Dagblaðið - 08.04.1980, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1980.
BIAÐIÐ
hjálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvnmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfuon. Ritstjórí: Jónas KríStjénuon.
Ritstjómarfulitrúi: Haukur HelgaSon. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí rítstjóman Jóhannes Reykdai.
Íþróttir. Haflur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingótfuon. Aflstoðaifréttastjórí: Jónas Haraidsson.
Handrit: Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaflamenn: Anpa Bjamason, Atli Rúnar Halidórsson, Afji Steiríarsson, Ásgeir Tómauon, Bragi
Sigurflsson, Öóra Steférísdóttir, Elín Albertsdóttir, Erna V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson,
ólafur Geiruon, Sigt^rflur Sverrísson.
Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannuon, Bjamlerfur Bjamlelfsson, Hörflur Vilhjélmuon, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveino Pormóflsson. Safn: Jón Saavar Baldvinuon.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þréinn Þorieifuorí. Sölustjóri: Ingvar Sveinuon. Drerfing
Ststjórí: Mér E.M. Haildóruon.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiflsla, éskríftadeUd, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aflslsiml blaðsins er 27022 (10 Mnuri.
Setning og umbrot; DagMaflM hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., SiAumúla Í2. Prentun
Arvakur hf., Skedunni 10.
Askríftarverfl á mánufll kr. 4800. Verfl f lausasölu kr. 240 eintakifl.
Andóf stjórnarliða
Nokkrir stjórnarþingmenn andæfðu 'fíj
fyrir páskana gegn ríkisstjórninni í ýms-
um þingmálum og gátu í sumum tilvik-
um knúið fram breytingar.
Ljóst er, að ríkisstjórninni veitir ekki
af rökréttu andófí úr þingliði stjórnar-
flokkanna.
Ríkisstjórnin hefur verið á villigötum í ýmsum mikil-
vægum málum. Tilhneiging hefur komið fram hjá
sumum ráðherrum að æða áfram í skattheimtu í tillits-
leysi. Ráðherrar hafa gjarnan gengið frá málum sín í
milli og ætlað óbreyttum þingmönnum að rétta upp
hendur samkvæmt fyrirmælum að ofan.
Tvö prósent hækkun á söluskatti vegna hins nýja
orkujöfnunargjalds var skattlagning, sem keyrði úr
hófi fram. Bæði fólst í henni of hár olíustyrkur og mik-
ill hluti teknanna af gjaldinu átti að renna í almenna
eyðslu ríkisins til viðbótar þeirri ofsköttun, sem áður
hafði verið ákveðin. Sumir þingmenn stjórnarliðsins
voru frá upphafi andvígir þessari skattlagningu af þess-
um ástæðum. Einnig kom í ljós, að skattlagningin
mundi skila mun meiri tekjum til ríkisins en reiknað
hafði verið með, þegar frumvarpið var lagt fram. Varð
þá „uppreisn” í liði stjórnarinnar.
Nokkrir þingmenn, einkum Guðmundur G. Þórar-
insson (F), Albert Guðmundsson (S) og Guðmundur J.
Guðmundsson (AB) knúðu fram lækkun á skattlagn-
ingunni úr 2 í l ,5 söluskattstig. Þetta var breyting til
mikilla bóta, en þó er um ofsköttun að ræða. Enn
stefnir í, að 1—2 milljarðar af tekjum af þessum skatti
renni í ríkishítina til almennrar eyðslu.
Eftir að stjórnin hafði borið fram frumvarp um
skattstiga, kom í ljós reikningsskekkja, þannig að talið
var stefna í, að tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti yrðu 2—
3 milljörðum minni en áður hafði verið talið. Ráðherr-
ar vildu þá vaða beint áfram til að hækka enn skattstig-
ana. Skattstigarnir voru of háir fyrir, þar sem reiknað
var með, að um 65 prósent af nettótekjum einstaklinga
yfir sex milljónir rynnu til hins opinbera. Framgangur
þessarar hækkunar skattstiganna var stöðvaður, að
minnsta kosti í bili. Sumir óbreyttir stjórnarþingmenn
vildu ekki auka skattheimtuna upp úr því, sem fólst í
fyrri ákvörðun um skattstiga. Þeir vilja fremur draga
úr endurgreiðslum á skuldum ríkisins við Seðlabank-
ann.
