Dagblaðið - 08.04.1980, Side 26

Dagblaðið - 08.04.1980, Side 26
26 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1980. Aðalfundur Flugleiða hf verður haldinn mánudaginn 28. apríl í Kristalsal Hótels Loftleiða og hefst kl. 13:30. Dagskrá: I. Venju lega aöalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins 2. Breytingar á samþykktum félagsins. 3. önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hlut höfum á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli frá og með 21. apríl nk. og lýkur laugardaginn 26. aprll. Athugið að atkvæðaseðlar verða afgreiddir laugardaginn 26. apríl kl. IQ,— 17. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aöalfundi. skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi siðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Tekið skal fram að fyrri um- boð til að mæta á aðalfundi Flugleiða hf. eru fallin úr gildi og er því nauðsynlegt að framvísa nýjum umboðum hafi hluthafar hug á að láta aðra mæta fyrir sig á aðalfundinum. Fundur um sérkennslu Laugardaginn 15. marz gekkst Fél. isl. sérkennara fyrir opnum fundi á Hótel Borg og ráðgjafar- og sál fræðiþjónustu í skólum og fyrirkomulag sérkennslu. Þar sem þessi mál eru nú víða til umfjöllunar var sérstaklega boðiö á fundinn öllum skólastjórum, alm. kennurum, skólahjúkrunarfræðingum, skólalæknum. starfsfólki á fræðsluskrifstofum, foreldrum. sál fræðingum og félagsráögjöfum, ásamt öðrum þeim sem áhuga hefðu á þessum málum. Stutt framsöguerindi fluttu: Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi mcnntamálaráðun.. Grétar Marinósson sálfræðingur, Áslaug Friðriksdóttir skóla stjóri, Kristín Andrésdóttir alm. kcnnari, Guðjón ólafsson sérkennari, Þórunn Óskarsdóttir félagsráð gjafi, Þorsteinn Sigurösson sérkennslufulltrúi Reykja vikurborgarogSturla Kristjánsson fræðslustjóri. I framsöguerindunum kom fram að Fræðsluráð Rvikur hefur skipað nefnd til að fjalla um endur • skoðun á ráögjafar- og sálfræðiþjónustu og skipan sér kennslumála innan höfuðborgarinnar. Snerust umræður að framsöguerindum loknum aðallega um þessi atriði og kom fram að skoðanir manna eru skiptar varöandi framtíðarskipan þessara mála. I umræðunum tóku þátt: Sigtryggur Jónsson sál fræðingur, Guðrún Kristinsdóttir félagsráðgjafi, Helgi Þorláksson skólastjóri, Gunnar Árnason sálfræðing ur, Kári Arnórsson skólastjóri, Kristin Aðalsteins dóttir sérkennari og Jónas Pálsson skólastjóri, auk nokkurra framsögumanna. Ný deild innan Handíða- og myndlista- skólans Nú upp úr áramótum var sett á stofn höggmynda og myndmótunardeild við Myndlista- og handiðaskóla íslands, og er þar með náð langþráðum áfanga í mynd mennt íslendinga.en til þessa hafa listnemar ekki átt neinna kosta völ á þvi sviði utan kvöldnámskciða. Slik deild var eitt sinn til við skólann, þótt vanbúin væri að tækjum, en lagðist niður illu heilli vegna þrengsla og annarra húsnæðisvandræða skólans. Hin nýja deild má hcita þolanlega úr garði gerð hvað snertir vinnuskilyrði, en samkomulag hefur orðið um, að nemendur fái þjálfun i logsuðu og lóðningu i Iðnskólanum. Þegar í upphafi voru niu nemendur innritaðir í hina nýju deild. 