Dagblaðið - 28.02.1980, Síða 16
16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980.
ATLI RUNAR
HALLDÓRSSOIM
Öllum leitarmönnum var snúið
þangað og leit hófst. Þar fannst
maður fótbrotinn. Hann sagði frá
félaga sínum, sem verið hafði ekki
langt undan. Og sá fannst „látinn” á
öðrum stað.
Félagar mínir vissu ekkert um að í
snjóskriðunni var grafinn lifandi
maður til að gera þetta sem
raunverulegast. Við grófum hann í
snjóinn rétt áður en leitarmenn komu
á staðinn og forðuðum okkur burt,”
sagi Arngrímur, sem var i
bækistöðinni í „Eljagangi” allan
tímann og stjórnaði leitinni.
\
Flugb jörgunarsveitin „kembdi” Hengilssvæðið í leit að 4 mönnum:
Einn brenndist í hver —
annar grófst í snjóskriðu
—en allt í plati, þetta var bara æf ing
„Tilkynning um 4 týnda menn er
voru á leið frá Nesjavöllum að
Kolviðarhóli og komu ekki fram þar
eins og til stóð kl. 15.00.
Fyrstu fréttir: Ekkert er vitað
ennþá um klæðnað né útbúnað
mannanna.
Útkall hjá Flugbjörgunarsveitinni
milli klukkan 19.00 og 20.00. Sveitin
beðin að leita Hengilssvæðið.
Ákveðið er að nota kvöldið og
nóttina til að undirbúa leit, sem
hefjast skal strax í birtingu. Einnig á
að koma mönnum og búnaði sem
næst leitarsvæðinu strax.”
Þannig hljóðuðu skilaboð sem
hópur vaskra manna í Flug-
björgunarsveitinni fékk í hendurnar
sl. föstudagskvöld. En sem betur fór
var tilkynningin ekki öll þar sem hún
sýndist. Mennirnir voru týndir ,,í
þykjustunni”. Þetta var upphaf að
björgunaræfingu félaga í Flug-
björgunarsveitinni sem stóð frá
föstudagskvöldi til síðdegis á
sunnudag.
„Ríkiö hirðir þetta
margfalt af okkur"
Allt björgunarstarf félaga Flug-
björgunarsveitarinnar er unnið í
sjálfboðavinnu. Félagarnir eiga
sjálfir margvíslegan rándýran út-
búnað sem þeir nota i starfi sveitar-
innar. Sveitin á engan vélsleða
sjálf.heldur eru sleðarnir sem notaðir
eru allir í einkaeign félaga.
„Við fengum samtals 1,3 milljónir
í styrki frá ríki og borg árið 1979. Sú
upphæð nægir ekki einu sinni fyrir
bensíninu á tækin,” sagði
Arngrímur.
Þegar hlifOardúkurinn var tekinn frá
andliti„iiksins”kom IIjóssprelHifandi
og glottuleitt andlit.
DB-myndir: A tli Rúnar.
Einn fannst
í snjóskriðu
Við reyndum að gera æfinguna
sem allra eðlilegasta. Æft var í fyrsta
Snjóbíllinn Vlsill stóð sig með ágœtum á œjingunni. Hann er fertugur að aldri og gengur enn eins og klukka. Bllar af þessari
gerð hafa verið notaðir I heimskautaleiðöngrum.
V
Einn hinna týndu fannst „látinn”og sést hér dreginn á sleða.
sinn eftir norsku fyrirkomulagi sem
reyndist vel. Fjarskiptamálin voru
hins vegar ekki í nógu góðu lagi.
Fjarskiptakerfið er úr sér gengið og
við eigum í miklum fjárhagsvand-
ræðum með að endurnýja það,”
sagði Arngrímur.
„Á laugardaginn kom einn hinna
fjögurra „týndu” fram við
Kolviðarhól og tilkynntu að þeir fjór-
menningar hefðu skipt liði við rætur
Hengils. Um tvo félga sina vissi hann
ekkert. En sá sem með honum var
hafði farið niður í hver í Innstadal og
lá þar skaðbrenndur. Við sendum
strax lið manna til að ná í hann. Þar
var í öllu farið að eins og um raun-
verulegt slys hefði verið að ræða.
Á sunnudaginn héltleit áfram að
hinum tveimur. Um hádegisbilið
barst tilkynning um að fundizt hefði
snjóskriða. Að henni lágu spor.
Brynjólfur Erlingsson, annar af tveimur aðalradlómönnum Flugbjörgunarsveitar-
innar, við tceki sln I „Éljagangi”.Einhverjir höfðu orð á þvl að þeir héldu grœjun-
um gangandi með samblandi af þekkingu í útvarpsvirkjun og göldrum. Peninga-
leysi og skattheimta hins opinbera setur sveitinni stól fyrir dyr við að endurnýja
fjarskiptakerfið.
Alls lögðu um 35 menn af stað frá
Reykjavík á föstudagskvöldið áleiðis
upp á Hellisheiðina með sitl
hafurtask. Af. stærri tækjum sem í
för voru má nefna snjóbíl (hann er
fertugur að aldri og stóð sig eins og
hetja, sbr. allt er fertugum færtl),
vélsleða, talstöðvar, bæði stórar og
smáar, sjúkrabörur, tjöld, teppi og
ótal margt fleira.
„Éljagangur"
var miðstöðin
Aðalbækistöð leitarmanna var
skáli KFUM á Hellisheiði. Hann
gengur undir nafninu „Éljagangur”.
Óhætt er að segja að gengið hafi á
með éljum og rúmlega það umhverfis
skálann dagana sem æfingin stóð
yfir. Veður var slæmt og því reyndi
mikiðá þrek og þol í mannskapnum.
„Við vorum alla helgina að leita
að „týndu mönnunum fjórum” á
Hengilssvæðinu,” sagði Arngrímur
Hermannsson, einn af fjórum
æfingarstjórum björgunarmanna,
við Dagblaðið þegar við komum í
heimsókn í „Éljagang” á Hellisheiði
á sunnudaginn. Þá voru nokkrir
veðurbarðir félagar úr Flug-
björgunarsveitinni að draga „lík”
manns á sleða i hlað. Hann var sá
fjórði og síðasti sem fannst í leitinni.
Hinir fundust lifandi.
„Við höfum pantað nýtt fjar-
skiptakerti og fallhlíf fyrir sveitina,
auk þess stóran 2ja belta vélsleða sem
kostar 3 milljónir. Við ráðum ekki
við að kaupa þessa nauðsynlegu hluti
nema ríkið gefi eftir tolla og aðflutn-
ingsgjöld. Vélsleðinn myndi lækka
um 1,5 milljón ef það gerðist.
Það drepur áhuga mannanna að
ríkið skuli hafa okkur fyrir féþúfu.
Félagarnir skila ríkinu í sköttum af
tækjum, sem þeir kaupa margfaldri
þeirri upphæð sem hið opinbera
lætur okkur í té sem styrk. Sú vinstri
gefur 1,3 milljón, sú hægri tekur þá
upphæð til baka og miklu meira til.”
- ARH
Þau eru ófá kllóin sem björgunarmenn bera á bakinu og þvl þatf llkamsþjálfunin
að vera I góðu lagi. Þeir vinna störf sln af hugsjón og leggja hart að sér til að
bjarga fólki sem er I nauðum statt.
V