Dagblaðið - 30.05.1980, Síða 10

Dagblaðið - 30.05.1980, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980. BIADIÐ b DagbUðið Kf. •'. jFramkv«mdastj6H: 8v«inn R. Eyjótfsson. Rhstjóri: Jónas Kristjánsson. jRhstjómarfuttrtifc Haukur Hslgasori. Fréttastjórfc Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar JóhanAaé Raykdal. ■Iþróttir HaHur Simonarson. Mannlng: Aðaistainn Irvgótfsson. AAstoóarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.; Handrtt Asgrimur l4issop. Hörmun: HMmar Karisson. Blaóamann: Anna Bjamason, AtU Rúnar HaHdórssonL Adi Stainarsson, Asgair Tómasson, Bragi ^ffigurðsson, Óóra étafiinsdóttir, EBn Áíbartsdóttír, Ema' 'V7 fngSHsdóttir, Gunniaugur Á. Jónssonj óiafurGairsson, SigurBar Svarrisson. Ljósmyndir Ámi PAI Jóhannsson, Bjamíatfur Bjamiaifsson, Hörður VilhjAlmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svainn Þormóðsson. Safn: Jón Sssvar Baldvinsson. Skrtfstofustjóri: Ólafur Eyjótfssop. Gjaldkarfc Práinn Þoriaifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Draifing- arstjórfc Már E.M. Haltdórsson. Rhstíóm Siðumúla 12. Afgraiðala, áskriftadaild, augiýsingar og skrif stofur Þvarhotti 11. AðsUimi Maðakis ar 27022 (10 inuri. Saáriingog umbrot Dagbiaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og piötugarð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prantun ArvStur hf„ Skatfunni 10. vAakriftarvarð ámánuðl kr, 4S00. Varð i lausasöki kr. 230 aintakið. SniHdarieg heimska Um 50% meiri mjólk er framleidd hér á sumrin en á veturna. Það er á sumrin, sem myndast hinn mikli kúfur óseljanlegrar mjólkur. Þá er búið til úr henni duft, sem selt er til útlanda fyrir flutningskostnaði einum. Á veturna er hins vegar rétt framleitt til daglegra þarfa þjóðarinnar. Sú framleiðsla er því augljóslega miklu minni þjóðfélagsvandi en sumar- framleiðsla mjólkur. Aðgerðir gegn offramleiðslu hefði átt að miða við þetta. Stjórnvöld lands og landbúnaðar hafa komið sér saman um kvótakerfí. Markmið þess er að draga úr of- framleiðslu, svo að ekki þurfí að borga meira en átta og hálfan milljarð á ári í útflutningsuppbætur á verð- lagi þessa árs. Samkvæmt kerfínu er hverjum bónda skammtaður framleiðslukvóti. Fari hann yfir kvótann, fær hann lítið sem ekkert fyrir afurðirnar, sem umfram eru. Þetta kvótakerfi hefði vel mátt nota til að jafna mjólkurframleiðslu yfir árið. Kvóta hvers bónda hefði mátt skipta á einstaka mánuði á þann hátt, að hann væri fyrst og fremst hvattur til að draga úr mjólkurframleiðslu á sumrin, en ekki hvattur til að draga úr henni á veturna, þegar ekki er offramleiðsla. Slíkt kerfi hefði verið í heldur meira samræmi við lögmál markaðsins. Ef frjáls sala væri hér á mjólk, mundi hún stíga í verði á veturna og falla á sumrin. Þetta er einfalt dæmi um framboð og eftirspurn. Hið nýja kvótakerfí hefur hins vegar þveröfug áhrif í reynd. Bændur hafa haldið áfram að framleiða mjólk eins og ekkert hafi í skorizt. í haust munu þeir svo standa andspænis fullum árskvótaog verðlausri vetrar- framleiðslu. Þetta mun svo leiða til mikils niðurskurðar í haust. Vetrarframleiðslan verður þá minni en eftirspurnin. Niðurstaðan verður alvarlegur mjólkurskortur, sam- fara útgáfu skömmtunarseðla, alveg eins og í gamla daga biðraðanna. Stjórnvöld lands og þjóðar hafa búið til kvótakerfi, sem ekkert dregur úr offramleiðslukúfi sumarsins, en býr til mjólkurskort á veturna. Svo segja sumir, að heimska þessara manna sé ekki takmarkalaus! Hún er það raunar. Landsfeðrum okkar til hægri og vinstri dettur ekki í hug, að unnt sé að leyfa sjálfvirkum markaðslögmál- um að minnka offramleiðsluna. Þeir eru harðlæstir í hugsunarhætti opinberrar miðstýringar, skömmtunar og kvóta. Þeir hefðu þó getað líkt eftir markaðslögmálinu með því að láta mjólkurverð til bænda sveiflast eftir árs- tíðum. Þá hefðu þeir ekki heldur þurft neitt kvóta- kerfí, neina nauðung í garð bænda, neinn nýjan stein í fáránlegt landbúnaðarkerfi. Þeir