Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.05.1980, Qupperneq 2

Dagblaðið - 07.05.1980, Qupperneq 2
GUDNÝ OG PHILIP ERUGOTT „DÚÓ” Anna Snorradóttir skrifar: Það hefir oft verið sagt, að gagn- rýnandinn segði einatt meira um sjálfan sig en það efni sem hann fjallar um. Margt er áreiðanlega til i þessu. Þvi hefir einnig verið haldið fram, og með nokkrum rétti, að maður ætti aldrei að svara gagnrýn- anda og það er sjálfsagt góð regla. En reglur eru stundum brotnar og það geri ég að vissu marki með þessum línum. Þótt mér detti ekki í hug að svara tónlistargagnrýni DB, vil ég taka þátt i fyrirspurn Þráins Bertelssonar í DB sl. miðvikudag: „Hver var tantan?” Mér Ieikur nefnilega líka forvitni á að vita, hvers konar tónlist hefir verið framin hjá þessari „töntu” gagnrýnandans, en hann likir spilamennsku Guðnýjar Guð- mundsdóttur og Philip Jenkins á ný- afstöðnum þrennum Beethoven tón- leikum við þessa „afslöppuðu sunnu- dags-síðdegisspilamennsku heima hjá töntu gömlu”. Fyrr má nú rota en dauðrota. Tónleikarnir, sem hér um ræðir, voru merkilegt framtak og mikill listviðburður í borginni. Guðný og Philip eru gott „dúó” og léku oft afburðavel, ekki alltaf jafn- vel — hver hefði gert það? — en sóttu sig er á leið og siðustu tónleikarnir verða áreiðanlega mörgum ógleym- anlegir. Troðfullt Norræna húsið og mikill fögnuður tónleikagesta er besti vitnisburðurinn, en sárt er til þess að vita, að ekki skuli fjallað um slikan viíjþurð af meiri skilningi en gert var. Ef fjölmiðlar sjá sér ekki fært að hafa alvöru-gagnrýnanda til að fjalla um tónlist, væri þá ekki hugsandi að finna einhvern reyndan gáfumann, músikalskan og jákvæðan gagnvart þvi sem vel er gert? Mér koma i hug menn á borð við Þórarin Guðnason lækni eða dr. Jakob Benediktsson, og þeir eru margir fleiri sem koma í hugann, ef ekki er hægt að finna góðan músíkant til starfans sem að sjálfsögðu væri æskilegast. En um- fram allt mann með greind og vit á músík og einnig góðvild í garð þeirra sem miðla okkur af þvi fegursta og besta, sem mannkynið á í fórum sin- um, en það er vönduð tónlist, og kannske er tónlislin það eina, sem getur bjargað heiminum. Tónlistargagnrýnandi DB hefur þegar svarað með grein sinni i DB 5. maí sl. Philip Jenkins og Guðný Guðmundsdóttir. Bréfritari telur að þau eigi ekki skilið gagnrýni sem fram kom i DB. DB-mynd: Bjarnleifur. Getur siminn látið gabbast og komið reikningnum á annan? H.H. hringdi: „Ég trúi öllu sem ég heyri um óskammfeilni í samskiptum Símans við viðskiptavini sína, eftir þá reynslu sem ég nú hef haft af Síman- um,” sagði ergilegur simahafi í Reykjavik í símtali við DB. „Það er full ástæða til þess að vara fólk við að símar þess séu notaðir í leyfisleysi, þannig að símtöl séu skrifuð hjá allt öðrum símanúmera- höfum en talað er úr. Síminn virðist, án nokkurrar könnunar, taka gilt að fólk hringi, panti m.a. samtöl við út- lönd og láti skrifa samtalið hjá allt öðru númeri en samband er gefið við. Þannig gæti fólk pantað simtöl og látið svo skrifa t.d. hjá póst- og síma- málastjóra.” Viðmælandi DB gaf ákveðnum út- lendingi leyfi til þess í janúar að hringja úr sínu