1 byrjun april kemur hingað danskur maður. Jörgen Bruun Hansen, scm kenn mun ýmiss konar vegg myndatækni, sem hann hefur lengi kennt við Lista akademiuna í Kaupmannahöfn. Mun hann kcnna við höggmyndadeild skólans og jafnframt kenna á kvöld námskeiði, sem skólinn efnir til fyrir starfandi lista menn. Jörgen Bruun-Hansen hefur áður komið hingað og kennt á vegum skólans við miklar vinsældir. en tækniþekking hans er mjög viðtæk og fjölbreytt. Handmenntasýning 1 Hvera- gerði til ágóða fyrir Noregs- för nemenda 1 byrjun mai fara nemendur 9. bekkjar Grunnskól ans i Hveragcrði i 11 daga ferð til Sigdal i Noregi. vinabæjar Hveragerðis. Sjóðurinn „Þjóðhátiðargjöf Norðmanna” hefur veitt myndarlegan styrk til farar innar. Að auki gangast nemendur sjálfir i samvinnu við kcnnara og foreldra fyrir ýmsum uppákomum i fjáröflunarskyni. íslandsmót í minni-bolta Körfuknattleikssambandið hefur ákveðið að halda Islandsmót í minni-bolta i samvinnu við KR og munu þeir verða framkvæmdaaðilar að mótinu. Mótið verður haldið í Fellaskóla i Reykjavík dagana 11. og 12. april og verður nánari dagskrá send síöar. Þátttökugjald er kr. 17.000 á lið og þátttökutil kynningar bcrist skrifstofu KKl eða i sima 85949 fyrir 5. april nk. Útboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu fyrsta áfanga dreifikerfis á Keflavík- urflugvelli. í fyrsta áfanga eru steyptir stokk- ar, um 1200 m langir með tvöfaldri pípulögn, pípurnar eru 300, 350 og 400 mm í þvermál. Verkinu skal lokið á þessu ári. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suður nesja, Brekkustíg 36 Njarðvík, og Verkfræði- stofunni Fjarhitun hf., Álftamýri 9 Reykjavík, gegn 50 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja þriðjudaginn 22. apríl kl. 14. . IÞróttir Reykjavíkurmótið — Meistaraflokkur: Valur— Þróttur kl. 20. Veðrið Veðurfrœflingamir okkor spá sufl- vestan átt fram eftir degi, en sifldegis gengur í vestan átt og slydduól. Klukkon sex í morgun var í Reykja- vi< suflvestan 3, súld og 6 stig, Gufu- skálar sunnan 5, rigning og súid og 6 stig, Galtarviti austsuflaustan 3, rign- ing og 7 stig, Akureyri suðsuflvostan 2, skýjafl og 4 stig, Roufarhöfn aust- suflaustan 2, alskýjafl og 1 stig, Dala- tangi sunnon 1, skýjafl og 0 stig, Höfn í Hornafirfli norflnorflvestan 2, skýjafl og 3 stig, Stórhöffli I Vestmannaeyj- um suflvestan 5, rigning og súld og 6 stig. Þórshöfn í Fœreyjum hálfskýjafl og 1 stig, Kaupmannahöfn skúr í grennd og 3 stig, Osló þoka I grennd og -1 stig, Stokkhólmur skýjafl og 1 stig, London skýjafl og 4 stig, Hamborg skúr og 3 stig, París lóttskýjofl og 5 stig, Madrid heiflskirt og 0 stig, Lissa- bon heiðskirt og 11 stig og New York alskýjafl og 8 stig. Aðaifundir Aðalfundur Neytendasamtakanna verður haldinn að Hótel Loftleiðum laugardaginn I2. apríl. Þar fara fram venjuleg aðalfundarstörf og stjórnarkjör. Aðalfundur Arnarflugs h/f verður haldinn i Snorrabæ við Snorrabraut (Austur bæjarbíó) föstudaginn 11. april kl. I4. Dagskrá: Aðal fundarstörf samkvæmt I3. grein samþykkta félagsins. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins sam | kvæmt I5. grein samþykktanna. i tilefni nýrra lagu um hlutafélög, önnur mál. löglega upp borin. Illlllllllllllllllllll Ökukennsla—æfingatímar. Kenni á Galant 79. Ökuskóli og öll prófgögn ef þess er óskað. Nemendur greiði aðeins tekna tíma. Jóhanna Guðmundsdóttir, ökukennari, sími 77704. Ökukennsla-æfingatím'ar. Kenni akstur og meðferð bifreiða, kenni á Mazda 323 árg. 79. Ökuskóli og öll prófgögn fyrir þá sem þess óska.. Helgi K. Sesselíusson, sími 8I349. Ökukennsla-æfingatímar. Kenni á Volvo árg. '80. Lærið þar sem öryggið er mest og kennslan bezt. Engir skyldutímar. Hagstætt verð og greiðslukjör. Ath: nemendur greiði aðeins tekna tíma. Simi 40694. Gunnar Jónasson. Folalda- gúllasið KJÖTBÚÐ SUÐURVERS STIGAHLÍÐ - SlMI 35645 Góð frammistaða ungu mannanna á Skákþingi íslands: Jóhann Hjartarson næstyngsti íslands- meistarinn