Dagblaðið - 07.05.1980, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR7. MAÍ 1980.
7
Erlendar
fréttir
REUTER
Saudi-Arabía:
OPEC-ríkin þinga
Ráðherrar OPEC ríkja, samtaka
olíuframleiðsluríkja, koma saman á fund í
Saudi-Arabiu i dag. Að sögn verður aðal-
lega rætt um horfumar í ob'umálum í
framhaldi af spám sérfræðinga um að
iðnríki Vesturlanda muni tæpast ná tökum
á oliueftirspum sinni. Inn í umræðuna
spila kröfur um, að Vesturland veiti
þróunarríkjunum sanngjörn viðskipti.
Stórsigrar Carters
ogReagans
Jimmy Carter Bandaríkjaforseti og
Ronald Reagan unnu yfirburðasigra
yfir andstæðingum sínum þeim
Edward Kennedy og George Bush í for-
kosningum fyrir forsetakosningarnar i
Bandarikjunum.
Þeir Carter og Reagan fengu um 3/4
hluta atkvæða í ríkjunum þremur sem
kosið var í en það voru Indiana,
Norður-Karólina og Tennessee.
Páfi gagnrýnir
spillingu í Afríku
Jóhannes Páll páfi annar sem nú er á
ferð í Afríku, gagnrýndi misnotkun
valds, spillingu og harðstjórn við
komuna til Nairobi í Kenya.
Í ræðu sem páfinn flutti i Nairobi
varaði hann einnig við hugmynda-
fræðistefnum er byggðu á guðleysi.
Sagði hann, að slíkar stefnur gætu ekki
orðið lykillinn að auknum framförum í
löndum Afríku.
Spánn:
FLUGRÆNINGINN
AFHENTIBYSSUNA
— og norrænu ferðamennirnir gátu haldið til sólarstranda
Portúgalskur táningur sem rændi
farþegaþotu í nótt gafst upp i
morgun á flugvellinum í Lissabon.
Afhenti hann lögreglunni skamm-
byssu sína átakalítiö. Þegar pilturinn
tók völdin um borð í þotunni var hún
i innanlandsflugi í Portúgal. Um
borð voru áttatíu og þrír farþegar og
átta manna áhöfn. í fyrstunni
krafðist ræninginn þess að flogið
yrði til Sviss en snerist síðan hugur og
sagðist vilja fara heim.
í nótt lenti þotan í Madrid á Spáni.
Þar fengu farþegarnir að fara frá
borði. Þeir voru áttatíu og þrír, eins
og áður sagði. Flestir voru þeir ferða-
menn frá Norðurlöndunum en einnig
nokkrir Portúgalir. Þotan var frá
portúgalska flugfélaginu. Engan
farþega sakaði.
Flugumsjónarmenn á vellinum í
Madrid féllust á að hlaða þotuna eld-
sneyti og snemma í morgun fregn-
aðist að hún hefði lent heilu og
höldnu á flugvellinum við Lissabon
og þar hefði pilturinn gefizt upp
átakalaust.
í fyrstunni bárust þær fregnir að
hann krefðist tíu milljón dollara
lausnargjalds en alvaran þar á bak
við virðist ekki hafa verið mikil, áður
en þotan hélt á brott frá Madrid. Á
þeim tíma ræddi ræninginn meðal
annars við portúgalska sendiherrann
i Madrid umsendistöð.
Að sögn flugvallarstarfsmanna
tókst að telja piltinn á það að falla
frá öllum sinum kröfum og að lokum
stóð aðeins eftir sú krafan að fá að
hverfa heim til Lissabon.
Þegar Ijósmyndarar verða leiðir á átakamyndum þá setja þeir börn í forgrunninn og rústir í bakgrunn mynda ':inna. Danski Ijósmyndarinn Lars Hansen greip til þess ráðs
I „styrjöldinni” i Niirrebrohverfi i Kaupmannahöfn.
Verður loftbrú
Flórída - Kúba
— neyðarástandi lýst yf ir á Flórída
Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að
koma á loftbrú milli Kúbu og Banda-
rikjanna til að koma þeim flótta-
mönnum sem vilja yfirgefa eyjuna
heilum yfir sundið sem skilur löndin
tvö að. Verði af þessu er væntanlega
bundinn endi á siglingarnar með
flóttamennina frá Kúbu til Flórída.
Embættismenn hófu að ræða
þessi mál í gærdag, stuttu eftir að
Carter forseti lýsti yfir neyðarástandi
á Flórida. Með því flýtti hann mjög
fyrir tíu þúsund dollara upphæð úr
opinberum sjóðum til að glíma við
flóttamannavandamálið þar syðra.
Dollaraupphæðinni verður skipt
milli sjálfboðastofnana, sem tekið
hafa að sér að hlúa að flótta-
mönnunum. í neyðarástandi er
mögulegt að yfirvöld á Flórída fái
alla þá peninga, sem þau þurfa á að
halda.
Opinberlega er nú tala kúbanskra
flóttamanna í Bandaríkjunum komin
upp í 20.000. Það gerðist í gærkvöld
er fleyta nokkur kom yfir sundið og
lagðist að í Key West með 800 manns
innanborðs. Það er mesti fjöldi, sem
komið hefúr með einu skipi til þessa.
Flestir koma flóttamennirnir í smá-
bátum, um það bil 3.600 á degi
hverjum.
Victor Palmieri, sem sér um
flóttamannamálið fyrir Bandarikja-
stjóm, sagði í nótt að rætt hefði
verið um loftbrúina en engar á-
kvarðanir teknar ennþá. Ekki
minntist hann heldur á það hvernig
Bandaríkjamenn ætluðu að fá leyfi
hjá Kúbönum til að lenda flugvélum
til fólksflutninga á eyjunni.
ÁRMÚLA 7
SÍMI81588
Bílasala Guðfinns auglýsir:
HJÁ 0KKUR ER MIÐSTÖÐ
HJÓLHÝSAVIÐSKIPTANNA
Vantar hjólhýsi á söluskrá
Athugið breytt heimilisfang:
ÁRMÚLI7 - SÍMI81588