og aðferðir. Þröngsýni valdsins Þessi stutta frásögn hér að ofan er að ýmsu athyglisverð, þótt i henni sé fátt eða ekkert, sem almenningur ekki i rauninni veit, þótt hann leiði ekki hugann að því, fyrr en að gefnu tilefni. Fólk flest veit ofurvel um þröng- sýni og fjandskap ýmissa lækna gegn náttúrlegum lyfjum og náttúrlegum fæðubótaefnum. Þess vegna forðast margir að minnast á þau við sinn lækni, til að sleppa við ónot eða háðsglósur. En fjarri er, að þetta eigi við alla lækna. Margir eru jákvæðir gegn náttúrlegum efnum og benda fólki á þau, þótt ekki gangi þeir fyrir skjöldu fyrir þau á opinberum vett- vangi, eins og Lunden i Noregi, og fleiri kollegar hans, sem beita jöfnum höndum náttúrlegum lyfjum og hin- um hefðbundnu, í samræmi við þekkingu sína, samvisku sína og læknaeið, opinskátt og ófalið, í Noregi, í Danmörku, í Svíþjóð, sem sannar, að læknar þessara þjóða eru að sprengja af sér viðjar fádæma þröngsýns lyfja- og læknavalds i þessum löndum. Þessu valdi lýsir Wilhelm Schjelde- rup í bók sinni Nýjar leiðir í lækna- visindum, sem kom út 1974. Hann segir, að sænska lyfjavaldið minni á galdraofsóknir miðalda. En á danska lækna hafi verið sett „munnkarfa” til hindrunar þvi, að þeir gagnrýndú kerfið. — En tveim árum síðar settu Danir lög, sem ákváðu náttúrlegum lyfjum og fæðubótaefnum frelsi utan apóteka. Geðþóttavald En Iveim árum þar á eftir voru okkur Íslendingum sett ný lyfjalög, sem veittu lyfjavaldinu geðþóttavald til að banna flest þessara efna. Og þessu valdi hefur verið beitt, og misbeitt af svo óheftri óbilgirni, að ótrúlegt er, að nokkur hliðstæða fyndist, þótt leitað væri vítt og breitt um heimabyggðina. — Það er því síst að furöa, þótt þeir hafi ekki orðið við Kjallarinn Marteinn Skaftfells áskorunum um rökstuðning, þótt skyldir — skyldir — séu skv. stjórnarskránni. Og með öllu er óhugsandi, að lög- gjafinn hafi ætlast til slíkrar beitingar laganna. Þetta ber því að leiðrétta. Mjög athyglisverð er staðhæfing Lundens um að 13% sjúklinga í sjúkrahúsum Noregs séu þar vegna meðhöndlunar. Þvi neitaði land- læknir ekki. Talan er því sísl of há. Hverjar eru svo orsakirnar? Trúlega að mestu ofnotkun og aukaverkanir lyfja. En hve há skyldi þessi tala vera hér? Varla lægri. Trú- lega hærri, ef rétt er að lyfjaaustur sé enn meiri hér. En skýrslur um þetta eru ekki birtar almenningi. Liklega heldur ekki háttvirtu Alþingi eða heilbrigðis- málaráðherra. En víst er, að ofneysla og aukaverkanir lyfja kosta þjóðina gífurlegar upphæðir, sem sóttar eru i vasa skattborgaranna, á sama tima sem þeim er bannaður frjáls að- gangur að hollefnum, en leyfður frjáls aðgangur að margs konar heilsuskaðlegum efnum. — Hlið þessa máls, sem snýr að sjúklingun- um, verður ekki metin í krónum. En það er kominn tími til að spyrna við fótum og krefjast meira aðhalds við lyfja- og heilbrigðisvald, og hins vegar að bann þessa sama valds á hollefnum verði afnumið. Marleinn M. Skaflfells „Lyfjavaldinu hefur veriö beitt og mis- beitt af óheftri óbilgirni.” «/ / V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.