Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.04.1980, Qupperneq 15

Dagblaðið - 08.04.1980, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1980. íþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir „Stærstur, fljótastur og skallaði knöttinn bezt” —skrifa þýzku blöðin um Atla Eðvaldsson, Udo Lattek, þjálfari Borussia Dortmund, var mjög hrif inn af Atla. Allar líkur til að hann skrif i undir samning við Borussia um næstu helgi „Udo Lallek var mjög hrifinn af is- lenzka landsliðsmanninum i Vai, Reykjavík, Atla Eðvaldssyni — líkti honum við Horsl Hrubesch, hinn snjalla miðherja Hamburger SV, og þó er Eðvaldsson fjótari,” skrifar dag- hlaðið Dortmunder í síðustu viku. Eins og kunnugt er af fréttum hér i DB æfði Atli hjó Borussia Dortmund i síðustu viku — og ef að likum lætur gerist hann atvinnumaður í knattspyrnu hjá félaginu strax og hann lýkur námi í íþróttaskólanum að Laugarvatni í júni. Það vakti mikla athvgli í Vestur-Þýzka- landi að Atli (Attila eins og þýzku blöðin kalla hann) æfði með Dort- mund. Þjóðverjarnir eru greinlega yfir sig hrifnir af þessum sterka leikmanni og Udo Latlek, einn kunnasti þjálfari i Vestur-Þýzkalandi og stjóri Borussia Dortmund, er ekki vanur því að hlaða hrósi á leikmenn eins og hann gerði að þessu sinni. ,,í samanburði við Hrubesch hefur Atli frábæra tækni,” skrifar Bild — ,,og hinn íslenzki risi, 1,89 m, var fljót- ari en allir leikmenn Dortmund á æf- ingunum.” „Atli Eðvaldsson var mest i sviðs- ijósinu af öllum á æfingunum hjá Borussia Dortmund — miðpunktur alls,” skrifaði Westfalische Rundschau ,um eina æfinguna hjá knattspyrnu- mönnum Borussia. „Hann var stærstur, fljótastur og skallaði knött- inn bezt. Frábærlega leikinn,” og þannig má halda áfram með umsagnir þýzku blaðanna hvað Atla viðkemur. Greinilegt að hann hefur slegið i gegn i Vestur-Þýzkalandi — og að enn einn okkar beztu knattspyrnumanna er nú á leið í atvinnuknattspyrnu. Eftir því sem DB hefur frétt er for- niaður Borussia Dortmund og fleiri af forustumönnum félagsins væntanlegir til Islands um næstu helgi. Ef að likum lætur verður þá endanlega gengið frá samningum milli Atla og félagsins. i -hsím. —Yuri Sedov, sem var þjálfari sovézka landsliðsins Dusseldorf 27 Leverkusen 27 Bremen 27 Bochum 27 Duisburg 27 Braunschweig 27 10 5 12 51—60 25 9 7 11 32—48 25 10 3 14 44—65 23 8 6 13 26—34 22 7 6 14 32—48 20 6 7 14 28—49 19 „Við erum að reyna að skapa meiri spennu og skemmtilegheit fyrir leik- menn og áhorfendur með þessum hreytingum — aukastiginu ef lið skorar þrjú mörk eða fleiri og bráðabana ef lið verða jöfn að venjulegum leiktíma loknum," sagði Ólafur P. Erlendsson, formaður Knattspymuráðs Reykja- vikur, i samtali við DB. í kvöld hefst Reykjavikurmótið í knattspyrnu með leik Vals og Þróttar á Melavellinum. Leikurinn hefst kl. 20. Sjö knattspyrnufélög i Reykjavik taka þátt í mótinu, Arrnann, Fram, Fylkir, KR, Valur, Víkingur og Þrótt- ur. Fyrsti leikurinn er í kvöld, eins og áður segir. Á