Dagblaðið - 08.04.1980, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1980.
Guðlaugur
efstur í
Landsvirkjun
Skoðanakönnun um fylgi frambjóð-
enda í forsetakosningunum var gerð
hjá Landsvirkjun i fyrri viku. Úrslit
voru þessi:
Guðlaugur..................22 atkvæði
Vigdís..............21
Pétur............... 7
Albert.............. 3
Rögnvaldur.......... 0
Vigdís efst í
Víghólaskóla
Könnun á fylgi við forsetaframbjóð-
endur var gerð meðal kennara og
starfsfólks Víghólaskóla í Kópavogi.
Niðurstöður urðu þessar:
Vigdís 15:42%
Guðlaugur 14:39%
Albert4:l 1%
Pétur Thorsteinsson 1:3%
Rögnvaldur 0
Auðir seðlar 2:5%
- BS
Guðlaugur efstur í
saltf iskverkun
KASKáHöfn
Tuttugu og fjórir starfsmenn Salt-
"‘A^J
er búið að
stilla Ijósin?
UMFERÐARRAÐ
Antwerpen
alla fimmtudaga
Hafóu samband
EIMSKIP
SIMI 27100
fiskverkunar Kaupfélags Austur-Skaft-
fellinga, KASK, tóku þátt i könnun um
fylgi forsetaframbjóðenda. Niður-
stöður:
Albert 3, Guðlaugur 12, Pétur 0, Rögn-
valdur 0, Vigdís 8. Einn seðill var
auður en 24 starfsmenn af 26 tóku þátt
í könnuninni.
- BS
Vigdís efst hjá
Vegagerðinni á
Reyðarfirði
Efnt var til skoðanakönnunar meðal
starfsmanna Vegagerðar ríkisins á
Reyðarfirði. Þrjátíu áttu kost á að
kjósa. Tuttugu og fjórir tóku þátt í
könnuninni. Þar af fékk Albert Guð-
mundsson eitV atkvæði, Guðlaugur
Þorvaldsson fimm, Pétur Thorsteins-
son sex, Rögnvaldur Pálsson ekkert, og
Vigdis Finnbogadóttir 10 atkvæði.
Auðir og ógildir voru tveir.
Guðlaugur efstur hjá
Álfélaginu
Guðlaugur Þorvaldsson rikissátta-
semjari nýtur mests fylgis stgrfsmanna
íslenzka Álfélagsins af frambjóðend-
um til embættis forseta, ef marka má
niðurstöður skoðanakönnunar er þar
hefur verið framkvæmd undanfarna
fjóra daga. I könnuninni tóku þátt
starfsmenn úr báðum kerskálunum.
Atkvæði greiddu 111. Guðlaugur
hlaut 52 atkvæði, Vigdís Finnboga-
dóttir 28 atkvæði, Albert Guðmunds-
son 20 atkvæði, Pétur Thorsteinsson 7
atkvæði og Rögnvaldur Pálsson 1 at-
kvæði. Auðir seðlar voru þrír.
- GAJ
Sparisjóður Haf narfjarðar:
Vigdís efst
Fjörutiu tóku þátt i prófkjöri vegna
forsetakosninganna í Sparisjði Hafnar-
fjarðar. Úrslit urðu sem hér segir:
Albert Guðmundsson 6
Guðlaugur Þorvaldsson 10
Pétur Thorsteinsson 4
Vigdís Finnbogadóttir 16
Auðir seðlar voru 4.
- JH
Prentsmiðjan Oddi:
Guðlaugur efstur
í Prentsmiðjunni Odda greiddu 61
atkvæði af u.þ.b. 70 starfsmönnum.
Atkvæði á forsetaframbjóðendur
skiptust svona:
Guðlaugur Þorvaldsson 26
Vigdís Finnbogadóttir 22
Albert Guðmundsson 8
Pétur Thorsteinsson 1
Rögnvaldur Pálsson I
Auðir seðlar voru 3.
- JH
Lokar
þú augunum íyrir
staðreyndum?
„Kaupmaður kaupir 10 egg á 100 krónur.
Hann selur þau aftur á 120 krónur. Hvemikill
er gróði kaupmannsins?“
Þeita gamla skólabókardæmi er aðeins örlítið
brot af þeim misskilningi, sem ríkt hefur
hérlendis um viðskipti og verslun. Það er
nefnilega ómögulegt að reikna út gróða, án
upplýsinga um kostnað verslunarinnar.
Alíka misskilningur hefur einnig ríkt um inn-
lenda heildverslun. Akaflega margir loka
beinlínis augunum fyrir staðreyndum varð-
andi hlutverk heildverslunar í nútíma þjóð-
félagi.
Það er staðreynd að samkeppni í heildverslun
er grundvöllur vöruúrvals og vörugæða. Það
er líka staðreynd, að ranglát löggjöf um
heildsöluálagningu hefur staðið innlendri
heildverslun fyrir þrifum.
Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því,
að heildverslunin einfaldar vörudreifingu og
gerir hana ódýrari; um leið og samkeppnisfær
heildverslun stuðlar að hagkvæmu vöruverði,
skapar hún atvinnu í atvinnugreinum, sem
flest okkar líta á sem sjálfsagða þjónustu.
Frjáls atvinnurekstur í lýðræðisríkjum er trygging þín fyrir daglegri
þjónustu, sem öllum finnst sjálfsögð.
Betri þjónusta og fjölbreyttara vöruúrval, með öflugri heildverslun,
er stór hluti þeirrar tryggingar.
Stundum gleymist bara hve heildverslun er nauðsynleg.
viöskipti
&verzlun