Dagblaðið - 07.05.1980, Side 24
Guðlaugur Þorvaldsson forsetaframbjóðandi og kona hans, frú Kristín H. Kristinsdóttir rœða við unga Eyrbekkinga í kaffipásu í
frystihúsinu þar.
Forsetaf ramboð '80:
DB-mynd G.G.
„AUKIÐ VALD FORSETA
ER MJÖG ÓÆSKILEGF
Fylgjum við nágrannaþjóðunum?
„TOLLKRITIN” MUNDI
SFARA ÞRJÁ MILUARDA
— samkvæmt niðurstöðum í athugun Félags íslenzkra stórkaupmanna
Ef íslenzk stjórnvöld fengjust til að
taka upp svokallaða „tollkrít” og
ýmiss konar hagræðingu við inn-
flutning mætti spara samtals 3000
milljónir króna í vöruverði hér á
landi. Er þá um að ræða að fara í
sömu spor og nágrannaþjóðir okkar
gerðu fyrir tveim áratugum.
Tollkrít er greiðslufrestur á
aðflutningsgjöldum — tollum — i
ákveðinn tima og samkvæmt
hugmyndum forsvarsmanna innflytj-
enda ættti hún til dæmis að vera í tvo
mánuði gegn einhverjum trygging-
um. Við núverandi aðstæður eru inn-
fluttar vörur leystar úr tolli eftir sex
vikna geymslu í vöruskálum skipa-
félaganna að meðaltali. í nágranna-
löndunum Danmörku og Noregi er
geymslutími þeirra þar aðeins frá sjö
til fimmtán dagar.
Þetta kom fram á fundi Félags
íslenzkra stórkaupmanna með frétta-
mönnum I gær. Þar upplýstist einnig
að tollkrít eða hagræðið við hana
byggist einkum á nútímalegri vinnu-
brögðum stjórnvalda. Félag íslenzkra
stórkaupmanna hefur látið fara fram
rannsókn á sparnaði sem mætti koma
I kring á þennan hátt, unna af hlut-
lausu ráðgjafarfyrirtæki.
Á fundinum upplýstist að samfara
hagræðingu á farmflutningi til
landsins með gámum og hagræðingu
við uppskipun verður óhjákvæmilegt
að taka upp aðra hætti við skjala-
afgreiðslu í bönkum og við toll-
afgreiðslu.
Sparnaður vegna tollkrítarinnar
yrði aðallega fólginn í þvi að
geymslukostnaður yrði 1100 milljón-
um lægri á ári við innfluttar vörur en
nú. Auk þess mundi sparast verulegt
fé við skrifstofu- og af-
greiðslukostnað auk erlendra vaxta.
-ÓG.
— sagði Guðiaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjarí á fyrsta opinbera kosningaf undi sínum
Fyrsti opinberi kosningafundur
Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissátta-
semjara var haldinn á Minni-Borg í
Grimsnesi í fyrrakvöld.
Að sögn Guðbjarts Gunnarssonar,
kosningastjóra Guðlaugs, var
fundurinn vel sóttur og voru fundar-
gest'>- um hundrað talsins. Nokkrar
ræður voru fluttar og mikill og
almennursöngurvará fundinum.
Guðlaugur svaraði spurningum
fundarmanna og var hann meðal
annars spurður að því, hvcrnig hann
hygðist standa að stjórnarmyndunum
yrði hann forseti. Hann kvaðst ekki
vilja gefa neina algilda reglu um það,
en sagði að þar yrði lýðræðið að sitja i
fyrirrúmi þó stundum gæti tekið
dálítinn tíma að framfylgja því.
Aðspurður sagðist Guðlaugur telja
mjög óæskilegt, að forsetinn tæki sér
aukið vald miðað við það sem verið
hefur.
í fyrradag heimsótti Guðlaugur
éinnig vinnustaði í Þorlákshöfn,
Hveragerði, á Stokkseyri og Eyrar-
bakka.
Að sögn Guðbjarts Gunnarssonar
hafa stuðningsmenn Guðlaugs nú sett
á stofn starfsnefndir í öllum sveitar-
félögum sýslunnar og mikill hugur í
mönnum að vinna að kjöri Guðlaugs.