miðvikudag leika KR og Fram, Fylkir og Valur á laugardag, 12. „Mér lizt vel á það, sem ég hef séð hér á íslandi, og fólkið er alveg einstak- lega vingjarnlegt,” sagði nýi Víkings- þjálfarinn í knattspyrnunni, Yuri Sedov, þegar DB ræddi við hann i gær. Sedov kom til íslands á laugardag og þar hefur Víkingur áreiðanlega fengið góðan mann — Sedov er einn kunnasti knattspyrnuþjálfari Sovétríkjanna og hefur meðal annars þjálfað sovézka landsliðið í knattspyrnu. Sedov talar mjög góða ensku. Yuri Sedov var kunnur knattspyrnu- maður hér á árum áður. Lék með Spartak Moskvu og varð sovézkur meistari 1952, 1953 og 1958, og auk þess tvivegis bikarmeistari. Spartak er vinsælasta knattspyrnufélagið i Sovét- rikjunum — skyggir þar á Dynamo Moskva, og félagið er núverandi Sovét- í knattspymu í tvö ár meistari. Þá lek Sedov í sovézkum úr- valsliðum, m.a. við landslið Sví- bjóðar, Ungverjalands og Indlands. Þá fór hann með Spartak í keppnisferð til Englands 1954 og lék m.a. við Arsenal og Wolverhampton. Eftir að leikferli hans lauk gerðist Sedov þjálfari. Hafði áður stundað nám í þeim fræðurn — einkum tækni- hlið þjálfunarinnar. Sedov hefur þjálfað víða — verið með félagslið í Sovélríkjunum og einnig landslið Afganistan. Árið 1976 var hann ráðinn þjálfari sovézka landsliðsins i knatt- spyrnu ásamt Armeníumanninum Simonian. Bar þar ábyrgð á tæknihlið þjálfunar landsliðsmannanna. Hann annaðist það starf í tvö ár. Þegar við spurðum Sedov um mjnnisstæðasta atvik á knattspyrnu- ferli sínum var hann fljótur að svara: „Það var í Búdapest i Ungverjalandi 1953 við opnun NEP-leikvangsins mikla. Spartak lék þá við Honved, hið fræga ungverska lið, sem hafði Ference Puskas í broddi fylkingar og fjölmarga aðra ungverska landsliðsmenn. Ég skoraði fyrsta markið í leiknunt — fyrsta markiðá hinum fræga NEP-leik- vangi,” sagði Sedov. Yuri Sedov, sem er 51 árs að aldri og býður af sér mjög góðan þokka, byrjar að þjálfa hjá Viking á-morgun en þá koma meistaraflokksmenn félagsins úr keppnisför til Englands. Eiginkona Sedovs — Galia Sedova að nafni — kom með manni sínum hingað til lands. „Mér lizt mjög vel á manninn, hann er ræðinn og skemmtilcgur og há- menntaður þjálfari,” sagði Sigurður Bjarnarson, formaður knattspyrnu- deildar Víkings, i stuttu samtali við DB en hann lók á móti Sedov ásanil tveim- ur öðrum kunnum Víkingum, Ólafi Erlendssyni, formanni KRR, og Ásgciri Ármannssyni, stjórnarmanni t knattspyrnudeildinni, þegar Yuri Sedov kom til íslands á laugardag. Ef að líkum lætur verður Sedov þjálfari hjá Viking næstu tvö árin. Tekur við af landa sínum dr. Yuri Ilitchev, sem þjálfaði Víkinga í fyrrasumar með góðum árangri. Eftir að llitchev hvarf heim til Sovétríkjanna hefur Bogdan Kowalczyk, Pólverjinn snjalli, sem þjálfað hefur handknattleiksmenn Vik- ings undanfarin ár, séð um þrekþjálfun Ólafur Erlendsson, Yuri Sedov, Sigurður Bjarnarson og Ásgeir Ármannsson við Víkingsheimilið. DB-mynd Bjarnleifur. Atli Eðvaldsson og Udo Lattek á