Dagblaðið - 28.02.1980, Page 3
I
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980.
3
Áskorun til Vedurstofunnar:
Takið upp veðursvæðaskipt-
ingu og stormviðvaranir
H.Ó. loftskeytamaður hringdi:
„Ég hef verið starfandi loftskeyta-
maður um langan tíma og því haft
náin kynni af aðstæðum sjófarenda
bæði hér við land og erlendis. Vegna
hinna hryllilegu sjóslysa, sem nú hafa
orðið og eiga sér mjög lika hliðstæðu
í slysum er urðu á rækjubátum á
Axarfirði, langar mig að spyrja for-
ráðamenn Veðurstofunnar hve
margir sjómenn þurfi að farast áður
en hafizt verði handa um úrbætur í
þeim efnum að koma aðvörunum um
óveður til sjómanna á hafi úti?
Ég tel að Bretar standi i þessum
efnum framar öðrum og til þeirra
gætum við sótt fordæmi. í stjórn-
Raddir
lesenda
Fjórír bátar laskast í brotsjóum:
Svamlaði á kaf i
í sjó í átt til
,K finnst nu
táðátijjSJL
|t>rígÖaraeK*1
klefum allra skipa í Bretlandi hanga
uppi kort sem sýna skiptingu haf- og
landsvæða í veðurreiti. Þegar von er
á stormi, óveðri, svo ekki sé talað um
fárviðri, er um slíkt þegar í stað gefin
viðvörun og veðursvæðið tilgreint í
útsendingum frá útvarpsstöðvum í
landi. Slikt er gert vegna þess að vitað
er að sjómenn eru ekki allir að hlusta
á talstöðvarbylgju, en oftast er út-
varpstæki haft opið. Til að vekja at-
hygli hlustenda er gefinn út sérstakur
tónn áður en stormaðvörunin fyrir
tiltekin og afmörkuð veðursvæði er
lesin. Veðursvæði Bretanna eru mjög
misstór en mest skipt niður þar sem
skipaumferð er mest.
Sjófarendur þurfa síðan að koma
boðum til veðurstofu þegar veður-
breyting verður snögg til hins verra,
svo koma megi boðum til annarra
sjófarenda sem veðrið á síðar eftir að
ganga yfir. Mætti með þessu mörgum
forða e.t.v. frá miklum raunum og í
það minnsta koma í veg fyrir að sama
veðurlægðin dynji yfir alla jafnilla
undirbúna.
Togarasjómaður á Vestfjörðum:
„HÆTTIÐ ÞESSARIVITLEYSU
í GUÐANNA BÆNUM”
Sjómaður á togaranum Gylli símar:
„Við erum mjög óhressir yfir því
togarasjómenn þegar verið er að
birta skrá um aflahlut okkar einstöku
sinnum. Þetta er aldrei gert nema
þegar vel gengur. Þetta er algert
einsdæmi með sjómenn, enginn
önnur stétt er sett upp við vegg og
birtar tölur um tekjur bara þegar vel
gengur.
Sjómenn, sem mánuðum saman
hafa ekki annað en tekjutryggingu, er
ekki minnzt á. En komi góð hrota þá
erþetta útbásúnað.m.a. nú síðast birt
skrá um hásetahlut Vestfjarðatogar-
anna einna.
Það gera sér fáir, sem ekki þekkja
vel til, grein fyrir hve geysileg vinna
liggur að baki þegar vel aflast. Það
eru næsta fáir sem hafa úthald til
þess að fara marga túra í röð þegar
vel veiðist. Menn verða að fá hvíld.
Og þegar einum túr er sleppt jafnast
laun annarra veiðiferða yfir lengra
tímabil og skýrslur um hásetahluti
þegar orðnar skakkar og beinlínis
rangar.
Ég hringi ekki í Dagblaðið vegna
þess að þessar aflahlutaskýrslur birt-
ist einungis þar heldur af því að ég
vona að þessari mettöluvitleysu verði
hætt, því þær eru í flestum tilfellum
„Þetta er einsdæmi með sjómenn.
Enginn önnur stétt er sett upp við
vegg og birtar tölur um tekjur bara
þegar vel gengur,” segir bréfritari.
FALLEGT OG STERKT
Þú getur valið um 11 gerðir eldhúsa frá NOREMA í mismunandi
verðflokkum. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og
sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á
að þær þyldu mikla notkun. Við veitum þér allar ráðleggingar og gerum
þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga.
Hringdu eða komdu, og fáðu litprentaðan bækling frá Norema
innréttingahúsiö
BNOREMA
Háteigsvegi 3
Verslun sími 27344
Spurning
dagsins
Fylgist þú með
Reykjavíkur-
skákmótinu?
Garðar Jónsson: Nei, ég fylgist ekkert
með mótinu. Þó hef ég dálitinn áhuga á
skák.
Þorfinnur Þórðarson: Ég fylgist bara
með mótinu í sjónvarpinu. Ég hef dálit-
inn áhuga á skák en ég treysti mér ekki
til að spá um úrslit á þessu móti.
Stefán Arnarson: Já, ég fylgist með
mótinu í sjónvarpi og blöðum. Ég held
að Miles eða Browne séu líklegustu
sigurvegararnir.
Ingólfur Stefánsson: Ég fylgist bara
með þessu móti í gegnum sjónvarpið og
ég hef takmarkaðan áhuga á skák.
Þór Bjarkar: Ég fylgist mjög takmark-
að með því. Þó kannast ég við nöfn
eins og Jón L. Árnason.
Óskar Eyjólfsson: Nei, ég fylgist alls
ekkert með þessu móti. Ég hef gaman
af því að tefla en ég hef engan áhuga á
svona mótum.
(