Dagblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 14
\ t
18
f
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980.
VERTIÐARLOK
TónleHcar SJnfónfuhljómsveitar íslands í
Háskólabfói 22. maL
Stjómandi: Qllbart Levine.
Elnleikaran Guðný Quflmundsdóttir, fifllu-
lalcari og Unnur 8velnb|amardóttir, vkilu-
tolcari.
Varkefni: Jón Nordal: Tvböngur fyrir flfllu,
vlólu og hljómsvelt; Wolfgang Amadeus
Mozart: Konsart-einfónia I Es-dúr, KV-364-
JOhannas Brahms: Skifónia nr. 4 í e-moD, op.
98.
Síðasti róðurinn á hinni hefð-
bundnu vertíð Sinfóníuhljómsveitar-
innar var róinn með Levine við stýrið
og konse.-tmeistarann ásámt stöllu
úr útlendingahersveitinni í stafni.
Vertíðin í Háskólabíói er búin að
vera aflasæl, ekki síður en á öðrum
miðum í vetur.
Góflur söngur
vel fluttur
Úr vör var ýtt með Tvísöng Jóns
Nordals. Tvísöngur finnst mér vera
með skýrustu verkum, sem ég hef
heyrt frá hendi Jóns. Gaman er
hvernig hann leikur sér að hending-
um úr gömlum þjóðlögum, lætur
þær vinda upp á sig og hverfa í
djúpið. Þannig er ýjað að lögum eins
og Móðir min í kví kví og Sofðu unga
ástin mín. Einleiksraddirnar eru
skemmtilega ofnar saman og hljóm-
sveitarþátturinn vel samsvarandi.
Bæði hljómsveit og einleikarar unnu
vel saman, svo að leikurinn var í
heild firnagóður. Konsertsinfónían
var ekki síður vel leikin. Þar naut
hinn ljóðræni leikmáti og safaríki
tónn Unnar sín makalaust vel.
Guðnýju hef ég varla áður heyrt leika
af slíkri mýkt. — Sannkölluð
meistaraspilamennska. —
Og hornin
Ég get ekki látið hjá liða að minn-
ast á frábæran leik hornanna. í for-
föllum Viðars Alfreðssonar var feng-
inn einniaf frumherjum hljómsveitar-
innar, !\lois Spach, nú fyrsti horn-
ieikari i Frankfurt-óperunni. Jafn
góðan leik og í Konsertsinfóníu
Mozarts hef ég ekki heyrt hjáhorna-'
liðinu i vetur. Ekki vil ég þó með
þessu væna hornin um slælega
frammistöðu í vetur, því veikindi
hafa hrjáð liðið svo illa að hending
hefur verið, ef allir hafa verið með
heilli há samtímis. Það var því tví-
mælalaust hárrétt ráðstöfun að ná í
góðan mann með hraði, þegar þrír af
fastamönnum hornanna voru komnir
á sjúkralistann fyrir jafn mikilvæga
tónleika.
Miklir menn
erum vifl
Ég ætlaði þvi vart að trúa eigin
augum, þegar lánsmaðurinn tók sér
stöðu á fjórða horni í fjórðu Brahms.
En svona er það, þegar einn hefur
bréf upp á að eiga að vera fyrsti
maður, þá verður ekki einhver láns-
karl úr öðru útlandi settur í hans
'stað. Og merkilegt nokk — sá með
bréfið slampaðist í gegnum hlutverk
sitt nær áfallalaust, sem er mun
meira en ég átti von á úr því horni. —
Já, miklir menn erum við, að hafa
efni á svona ráðslagi. En raunar
gleymdi ég þessari furðan minni um
stund, því að hljómsveitin lék að
öðru leyti svo makalaust vel. Hún er
nú einu sinni þannig, blessunin, að sé
hún í stuði með dugandi stjómanda
(að maður tali nú ekki um þræla-
písk, eins og Levine), þá getur hún
spilað svo ótrúlega vel. Þannig lauk
þessari vertíð með hreint frábærum
tónleikum, þegar á heildina er litið.
-EM.