Vel væri, ef niðurstaðan yrði sú, að skattstigarnir
yrðu ekki hækkaðir, en til þess þurfa þeir stjórnarþing-
menn, sem andæfa, að halda fast á sínu.
Æskilegast væri, að þá yrði dregið úr ríkisútgjöldum
almennt fremur en að minnka endurgreiðslur til Seðla-
banka.
Ágreiningur kom upp í ríkisstjórninni um fyrirhug-
aða bensínhækkun.
Sú skoðun átti þar mikið fylgi, að rétt væri að draga
úr gífurlegri skattlagningu ríkisins á bensínið.
Frægt var í tíð vinstri stjórnarinnar, þegar Tómas
Árnason, þáverandi fjármáíaráðherra, stóð einn ráð-
herra á því, að skattlagningarprósenta ríkisins á
bensínið skyldi ekki lækkuð, og hafði sitt fram.
Nokkuð svipuð staða hefur nú komið upp, þótt
staða Tómasar sé veikari en þá, þar sem hann er við-
skiptaráðherra en ekki fjármálaráðherra. 1
Þeir stjórnarþingmenn, sem einkum eru i Alþýðu-
bandalaginu og liði Gunnars, sem vilja í alvöru draga
úr skattpíningunni á bensínið, fá nú tækifæri til að
sýna, hvað í þeim býr.
r
V
r
„Ekki víst aó
Thatcher takist
að snúa við"
— segir Friedrich A. Hayek forystumaður
„nýju hagfræðinganna”
Hin sjálfvirku öfl markaðarins eru
vænlegust til að halda jafnvægi í at-
vinnu- og efnahagslífinu en rikisaf-
skipti þar hljóta ávallt að vera til ills.
Þannig er meginkjarninn í þeim hug-
myndum, sem nóbelsverðlaunahaf-
inn Friedrich A. Hayek hagfræð-
ingur heldur fram og vakið hafa si-
fellt meiri athygli, í það minnsta á
Vesturlöndum.
Hayek var hér á íslandi í síðustu
viku og flutti erindi og sat málþing
Félags frjálshyggjumanna.
Hagfræðingarnir Hayek og annar
nóbelsverðlaunahafi, Milton Fried-
man, eru í forustu þeirra, sem á
síðari árum hafa sífellt aukið gagn-
rýni sína á efnahagskenningar, sem
gera ráð fyrir að efnahagslifi þjóða
verði bezt fyrirkomið með skynsam-
legri stjórn ríkisfjármála.
Höfuðtalsmaður þeirrar skoðunar
og helzta stjama í efnahagsvísindum
hefur verið talinn hagfræðingurinn
Keynes. Stefna Keynes hefur ráðið
mjög miklu varðandi efnahagsmál
Vesturlanda alveg frá því í kreppunni
á fjórða áratugnum.
Á fundi með Hayek, þegar hann
kom hingað til lands, sagði hann að
Bretland nútímans væri eitt bezta
dæmið um hvernig sívaxandi rikisaf-
skipti hefðu fært eitt land nær og
nær fátækt. Afskipti ríkisins þar
hefðu ekki einvörðungu beinzt að
yfirtöku eigna heldur einnig að því að
veita verkalýðsfélögum mun meiri
völd en eðlilegt væri, ef efnahagslífið
ætti að verða rekið á sem hagkvæm-
astan hátt fyrir þjóðfélagið.
Samkvæmt kenningum Hayek
hagfræðings hlýtur markaðurinn
ávallt að ráða og með því næst
mestur og beztur efnahagslegur
ávinningur. Hann telur Bretlands-
dæmið sýna að þau réttindi sem
verkalýðsfélögum þar, eða réttara
sagt stiórnendum þeirra, hafi verið
ATTUYSU
ÍS0DIÐ?
Það er deginum ljósara að við ís-
lendingar stígum nú hvert skrefið af
öðru innar og innar i stress og tækni-
flækju iðnaðarþjóðfélagsins sem
nefnt er og eins og við var að búast þá
er sú þróun alls ekki öllum að skapi.
Svo mikið er víst, að hverfandi
horfur eru á að þessi þróun taki nein-
um afgerandi breytingum i næstu
framtíð.
Eitt af því sem er í undarlegri þver-
sögn við þessa þróun er ástandið i
þeirri verslunargrein sem flokkast
undir nafnið „Fisksala v/innanlands-
neyslu”.