-GAJ.
Alþjóðlega skákmótið íNew York:
JÓN ENN í 2. SÆTI
í níundu og næstsiðustu umferð skák- Jón i samtali við DB í gærkvöldi. hefur 5 vinninga og Lein 4,5 og eiga þeir
mótsins í New York gerði Jón L. Ámason Stórmeistarinn Alburt jók enn forystu báðir 2skákir eftir. DzindchiashvUi hefúr 4
jafntefli við alþjóölega meistarann sína á mótinu er hann vann sigur i sinni rinninga og á 3 skákir eftir.
Fedorovich ftá Bandarikjunum. skák. Hann hefúr 7,5 vinninga. Jón er enn í lokaumferöinniátti Jónað tefla við
„Ég gerÁi mitt bezta, en það dugði 12. sæti með 5,5 vinninga. Baráttan um 2. Bandaríkjamanninn Valvo. Strax að ioknu
bara ekki til siguts í þessari skák. Hún var sætíð gætí orðið mjög hörð ntílli Jóns, þessu mótí mun hann taka þátt í tveim
steindautt jafntefli eftir 24 leiki,” sagði Kastners, Dándchiashivli og Lein. Kasmer öðrum skákmótum í New York. -íiAJ.
frfálst, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1980.
Skemmda jógúrtin:
MANNLEG
MISTÖK?
,,Það er því miður ekki Ijóst enn hvað
oUi þessari skemmd en gerjun hefur
komizt í hhita af einni lögun,” sagði
Grétar Símonarson, mjólkurbússtjóri í
Mjólkurbúi Flóamanna I samtali við DB.
Eins og blaðið greindi frá í gær, hefúr
Mjólkursamsalan nú innkallað talsvert
magn af kaffijógúrt vegna gerjunar sem
orðið hafði vart í vörunni.
Grétar sagði sennilegast að gerlagróður
hefði óhreinkazt í meðförum eða um
einhvem manrtíegan þátt væri að ræða.
Hann sagði að þetta væri nokkuð sem
kæmi fyrir alltaf annað slagið.
Grétar sagði að umrædd jógúrt væri
nú í ræktun og kæmi því ekki i ljós fyrr
en eftir nokkra daga hvað hafi valdið.
-GAJ.
Útsvarsálagningin:
ll%íGarðabæ
og Mosfellssveit
Garðbæingar og Mosfellingar
greiða 11 ®7o af kaupi í útsvar til bæjar-
félaga sinna í ár, sama hlutfall og í
fyrra. Þá hefur verið ákveðið að
innheimta 11.44% í útsvar af Hafn-
firðingum. Reykvikingar greiða
11.88% í útsvar en Seltirningar aðeins
10% eins og árið 1979. Akureyringar
og íbúar margra annarra sveitarfélaga
greiða 12.1% eða hæstu leyfilegu út-
svarsálagninguíár. -ARH.
Fljúgandi hálka
á Húsavík
Fljúgandi hálka var á götum Húsa-
vikur í morgun. Þar eru bifreiðar-
stjórar flestir búnir að setja sumarhjól-
barðana undir bifreiðir sínar, þar eð
skoðun stendur nú yfir og hvíti miðinn
fæst ekki séu menn enn á nagla-
dekkjunum.
Að sögn lögreglunnar höfðu engin
teljandi óhöpp orðið í umferðinni í
morgun, aðeins nokkrar smáskrámur.
Hins vegar höfðu þeir eftir bílstjórum
að oft hefði munað mjóu á nokkrum
gatnamótum. -ÁT-
Höföu henduríhári
þjófsíHárhúsiLeos
Hárhús Leó í Bankastræti fékk í nótt
óvænta og óvelkomna heimsókn.
Fyllibytta sparkaði þar upp hurð og hefur
væntanlega ætlað að láta þar greipar sópa,
en áður en að því kom hafði lögreglan
hendurí hári hans.
Maður þessi, sem þekktur er úr faginu,
var fluttur í fangageymslur og leyft að sofa
þarúrsér. -ÁT-
LUKKUDAGAR
7.maí 3529
Kodak Ek 100 myndavél.
Vinningshafar hringi
í síma 33622.