simaviðtæki og tala til heimalands síns. Nú gerist það að út- lendingurinn hefur hringt úr öðru númeri og látið skrifa á númer við- mælanda DB. Síminn kannaði málið á engan hátt en sendir viðmælanda DB reikning upp á þriðja tug þús- unda og söluskatt að auki. „Ofríki Símans er slikt, að þó ekki hafi á nokkurn hátt verið kannað, hvort umræddur útlendingur hefði heimild til að skrifa utanlandssamtal hjá áðurnefndu númeri, kemur núm- ersha'i engum vörnum við. Sagl er nú að fyiú ég hafi lofað honum að hringja úr mínu númeri í janúar gildi það leyfi im aldur og ævi. EfSiminn ekki kann.ir hvort handhafi annars númers gefi leyfi til að skrifaður sé á númcrið reilningur fyrir utanlands- samtal sem tekið er í öðru númeri, þá hlýtui Síminn að bera ábyrgð á fals- inu sjálfur. Eða ná engin landsins lög yfir þessa stofnun?” Casio-tölvuumboðið: Léleg þjónusta Nemandi í Stýrimannuskólanum hringdi og kvaðst vilja lýsa óánægju sinni með afgreiðslu er hann hafi fengið hjá Casio-tölvuumboðinu ný- lega. „Þannig var, að tölvu hafði verið stolið frá mér. Ég hélt þvi niður í Casio-umboð i þeim tilgangi að fá keypta svipaða tölvu. Svarið sem ég fékk var á þá leið, að slik tölva væri ekki til og sending af þannig tölvum væri ekki væntanleg fyrr en eftir tvo mánuði. Það var þvi ekki um annað að ræða fyrir mig en kaupa lélegri tölvu. Síðan kom ég þarna í umboðið tveimur dögum seinna fyrir hreina til- viljun. Þá reyndist tölvan komin. Ég bað afgreiðslumanninn að skipta við mig þar sem ég hefði aldrei keypt hina tölvuna ef ég hefði vitað, að þessi væri væntanlega svona sncmma. Hann kvaðst ekki vilja skipta því mín tölva væri mun lélegri. Samt kostuðu þær jafnmikið. Þetta kalla ég lélega þjónustu.” DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. MAl 1980. Jakob Halldórsson krartar undan ágangi hestamanna I Árbæjarhverfi. Árbæjarhverfi: Hestamir eyði- leggja grasið DB-mynd: Hörður. Þannig væri grasbletturinn við drullusvað. Hestarnir væru gjör- iþróttahúsið orðinn eitt allsherjar samlega búniraðeyðileggja hann. Töpuðu tveimur hjólum Jakob Halldórsson, Árbæjarhverfi hringdi og kvaðst vilja kvarta undan miklum ágangi hestamanna i Árbæjarhverfi. Sagði Jakob, að svo virtist sem hestamennirnir þyrftu alltaf aðstytta sér leið yfir grasflatirnar og gætu aldrei fariðeftir götunum. Raddir lesenda Kristjana Gísladóttir hringdi: 18. apríl sl. hurfu tvö stór reiðhjól frá Hörðalandi 24 (annað var blátt að lit en hitt „orange”) frá tveimur sjö ög níu ára bræðrum. Þetta er sorgaratburður i lífi litlu bræðranna að tapa báðum hjólunum sínum því þeir hafa engin tök á að eignast önnur í þeirra stað. Ef þeir foreldrar er þessar linur lesa vildu athuga, hvort ókunnug hjól fyndust hjá börnum þeirra, sem þau kynnu að hafa tekið í hugsunarleysi, þá eru þeir vinsamlega beðnir að láta vita i sfma 35561, Góðum fundarlaunum er heitið. Hjólunum mætti einnig skila á Lang- holtsveg 164. Verða forsetakosning amar merkur áfangi —á langri leið til jaf nréttis kynjanna? Reynir Ingibjartsson, Hávallagötu 24, skrifar: 1 lesendabréfi i Þjóðviljanum 3. maí sl. gerir Guðrún Egilsson að umtalsefni framboð Vigdísar