f rá upphafi Jóhann Hjartarson varð Íslands- meistari í skák á Skákþingi íslands sem lauk í gær. Jóhann er næstyngstur þeirra sem unnið hafa titilinn, nýorð- inn sautján ára. Aðeins Jón L. Árna- son var yngri er hann vann titilinn 1977, þá sextán ára. Þeir Friðrik Ólafs- son og Guðmundur Sigurjónsson voru einnig sautján ára er þeir unnu titilinn en aðeins eldri en Jóhann. Jóhann þótti mjög vel að sigrinum kominn og vinningshlutfall hans, 9 vinningar af 11 mögulegum, er mjög glæsilegt. Titilinn tryggði hann sér í 10. umferð sem tefld var á laugardag þegar hann lagði alþjóðlega meistarann Helga Ólafsson að velli í mjög harðri og tvísýnni skák. Lokastaðan i landsliðsflokki varð þessi: l. Jóhann Hjartarson 9 v., 2. Helgi Ólafsson 7,5 v., 3.—4. Ingvar Ásmundsson og Jóhannes Gisli Jóns- son 6,5 v., 5. Ásgeir Þ. Árnason 6 v., 6— 7 Elvar Guðmundsson og Haukur Angantýsson 5,5 v., 8. Gunnar Gunnarsson 5 v., 9. Júlíus Friðjónsson 4,5 v., 10. Björn Þorsteinsson 4 v., 11. Benedikt Jónasson 3,5 v., 12. Bragi Halldórsson 2,5 v. Athygli vekur góð frammistaða ungu mannanna en þeir Jóhannes Gísli og Elvar eru aðeins 16 ára, og Karl Þor- steins sem er aðeins 15 ára tryggði sér rétt til að tefla í landsliðsflokki að ári með því að hreppa 2. sætið í áskor- endaflokki með 8 v. Þar sigraði Ásgeir Ásbjörnsson með 8,5 v. íslandsmeistari í kvennaflokki varð Birna Norðdahl, hlaut 4,5 v. af 6 mögulegum. í opna flokknum sigraði Haukur Arason með 8 v. af 9 og i drengja- og telpnaflokki sigraði Þröstur Þórisson með7,5 v. af9. - GAJ Skilafrestur skattaframtala framlengdur Rikisskattstjóri hefur ákveðið að framlengja áður ákveðna skilafresti skattframtala einstaklinga, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starf- " semi, frá 15. apríl til og með 30. april 1980. Nýr formaður Gigtarfélags íslands Aðalfundur Gigtarfélags tslands var haldinn laugar daginn I. marz. Helztu verkefni félagsins frá stofnun hafa verið fræðslustarfsemi og erindaflutningur á fundum félagsins og hafa þar fjölmargir úr heilbrigðis stéttum upplýst félagsmenn um hinar ýmsu hliðar gigtsjúkdóma. Stórt verkefni hjá félaginu hefur verið tækjakaup til rannsóknarstofu í ónæmisfræðum sem nú mun vera á lokastigi. Framundan er þó enn stærra verkefni sem er stofnun æfinga og endurhæfingarstöðvar fyrir gigt sjúka. Til fjáröfiunar er félagið nú með í gangi sólarlanda happdrætti sem dregið verður i siðasta vetrardag. Heitir félagið á alla velunnara að styðja af alefii að þessu verkefni. . Formaður félagsins frá stofnun hefur verið Guðjón Hólm. Hann baðst undan endurkosningu en i stað hans var kjörinn Sveinn Indriðason. Aðrir i stjórn eru: Sigriður Gísladóttir sjúkraþjálfari, varaformaður, Jón Árnason skólastjóri, ritari. Sigurður ólafsson. kaupmaður, gjaldkeri, Guðrún Helgadóttir, sund kennari, meðstjórnandi. Varastjórn: Jón Þorsteinsson yfirlæknir, Kári Sigurbergsson læknir, Jóhanna Magnúsdóttir skrifstofumaður. Ingvaldur Benedikts son fyrrv. hótelstjóri. Svanhildur Sigurgeirsdóttir stjórnarráðsritari. Orðsending til félags- manna S.Á.Á. Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið vilja þakka þeim þúsundum félagsmanna sinna sem greitt ^hafa félaggj., á undanförnum starfsárum, og þau hafa verið S.Á.Á. ómetanlegur stuðningurog má i raun segja að þau hafi veriðbjaghringursamtakanna til þessa. Nú er hafin innheimta féalgsgjalda vegna starfsársins 1979—80 og er það von stjórnar S.Á.