hefðu líka getað látið sér detta í hug, að hag- kvæmara sé að framleiða mjólk í nágrenni þéttbýlis og kindakjöt í fjarlægari sveitum. Þeir hefðu getað stuðl- að að slíku með því að taka tillit til flutningskostnaðar í verði til bænda. Kvótakerfið í landbúnaði hefur farið illa af stað. Það mun fyrirsjáanlega valda bæði bændum og neytendum miklum búsifjum. Sennilega verður það að lokum sprengt og þá á kostnað skattgreiðenda. En það er víst ekki ný bóla í landbúnaði! Þótt við reynum að vera sanngjörn, verður ekki hjá þeirri niðurstöðu komizt, að einstæða snilligáfu í heimsku þurfi til að búa til mjólkurskort ofan á gífur- lega offramleiðslu. Það geta íslenzkir landsfeður og landbúnaðarfeður einir. Danmörk: Eiga ekki allir að borga brúsann þegar á bjátar? —litið hýru auga til peninga danskra á Spáni sem borga lægri skatta en heimadanimir en tóku þó allan þátt í eyðslu fyrri ára Flutningar fólks á milli landa valda stöðugt vanda víðs vegar um heim. í raun hafa flest ríki einhverjar reglur þar um. Oft valda þessar reglur eða lög miklum deilum. Ásakanir um mismunun kynþátta eru algefigar i þessu sambandi og slíkt vilja flestar ríkisstjórnir forðast í lengstu lög. Skemmst er að minnasL deilna, sem urðu i Bretlandi vegna nýrra iaga, sem ríkisstjóm Margrétar Thatcher fékk samþykkt á þingi fyrir nokkrum vikum. Ollum viðkomandi er ljóst að þó hvergi væri kveðið á um það í hinum nýju lögum, þá er þeim ætlað að stemma stigu við innflutningi litaðs fólks til Bretlands. Danir hafa bæði þurft að eiga við mikla ásókn erlends fólks inn í Dan- mörku og einnig brottflutning eigin landa. Um siðustu aldamót fluttu margir þaðan til Bandaríkjanna eins og frá fleiri löndum Evrópu. Síðustu árin hafa allmargir Danir flutt til Spánar af ýmsum ástæðum. Nýlega birtist grein um þessi mál í Politiken þar sem rætt er um brott- flutning fólks frá Danmörku og þar er nokkrum spumingum velt fyrir sér. í byrjun greinarinnar segir að Danmörk sé eitt fárra landa, sem ekki hafi neina stefnu í málefnum fólks er flytja vilji til landsins. Allar tilraunir til að verða samstiga stefnu annarra ríkja í þessum efnum hafi strandað á óttanum við að vera sakaðir um kynþáttamisrétti. Sá ótti geti þó ekki verið til staðar, þegar um sé að ræða danska þegna og einkum ekki þegar um sé að ræða flutning þeirra frá Danmörku. Þeir flutningar gefi þvi tilefni til nokkurra hugleiðinga. í greininni i Politiken segir að á- stæða sé til að telja rétt að móta einhverja stefnu varðandi brott- flutning danskra þegna frá landinu. Einkum sé þetta rétt ef hafðir séu i huga hagsmunir þeirra, sem áfram sifja heima. Ekki hefur farið fram nein talning á því hve margir Danir hafa flutt til Spánar á undanförnum árum. Ekki er þó svo fjarri lagi að telja að þeir séu svona um það bil tuttugu þúsund Danirnir sem nú hafi fasta búsetu þar. Eftir þeim mikla krafti sem lagður sé í að auglýsa möguleika á slíkum búferlaflutningi þá segir í Politiken að ástæða sé til að halda að þessir flutningar muni halda áfram. Um síðustu aldamót fluttu margir á brott frá Danmörku eins og fleiri Evrópulöndum. Þeir útflytjendur fóru flestir til Bandaríkjanna þar sem þeir héldu að kannski byðust þeim tækifæri til betra lífs en heima fyrir. Stundum reyndist það rétt óg stund- um ekki. Sumum tókst að komast á- fram, en öðrum ekki. Allir áttu þessir útflytjendur það sameiginlegt að skilja við ættland sitt með trega og með ótta við hið óþekkta. Hið eina, sem hrakti þá til brottfararinnar var neyðin. Slíkt hið sama verður þó ekki sagt um þá Dani sem nú flykkjast á brott frá heimalandinu. Veðráttan og lofts- lagið í Danmörku er talið eiga hér nokkurn þátt. Vissulega er til fólk, sem heilsu sinnar vegna hefur það mun betra á Spáni eða í öðrum suð- lægum löndum. Þetta mun þó aðeins eiga við um lítinn hluta fólks. Flestir þeirra, sem tekið hafa ákvörðun um að flytja á brott hafa einfaldlega komizt að þeirri niður- stöðu að þeir hafi það mun