Dagblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980.
\ r
hvítir menn líta svo á að staða kyn-
þáttanna væri ákveðin með kynþátta-
aðskilnaðarlögum ríkisstjórnar
flokks þjóðernissinna. Endurskoðun-
in á þessum lögum og reglum er að
likindum síðasti möguieikinn til frið-
samlegrar lausnar á sambúðarmálum
kynþáttanna.
Því miður verður að segja eins og
er að líkur benda til þess að Botha
forsætisráðherra muni mistakast í til-
raunum sínum. Hans eigin varkárni
verður honum að fótakefli, hægri
sinnaðir andstæðingar hans i eigin
flokki munu berjast gegn honum og
þær breytingar sem nást munu fram
verða að öllum líkindum of litlar og
koma of seint. John Vorster fyrrum
forsætisráðherra og forseti hefur
þegar lýst yfir andstöðu við hug-
myndir Botha forsætisráðherra.
Vorster varð að segja af sér forseta-
embættinu þegar upp komst um viða-
mikið hneyksli í meðferð fjár til að
kynna kynþáttastefnu Suður-Afríku.
Stór hluti peninganna var notaður til
að kosta rekstur Þjóðarflokksins á
blaði innan Suður-Afriku.
Ekki má þó heldur gieyma því að
kraftaverk hafa gerzt og sífellt stærri
hópur fólks af stofni hinna gömlu
Búa sér hvert stefnir ef ekkert verður
aðgert.
Ef farið væri út á þá braut að
hætta kynþáttaaðskilnaðarstefnunni
eiga hvítir ibúar það á hættu að missa
forréttindi sín og verða að lifa i þjóð-
félagi margra kynþátta og margra
litarhátta, sem vel gæti fallið um
sjálftsig.
Hinu má þó ekki gleyma að eini
valkosturinn i stað þessa eru fimm til
tíu ár með auknum hryðjuverkum og
minnkandi öryggi. Siðan mundi
fylgja styrjöld, sem vel gæti endað í
kjarnorkustyrjöld sem mundi skilja
Suður-Afríku eftir sem óbyggilega
PLÁGURNAR
FJÓRAR
Ofsköttun, háir vextir, úrelt verð-
myndun, gengissig eða árvissar
gengisfellingar eru fjórar plágur sem
herja á íslenzka verzlun.
Verðbólga þessa þjóðfélags ríður
hér öllum röftum. Rekstrarfé fyrir-
tækja er að mestu uppurið og öryggi
fyrirtækja og heimila er stefnt í voða.
Ofsköttun fyrirtækja er slík að
þeim er ekki leyft að eiga eigið
rekstrarfé. Segir sig sjálft hvað það er
háskalegt afkomu fyrirtækis þegar
rekstrarfé er svo rýrt að það þarf
alltaf að vera háð lánsfé eða daglegri
inntekt. Það getur aldrei raunveru-
lega fjármagnað sig sjálft, sífellt háð
banka um víxlakaup. Fjármagn
bankanna er takmarkað og þurfa þeir
að deila þvt niður á fyrirtækin og
geta þá i raun ákveðið lif þeirra og af-
komu. Bankarnir eru orðnir slikir
tengiliðir að það er ókleift að vera án
þess að þeir kaupi viðskiptavíxla
heildsölufyrirtækja, en mikil óvissa
og kostnaður samfara þessum víxla-
kaupum geta verið afdrifarík fyrir-
tækjunum.
Nú kann einhver að spyrja: Ætlast
maðurinn til að fá þetta frítt? Þurfa
ekki eigendur sparifjár að fá sitt?
Vissulega, það er verðbólgan sem
veldur slíku fjaðrafoki í öllu við-
skiptalífi að bæði inn- og útlánsvextir
verða að vera með því hæsta sem
gerist i heimi. Ekki skyldi ég vera
málsvari þess að eldra fólk og
unglingar sem eiga sparifé njóti ekki
réttar síns loks er þeir hafa fengið
hann, nóg var komið. Of lágir vextir í
mikilli verðbólgu eiga einfaldlega
ekki rétt á sér.
Nóg er komið af yfirfærslum
Kjallarinn
Jóhann Ágústsson
manna á milli einmitt vegna þess að
kr. 1000,- i viðskiptum í ár eru kr.
500,- næsta ár, en kr. 1500.- i fast-
eign, hafi þær verið lagðar þar, kann-
ski meir.
Þetta rekur sig til upphafsins, of-
sköttunar. Sköttun verður því að
vera sanngjörn til þess að fyrirtæki
geti haft það svigrúm sem þau þurfa
til að geta beitt hagræðingu í fjármál-
um og losnað við ákaflega óhagstæða
og ótrygga fyrirgreiðslu.
Verðmyndun verzlunar hér hefur
verið bundin á klafa verðlagshafta af
stjórnvöldum í áratugi. Þurfum við
endilega að vera einhverjir geirfuglar
viðskiptalífsins miðað við hinn vest-
ræna heim?
Hrunadans
Svo mætti halda eftir þeim tíma
sem við höfum verið heftir af þessu
miður heppilega verzlunarfyrirkomu-
lagi.