Undirritaður er fæddur og uppal-
inn i sjávarplássi og hefur starfað
meira og minna við aðaliðnað
þjóðarinnar alla ævi. Eftir að hafa
unnið við fisksölu í eitl ár auk þess að
kanna ýmislegt i því sambandi í Dan-
mörku og Sviþjóð síðastl. sumar þá
hef ég eftirfarandi um máliðaðsegja:
Stendur ekki undir
kröfunum
Hversu rómantiskir sem menn
kunna annars að vera i garð eldri
verkþátta þá stendur þessi verslunar-
grein einfaldlega ekki undir þeim
kröfum sem núverandi þjóðfélaggerir
til hennar, nema með fáeinum und-
antekningum.
Í fyrsta lagi þá blæðir buddu neyt-
andans fyrir ástandið á eftirfarandi
hátt: Fjöldinn allur af mönnum, hver
á sínum litla bil, safnar hver sinuni
litla skammti og flytur síðan lengri
eða skemmri vegalengdir á sölustað,
m.ö.o. aðdrættir á hráefni eru hinir
óhagkvæmustu.
Þá hefur lengi tiðkast, að fisk-
salar yfirbjóði aðra þegar þeir versla
við útgerðina og að sjálfsögðu segir
það til sín þegar selt er yfir búðar-
borðið.
i ofanálag má geta þess að vél-
væðing í þessari grein þekkist vart.
í öðru lagi — og það sem alvar-
legra er, þá er meðferð á fiski marg-
falt vandasamari en t.d. kjöti en santt
viðhafa fisksalar ýmis vinnubrögð
sem stranglega eru bönnuð við kjöt-
sölu. Sem dæmi þá er það santi
maðurinn sem pakkar inn fiskinum
og tekur við greiðslunni. Einnig er
geymslu hráefnisins mjög oft alvar-
lega ábótavant.
í þriðja lagi er þjónustan i þessari
verslunargrein fyrir neðan allar
hellur. Hver hefur t.d. ekki kontið
hlaupandi rétt fyrir lokun og stunið
móður upp úr sér hvort fisksalinn
ætti nú ekki ýsusporð í kvöldsoðið en
fengið svohljóðandi svar: „Þvi
miður, elsku vin, þá kláraðist ýsan
um hádegi. En má ekki bjóða þér
gellur í staðinn?” Kaupandinn leggur
hins vegar gellur ekki til jafns við ýsu
og þrammar í illu skapi alla leið til
næstu stórverzlunar og kaupir ýsuna
úr frystiborðinu.
Að sjálfsögðu eru þeir sem stunda
fisksölu ekkert verra fólk en þú eða
ég og það er staðreynd að margir
þessara manna þræla myrkranna á
milli án þess að uppskera annað en
svita og tár.
Engu að siður hefur fisksala
dregist aftur úr annarri matvöruversl-
un í þróun og ættu ofangreind rök að
nægja til að sýna fram á að skipulag
fisksölu (og neyslu) hér innanlands er
algerlega í molum og framfarir á
þessu sviði eru lygilega hægfara.
Uppgjör
í aðsigi
Nú kann að vera að sumum finnist
að fisksala komi þeim einum við sem
hana stunda og fisksalarnir hljóta þá
bara sjálfir að súpá seyðið af sínum
gerðttm. Þvi miður er það alls ekki
svo.
Samkvæmt könnun Fisk ífélags
íslands, og hún fór einmitt frant
með aðstoð fisksala og þykir áreiðan-
leg, er hrein neysla á fiski innanlands
um 800 lestir á mánuði eða um 9600
lestir á ári en það er meira en árs-
framleiðsla allra hraðfrystihúsa í
Vestmannaeyjum á árinu 1977. Sé
miðað við söluverð á heilli ýsu úr
fiskbúð (650 kr/kg) þá er andvirði
ársneyslu landsmanna um 6,2 millj-
arðar og geta menn leikið sér að þvi
að bera saman aðhald á þessu sviði
annars vegar og öðrum sviðum svo
sem bílakaupum ráðherra hins vegar.
Það er samróma álit þeirra sent
lagt hafa út á þá bráut að auka þjón-
ustu í fisksölu með þvi að bjóða fisk-
nieti til sölu i kjörverslunum (fisk-