Dagblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 11

Dagblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980. \ þessu sambandi. Einkum sé þó haft í huga að erfiðleikatimar séu nú að ganga yfir Danmörku og á næstu árum séu allar horfur á að greiða þurfi fyrir neyzlu liðinna ára með því að „herðasultarólina”. Samkvæmt dönskum skatta- reglum þá séu vaxtatekjur af inneignum og verðbréfum í Dan- mörku skattskyldar á Spáni búi eig- endurþeirra þar. Fyrirsjáanlegt sé að vextir muni hækka í Danmörku á næstunni. Útkoman verði því sú að jafnhliða því aö danskt atvinnulíf verði að greiða hærri vexti og þeir Danir einnig sem til dæmis vilji koma þaki yftr höfuðið, þá aukist vaxtatekjur þeirra Dana, sem flutzt hafi til Spánar. Erfitt ástand i Danmörku auki þess vegna tekjur þeirra, sem flutt hafi frá landinu. Hið sama gildi einnig um ellilífeyrisþega. Tekjur þeirra séu þær einu í Danmörku sem stöðugt hækki í beinu hlutfalli við hækkaðan framfærslukostnað. Ef ellilífeyrisþegarnir hafi unnið hjá einkafyrirtækjum séu tekjumar skattlagðar á Spáni en ef um sé að ræða fyrrverandi opinbera embættis- menn þá í Danmörku. Þarna sé um undarlega mismunun að ræða. Skattalöggjöfin i Danmörku er samkvæmt greininni í Politiken á margan hátt furðuleg. Oft á tiðum mættihalda aðmeð henni væri verið að reyna að losna við efnað fólk sem hafi efnalega möguleika á að standa í fjárfestingum á stærri sviðum. Ekki sé þessu þó til að dreifa með nema fáeina af þeim tuttugu þúsund Dönum, sem flutt hafi búferlum til Spánar. Flestir þeirra hafi lagt land undir fót, þegar þeir hafi verið búnir áð notfæra sér kosti þess að búa í Danmörku. Börn þessa fólks hafi til dæmis notið þess að fá ódýra og góða menntun þannig að þau hafi góð tækifæri á að komast áfram í lífinu. Útflytjendumir hafi einnig allan rétt á að flytjast aftur til Danmerkur Ekki nóg með að skilningurínn sé svo mikill á heimþránni að þeir megi dveljast allt að eitt hundrað og átta- tíu daga í Danmörku á hverju ári án þess að missa rétt sinn hvað varðar skattlagningu á Spáni. Margir út- flytjendanna notfæri sér þetta líka óspart. Fólk með lögheimili á Spáni sé til dæmis fjölmennast meðal þeirra, sem sækjast eftir að dveljast í sumarhúsunum á ströndum Dan- merkur. Þetta fólk hafi ekki aðeins tima til að dvelja þar. Það hafi einnig það sem skipti mestu máli — peningana —. Vegna lægri skatta á Spáni en í Danmörku hafi það hlutfallslega meira handa á milli en landar þeirra sem lögheimili hafi í Danmörku. í Politiken er því einnig haldið fram að Spánarfararnir dönsku hiki ekki við að notfæra sér alla félags- lega þjónustu í Danmörku og margir þeirra dveljist lengur i Danmörku en hina leyfilegu eitt hundrað og áttatiu daga. í lok greinarinnar er spurt hvort ekki sé rétt að þetta fólk, sem vissulega hafi tekið þátt íaðeyðaum efni fram eins og Danir hafi greinilega gert á undanförnum árum taki ekki einnig þátt í að borga brúsann þegar komið sé að skulda- dögunum. Nýhafnarbúar þurfa að herða sultarólina ekki siður en aðrir Danir á næstunni það er að segja þeir sem ekki hafa flutzt búferlum til Spánar. Kjallarinn Ásgeir Haimes Eiríksson ferðalag enskra vikingasveita um húsaþök á sendiráðum Persarikis i Lundúnum fer nú hver íslenzkur ákæruvaldsmaður að verða síðastur til að skríða um þakbita í fjölbýlis- húsum landsins og rífa sundur innan- hússsjónvörp. Gera kapla og búnað upptækan í ríkissjóð en reka glóðar- auga á sjáöldur heimilanna. Fyrsta báknið Á sínum tíma stofnuöu framsýnir aldamótamenn til símasambands við umheiminn. Þeir hlutu að launum skammir hjá dalafólki og máttu þola hópreiðir frá heiðabúum á mölina. Sem betur fer létu þeir ekki deigan síga og fyrir bragðið býr íslenzk þjóð enn að sæstreng á milli landa og símalögn um dreifðar sveitir. Utan um þessi talsambönd öll var svo stofnað fyrirtækið Póstur og sími en sú stofnun varð fljótlega fyrsta íslenzka báknið. Siðan hafa fjar- skipti í heiminum vaxið henni