Það hefur skaðað þjóðina svo
gifurlega að orð fá ekki lýst.
Það er sárt að fá ekki að keppa á
jafnréttisgrundvelli við erlenda koll-
ega, fyrirtækjum og allri þjóðinni til
jheilla.
Er því svo komið að hluti islenzkr-
ar heildsöludreifingar á svo undir
högg að sækja að erlendir aðilar eru
meir og meir að yfirtaka markaðinn
hér. Þótti það lítt til heilla hér áður
fyrr og litt í anda Jóns Sigurðssonar.
Má þar til nefna vefnaðarvöru,
fatnað, skófatnað o.fi.
Hinar árvissu gengisfellingar rýra
svo eigið fé verzlunarfyrirtækjanna
að uppsafnaður hagnaður vinnu
þeirra er af þeim hrifsaður. Gegnir
það furðu er raddir forsvarsmanna
ákveðins iðnaðar segja, að vegna
rangrar skráningar gengis sé ástand
rekstrar þeirra ótraust og biðla til
stjórnvalda um gengisfellingu. Alltaf
skal vegið i sama knérunn. Alltaf
skal sama fólkinu ætlað að færa
fórnir. Eða er kannske ekki athugað
um hvað er samið og treyst óathugað
á gömlu gengisfellingarleiðina.
Mætti vera kominn tími til, þegar
gengið er frá samningum, að athugað
sé hvað fyrirtæki geta greitt til við-
bótar með aukinni framleiðni og hag-
ræðingu og þannig gerðir ábyrgir
samningar?
Verði þessi hrunadans sífellds
gengisfalls krónunnar ekki stöðvað-
ur, má áfram búast við þessum ógeð-
felldu tilfærslum fjármuna innan
þjóðlélagsins og framhaldið verður
sífelld verðbólga.
Jóhann Ágústsson
stórkaupmaður.
„Erlendir aðilar eru meir og meir að yfir-
taka markaðinn hér.”
innar er byggð á grundvallarreglu,
sem umfram allt annað á að vera
leiðarljós við stefnumótun. Þessi
grundvallarregla felst í samráði við
hreyfingar launafólks um aðgerðir á
öllum sviðum efnahagsmála. Áður en
ákvarðanir eru teknar skuli vilji
verkalýðshreyfingarinnar liggja
fyrir . . . Slík vinnubrögð hafa þegar
sett rikulegt svipmót á hina nýju
stjórnarhætti. Þegar löggjöf
^stjórnarinnar vegna 1. desember-
aðgerðanna var til umræðu lögðu Al-
þýðusambandið og Verkamannasam-
bandið fram ýtarlegar tillögur um
aukin félagsleg réttindi launafólks,
margvislegar umbætur á vinnuað-
stöðu og stórauknar fjárveitingar til
fjölþættrar starfsemi verkalýðshreyf-
ingarinnar.”
Þetta sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son um samráðin og árangur þeirra í
Þjóðviljanum 5. jan. 1979. Þetta lítur
vel út, ekki satt? Við skulum sjá. Um
hvað voru samráðin I. des. 1978?
Hvað átti að gerast þá í launamálum
verkafólks? Jú, þann 1. des. 1978
voru samningar verkalýðsfélaga
runnir úr gildi og nýir skyldu gerðir.
En það gerðist ekki, því samráðin
breyttu stöðunni. ASÍ framlengdi
samningana um eitt ár, til 1. des.
1979 og rikisstjórnin lofaði félags-
málapakka. Ég sem hélt að samn-
ingar verkafólks væru gerðir við
vinnuveitendur eða réttara vinnuafls-
icauissdsr. £g hé!; 2Ö |?2?væri
regla og jafnvel lög að bera nýja
samninga undir félagsmenn í ASÍ-
verkalýðsfélögunum, en gamli samn-
ingurinn framlengdur um eitt ár er jú
nýr samningur, eða?
Á hinn bóginn var málið auðvelt.
Kjallarinn
Albert Bnarsson
afstöðu verkalýðsflokksins til verka-
lýðs á Íslandi? Jú, það er svo.
Hverjir setja lög um kjör verka-
fólks?
„Ekki við,” segir Alþýðubanda-
lagið. Bandalagið segir: „Stéttasam-
tökin skulu hafa fullt frelsi til samn-
inga um kjör félaga sinna. Gerða
samninga ber skilyrðislaust að
virða.” (Ný efnahagsstefna, kafli
5,5, bls. 13. Þjóðviljinn aukablað
maí 1978.)
Vegna þessara stefnumiða m.a. var
Alþýðubandalagið kosið sumarið
1978 og með þetta fór Bandalagið i
stjórn — eða?
Frelsi til samninga var ekki af-
numið 1. des. 1978, segir nú hinn
tryggi bandalagsmaður. Það sem
gerðist var bara að ASÍ samþykkti að
framlengja samninga um eitt ár og
fékk í staðinn félagsmálapakkann,
bætir hann við.
0 „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar er það
fulltrúi Alþýðubandalagsins, sem stendur
fyrir þessari skothríð á launafólk.”
