Dagblaðið - 26.02.1980, Side 24

Dagblaðið - 26.02.1980, Side 24
Þriggja rækjubáta með sex mönnum saknað: Brak finnst nú rekið á fjörur Árnfinnur Jónsson skólastjóri (i Ijós- um jakka) raeðir vifl DB um þaklekann. DB-mynd: Bj.Sj. Þakleki í Hólabrekkuskóla „Sorglegt að sja i nýju húsi” — sagði Arnfinnur skóiastjóri Jónsson „Það er sorglegt að sjá þetta gerast í nýju húsi,” sagði Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Hólabrekkuskólans, þegar fréttamenn DB komu til þess að líta þar þakleka sem vart varð við í vatnsveðr- inu i gærmorgun. Uppi yfir göngum skóians eru glugg- ar sem veita birtu í húsið. Lekinn virðist vera þar sem gluggar og þak mætast, ef svo má segja þar sem glugg- arnir eru í raun hluti af þakinu. Ekki var Ijóst hvað lekanum olli. Komu þar fleiri ástæður til en ein, að sögn skoðunarmanns frá Fræðsluráði Reykjavíkur. Skemmdir eru ekki allar ljósar enn. Mest ber þó á striga, sem losnað hefur líming á og hætt er á því, að hann breyti um lit við vætuna, þegar hann þornar. Hólabrekkuskóli í Breiðholti tók til starfa í þessu nýja húsi síðastliðið haust. Eru þar nú rúmlega tólf hundruð nemendur. - BS í fárviðrinu sem gekk yfir Vestfirði í gær var leit hafin að þremur rækju- bátum, sem ekki náðu höfn eða landi svo vitað sé. Var leitað í gær fram í myrkur bæði á Arnarfirði, þar sent m.b. Visir BA var að draga trollið er síðast fréttist af honum, og á ísa- fjarðardjúpi að m.b. Eiríki Finns- syni og Gullfaxa. Hafa bátarnir enn ekki komið fram. Tveir menn eru á hverjum bátanna þriggja, svo um líf sex sjómanna er að tefla. M.b. Vísir BA 44, 16 tonna eikar- bátur frá 1943, var að toga innan við Gíslasker á Arnarfirði síðast er vitað var. Um kl. 2—3 var tekið að óttast um bátinn og að sögn Hannesar Hafstein hjá SVFÍ var þá fenginn bátur til að huga að honum. Einnig kom varðskip inn á Arnarfjörð og hóf leit. í gær fannst rækjukassi merktur bátnum út af Rafnseyri og siðan lestarlúga, talin úr Vísi. Bóndi á Auð- kúlu fann svo einnig grámáluð stíu- borð sem talin eru úr Visi. Miklar símabilanir og truflanir voru þarna í gær og fréttir litlar. En varðskipið ætlaði að taka björgunar- sveitarmenn á Bíldudal og flytja norður yfir fjörðinn til leitar á ströndum þar. Á ísafjarðardjúpi var snarvitlaust SA-veður. Allir rækjubátar voru á sjó því ekki var búizt við veðrinu svo fljótt sem raun varð á. Tveggja báta er saknað. Eiríkur Finnsson ÍS 26, 17 tonna eikarbátur frá 1943, var innan Ögur- hólma að hífa er síðast var vitað. Gullfaxi, ÍS 594, 19 tonna eikar- bátur frá 1943, var út af opnum Álftafirði á heimleið er síðast sást til hans. Bátur sem var á eftir honum, ca 3 sjómilur, fylgdist með honum. Síðan kom dimmt él og er birti upp aftur sást ekkert til Gullfaxa. M.b. Guðný fór frá ísafirði með björgunarsveitarmenn til Sandeyrar á Snæfjallaströnd. Fóru 8 menn þar í land og- leituðu með bændum úr Unaðsdal fram I myrkur. Þessir leitarmenn fundu gúmbát úr Eiríki Finnssyni skammt undan Innra- Skarði. Nýir leitarflokkar fóru kl. 6 í morgun með bát til Snæfjallastrand- ar og sömuleiðis leitarflokkar frá Bolungarvík til Hesteyrar. Er ætlunin að leita allar strandir frá Straumnesi, um Aðalvik, fyrir Rit, inn Jökulfirði, fyrir Bjarnarnes og Snæfjallaströnd- ina. Rakin vindátt var frá þeim stað sem Eiríkur Finnsson sást síðast að þeim stað þar sem gúmbáturinn fannst. i í dag munu einnig 15—20 skip og bátar leita á ísafjarðardjúpi og í fjörðum eftir því sem veður leyfir. Ráðstafanir höfðu verið gerðar strax er veður tók að versna í gær til að fá staðsetningu allra báta á sjó. Gekk Tilkynningskyldan fram í því. Jafnframt voru bátarnir Orri og Vík- ingur fengnir til að fara smábátun- um til aðstoðar og voru þeir komnir út fyrir Arnarnes er veðrið varð sem vitlausast. Fjórir bátar laskast í brotsjóum: Svamlaði á kafi í s jó f átt til stjómtækjanna — sagði skip- stjórínná Gullborgu — báturinn lagðistá stjómborðs- síðuna svo brúna fyllti „Sjórinn reif sig skyndilega upp bakborðsmegin aftan til við bátinn og skall yfir okkur af svo miklu afli að þungir netadrekar með keðjum, 