Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980. ATLI RUNAR HALLDORSSON Stærsta hraunið í Mý- LJÓSMYNDIR: RAGNAR TH SIGURÐSSON vatnseldum hinum nýrrí Hraunið var mjög þunnfljótandi og breiddist hratt út. Mökkurinn stigur upp af heitu hrauninu, þótt skán hafl setzt ofan á. I nýja hrauninu eru ótal kynjamyndanir og verður snjórinn að hopa undan hitanum. — rekstrartruflanir hafa ekki orðið í Kröfluvirkjun, Kísiliðjunni eða gufuvirkjuninni við Bjarnarflag Frá Atla Rúnari Halldórs- syni í Reynihlíð við Mývatn í gærdag: Jarðfræðingar vinna nú ötullega að rannsóknum á gossvæðinu i jaðri Mývatnsöræfa. Að sjálfsögðu er hraunið ennþá vel heitt og stutt ofan á glóandi eðju eins og DB menn fengu að finna, þegar þeir námu staðar nærri einum gígnum í hraun- inu. Gúmmiiykt, sem gaus upp reyndist nefnilega vera runnin frá stigvélum blaðamanns, sem hélt hið skjótasta áfram ferð sinni. Komið er i Ijós að hraunrennslið nær yl'ir stærra svæði en talið var i fyrstu og er hið langmesta sem orðið hefur i Mývatnseldum hinum nýju. Enginn hefur þó treyst sér til þess að áætla hraunflötinn að svo komnu máli. Guðmundur Sigvaldason, forstjóri Norrænu eldfjallamiðstöðvarinnar, fór í morgun i Gjástykki norður undir Hrútafjöll. Kom þá i Ijós að þar hafa sprungur myndazt i jarð- skorpuna. Af þessu er Ijóst að áhrif jarðhræringanna hafa ekki eingöngu verið rétt við sjálft gossvæðið eins og sumir hafa kannski vonað í fyrstu. Skjálftar hafa bæði fundizt hér við Mývatn í dag og einnig mælzt á mæl- um. Er það aðeins það sem venjulegt er á þessu stigi jaröhræringanna. Samkvæmt fregnum frá Kröflu- virkjun og einnig frá Kísiliðjunni og gufuvirkjuninni við Bjarnarflag hefur ekkert þar gerzt sem gefur til- efni til þess að tii rekstrartruflana Jarðskjálftamælar tóku hcldur betur viö sér cr hrinan gekk yfir. Gamlar borholur tóku að blása af miklum krafti er þrýstingur óx. Vonir standa til þess að rekstur mannvirkja í námunda við gossvæðið geti haldið áfram án stórra breytinga. geti komið vegna jarðhræringanna. Ekki er heldur kunnugt um að neinar breytingar hafi orðið á hverasvæðum hér i nánd. -ARH/ÓG Litið yfir nýja hraunið.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.