langt yfir höfuð með hörmulegum afleiðingum fyrir notendur. Póstur og sími situr einn að póst- dreifingu hérlendis og frímerkjaút- gáfu. Hann ákveður skrefafjölda i símtölum og gjaldtöku í skeytasend- ingum. Hann ræður yfir öllum fjar- skiptum manna á öldum Ijósvakans jafnt sem eftir jarðstrengjum. Hann skammtar Ríkisútvarpi bylgjur fyrir útsendingar og hjálparsveitum neyðarrásir. Hann ræður yfir inn- flutningi tækja og viðgerðum á heimilum fólks. Áhöld eru meira að segja um hvort boðmerki á milli öku- manna með stefnuljósum falli ekki beint undir einokun símamála- stjórnar á fjarskiptum. íslandssagan hefir því miður haft endaskipti í höndum Pósts og sima. Póstmálastjórnin er nú í hlutverki gamla afturhaldsins sem hélt uppi þýðingarlausu andófi við símastaura aldamótanna. Upp rísi þjóðlrf! Með atlögu sinni að tómstundum lítilla barna ásamt frívöktum sjó- manna og dægradvöl legusjúklinga eru ákæruvöld þjóðarinnar að hóta tugþúsundum íslendinga borgara- styrjöld. Óbreyttir kjósendur gera þá kröfu til fulltrúa sinna í útvarpsráð- um jafnt sem sveitastjórnum og á Al- þingi að þeir taki stöðu við hlið barna sinna og sjúklinga en hlaði ekki frekar undir afturhald landsins. Unnendur hins frjálsa þjóðlífs verða að rísa upp sem einn maður og fá lagabálkinn um fjarskipti fluttan inn í tuttugustu öldina. Fyrsti áfang- inn er borgarafundur áhugamanna um frjálst útvárp á Hótel Borg kíukk- an tvö á morgun laugardag. Ásgeir Hannes Eiriksson, verzlunarmaður. \ 11 Stundum gætir þeirra viðhorfa hjá ríkistjórnum, að Alþingi sé aðeins nokkurs konar afgreiðslu- eða stimpilstofnun stjórnarinnar. Komi fyrir að alþingismenn telji ástæðu til að skoða viðamikil stjórnarfrumvörp er gripið til þess ráðs að hefja á- róðursstríö í fjölmiðlum, þar sem stjórnarandstaðan er sökuð um aö stunda málþóf til aö tefja framgang mála. Þessa dagana sitja ritstjórar stjómarblaöanna með sveittan skallann viö aö koma saman leiðurum um „málþóf” stjórnarand- stöðunnar. Formenn stjórnarfiokka býsnast yfir þingstörfum og birtast hálfgrátandi og stórhneykslaöir í sjónvarpinu yfir því að þingmenn skuli vilja fá tækifæri til aö ræða viðamikil lagafrumvörp á Alþingi. Jafnvel forsætisráðherra tekur þátt í þessari sviðsettu herferð. Staðreyndin er nefnilega sú, að „málþófið” er hvergi til nema í kollinum á stjórnarsinnum, sem gremst það að geta ekki losað sig við þingið til að fá löggjafarvaldið í eigin hendur. Það er auðvitað viðurhluta- minna að gefa út bráðabirgðalög en að þurfa að leggja lagafrumvörp fyrir Alþingi. En var það þá ekki rétt,, að urinn hafi reynt að koma í veg fyrir, að þetta mál fengi afgreiðslu á þessu þingi og einnig hefur verið látið að því liggja, að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins væri á móti félags- legum aðgerðum í húsnæðismálum. Séu þessar staðhæfingar skoðaðar eilitið nánar, kemur í ljós, að þær eru á misskilningi byggðar, svo ekki sé dróttað aö illu innræti þeirra, sem slíku hafa haldið fram. Sjálfstæðisfiokkurínn hefur einungis bent á, að ef húsnæðisfrumvarpið eigi að fá af- greiðslu á yfirstandandi þingi, verði Alþingi og ríkisstjórnin að gefa sér tíma til þess. Ríkisstjórnin lagði áherzlu á afgreiðslu málsins á þessu þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert sitt til að svo geti oröið og skulu hér tilfærð nokkur dæmi þess. 1. Sjálfstæðisflokkurinn (og reyndar Alþýðuflokkurinn einnig) féllst á að efna ekki til umræðna um málið við fyrstu umræðu í Neðri,' deild, en slíkt er mjög óvenjulegt, þegar þingmál koma gjörbreytt og full af ágreiningsefnum úr fyrri (í þetta skiptið Efri) deild. 