50 kg hver, og allt annað lauslegt sóp- aðist fyrir borð og báturinn lagðist alveg yfir á stjórnborðshliðina. Þar var opinn gluggi og fossaði sjóripn þar inn svo ég og bróðir minn fórum á kaf inni í brúnni. Þegar ég opnaði augun sá ég ekkert nema sjó, en fór að klóra mig að stjórntækjunum til að reyna að keyra bátinn upp,” sagði Friðrik Benónýsson, skipstjóri á 84 tonna netabátnum Gullborgu VE, í viðtali við DB í morgun. Þetta skeði í gær er báturinn var 4 mílur vestur af Surti. Við höggið skall Friðrik í stýrið og marðist, en aðra sakaði ekki. „Þegar báturinn fór að rétta sig aftur við, eftir nokkra stund, opnuð- um við brúardyrnar og fossaði sjór- inn þá aftur út úr brúnni. Gullborg er afburða sjóskip og ég held að engum hafi dottið í hug að yfirgefa hana á meðan hún lá á hUðinni, en ég er hræddur um að bátur með lakari sjó- hæfni hefði farið verr út úr þessu,” sagði Friðrik. Sjór fór ekki i vélar- rúm og komst báturinn sjálfur til hafnar. Þá fékk Helga RE, 208 tonna stál- bátur, á sig brotsjó í gærdag, er hún var stödd undan Garðskaga. Sjór flæddi þar inn í brúna eftir að hurð og 2 gluggar í brú brotnuðu undan brotinu. Sjórinn ruglaði meira og minna sigUngatæki og fylgdi varð- skip Helgu á lygnari sjó. Hún kom til Reykjavikur í gærkvöldi. Engan sakaði þar um borð. Brot reið yfir netabátinn Bjarnarey frá Eyjum í gær er báturinn var suð- austur af Hjörleifshöfða á heimleið. Flæddi sjór inn í brúna og skemmdi tækjabúnað, en báturinn gat haldið áfram hjálparlaust og engan sakaði. Loks urðu svo talsverðar skemmdir á 125 tonna netabátnum Saxhamri frá Rifi er brotsjór reið yfir hann á miðum Snæfellsnessbáta í gærdag. Brúin laskaðist og urðu öll stjórntæki óvirk um tíma svó skip- stjórinn bað um aðstoð. Síðar tókst að koma þeim í eitthvert lag og komst báturinn heim í fylgd annarra báta á heimleið. Er brotið reið yfir slasaðist skip- stjórinn, Sævar Friðþjófsson, en ekki munu meiðsli hans alvarlegs eðlis. - GS frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980. Reykjavíkurskákmótið: Þýðingarmikil umf erð í dag — aukaferðir strætisvagna Miles og Vasjúkov eigast við í 3. um- ferð Reykjavikurskákmótsins sem tefld verður í dag. Þá tefla þeir Jón L. Árna- son og Kupreishik, Schússler og Browne, Guðmundur og Torre, Mar- geir og Haukur, Helgi og Helmers, Byrne og Sosonko. Kl. 5 hefst umferð- in. Úrslit í þessum skákum kunna að skipa keppendum þannig í röð, sem miklu varðar i keppninni um efstu sætin i mótinu. Þá verða tvær þýðingarmiklar bið- skákir tefldar kl. 13 í dag: Vasjúkov — Guðmundur, Miles — Hauknr. Aukaferðir strætisvagna Landleiða frá Loftleiðahótelinu verða kl. 22.20og kl. 23.45. Fram til kl. 20fara vagnarnir úr Lækjargötu 10 mín. fyrir heilan tíma, og frá Loftleiðum 5 mín. yfir hálfan tíma allan daginn til kl. 20. - BS ingólfur Arnarson: Skipverji féll á dekkið og lézt Skipverji á togaranum Ingólfi Arnar- syni féll á dekkið og lézt er skipið varð fyrir sjó í gær. Skipið var að toga við Víkurál um hádegi í vonzkuveðri er slysið varð. Skipverjinn hét Ingimar Halldórsson, 54 ára að aldri. Hann var ókvæntur. Togarinn sigldi inn á Patreksfjörð, þar sem læknir og lögregla fóru um borð og sóttu lik mannsins. Skipið hélt siðan á veiðar en sjópróf fara fram í Reykjavík. - JH Beið banaer mjólkurbfllinn fauk útafveginum á Hálfdáni Gestur Gíslason bóndi, Trostansfirði, beið bana skömmu eftir hádegið í gær er mjólkurbíll sem hann var farþegi í fauk út af veginum á Hálfdáni. Hálfdán er fjallið milli Tálknafjarðar og Bíldudals. Bílstjórinn, Guðbjartur Þórðarson, slapp lítið meiddur. Aftakaveður var er slysið varð. Guðbjartur komst til Bíldu- dals og fóru björgunarmenn á slysstað. Slíkur var veðurhamurinn að mennirnir gátu ekki ekið á staðinn og urðu að skríða síðasta spölinn. Bíllinn var á leið til Patreksfjarðar, en hafði snúið við aftur til Bíldudals er veðrið versnaði. -JH LUKKUDAGAR 26.FEBRÚAR 20228 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum kr. 10.000.- Vinningshafar hringi í síma 3367.2.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.