Kvik
myndir
Hin foma ímynd ástarinnar
Kvikmynd: Fyrata ástin (First Love)
Leikstjóri: Joan Dariing
Handrit: Jaqa Stgnton Hitchcock og David
Freeman Obyggt á skáldsögunni „Sentimental
Education" eftir Harold Brodkey)
Meflal leHcenda: WHIIam Katt, Susan Day
Sýningarstaflur: Háskólabió
Fyrsta ástin er ósköp ljúf mynd.
Hún segir frá Elgin, háskólanema,
sem er orðinn æði þreyttur á skyndi-
samböndum v^jð stúlkur og leitar nú
eftir hinni einti sönnu ást. Þetta er
ekki óalgengt umfjöllunarefni í kvik-
myndum og á stundum mætti ætla að
ekki sé gerð svo kvikmynd að í henni
sé ekki eitthvert tilbrigði ástarinnar
þar að finna. Hitt mun víst ekki eins
algengt að mynd fjalli um ástina
einvörðungu; í svipinn man ég aðeins
eftir myndinni Love Story, sem sýnd
var hér fyrir nokkrum árum. Enn
fátíðara er að sjá slíka mynd gerða af
konu — en bæði leikstjórinn, Joan
Darling og annar handritshöfunda,
Jane Stanton Hitchcock eru konur.
Myndin segir frá því hvernig Elgin
hittir Caroline og verður yfir sig hrif-
inn af henni og gerir allt hvað hann
getur til að vinna ást hennar og
traust. Það tekst, ogallt virðist stefna
í lukkunnar velstánd, en þá hringir
fyrrverandi elskhugi Caroline í hana
og vill fá hana á nýjan leik. Og þar
sem hann var fyrsta ást hennar, getur
hún ekki annað en látið undan.
Þetta fannst mér reyndar verða býsna
veik röksemd í myndinni, og skiln-
aður elskendanna tveggja næsta
^ótrúverðugur.
En Elgin bregður sér á fund
þess, sem kallaði Caroline til sín, og
hann veitir henni frelsið á nýjan leik
En þegar hún kemur aftur til Elgins,
finnst honum allt orðið ómögulegt,
samband þeirra getur aldrei orðið
það sem var, og þau skilja.
Ég segi nú fyrjr mig, að ég hefði
kosið að allt fengi lukkulegan endi og
að þau næðu saman á nýjan leik. Að
mínu viti var það sem á undan hafði
gengið ekki nægilegur stuðningur við
þessi endalok ástarsögunnar. Að
sumu leyti er endirinn skýrður með
tilvísun til ástarhugmyndarinnar eins
og hún er sett fram í fornum bók-
menntum — í þessu tilviki hinni
guðdómlegu kómedíu Dantes. En sú
hugmynd gengur í stuttu máli út frá
ímyndinni um hina göfugu ást, sem á
ekkert skylt við lystisemdir holdsins.
Þetta finnst mér mistakast; leikstjóri
og handritshöfundar valda ekki
þeirri annars svo ágætu hugmynd
sem er kveikjan að myndinni.
Myndin endar á skilnaði elskend-
anna, karlmaðurinn stendur uppi
með öll heiðarlegu viðhorfin, en
minna verður hins vegar úr konunni
kvikmyndaleikstjórn hennar. Hún
hefur áður séð um stjórn sjónvarps-
mynda, t.d. á nokkrum Mary Tyler
Moore-þáttanna, sem sýndir hafa
verið hér og eins nokkrum hinna
margfrægu M.A.S.H.-þátta. Og það
er vel þess virði að berja þessa mynd
augum.
en efni stóðu til, og enga vísbendingu
að finna um það, hvers vegna hún
hvarf aftur til síns fyrri elskhuga, né
heldur hvers vegna hún sneri aftur.