Á. að félags menn bregðist vel við innheimtunni. nú sem fyrr. Einnig vilja samtökin minna félagsmenn er búa utan Reykjavikur og fengið hafa senda giró-seðla á að greiða þá sem fyrst i næsta-banka. sparisjóði eða pósthúsi. Gíró-reikningur S.Á.Á. er nr. 300 i Útvegsbanka Islands, Laugavegi 105 Rcykjavik. Skrifstofa S.Á.Á. er að Lágmúla 9. Reykjavík. síminn cr 82399. Innri ró Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur nú gefið út bókina Innri ró eftir Argentinumanninn Silo. Bókin er þýdd af Hrafni Pálssyni félagsráðgjafa og fyrrverandi hljómlistarmanni. Innri ró fjallar um hagnýta lífsspeki og býður upp á mörg holl ráð til að lifa heilsteyptu og tilgangsríku lifi. Bókin er undirstaða fyrir nýja, hagnýta sálarfræði sem dr. Pétur Guðjónsson ráðunautur hefur starfað við kennslu á og er þessi heimspeki Silo einnig grund völlur að bókum þeim er Pétur hefur skrifað, eins og t.d. Bókin um hamingjuna sem út kom i Japan fyrir um þaðbil ári. Innri ró var fyrst gefin út á spænsku árið 1973 en bókin hefur nú komið út á 10 tungumálum, þar af flestum meginmálum Evrópu, nokkrum Austurlanda málum, svo sem arabísku. kinversku, hindi og jap- önsku. Að stil og efni er þessi litla bók ef til vill likust bók Lao Tze, Um veginn, en ber þvi vitanlega vitni að hún er skrifuð 2500 árum siðar af manni sem áður en hann gaf bókina út hafði aðeins talað opinberlega einu sinni i miðri fjallshlíð hæsta fjalls Ameriku. Eftir þessa ræðu var honum bannað að tala opinberlega af yfir völdunum, herstjórninni i Argentínu og fylgisfólk Silos ofsótt og fangelsað. Ákvað Silo að fiytja ekki ræður opinberlega og sagði um þá ákvörðun sina: „Ef það sem ég segi er ósatt hverfur það bráðlega.” Nýr formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar Starfsmannafélag Reykjavikurborgar hélt aðalfund sinn 8. marz sl. Þórhallur Halldórsson lét nú af for- mennsku eftir 14 ára starf. Eyþór Fannberg, kerfis- fræðingur hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavikur- borgar, tók við sem formaður félagsins. Hann hefir setið i stjórn félagsins hin siðari ár. Ennfremur voru starfsmaður félagsins hin siðari ár. Ennfremur voru kjörnir 5 stjórnarmenn: Arndis Þórðardóttir, Hafdis Gísladóttir, Ingibjörg K. Jónsdóttir, Sigrún Stefáns- dóttir og Sjöfn Ingólfsdóttir. Fyrir i stjórn eru: Arnþór Sigurðsson. Ingimar Karlsson, Sigurður Ingólfsson, Úlfar Teitsson og ögmundur Stephensen. Norrœni byggingardagurinn i Stokkhólmi XIV. Norræni byggingardagurinn verður haldinn i Stokkhólmi dagana 7.-9. maink. Samhliöa ráðstefn unni vcarður haldinn mikil alþjóðleg byggingavöru- og tækjasýning. Á ráðstefnunni í Stokkhólmi verður fjallaö um efnið „ný tækni — betra umhverfi" og verða fyrir lesarar frá islandi þeir Geirharður Þorsteinsson arki tekt. Sveinn K. Sveinsson, verkfræðingur. dr. Öttar P. Halldórsson prófessor og dr. Þorsteinn Helgason dósent. Þessar ráðstcfnur eru haldnar til skiptist á Norðurlöndunum og verður 15. norræni byggingar dagurinn haldinn á tslandi 1983. Stjórn NBD á tslandi hefur ákveðið að efna til hóp- ferðar á XIV. Norræna byggingardaginn og bygginga vöru- og tækjasýninguna dagana 7.-9. maí nk. Farið verður héðan 5. mai til Stokkhólms. Þátttaka tilkynn ist til Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstig I, s. 29266, fyrir 10. april nk. Þar eru veittar allar frekari upplýsingar. 