Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 10
BIABItt frjálst, úháð dagblað Utgefandi: Dagblaöið hf. Framkvæmdastjóri: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. RhstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. fþróttir: Hallur Sknonarson. Menning: Aóalsteinn Ingólfsson. Aðstoóarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrlmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir TómassoÖT'Brag , Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albortsdóttir, Gissur SigurÖsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhennsson, Bjarnloifur Bjomleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóösson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Sföumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot: Dagblaðiö hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sföumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkeHunni 10. Askriftarverð á mánuði kr. 4500. VerÖ f lauaasöiu kr. 230 eintakiö. , Mikill þjófnaður Orðið þjófnaður lýsir bezt aðferðum ríkisvaldsins gagnvart ungu fólki, sem gert er að greiða skyldusparnað af tekj- um sínum. Með því að greiða af þessu fé of litlar verðbætur og of lága vexti hefur ríkið haft af fólkinu upphæðir, sem vel geta numið 2—3 milljörðum króna á síðustu árum, á núgildandi verðlagi. Samkvæmt lögum er öllum einstaklingum á aldrin- um 16—25 ára skylt að leggja til hliðar 15 prósent af launum sínum, sem greidd eru í peningum, eða sam- bærilegum atvinnutekjum, í því skyni að mynda sjóð til íbúðabygginga eða bústofnunar í sveit, eins og það er orðað. Nokkrar undantekningar eru frá þessu, aðallega varðandi gift fólk, sem hefur stofnað heimili. í framkvæmdinni hafa þessi lög verið notuð til að rýra þetta sparifé. Ungmennin hafa verið skylduð til að leggja fyrir fé með miklu lakari ávöxtun en þau gætu fengið með annars konar sparnaði. Málið hefur komið til kasta dómstóla. Dagblaðið benti um það leyti á, hversu ósanngjarnar aðferðir hins opinbera hefðu verið, svo að raunar væri um stuld að ræða. í reynd hefur verið um sérstaka skattlagningu á ungt fólk að ræða, sem enginn mun mæla bót. í framkvæmd hefur ríkið útvegað sér með þessum hætti ódýrt lánsfé. Undirréttur dæmdi nokkrar skaðabætur til handa þeim ungmennum, sem fluttu þetta mál sem prófmál. Málið fór síðan fyrir hæstarétt. í dómi undirréttar felst, að skaðabætur eru aðeins dæmdar fyrir hluta af þeirri fjárhæð, sem af ungmennum landsins hefur verið tekin. Dómurinn gengur ekki lengra en svo, þótt augljóst virðist, að tilgangur laganna var alls ekki að rýra sparifé ungs fólks. Þannig er nauðsyn á miklu ítarlegri lagaákvæðum til að tryggja hag ungs fólks í framtíðinni. Nú nýlega hefur þess orðið vart, að sumir alþingismenn hafa opnað augun fyrir vandanum. Helgi Seljan (AB) flytur þannig breytingartillögu við húsnæðismálafrumvarpið, sem liggur fyrir Alþingi. í tillögu Helga Seljan segir, að eigendur skyldusparn- aðar skuli fá fulla vexti og verðbætur til viðbótar við inneign sina á hverjum tíma. Þessi tillaga er til bóta, þar sem hún sýnir skilning á málinu. En óvíst er, að hún sé fullnægjandi trygging. Fyrir Alþingi liggur nú einnig þingsályktunartillaga frá fimm þingmönnum Framsóknarflokksins. Fyrsti flutningsmaður er Guðmundur G. Þórarinsson. Þar segir: ,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að ávöxtun skyldusparnaðar ungs fólks verði ekki lakari en ávöxt- un ríkistryggðra skuldabréfa.” Með þessari tillögu er nákvæmlega neglt niður, við hvað skuli miðað við ávöxtun þessa fjár. Flutningsmenn nefna þrjú dæmi til að sýna, hvílíkt óréttlæti hefur viðgengizt. Einstaklingur, sem leggur tvær milljónir inn á skyldusparnaðarreikning með þeirri ávöxtun, sem nú gildir þar, á að fimm árum liðnum rúmar áttamillj- ónir. Ef þessi einstaklingur ávaxtaði sparifé sitt á 12 mánaða vaxtaaukareikningi með 43,5% vöxtum, ætti hann rúmar 12 milljónir eftir fimm ár. Hátekjumaður, sem legði fram tvær milljónir samkvæmt lögum um skyldusparnað hátekjumanna, mundi eigarúmarl5 milljónir eftir fimm ár. Þessi samanburður sýnir, hve mikill þjófnaðurinn er úr vösum unga fólksins. