Dagblaðið - 08.04.1980, Page 32
Pillar af ungHflgalieimilinu valda stórtjóni í Stykkishólmi:
SKimj SKIPARAKETTU
Á BARNAHEIMIUB
— Mildi að ekki urðu slys á fólki
Nokkrir piltar af unglingaheimili
rikisins í Kópavogi ollu talsverðu
tjóni í Stykkishólmi síðastliðinn
laugardag er niu þeirra voru þar á
skemmtiferð ásamt þremur gæzlu-
mönnum.
Um miðjan dag brutust þrír pilt-
anna inn á a.m.k. fimm stöðum í
Stykkishólmi og ollu skemmdum á
flestum staðanna. Síðár um daginn
fóru tveir þeirra síðan út í leyfisleysi
og brutust þá inn á tveimur stöðum.
Úr húsnæði björgunarsveitarinnar á
staðnum stálu þeir neyðarblysum og
skutu á loft. Meðal annars skutu þeir
upp mjög öflugum flugeldi sem
notaður er til að draga björgunar-
línur.
Skipti engum togum, að flugeldur-
inn fór inn um glugga á barnaheimili
sem systurnar í Stykkishólmi reka í
tengslum við spítalann. Fór hann í
gegnum stóra tvöfalda rúðu, þvert i
gegnum stofu þar fyrir innan og í
gegnum tvöfaldan vegg og endaði í
fatahengi og kveikti þar eld. Það~
vildi til að systurnar voru staddar í
húsinu og tókst þeim að hefta út-
breiðslu eldsins. Jafnframt má teljast
mildi, að þær skyldu ekki verða fyrir
rakettunni. Um talsvert tjón varð á
barnaheimilinu.
Piltarnir náðust að loknum þessum
„afrekum” og voru þeir fluttir til
yfirheyrslu. Um nóttina voru þeir
hafðir í strangri gæzlu og á páska-
dagsmorgun var þeim vísað úr
bænum að sögn Ingólfs lngvars-
sonar, yfirlögregluþjóns á staðnum.
-GAJ.
Rænt og
ruplað á 15
stöðum yfir
páskana
— Á einum stað hurfu
500 þúsund kr.
Innbrotsmenn og þjófar gerðu sig
heimakomna á minsta kosti 15 stöð-
um yfir páskahelgina, en virðast ekki
hafa haft mikið upp úr krafsinu og i
sumum tilfellum ekkert. Átta menn
voru handteknir vegna þessara inn-
brota en mörg þeirra eru enn óupp-
lýst.
Einna stærsti þjófnaðurinn virðist
vera hjá manni einum sem kærði
siuld á um 500 þúsund krónunt. Það
mál og önnur eru i rannsókn.
-A.Sl.
Pétur efstur
í Sigtúni
Skoðanakönnun um fylgi fram-
bjóðenda í forsctakosningunum i
sumar var gerð mcðal starfsfólks i
Veitingahúsinu Sigtúni. Úrslit urðu
þessi:
Pélur Thorsteinsson.20atkvæði
Guðlaugur Þorvaldsson 13 atkv.
Vigdís Finnbogadóttir 8 atkv.
Albert Guðmundsson 2 atkv.
Auðir seðlar3.
- BS
Vigdís efst á
Vífilsstöðum
Starfsfólk Vífilsstaðaspítala gerði
með sér skoðanakönnun um fylgi
forselaframbjóðenda. Af 180 starfs-
mönnunt greiddu 112 atkvæði, 94
konur og 18 karlar. Einn seðill var
ógildur, sex auðir. Atkvæði féllu
þannig:
Vigdts Finnbogadóttir 55 atkvæöi
Guðlaugur Þorvaldsson 38 atkv.
Pétur Thorsteinsson 6 atkv.
^AIbert Guðmundsson 4 atkv.
Rögnvaldur Pálsson 2 atkv.
-ÓV
Jóhann Hjartarson, ungi íslandsmeistarinn okkarlskák, þakkar Taflféiagi Reykjavikur, að mestu, frama sinn í skákheimin-
um. „Þetta byrjaði 1974, ” sagði hann. „Ég œtlaði varia að þora á œfingu, kom einn og þeir i Skákféiaginu fundu þegar
annan til að tefla við. Mér er sagt að ég hafi verið 6 ára, þegar lítil frœnka mln kenndi mér mannganginn.
Innfellda myndin er af þeim Jóhanni og Elvari Guðmundssyni. DB-myndir: Bjarnleifur.
Jóhann Hjartarson, skákmeistari íslands:
Les skákbækur fram á nótt
Hinn nýbakaði ungi skákmeistari
íslands, Jóhann Hjartarson, gat bara
alls ekki hætt að tefla i gær. Við lit-
um inn heima hjá honum eftir mótið.