1 stjórn NBD á íslandi eru Hörður Bjamason. fyrrv. húsameistari rikisins, formaður, Guðmundur Þór Pálsson arkitekt, ritari, ólafur Jensson framkvæmda stjóri, gjaldkeri, Hjörtur Hjartarson forstjóri og Óttar P. Halldórsson prófessor. Veiöiferðin Hljómplötuútgáfan hi. hefur nýverið sent frá sér 2ja laga hljómþlötu, Veiðiferðina. Lögin eru úr sam nefndri kvikmynd sem sýnd er um þessar mundir við miklar vinsældir i Austurbæjarbiói og á Akureyri. Lögin og útsetningar þeirra eru eftir Magnús Kjart- ansson sem alfarið sá um tónlistarhlið myndarinnar. Titillagið er flutt af hljómsveit undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar og stúlkum úr skólakór Garðabæjar. Hinum megin á hljómplötunni er lagið Eitt litiðandar tak sem Pálmi Gunnarsson syngur og er við texta Andrésar lndriðasonar. Þetta lag verður á stórri hljómplötu með Pálma sem nú er i bígcrð og Hljóm plötuúgáfan hf. mun gefa út. Sjóleiðin til Bagdad í Keflavík Annað kvöld kl. 21 frumsýnir Leikfélag Keflavíkur i Stapanum Sjóleiðina til Bagdad eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri er Þórir Steingrímsson. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundurinn verður fimmtudaginn 10. april kl. 20.30 (Ekki 3. april á skirdag). Handbók bænda 1980 Fyrir nokkru kom út hjá Búnaðarfélagi tslands 30. ár- gangur Handbókar bænda. Að vanda er bókin uppfull af fróðleik um fiesta þætti landbúnaðar. Vtarleg skrá er yfir öll helztu félög bænda og stofnanir landbún- aðarins. Jarðræktarráðunautar Búnaðarfélagsins rita greinar um áburð og heyverkun. Magnús Sigsteinsson bútækniráðunautur skrifar grein um tækni við hirðingu heybagga og aðra sem hann nefnir Létt og auðveld votheysfóðrun. Búfjárræktarráðunautar Búnaðarfélagsins birta yfirlit um helztu kynbótagripi sem notaðir eru nú í landinu. Erlendur Jóhannsson skrifar ýtarlega grein um fóðrun mjólkurkúa og Árni G. Pétursson um fóðrun sauðfjár. Þá er grein um bcitarþunga og beitarþol eftir dr. ólaf Guðmunds son. Leiðbeiningar fyrir ullarframleiðendur eru i bók inni eftir dr. Stefán Aðalsteinsson. Magnús H. Ólafs son arkitekt skrifar um fjárhús. Margar stuttar athyglisverðar greinar eru um garðrækt eftir garð yrkjuráðunauta Búnaðarfélagsins. Á vegum samstarfshóps nokkurra sérfræðinga eru birtar leiðbeiningar um girðingar. I þessari grein er allt það sem menn þurfa nauðsynlega að vita áður en hafizt er handa um að girða. Vmislegt hagfræðilegt efni er i bókinni eftir Ketil A. Hannesson hagfræði ráðunaut. I lokakafia bókarinnar er skýrt frá helztu lögum og reglum sem sett hafa verið á siðustu tveim árum er varða landbúnaðinn. í þau 30 ár sem Handbók bænda hefur verið gefi.. út hafa þrir menn verið ritstjórar, fyrstu 10 árin var það Ólafur Jónsson fyrrverandi ráðunautur á Akur eyri, siðan var Agnar Guðnason ritstjóri i 15 ára og nú hefur Jónas Jónsson verið ritstjóri i 5 ár. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðam.nna NR. 64 — 1. APRÍL 1980 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 430,60 431,70* 474,87* 1 Storlingspund 920,60 923,00* 1015,30* 1 Kanadadollar 359,20 360,10* 396,11* 100 Danskar krónur 7027,90 7045,90* 7750,49* 100 Norskar krónur 8227,80 8248,80* 9073,68* 100 Sœnskar krónur 9528,20 9552,60* 10507,86* 100 Finnsk mörk 10956,70 10984,70* 12083,17* 100 Franskir frankar 9465,80 9490,00* 10439,00* 100 Bolg. frankar 1360,70 1384,20* 1500,62* 100 Svissn. frankar 23008,30 23087,10* 25373,81* 100 Gyllini 19949,00 20000,00* 22000,00* 100 V-þýzk mörk 21810,80 21866,50* 24053,15* 100 Llrur 47,28 47,40* 52,14* 100 Austurr. Sch. 3050,70 3058,40* 3364,24* 100 Escudos 831,60 833,70* 917,07* 100 Pesetar 585,30 586,80* 645,48* 100 Yen 169,91 170,35* 187,39* 1 Sérstök dráttarróttindi 536,25 537,63* * Breyting frá siðustu skráningu. Sknsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.