2. Stjórnarandstöðuflokkarnir samþykktu að láta nefndarstörf taka aðeins tvo virka daga og var við það „Staöreyndin er nefnilega sú, að „málþóf- ið er hvergi til nema í kollinum á stjórnar- sinnum sem gremst það að geta ekki losað sig við þingið til að fá löggjafarvaldið í eigin hendur.” stjórnarandstaðan stundaði málþóf um frumvarpið um iðnrekstrarsjóð eins og lesa mátti í dagblaði? Og hvað um húsnæðismálafrumvarpið? Ætlaði stjórnarandstaðan ekki að kála þessu „réttlætismáli” með málæði. Litum ögn betur á þessi mál í ljósi staðreyndanna. Umrœður um iðnaðarmál í tilefni lagasetningar um iðnþróunarsjóð og iðnrekstrarsjóð urðu nokkrar umræður um iðnaðar- mál, einkum nýiðnað og iðnþróun. Ástæðan var m.a. sú, að nánast eng- ar umræður hafa orðið á Alþingi í vetur um iðnaðarmál. Á tveimur síðustu þingum hefur iðnaðar- ráðherra lagt fram þingsályktunar- tillögu um iðnaðarstefnu ásamt yfir- gripsmikilli skýrslu samstarfsnefndar um iðnaðarmál. I vetur brá svo við, að tillagan kom ekki fram. Á hinn bóginn birtust í blöðum óljósar fréttir um ýmsar fyrirhugaðar aðgerðir iðnaðarráðuneytisins varðandi einstök fyrirtæki. Stjórnar- andstöðunni þótti því ærin ástæða til að ræða iðnaðarmálefni, spyrja spurninga og fá svör iðnaðar- ráðherra. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra tók að sjálfsögðu þátt í umræðunum og svaraði fyrir- spumum og hafði sérstaklega orð á þvi, að umræðurnar væru málefna- legar og í alla staði eðlilegar. Hins vegar brá svo við, að í frétt Dag- blaðsins voru þessar umræður kallaðar málþóf. Þótt það væri leiðrétt í frétt daginn etir, sýnir þetta dæmi, hve grunnt er á misskilningn- um varðandi svokallað „málþóf”. staðið, þó nefndarmenn yrðu með þeim hælti að leggja nótt við dag til aðsafna upplýsingumum málið, sem er afar ylirgripsmikið. 3. Fulltrúar stjórnarflokkanna höfðu um margra vikna skeið unnið að gagngerum breytingum á frum- varpinu án þess að gefa stjórnarand- stöðunni kost á að fylgjast með því verki fyrr en því var fuUlokið. Dráttur málsins er þvi fyrst og fremst á ábyrgð ríkisstjórnarinnar en ekki stjórnarandstöðunnar. 4. Undir forystu Þorvaldar G. Kristjánssonar formanns félagsmála- nefndar Efri deildar var unnið rnjög hratt og ákveðið að málinu í nefndinni. Það er einnig kaldhæðni örlaganna, að stjórnarþingmenn, er mættu svo illa við afgreiðslu málsins í Efri deild, urðu að fá stjórnarand- stöðuna í lið með sér til að afgreiða málið milli umræðna. Kjallarinn Friðrik Sophusson 5. Stjórnarandstaðan hefur fallist á að framlengja þingstörfin út þennan mánuð og jafnvel lengur m.a. til þess að húsnæðisfrumvarpið og önnur veigamikil mál fái þinglega meðferð og afgreiðslu. Hér hafa verið færð rök gegn þeirri staðhæfingu, að stjórnarand- staðan hafi ,með öllum tiltækum ráðum reynt að koma í veg fyrir þing- lega afgreiðslu húsnæðisfrumvarps- ins. Það er hins vegar alvarlegt mál, þegar stjórnarþingmenn og ráðherr- arverðaþess valdandi, að mál tefjist vegna fjarveru við atkvæðagreiðslu, þegar annir eru mestar á þinginu. Þingið sitji lengur Það er reyndar ekki nýtt, að ríkis- stjórnin saki stjórnarandstöðuna um málþóf í þinglok. Við slikum ásökunum er litið að segja í því áróðursstríði, sem háð er um þing- störfin. En þegar fjölmiðlar sem taka sjálfa sig alvarlega, smitast af slíkum áróðri og taka undir þetta kerlingar- væl, er ástæða til að hafa áhyggjur, því að þá hefur áróðursbragðið .skilað árangri. Sem betur fer þykir flestum þing- mönnum það ekkert tiltökumál, þótt þing sitji á þessu vori nokkru lengur en venja er. Fullkomlega eðlilegt er að taka tillit til þeirra tafa, sem orðiö hafa á þingstörfum vegna alþingis- kosninganna i desember sl. og tímafrekrarstjórnarmyndunari Iram- haldi af þeim. Vonandi eru fleiri sömu skoðunar í þessum efnum. Friðrik Sophusson, alþingismaður. Staðreyndir um „málþóf” á þingi Húsnæðisfrum- varpið Fyrir nokkrum vikum lét ríkis- stjórnin boð út ganga um það, að hún stefndi að þinglausnum 20. maí. Jafnframt sendi hún þingflokkum langan lista yfir stjórnarfrumvörp (flutt og óflutt), sem hún óskaði af- greiðslu þingsins á. Eitt þessara mála var frumvarp um Húsnæðismála- stofnun ríkisins. í rikisfjölmiðlum og stjórnarmálgögnum hefur því verið haldið fram, að Sjálfstæðisflokk-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.