Sett voru lög sem skömmtuðu vinn-
andi fólki félagsmálapakka. Hvað
var í honum? Sumt gott og sumt sem
aldrei kom og sumt sem bara sumir
fengu og er ekkert við því að segja.
En — eitt veröur pu 5CéJ2íl. .é!l’
þetta dæmi er einn skömmtunarseðill
þar sem skammtað er bæði kaup og
réttindi.Vinnandi fólk, sem málið
snertir þó mest, kemur hvergi nærri
og fær ekki tækifæri til að segja eitt
einasta orð. Er þetta vitnisburður um
Nei, félagi sæll, þetta er ekki
málið, heldur hitt að ASÍ-forystan
fór á bak við vinnandi fólk og tók
ákvörðun sem hún hafði ekkert
umboð til. Hún aftók samningsrétt-
inn i þetta skipti vegna annarra hags-
muna en verkaioiKs cíi Tc! .r!h!?vaici'
inu að setja lög um kjör þess.
Og hverjum var verið að hjálpa
með þessari aðgerð? Enn skulum við
leita í leiðara Þjóðviljans, nú frá 21.
jan. 1979. Þarsegir m.a.:
„í tillögum Alþýðubandalagsins er
lögð höfuðáhersla á að nauðsyn sé
fyrir alla aðila að hefja sig upp úr
ófrjóu og lamandi þrasi um vísitölu
og kaupgjald, eins og þau atriði
skipti sköpum í baráttunni gegn verð-
bólgunni, og snúa sér af alefli að hag-
ræðingu i atvinnurekstri og endur-
skipulagningu atvinnuveganna. í
vanmætti þeirra til þess að standa
undir raunhæfum kjarabótum og
lelagslegum framförum felst rótin að
því að ekki hefur reynst unnt að ná
tökum á verðbólguvandanum.”
Vist er það rétt sem þú lest, launa-
maður sæll. Þú ert hvattur til þess að
hefja þig upp úr þessu þrasi um vísi-
tölu og kaupgjald en snúa þér að hag-
ræðingu og endurskipulagningu at-
vinnuveganna, svo eitthvert svigrúm
verði til þess að borga þér mannsæm-
andi laun. Á meðan færðu þér svo
bita úr einhverjum félagsmálapakk-
anna.
3%-in og BSRB
Þegar hér er komið sögu er allt í
fullum gangi við að klippa af umsömd-
um launum opinberra starfsmanna.
Tilboðið til BSRB-félaga hljóðaði
svo í Þjóðviljans nafni: „Hins vegar
hefur ríkisstjórnin boðist til þess að
veita opinberum starfsmönnum
mikilvægar samningsréttarbætur
gegn því að þeir falli frá 3% grunn-
kaupshækkun, sem átti að koma til
framkvæmda I. april.” (Leiðari í
Þjóðviljanum 27. apríl 1979. Sá hét
,,3%-in og BSRB”.)
Fyrst var páö S.AMRÁÐ, nú er
leikurinn sá að pakka nokkrum
félags- og réttindamálum í pakka og
verðleggja hann á 3%. Sundurliðun á
þessum verðlagsreikningi né heldur
formúlan hefur aldrei verið gefin
upp.
Við skulum einnig hoppa yfir mjög
sérstakt tímabil þessarar sögu af til-
litssemi við aðalpersónur. Þetta tíma-
bil vilja þær sjálfsagt fæstar standa
ábyrgar fyrir, alla vega ekki orða
þeirra sem þá féllu. Þetta er tímabilið
þegar stjórn Ólafs Jóhannessonar
sprakk með hamagangi, kosningaat
varð aðalskemmtan manna, krata-
stjórn dúllaði við verðbólgugælu-
dýrið og foringjaleikurinn að
sljórnarleit stóð yfir. Honum lauk
sem kunnugt er með því að varafor-
ingi mesta kaupránsflokksins fann
stjórn með því að ástunda einkaleit
(ég skil ekki lætin í Sjálfstæðis-
fiokknum yfir þessu frækilega dæmi
sem varaformaðurinn sýndi um
ágæti einkaframtaks).
Aðalboðskapur þessarar nýju
rikisstjórnar í launamálum er að
sjálfsögðu fólginn í baráttu gegn
verðbólgu. Nú sem fyrr er haldið í
gamla þræði og gömlu ráðin kyrjuð
og krydduð nýyrðum. Ekki skal við-
hafa grunnkaupshækkanir. Nú skal
launahækkunum haldið niðri svo að
launafólkið fari nú ekki að ausa
(milljörðum eins og olíu á verðbólgu-
bálið. í staðinn ætlar ríkisstjórnin að
útvega milljarða til þess að fjár-
magna félagsmálapakka, sem senda á
launafólki á næsta ári eða þegar
verulegur árangur hefur náðst í þess-
ari hetjulegu baráttu gegn verðbólg-
unni. Og fyrir hönd ríkisstjórnarinn-
ar er það fulltrúi Alþýðubandalagsins
sem stendur fyrir þessari skothríð á
launafólk. Það er svo sem ekkert
eða er það?
Albert F.inarsson
kennari.