Dagblaðið - 26.02.1980, Qupperneq 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980.
Útboð
Stjórn Verkamannabústaða óskar eftir tilboðum
í gluggasmíði óg raflagnir í 60 íbúðir í raðhúsum í
Hólahverfi, Breiðholti.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Verka-
mannabústaða gegn 20.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð mánudaginn 3. marz 1980
á Hótel Esju kl. 15.00.
Stjórn Verkamannabústaða.
Miðaldra starfsstúlka
óskast
Þarf að vinna tvær nætur í viku, aö öðru
leyti dagvaktir. Upplýsingar á staðnum.
Veitingastofa BSÍ
UmferöarmkJstööinni.
Tónlistarkennarar
Skólastjóra og/eða kennara vantar við Tónlistar-
skóla Raufarhafnar skólaárið 1980 til ’81. Æski-
legar kennslugreinar píanó- og gítarleikur. Til
greina kemur jafnframt kennsla við tónlistardeild
á Þórshöfn. Uppl. í síma 96-51225 eða 96-51132.
Tónlistarskófí Raufarhafnar.
HAFNARBÍO
i)
symr:
TIMES
FiVE
Executive Produc>
J0R0AN WAN
A BARRISTE
PR0DUCTI0
A SEYM0UR B0RC
_ and ASS0CIATE
RELEASE
Starring GENE EVANS
S0RREL B00KE
SHELLY MORRISON
Color By
DELUXE
Ef taugarnar eru ekki í lagi, þá láttu þessa mynd
eiga sig. — Viðureignin við „Börn satans” er
enginn barnaleikur...
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5,7,9ogll.
Zimbabwe/Ródesía:
Salisbury sem
vígbúið virki
Salisbury, höfuðborg Zimbabwe/-
Ródesíu og aðrar borgir landsins
hafa nú verið viggirtar og líkjast nú
engu öðru en herbúðum að sögn
fréttamanna þar. Allt er þetta gert til
að koma í veg fyrir bardaga og
óeirðir í almennum kosningum j>ar
meðal svartra íbúa, sem hefjast á
morgun. Eiga þær að standa í þrjá
daga.
Bifreiðar hlaðnar hermönnum aka
um stræti borganna, vegatálmanir
eru á götum í úthverfum og vopnaðir
lögreglumenn eru á hverju götuhorni
og við verzlanamiðstöðvar inni i
borgunum. Er þetta síðasta ráðstöf-
un ríkjandi afla í Zimbabwe/Ródesíu
til að sjá um að kosningarnar fari
fram án blóðsúthellinga og séu frjáls-
ar en hvort tveggja var skilyrði sem
báðir aðilar gengu að er friðarsamn-
ingarnir voru undirritaðir i London í
desember siðastliðnum. Þar meðlauk
sjö ára borgarastyrj§l<J j landttftl.''T'-'
Soames lávárður, landshöfðingi í
Zimbabwe/Ródesíu og æðsti fulltrúi
Breta þar, en þeir stjórna landinu nú,
bannaði alla kosningafundi frá því að
kjörklefar verða opnaðir í fyrramálið
og þar til úrslit verða tilkynnt.
Soames lávarður mun flytja ávarp
til allra íbúa Zimbabwe/Ródesíu i
kvöld og verður þvi bæði útvarpað
og sjónvarpað. Þar mun hann reyna
að fullvissa alla um að þeim verði
tryggt að fá að kjósa án nokkurrar
hættu á að aðrir viti hverjum þeir
greiði atkvæði. Hann mun einnig
hvetja alla flokka til að forðast beit-
ingu ofbeldis.
Leiðtogum þeirra niu flokka sem
bjóða fram i kosningunum verður út-
hlutað tveim mínútum í útvarpinu í
kvöld til að flytja sín síðustu ávörp.
Úrslit í kosningunum verða ekki til-
búin fyrr en fjórum dögum eftir að
kosningum lýkur.
í ■
'
mmSÍ
Það þvkir mjög vænlegt til sigurs f kosningum að fá mæður sinar til fylgis i kosningabaráttunni. Hafa til dæmis mæður
þeirra Jimmy Carters forseta og Edwards Kennedys öldungadeildarþingmanns báðar verið ötular i baráttunni fyrir synina. Á
myndinni sést Lillian Carter reyna að næla merki með nöfnum Carters og Mondale varaforseta hans i barminn á Jerry
Brown rfkisstjóra i Kaliforniu en hann er einn þeirra sem berst gegn syni hennar um útnefningu sem forsetaefni demókrata.
Bylting hers-
ins i Surinam
— uppreisnarmenn virðast hafa öll völd í þessari fyrrum
hollenzku nýlendu
Uppreisn hersins í Surinam á
norðurströnd Suður-Ameríku virðist
hafa tekizt og þjóðlega herráðið
hefur tekið við völdum þar sam-
kvæmt opinberri tilkynningu i höfuð-
borginni Paramaribo. Surinam er
fyrrum hollenzk nýlenda, sem byggir
alla afkomu sína á báxít útflutningi.
Landið er mjög háð Hollendingum.
íbúar rétt um þrjú hundruð þúsund
oghlautþað sjálfstæði árið 1973.
í fregnum frá Venezuela var sagt í
gær að Arron forsætisráðhera væri
enn í forsætisráðherrabústaðnum en
þeim fregnum var neitað af byltingar-
ráðinu. í fregnum þess sagði að
Arron, sem verið hefur forsætisráð-
herra síðan 1973, væri ekki i höfuð-
borginni. Ekkert var sagt um hvar
hann væri niðurkominn.
Sagt er að í það minnsta sex manns
hafi fallið í átökum sem urðu er her-
inn tók völdin. Upptök uppreisnar-
innar voru þau, að þrír hermenn voru
handteknir hinn 30. janúar síðastlið-
inn fyrir að reyna að stofna laun-
þegasamtök meðal hermannanna en
þeir munu átta hundruð i landinu. í
fyrstu fregnum var sagt að þrjú
hundruð hermannanna hefðu tekið
þátt í uppreisninni. Svo virðist sem
her landsins sé nú einhuga í að-
gerðunum gegn fyrri stjórn og allt er
með kyrrum kjörum í Paramaribo.
Ekki er ljóst hve byltingarráð hers-
ins ætlar að vera lengi við völd og
ekki er heldur vitað hvort kosningar
sem Arron forsætisráðherra hafði
boðað til hinn 27. marz næstkom-
andi verða haldnar á þeim tima.