Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980.
9
Fyrsta aflvél í Hrauneyjafossvirkjun ígang haustið 1981
breytt í megavött
Fallegum fossi
Þá var tollheimta ríkisins af vinnu-
vélum og tækjum gagnrýnd.
Afleiðing 50—100% aðflutnings-
gjalda á tækjum væri sú að þau væru
nýtt mun lengur en eðlilegt gæti talizt
með óhóflegu viðhaldi.
„Söluskattsmálin eru lika í
brennidepli hjá okkur. Um þau er
ekki hægt að nota annað orð en sið-
leysi,” sagði Ármann örn.
Othar örn Petersen t.v. og Ármann örn Ármannsson: „Fjármagnsskortur og
óvissa með verkefni er stærsti þröskuldurinn.”
DB-mynd: -ARH.
Þau eru yfirleitt I stærra og meira lagi
verkfærin og tækin sem notuð eru við
virkjunina. Þó brá fyrir gömlum og
góðum verkfærum. Þessi glaðbeitti
verkamaður brá sög á loft og er girtur
klaufhamri. Tímarnir eru breyttir.
Hann ber hamar þar sem víkingar
báru sverð sín. Hann byggir hús, þeir
afhausuðu á báðar hendur.
Fyrsta 70 KW aflvélin fer í gang
haustið 1981 og sú næsta ári síðar.
Aflað verður vatns til virkjunar-
innar með því að stífla Tungnaá hálf-
um öðrum kílómetra ofan við Hraun-
eyjafoss og veita ánni þar í skurð.
Verður þar með skrúfað að mestu
fyrir fossinn. Hrauneyjafoss er ákaf-*
lega fagurt og tilkomumikið náttúru-
fyrirbæri. Mörgum þykir því erfitt að
kyngja því að honum skuli nú fómað
áaltari raforkunnar.
Venjulegt vatnsborð Tungnaár
hækkar úr 417 í 425 metra yfir
sjávarmáli. 3ja km löng jarðvegs-
stífla teygir sig eftir hraunflákanum á
vinstri bakka árinnar upp að aflíð-
andi melöldum við Sigöldu. Lóniö
ofan stíflu verður tæplega 9 ferkíló-
metrar.
Virkjunarstaður við Hrauneyja-
foss er um 5 km neðan við Sigöldu-
virkjun. Mest áberandi jarðmyndanir
á svæðinu eru móbergsöldur, sem
orðið hafa til við sprungugos undir
jökli á ísöld. Mikil eldgos á Tungna-
áröræfum eftir ísöld hafa stíflað fyrri
farveg Tungnaár, svo hún hefur rutt
sér farveg í gegnum móbergsöld-
urnar. Sigölduvirkjun og Hrauneyja-
fossvirkjun munu nýta fall árinnar í
Þeir höföu snör og örugg handtök verkamennirnir hjá Fossvirki þegar þeir tóku á
móti hverju steypusilóinu á eftir öðru og tæmdu i mótin.
eyjafoss við Fossvirki upp á 6,5 millj-
aröa og við Hraunvirki hf. upp á 4,7
milljarða. Auk þess er Landsvirkjun
að kanna tilboð í flóðgáttir og skurð-
inntak sem opnuð hafa verið. Þau
lægstu eru frá Aðalbraut hf. og
Vörðufelli hf.
Með vorinu fer starfsmönnum á
virkjunarsvæðinu að fjölga verulega
og verða þeir um 600 talsins þegar
flest er. Enn hefur ekki verið gengið
frá mannaráðningum til starfa 1
sumar. Samkvæmt sérstökum samn-
ingi gengur verkafólk í Rangárvalla-
sýslu fyrir öðrum í flest störf. Meðal-
mánaðarkaup ófaglærðs verkamanns
við Hrauneyjafoss í fyrrasumar var
800 þúsund kr. Var unnið á tvískipt-
um vöktum eftir bónuskerfi.
Vinna hófst við Hrauneyjafoss
vorið 1978. Ákveðið var að skipta
byggingarvinnunni í. nokkra áfanga
og bjóða þá út hvern í sínu lagi.
Gerði það íslenzkum verktakafyrir-
tækjum kleift að bjóða í verkin. Þau
höfðu ekki haft bolmagn til að bjóða
í framkvæmdir við fyrri stórvirkjanir
hér á landi.
Séó yfir virkjunarsvæöið. Ibúðarskálar starfsmanna eru fjær á myndinni.
Stöðvarhússbyggingin er næst til hægri.