Níu vinninga fékk hann.takk. Sein-
ustu skák sína tefldi hann við Elvar
Guðmundsson og sömdu þeir um
jafntefli eftir 21 leik. Elvar er enginn
aukvisi í skákinni, vann unglinga-
meistaramótið í fyrra. Jóhann og
Elvar voru einmitt að semja um jafn-
tefli eftir 2ja mínútna skák, þegar
Bjarnleifur smellti af á heimili Jó-
hanns.
,,Ég átti alls ekki von á því að
vinna,” sagði Jóhann, „hafði ekkert
æft mig sérstaklega, en ég var í góðri
þjálfun, kannski heppinn.
Nei, ætli það, jú kannski. Ég er
ekki búinn að ákveða neitt,” svaraði
hann spurningu okkar um hvort hann
ætlaði nú fyrir alvöru að Ieggja fyrir
sig skákina. Hann heldur a.m.k.
áfram í Menntaskólanum í Hamra-
hlíð og stefnir í stúdentinn eftir 2 1/2
ár.
Hann sagði að erfiðasta skákin
hefði verið við Jóhannes Gísla Jóns-
son (son Jóns Þorsteinssonar fyrrv.
alþm., mikinn skákmann). „Hún var
anzi hættuleg, en ég vann að lokum.
Haukur Angantýsson alþjóðameist-
ari var erfiður. Ég fékk strax leiðin-
lega byrjun og tapaði,” sagði Jó-
hann, sem les skákbækur fram á nótt
og hefur svo mikið fyrir stafni yfir-
leitt að hann má varla vera að þvi að
sofa.
- EVI
— Sjá úrslit mótsins
á bls. 26.
Eltinga-
leikur við
bflþjófa
Lögreglan var á þönum í nótt út af
stuldi tveggja bíla. Var í öðru tilfell-
inu um að ræða leigubil sem stolið
var i gærkvöldi frá kaffivagninum á
Grandagarði. Fannst bíllinn skömmu
síðar og nálægt staðnum maður sent
grunaðurer um þjófnaðinn.
Á hinum stolna bilnum voru teknir
fjórir menn. Var sá bíll stöðvaður í
Breiðholtinu. Málin voru til rann-
sóknar i morgun.
-ASl.
Srjálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1980.
1 s 11 11 “ '■
Ríkisútvarpið:
Starfs-
menn að
lognast
út af?
— Frétta- og tæknimenn
frábiðja sérhléog
torkennileg hljóð
ígufuradioinu
Varla hefur það farið fram hjá
neinum yfir páskana að í útvarpinu,
þegar fréttasendingar stóðu yfir, fóru
að heyrast hin torkennilegustu
hljóð. . . síðan steinhljóð. Svo kom
skýring: Þetta var hvorki fréttamönn-
um né tæknimönnum að kenna heldúr
bilun í tækjabúnaði hjá þeim á
Skúlagötunni.
,,Jú, sjáið þið til. Það er mörgu
ábótavant hér, eins og allir vita. Meðal
þess, sem rætt er um er að sum tæki
sem upptökumenn útvarpsins þurfi að
nota, séu yfir 20 ára gömul. Ekki nóg
með það, heldur hafi á þeim tíma átt að
fleygja þeim á haugana, en íslendingar
fengu þau. Það var til bráðabirgða.”
Þetta sagði okkur einn af fréttamönn-
um útvarps er vlð könnuðum málið.
Og annar sagði aðbúnaðinn á
Skúlagötunni slíkan, að hann væri ekki
bjóðandi almennilegu fólki í vinnu.
Tæknimenn sitjandi yfir tækjum sínum
i litlum skonsum, eins væri með frétta-
stjóra. Ekki væri óalgengt að 12 manns
sætu i þröngri fréttastofu með jafn-
marga síma, kannski allir hringjandi i
einu. Alls konar aðrar truflanir væru á
fréttastofu eins og frá telexi og ef
einhver þyrfti að tala við einhvern
aðkomumann væri ekkert sér afdrep
til.
„Sannleikurinn er sá, að þetta venst
aldrei. Þetta kemur fram í minni
gæðum. Eina ráðið er einfaldlega að
minnka starfsemina eða þá að fá
viðbótarhúsnæði, en það er vist lítil
von um það,” sagði einn viðmælandi
okkar.
„Þetta er að gera okkur vitlausa og
hlýtur að hafa hinar verstu afleiðingar.
Það hljóta margir hreinlega að gefast
upp og hætta. Ekki kannski margir í
senn, heldur lognast menn út af einn og
einn." -EVI.
LUKKUDAGAR:
3. apríl 2265
Philips vekjaraklukka
með útvarpi.
4. APRÍL 8418
Vöruúttekt að eigin vali
fyrir kr. lOþúsund.
5. APRÍL 20021
Skil 1552H verkfærasett.
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.