Dagblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980.
7
Erlendar
fréttir
Sitfurbræðumir
ifganistan:
FIMMTIU FALLNIRI
STÚDENTAÓEIRDUM
—hundruð manna handteknir, segir bandaríska utanríkisráðuneytið
ásakayfirvöld
Auðmennirnir tveir, Hunt bræðurnir
bandarísku, sögðu í gær að þeir ætluðu
að höfða mál gegn opinberum banda-
rískum starfsmönnum vegna þess tjóns
sem þeir hafi orðið fyrir er mikið verð-
fall varð á silfri á heimsmarkaði fyrr á
þessu ári.
Huntbræðurnir liggja undir ákærum
vestra fyrir að hafa ætlað að hagnast á
ólöglegan hátt á miklum verðhækkun-
um sem urðu á heimsmarkaðsverði á
silfri. Var það um svipað leyti og gull-
verðið fór sem hæst upp. Ætluðu
bræðurnir að ná til sín allt að fjórðungi
af silfurbirgðum heimsins og ráða með
því verðþróuninni. Tiiraunin mistókst
er únsan af silfri féll úr 50 dollurum í
janúar niður í rúma 10 dollara í marz.
Töpuðu Huntbræður þá gífurlegum
fjárhæðum.
Rúmlega fimmtíu manns eru sagðir
hafa fallið í stúdentaóeirðum í
Afganistan og nokkur hundruð hafa
verið handteknir, að sögn bandaríska
utanríkisráðuneytisins í Washington í
gær. Hafa þessar óeirðir staðið
nokkrar siðustu vikur.
Hafi þær sprottið upp aftur eftir
nokkurt hlé. Tilefnið er hið sama og
áður. Andstaða gegn rikisstjórn
Babrak Karmal í Kabul, sem sovézki
innrásarherinn styður.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
hefur fregnirnar um að tala fallinna
sé um fimmtíu manns eftir ferða-
mönnum, sem komnir eru til Nýju
Delhi á Indlandi frá Kabul síðustu
daga.
í tilkynningu bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins er einnig sagt frá aukn-
um átökum á milli sovézkra hersveita
og liðs afganskra skæruliða. Segir að
bardagar hafi verið sérstaklega harðir
í Herat en þar hafi meðal annars
fjórar sovézkar herþyrlur verið
skotnar niður.
Að mati sérfræðinga bandaríska
utanríkisráðuneytisins hafa Sovétrík-
in nú um það bil eitt hundrað og tutt-
ugu þúsund manna iið undir vopnum
vegna átakanna i Afganistan. Þar af
eru líklega um það bil áttatíu og
fimm þúsund hermenn innan landa-
mæra Afganistan.
Athygli vekur að bandaríska utan-
ríkisráðuneytið fer sér mun hægar í
að tilkynna mannfall og bardaga á
milli afganskra skæruliða og sovézka
innrásarliðsins.
Kennedy ræðst á Carter
og krefst unræðna
Edward Kennedy öldungadeildar- kost á sér.
þingmaður skoraði í gær á Jimmy Greinilega er hér um siðustu ör-
Carter að opna aftur möguleikana i væntingartilraunir Kennedys til að
vali Demókrataflokksins bandariska reyna að koma í veg fyrir að Carter geti
þannig að fulltrúar á þingi flokksins mætt á flokksþingið hafandi tryggt sér
geti valið hvern sem er af þeim sem gefa tilskilinn meirihluta til að hljóta út-
Bandaríkin:
Skotiö á svertingjaleiötoga
Þekktur bandarískur svertingjaleið- líf hans. Þetta gerðist í lndiana.
togi, Vernon Jordan, varð fyrir skot- Lögreglan kannar nú hvort skotárásin
árás i gærkvöldi. Liggur hann nú þungt hafi verið framin vegna andstöðu við
haldinn á sjúkrahúsi og er tvísýnt um jafnréttisbaráttu Jordan eða ekki.
nefningu strax í fyrstu umferð. Til þess
þarfnast hann 1666 atkvæða.
Kennedy réðst harkalega á Carter
Bandarikjaforseta í ræðu sem hann
hélt í Ohio í gær. Sagðist hann alls ekki
vera reiðubúinn til að hætta við
tilraunir sínar til að hljóta forseta-
framboðsútnefningu.
Kosið verður í Ohio og nokkrum
öðrum fylkjum hinn 3. júní. Lýkur þá
forkosningum. Kennedy hefur að und-
anförnu stöðugt krafizt þess að Carter
mæti honum i opinberum funda-
höldum, en forsetinn ekki skeylt því
neinu.
Grískir og rómverskkaþólskir prelátar þinga:
Rætt um sameiih
ingu kirknanna
Grískir og rómverskkaþólskir kirknanna sem ræðst hafa við um
biskupar hófu i dag viðræöur á sameiningarmöguleika síðan til
Patmos-eyjum. Tilefnið er að til- klofningsins kom árið 1054.
raunir á að gera til sameiningar á Þrjátíu háttsettir prestar og
þessum deildum kristninnar eftir biskupar sækja fundinn frá hvorri
nærriþvíeitt þúsund ára aðskilnað. kirkju. Á morgun erður fundar-
staðurinn eyjan Rhodos.
Viðræðumar komust á sam- j stórum dráttum var það valda-
kvæmt samkomulagi Jóhannesar barátta sem helzt olli vinslitum á
Páls annars páfa i Róm og sinum tima. Talið er að ágreiningur
Demetriors patríarka af Konstantín- um óskeikulleika páfa geti orðið
ópel. helzti ásteytingarsteinninn að þessu
Eru þetta æðstu aðilarnir innan sinni.
Rafaei Frubeck de Burgos
frægasti hljómsveitarstjóri Spánar, stjórnar Sinfóníuhljómsveit
íslands á opnunartónleikum í Háskólabíói. Á efnisskránni eru
„Ræða nautabanans” eftir Turina, „Concierto de Aranjuez” eftir
Rodrio. Frægasti gítarkonsert veraldar fluttur í fyrsta sinn á
tslandi. Einleikari er Göran Söllscher, sem vann síðustu heims-
keppni gítarleikara í París og er nú jafnað við fremstu gítarsnillinga
nútímans.Eftjr hié leikur hljómsveitin
sinfóníu Dvoráks „Úr nýja
heiminum.”
Háskólabíó
3. júní
Alicia de Larrocha
frægasti píanóleikari
Spánar leikur verk eftir
Beethoven, Bach, De
Falla og Ravel. í stór-
blaðinu New York Times
4. maí eru tónleikar
Alicia de Larocha,
sunnudaginn á Listahátíð
í Reykjavík, taldir einn af
fjórum helztu viðburðum
ársins á sviði píanóleiks í
Evrópu.
Háskólabíó
5m w w
. jum
Göran Söi/scher
frá Svíþjóð, nýjasta stór-
stjarnan í gítarleik, aðeins
24 ára gamall. Hann
leikur verk eftir
Dowland, Barrios, Yocoh
og Ponce.
Rafael Fruhbeck de Burgos
frá Spáni.
SNILLIIMGAR
JW
A
LISTAHÁ
TÍÐ
Alicia de Larrocha f rá Spáni
MIÐASALA í GIMLI OPIN
DAGLEGA KL. 14-19.30.
SÍMI28088.
Göran Söllscher
frá Sviþjóð.