" :a
Mennirnir sem eru við vinnu eru eins og smápeð á myndinni miðað við mannvirkið sem þeir eru að reisa. Þetta er sjálft
stöðvarhúsið. Þar verða 1 framtíðinni hýstar 3 70 MW túrbinur. Sú fyrsta fer i gang haustið 1981. Þegar framkvæmdir
hófust við að grafa fyrir stöðvarhúsinu var yfirborð jarðar 1 svipaðri hæð og þverbóma kranans í miðið! 650 þúsund
rúmmetrar af jarðvegi voru fjarlægðir á hálfu ári og I holuna var plantað stöðvarhúsi.
DB-myndir: -ARH.
Verktakar skamma stjórnvöld:
„SOLUSKATTSMAUN
HREINT SIÐLEYSI”
, ,Hér vinnum við á 12 tíma vöktuní
í vetur og tökum frí um hefgar.
Vetrarríkið hefur ekki verið mjög til
trafala og verkáætlanir þvl ekki riðl-
azt af jteim sökum,” sagði Sigfús
Thorarensen staðarverkfræðingur
Fossvirkis við Hrauneyjafossvirkjun
við fréttamenn sem komu i heimsókn
í liðinni viku. 80—90 manns eru á
vegum Fossvirkis þessa dagana á
virkjunarsvæðinu og vinna að upp-
steypu stöðvarhússins. Þeir létu
hríöarfjúk, nefsteytu og nærveru
spurulla blaðasnápa litt á sig fá og
unnu verk sín af kappi með um-
burðarlyndissvip.
Landsvirkjun hefur gert samninga
um verkframkvæmdir við Hraun-
gegnum Sigöldu og Fossöldu.
Lægðin á milli þessara móbergs-
hryggja hefur hálffyllzt af hrauni sem
runnið hefur eftir ísöld. Tungnaá
breiðir úr sér ofan á hrauninu og
hefur þétt undir sig með framburði.
Grunnvatnsborð er djúpt undir yftr-
borði jarðar.
- ARH
„Almenningi er ef til vill ekki ljóst
að verktakaiðnaðurinn er einn af
höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar.
Það er engu að síður staðreynd. Fjár-
munamyndun i verktakaiðnaði var
um 130 milljarðar á síðasta ári og þá
voru greiddir 4—5 milljarðar í vinnu-
laun til 2000—3000 starfsmanna hjá
fyrirtækjum innan sambandsins,”
sögðu Othar örn Petersen fram-
kvæmdastjóri og Ármann örn
Ármannsson, formaður Verktaka-
sambands jslands, við fréttamenn á
fundi sem haldinn var í mötuneyti við
Hrauneyjafossvirkjun á fimmtu-
daginn.
Þeir tvímenningarnir og fleiri full-
trúar verktaka kynntu sérstaka
stefnuskrá sambands verktaka sem er
nýkomin út í fjölrituðum bæklingi.
Fram kom hörð gagnrýni verktaka
á stjórnvöld fyrir margra hluta sakir.
Bent var á að andstætt því sem
gerðist erlendis, þar sem stjórnvöld
sæju sér hag í að bjóða út verkefni
sín, tíðkaðist hér á landi að dreifa
verkefnum í smáum hlutum hingað
og þangað um Iandið. „Einn vega-
spotti hér og annar þar ” er viðtekin
venja, sögðu verktakar, og töldu at-
kvæðaveiðar stjórnmálamanna koma
illa við verktakastarfsemina i
landinu. Því bæri að stefna að þvi að
hið opinbera byði út allar opinberar
framkvæmdir.
's>*.
að handlanga mótafleka sökuskatts-
laus, en ef krani hifir sama fleka skal
greiða söluskatt.
Fulltrúar verktakafyrirtækjanna
sögðu að reynslan sýndi, svo ekki
yrði um villzt, að íslenzk fyrirtæki
gætu skilað verkefnum sómasamlega
sem erlend fyrirtæki heföu áður
annazt við fyrri virkjanir. Stærstu
þröskuldar í veginum væm fjármagns-
skortur og litil fjármagnsfyrir-
greiðsla. Einnig ríkti stöðug óvissa
með verkefni. Á milli ára gætu verið
sveiflur í framboði á verkefnum sem
gerði verktökum erfitt að skipuleggja
starfsemi sína til lengri tíma.
-ARH.
„öll vinna á byggingarstað á að vera
söluskattsfrjáls samkvæmt lögum, en
er það ekki í raun ef verktaki hefur
tæki á staðnum.” Var tekið sem
dæmi að vinna manns sem hand-
grefur skurð er án söluskatts, Hún er
söluskattsskyld ef vélgrafa er notuð.
Sömuleiðis er vinna 4—5 manna við
ATLIRUNAR
HALLDÓRSSON