Dagblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 1
6. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980.- 120. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022.
Hæfileikakeppni Dagblaðsins
og hljómsveitar Birgis Gunn-
laugssonar hefst í kvöld i Sjálf-
stæðishúsinu á Akureyri. Auk
þess sem þrír keppendur sýnalistir
sínar kemur Páll Jóhannesson,
sigurvegari síðasta sumars.fram
og einnig frumsýnir Dansflokkur
JSB poppóperuna Evitu. Verkið
verður siðan sýnt á hæfileika-
kvöldum sumarsins á Hótel Sögu.
DB-mynd: Þorri
Sjá bls. 8
miok sjanstæðis-
manna um kjör {
ffúsráðismálastjórn:
Gunnars-
menn komu
manni
í stjómina
Til hvassra orðaskipta kom á
Alþingi í gær við kjör íHúsnæðis-
málastjórn. Alþingi kýs sjö
manna stjórn og ASÍ tvo og átti
Sjálfstæðisflokkurinn rétt á 3
mönnum, Framsóknarflokkurinn
2 og Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag I hvor flokkur.
Stuðningsmenn Gunnars Thor-
oddsens neituðu að virða sam-
þykkt þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins og fengu því Gunnar S.
Björnsson formann húsnæðis-
málanefndar Sjálfstæðisflokksins
kjörinn í stað Ólafs Jenssonar
eins og samþykkt þingflokksins
sagði til um.
Stjórnarliðar fengu því í sam-
einingu fjóra menn, Sjálfstæðis-
flokkurinn tvo og Alþýðu-
flokkurinn einn. Ólafur G.
Einarsson formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins og Sighvatur
Björgvinsson formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins töldu að
samkomulag hefði verið brotið og
gagnrýndu „baktjaldamakk og
óhreinlyndi.” Forsætisráðherra
taldi hins vegar að þingmenn
Sjálfstæðisflokksins yrðu að átta
sig á raunveruleikanum.
-JH.
Hæfileikaralliðígang
áný:
PM
IKVOLD
Ef harðfeiti væri unrnn á íslandi fengist
í FRUMSKÓGI? NQ, í HELUSGERÐI
Nei, nei þessi mynd er ekki frá
útlöndum heldur er hún tekin í
Hellisgerði, skrúðgarði Hafnfirð-
inga. Það er sól og sumarylur á ný
hérna fyrir sunnan og i dag verður
hægviðri um allt land. Það er þó kalt
hjá þeim á Norðausturlandi 1—2 stig
og skýjað og smávegis rigning er á
Suðausturlandi. Ekki þorðu veður-
fræðingar í morgun að slá því alveg
föstú að gott veður yrði um helgina,
smálægð er að stríða okkur. Útlit er
þó fyrir að á Suður- qg Vesturlandi
geti menn sólað sig, en það rigni eitt-
hvað á mannfólkið á Norður- og
Austurlandi. -EVI/DB-mynd: R. Th.
150 bjargað
úr brennandi
þotu
— í„þykjustunni” á
Keflavíkurflugvelli
! Eitt hundrað og fimmtíu manns
ívar snarlega bjargað úr brennandi
ífarþegaþotu sem brotlenti í
þykjustunni á Keflavikurflugvelli í
gærdag. Þarna var um stóræfingu
að ræða — svonefnd viðbrögð við
flugslysi — og tóku þátt í henni
hundruð manna af Suðurnesjum og
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Að sögn
þeirra sem stjórnuðu æfingunni
tókst hún vel. „Við gerðum fjölda
mistaka, en megum samt teljast
ánægðir með árangurinn,” sagði
Sveinn Eiríksson slökkviliðsstjóri
að henni lokinni.
-ÁT/DB-mynd: RagnarTh. Slg.
— sjánánarábls.5