Finn- bogadóttur til embættis forseta íslands og telur það ekki vera málstað kvenna til framdráttar. Guðrún gerir stuðningsmönnum Vigdísar meðal kvenna m.a. upp þær skoðanir, að konur eigi að kjósa Vigdísi af því að hún sé kona og for- setaembættið sé gert að innihaldslít- illi táknmynd, þar sem forseti eigi að vera til augnayndis og skrauts. í lokin lætur Guðrún svo liggja að því, að Vigdísi skorti þá menntun, hæfileika og reynslu sem prýða verði ábyrgan þjóðarleiðtoga. Loks lætur Guðrún þá frómu ósk i ljósi, að þeir tímar komi einhvern tímann, að kona gædd þessu öllu verði kjörin forseti islands. Það virðast lítil takmörk fyrir þvi hvað nota skal sem rök gegn Vigdísi i þessari kosningabaráttu. Sem stuðningsmaður Vigdísar af „sterk- ara kyninu” vil ég mótmæla þessum fuilyrðingum Guðrúnar. Þúsundir karla og kvenna munu styðja Vigdísi vegna þess að þær telja hæfileika, menntun og reynslu hennar þess eðlis, að þar standi hún fyllilega jafn- fætis og að ýmsu leyti framar mót- frambjóðendum sínum til embættis- forseta íslands. Þeim rökum virðist reyndar ótrúlega lítið haldiö á loft að konur eigi að styðja Vigdisi þar sem hún sé kona. Reyndar býður mér i grun að hún muni ekki síður njóta stuðnings karla í þessum kosningum. Hinu er ekki að leyna, að fjöldi fólks vill ekki styðja Vigdisi af því að hún er kona og án nokkurs annars rökstuðnings. Það er þvi kynferðið en ekki hæfni, menntun og reynsla Forsetaframbjóöendur eru mjög umræddir þessa dagana og sitl sýnist hverjum, eins og vera ber. DB-mynd: Bjarnleifur. sem ræður afstöðu margra, ekki sízt kvenna. Ótrúlega oft virðist svo, að þegar konur sýna af sér þann kjark og vilja að keppa við karla um störf og áhrif, þá brýzt öfundin fram og konur, margar hverjar, láta hafa sig i það að veitast að viðkomandi með niði og ærumeiðingum. Reyndar er það oft á tíðum svo, að konur verða að standa karlmönnum framar á flestan ' hátt, til að standa þeim jafnfætis að möguleikum til ábyrgðarmeiri starfa og embætta. Guðrún reynir að láta lita svo út i greinarkorni sinu, að forseta- embættið feli í sér svo mikil völd, bein og óbein, að kjósendur verði að láta „hæfni og reynslu” frambjóð- enda ráða vali sínu. Ekki verður séð hvort það er reynsla stjórnmála- og fésýslumannsins, diplómatsins eða sáttasemjarans, sem þarna skipti mestu eða á hvaða sviði þjóölífsins kona þurfi að hafa haslað sér völl til að vera hlutgeng i framboð til forseta. Niðurstaða Guðrúnar er þvi rakalaus fullyrðing. Þeir sem fylgdust með kosninga- baráttunni við forsetakosningarnar l%8 kannast við líkar fullyrðingar, þar sem reynt var að gera mikið úr reynsluleysi núverandi forseta i þjóð- málastarfi. Glæsilegur embættisferill dr. Kristjáns Eldjárns sem forseta hefur eftirminnilega afsannað þessi falsrök. Guðrún Egilsson mætti svo hugleiða það, hvert gildi það hefði í jafnréttisbaráttu kvenna, efkonayrði kjörin forseti íslands í forseta- kosningunum 29. júní nk. Kannski kæmi sú tið að sá dagur verði talinn einn merkasti áfanginn á langri leið til jafnréttis kynjanna. Vill Guðrún Egilsson koma í veg fyrir það?

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.