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980. Teheran: Húsmæður hamstra mikið matvörur —ástæðan einkum ótti við framtíðina, minni innf lutningur og dreif ingarvandamál Langar biðraðir fyrir utan kjöt- verzlanir i Teheran og barátta húsmæðra þar sín á milli til að lireppa ný eg‘g eru orðin einkenni borgarinnar. Eggjaverðið cr til dæmis ótrúlega hátt og engu er líkara en húsmæðurnar hamstri ýmsar vörutegundir algjörlega að nauðsynjalausu. Skortur á matvöru er ekki i borginni aðsögn kunnugra. Íranir hafa áhyggjur af verðbólg- unni og það af eðlilegum ástæðum. Kommúnistar, sem styðja núverandi stjórn, upplýstu nýlega að á (rví ári sem nýja stjórnin hefur verið við völd í íran hafi kjötvörur hækkað um 76 af hundraði og bandarísk hrísgrjón, sem að vísu er einnig skortur á, hafi nú hækkað um 70 af hundraði á þessu eina ári. íranskur rís, sem er dýrari, hefur hækkað enn meira. Mjólk hefur hækkað um rúmlega 80 af hundraði og þjóðardrykkurinn te hefur mjög hækkað í verði. Sant- kvæmt niðurstöðu kommúnista hefur hækkun á matvöruverði í íran verið um það bil 80 af hundraði liðið ár. Helztu orsakir þessarar verðbólgu eru Ijósar. Má þar nefna samdrátt í innflutningi vegna ótryggs ástands i stjórnmálum og einnig hefur dreifingarkerfið raskazt af sömu ástæðum. Auk þess hafa niðursuðu- verksmiðjur og umbúðaverksmiðjur átt við að stríða bæði varahluta- og hráefnisskort. Helzta ástæðan er þó talin sú fyrstnefnda, minnkandi inn- flutningur matvöru. Á timum keisar- ans voru 60% af matvörunni flutt inn. Auk samdráttar í innflutningn- um hefur skorturinn orðið auðsærri en áður vegna stöðugt aukinnar eftirspurnar. Laun hafa hækkað og þar sem góðir stuðningsmenn hinnar nýju stjórnar eyða ekki launum sinum i óþarfan lúxusvarning frá Vesturlöndum eða ómerkilegar skemmtanir eru meiri peningar en áður til að kaupa fyrir matvörur. Dýpri orsakir fyrir hinum mikla áhuga fyrir hömstrun eru þó taldar sálræns eðlis. Íranir eru óvissir unt hvað framtiðin ber i skauti sér fyrir þá og þvi koma þeir sér upp vara- birgðum eins og þeir mögulega geta VAFASAMT FRUMVARP Lagl hefur verið fram á Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu oliu til upphitunar húsa. Stefnt er að því, að kostnaður við hitun húsa verði eigi hærri en 2,5 faidur meðalkostnaður húsahitunar á hitaveitusvæðum. Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir sama hlutfalli niðurgreiðslu oliu til rafmagnsframleiðslu bæði hjáeinka- aðilum og rafveitum. Það hlutfall, sem hér yrði um að ræða yrði sam- kvæmt frumvarpinu um 59% af verði olíunnar, en það gæti breyst með breyttum viðmiðunarkostnaði. Yfirboð Nefnd skipuð af iðnaðarráðherra siðastliðið haust taldi eðlilegt að upp- hæð olíustyrks yrði miðuð við þriðj- ung kostnaðar og yrði þá mcðalorku- kostnaður 15 kr/kwst miðað við verðlag í október. í frumvarpinu aftur á móti er miðað við um helmingi meiri niður- greiðslur þannig að meðalorkuverð i oliuhitun yrði 9,68 kr/kwst miðað við verðlag í janúar (sem áætla má að sé um I 5% hærra en i október). í frumvarpinu er áætlað að kostnaður vegna þessa verði um 7—8 milljarðar króna og þetta skal gera án skattahækkana. í frumvarpi fjárlaga 1980 var gert ráð fyrir 2,3 milljörðum kr. til niðurgreiðslna oliu til hitunar. Kjallarinn Bergsteinn Gizurarson Villandi upplýsingar i frumvarpinu og í fylgiskjölum me‘ð þvi er gerð vítaverð tilraun til að villa alþingismönnum sýn og beinlínis slá ryki t augu þeirra varðandi hita- kostnað. Á þetta bæði við kostnað við hitun með olíu og öðrum orku- gjöfum. Því er slegið frani, að verð oliu hafi nær 30faldast á undanförnum árum, þegar i raun hefur verð hennar t.d. haekkað í krönutölu 13,5 fall frá þvi i mars ’74 á sama tíma og bygg- ingarvísitala hefur hækkað 8 falt. Það er olían hefur hækkað um 68% meira en byggingarvisitala á þessu timabili. Þetta þýðir vissulega miklar búsifjar fyrir' þá, er verða að nýta olíu til hitunar og er engin ástæða til þess að ýkja það. Mikið er gert úr santanburði við Hitaveitu Reykjavikur og hversu litlar hækkanir hafa orðið á töxtuni hennar i samanburði við oliuverð. Þess er ekki getið að Hitaveita Reykjavikur hefur ekki fengið að hækka taxta sina og þarfnast nú um 50% hækkunar áafnotagjöldum. Alvarlegustu lilraunir til blekkinga erú þó útreikningar frá Fjórðungs- sambandi Vestfjarða, þar sem borinn er santan upphitunarkostnaður olíu- notenda á ísafirði og ráðstöfunar- tekjur þeirra. í fáunt orðum sagt, er þar komist að þeirri niðurstöðu, að ntiðað við olíuverð 21. desember 1979 sé þessi upphitunarkostnaður 24,8% af ráðstöfunartekjum en 18,2% þegar olíustyrkur hefur verið dreginn frá. Að visu sést i útreikning um fjórðungssambandsins að hér hefur verið miðað við skattaframtal 1979, það er að segja tekjur ársins 1978. Þessu er sleppt i greinargerðinni

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.