betra efnalega erlendis. Á Spáni og víðar verður þetta fólk efnalega hástétt sem njóti kostanna af að flytjast á annað verðlagssvæði en gildi í Dan- mörku. Þessir innflytjendur líta því ekki með neinni ánægju til þeirrar þróunar, sem er að verða á Spáni. Landið stefnir nú að því að verða velferðarríki að vestur- evrópskri fyrirmynd. Þeirri þróun fylgja ýmsir ókostir og í augum innflytjendanna er sá ekki minnstur að þá verður dýrara að lifa. Heppilegast væri í þeirra augum að efnalega stæðu hinir innfæddu i stað. Innflytjendurnir eru heldur ekki neitt hrifnir af að Spánn er nú að undirbúa inngöngu í Efnahagsbanda- lag Evrópu með sameiginlegum reglum, sem' því fylgja, og meiri framfærslukostnaði. Spánn tengist með inngöngunni fyrr alþjóðlegum mörkuðum, þar sem verðbólgan er orðin regla. f greininni í Poltiken er komizt að þeirri niðurstöðu að þeir séu vafa- laust næsta fáir i Danmörku, sem setja vilji neinar reglur þar sem tak- markanir verði settar á frelsi lands- manna til að flytjast til annarra landa efþeir óskiþess. Rétt sé þó að benda á að ýmis stjórnmálaleg atriði geti skipt máli i Stálhnefar ákæru- valda gegn bama- gullum i Breiðholti Það renna jafnan tvær grímur á undirritaðan þegar hin ýmsu ákæru- völd landsins taka til óspilltra mál- anna í þjóðlífinu. Saklaust fólk hefur iðulega átt um sárt að binda eftir ^heimsóknir hins opinbera. Skemmst er að minnast þegar víkingasveit Sakadóms Reykjavikur fangelsaði fjóra saklausa menn undir loginni morðákæru árið 1976. Annar dóm- stóll af sama meiði hefur nú fleygt stjúpmóðurbótum í fjórmenningana saklausu og skorið fast við nögl. Ef tii vill finnast einhverjir menn i Dómarafélagi íslands sem myndu vilja jöfn skipti við saklausa fjór- menninga fyrir sama pening? Þeir eru hér með beðnir um að gefa sig fram! íslands Hrafnistumenn Nú hafa ákæruvöldin mannað nýja sveit víkinga til að taka hús á sak- lausu fólki víða um landið og miöin. I þetta sinn eru það einkum sjómenn flotans ásamt legusjúklingum á spítölum landsins sem verða fyrir barðinu á hinu opinbera auk smá- bama í Breiðholtshverfum. Saknæmi fórnarlamba er fólgið í þvi að vilja hagnýta sér tækninýjung sem kölluð er innanhússsjónvarp og er myndræn útgáfa af óbreyttu segulbandi. Vara þessi er falboðin í verzlunum landsins eftir lögmætan innflutning og greiðslu aðflutningsgjalda i ríkissjóð en hvergi er farið með hana í laun- kofa. Þá eru myndsegulbönd auglýst í sjónvarpi islenzka ríkisútvarpsins og á því notagildi þeirra ekki að hafa farið framhjá stofnunum hins opin- bera sem fást við sjónvarpsrekstur. Innanhússkerfiaf þessu tagi hafa verið notuð um skeið hjá bátaflot- anum og í nokkrum sjúkrahúsum ríkisins auk fleiri staða um landið. Það kemur því tæplega flatt upp á ákæruvöldin þótt almenningur vilji eignast þennan tæknibúnað til að nýta betur rándýr sjónvarpstæki heimilanna. Þau standa reyndar ónotuð tuttugu klukkustundir á sólarhring að viðbættum fimmtu- dagskvöldum og júlímánuði öllum. Af háttvísi við stjórnvöld skal hins vegar ekki minnzt hér einu orði á þá valdníðslu að loka fyrir Keflavíkur- sjónvarpið með rauðu pennastriki. Það er sérstakur kafli í mannrétt- indum þjóðarinnar Græddur er fyrndur eyrir Það hlýtur að vera barnafólki í Breiðholtshverfum og sjómönnum á flota þjóðarinnar sérstök sárabót að fylgjast með framvindu annarra mála í dómskerfi lýðveldisins. Á sama tima og mennirnir með stálhnefana boða áhlaup á frivaktir og barnagull fyrnast svo ómerkari málaflokkar í hirzlum dómhúsa. Nægir þar að nefna innkaupsverð á skipastóli iandsmanna sem fær nú hefðbundna meðferð samkvæmt fyrningareglunni góðkunnu. En það er guðlast að orða svoleiðis smáræði í sömu andrá og höfuðglæpi hjá langlegusjúklingum. Eftir frækið „í þetta sinneruþað einkum sjómenn flotans ásamt i Íegusjúklingumáspítölum landsins semverða fyrir barðinu áhinuopinbera auk smábarna íBreiðholts-1 hverfum”.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.