æfingu hjá Borussia Dortmund I siðustu viku. ÍA vann sigur á Ármanni Fyrri úrslitaleikurinn um efsta sætið í 2. deild kvenna fór fram á Akranesi í siðustu viku. Áttust þar við lið ÍA og Ármanns. ÍA sigraði 17—15 eflir að Ármann hafði leitt 7—4 í hálfleik. Siðari leikurinn mun fara fram i l.augardalshöllinni um helgina. Akra- nesstúlkunum nægir jafntefli lil að komasl í 1. deildina. Troðfulll hús áhorfenda fylgdist með leiknum á Akranesi á miðvikudag og handknalt- leiksáhugi er nú orðinn mjög mikill i þessum gamla rótgróna knatlspyrnu- bæ. HAMBURGER SV í EFSTA SÆTIÁ NÝ Hamburger SV náði forustu á ný í Bundesligunni i V-Þýzkalandi á laugar- dag, þegar liðið vann stórsigur á Hertha, Berlin, í Hamborg. Úrslit 6— 0. Það var eini leikurinn i Bundeslig- unni á laugardag. Þeir Holger Hiro- nymus og Willi Reimann, tvö, skoruðu fyrir Hamborg á fyrstu 60 min. leiks- ins. Þannig stóð þar til á 83. mín. og áhorfendur voru farnir að yfirgefa leik- vanginn, að Hamborg bætti við þremur mörkum á stuttum tima. Fyrst skoraði Jurgen Milewski, síðan Kevin Keegan og að lokum Diejmar Jakobs. Bikarkeppnin réð rikjum i Vestur- Þýzkalandi á laugardag. Þá voru háðir leikirnir í átta-liða úrslitum. L'iðin i Bundeslígunni stóðu með pálmann í höndunum eftir leikina. Úrslit urðu þessi: Dortmund — Stuttgart 3—1 Hamburg — Köln 1—4 Schalke—Bayreuth 3—1 K.Offenbach — Dusseldorf 2—5 Staðan i Bundesligunni er HamburgerSV 27 16 6 5 Bayern Stuttgart Köln Kaisersl. Schalke Frankfurt Dortmund Múnchen Uerdingen Gladbach 27 16 6 27 14 5 27 12 8 27 13 4 \27 II 7 27 14 0 13 27 12 4 11 27 9 8 10 27 11 4 12 27 8 9 10 nú þannig: 68—28 38 57—28 38 60—41 33 62—45 32 52—42 30 35— 34 29 54—46 28 50—44 26 36— 36 26 36—44 26 44—52 25. á Melavelli íkvöld Vikingur og Armann kl. 17.00. Mólinu lýkur 6. maí. Á siðasta ársþingi KRR var sam- þykkt til reynslu i meistaraflokki 1980, aðverði lið jöfn aðloknum venjulegunt leiklima skal háður bráðabani. I.eik- maður úr liði A byrjar við miðlinu leik- vallar og til varnar er markvörður úr liði B. Hlutkesti skal ráða hvort liðið byrjar. Leikmaður hefur 15 sekúndur við lilraun sína til að skora. Fari knötl- urinn út af vellinum, eða brjóti leik- maður A af sér, er tilraun hans lokið. Brjóti markvörður af sér skal dæmd vitaspyrna. Fimm leikmenn úr hvoru liði geri lilraun til markskorunar og ef þá er enn jafnt skal haldið áfrant þar til úrslit fást. Mörk skoruð i bráðabana skulu ekki teljast í heildarúrslitum né til aukastigs. Þá verður eins og undanfarin ár veitt aukastig fyrir að skora þrjú cða fleiri mörk i leik i keppni rrteistaraflokks. I Reykjavíkurmótinu í öllum flokkum er leylilegt að skipta fjórum leikmönnum inn á allan leiktímann. Þar af skal einn vera markvörður. Þessi regla gildir einnig um alla flokka á miðsumars- og haustmótum KRR. EINN KUNNASTIÞJÁLFARI S0VÉT K0MINN TIL VÍKINGS Þarf „bráðabana” hjá Val og Þrótti? — Reykjavíkurmótið í knatts jyrnu hefst

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.