Myndin er þó býsna snoturlega
gerð, og það er greinilegt, að Joan
Darling er enginn viðvaningur sem
leikstjóri, en þessi mynd er fyrsta
Hin þyrnum stráða
framabraut
Kvikmynd: fskastalar (lce Castios)
Leikstióri: Donald Wrye
Handrit: Donald Wrya og Gary L. Baim 'eftir
■kátdsögu Gar> L. Baim)
Kvikmyndataka: BUI Butier
Tónlist Marvin Hamlisch
Meflal toikanda: Robby Benson, Lynn-Holly
Johnson, Colleen Dewhurst, Tom Skerritt
Sýningarstaður: Stjömubfó
Kvikmyndin ískastalar segir frá
ungri stúlku, sem er uppgötvuð vegna
hæFileika sinna á skautum, hlýtur
frægð, frama og allra lof eftir að
hafagengist undir langa og miskunn-
arlausa þjálfun, sem hefur meðal
annars kostað hana fjölskyldubönd
og vinatengsl. Og spurningin vaknar:
Hverju er fórnandi fyrir glæsta
framtíð í sviðsljósum heims-
athyglinnar? Þeirri spurningu er
reyndar ekki svarað, stúlkan fellur á
skautasvellinu, slasast illa og missir
sjónina. Hún lokar sig inni, en vinir
hennar fá hana út úr einangruninni
og koma henni til keppni á nýjan
leik, blindri.
Þessi söguþráður er velþekktur úr
Hollywood-kvikmyndaverunum, og
má segja að hér sé á ferðinni enn eitt
tilbrigðið við sama stefið og svo oft
áður. En þó hefur þessi mynd ýmis-
legt til síns ágætis fram yfir margar
aðrar áþekkar myndir. Það er þá
fyrst að nefna, að leikur er með
ágætum, enda er að finna í leikara-
hópnum einn hinna betri yngri Holly-
wood-leikara, Robby Benson. Hann
hefur fengið góð tækifæri og þykir
standa sig vel i hlutverkum unglinga-
sjarmöra. Eins má nefna Colleen
Dewhurst, sem þykir afburðagóður
leikari á sviði, og hefur einnig getið
sér gott orð fyrir þær fáu kvikmyndir
sem hún hefur leikið í, en þeirra á
meðal er Annie Hall, sem sýnd var
hér fyrir skemmstu.
Myndatakan stendur einnig fyrir
sínu og er á köflum alveg ljómandi
snotur. Skautaíþróttin gefur enda
ýmis góð tækifæri til skemmtilegrar
staðsetningar myndavélarinnar, og
slik tækifæri eru ágætlega nýtt. Ég
tel það einnig myndinni til tekna, að
leikstjórinn, Donald Wrye, gefur sér
ágætan tíma til að segja og sýna
okkur sitt af hverju og atburðarásin
er laus við allan æsing og óróleika.
Árangurinn er enda sá, að hér er á
ferðinni kvikmynd, sem vel er hægt
að horfa á sér til skemmtunar.
Nick (Robby Benson) hjálpar vinkonu sinni, Alexis (Lynn-Holly Jöhnso’n) að
komast til keppni á nýjan leik eftir slys, sem kostaði hana sjónina. Ástin
flækist dálitið fyrir i myndinni, sem er þó vel þess virði að sjá hana.
Söngleikurúr
Vesturbænum
Kvikmynd: Saga úr Vasturbœnum (West Side
Story)
Ldksljóm: Robert Wise og Jerome Robbins
,Handrit: Emest Lehman
1 Dansar: Jerome Robbins
Tóniisfc Leonard Bemstein
LJÓfl: Staphen Sondheim
Kvikmyndataka: Daniel L. Fapp
Sýningarstaður: Tónabfó
Á sínum tíma náði söngleikurinn
West Side Story almenningshylli, og
þótti því sjálfsagt að kvikmynda
hann. Það var gert, og árangurinn
varð ekki lítill: 10 óskarsverðlaun —
sem besta mynd ársins (1961), fyrir
bestu leikstjórnina, bestu mynda-
tökuna, besta aukaleikara í karlhlut-
verki, besta aukaleikara í kvenhlut-
verki o.fl., o.fl.
West Side Story á að mjög mörgu
leyti þessa velgengni skilið. Mynda-
takan, til dæmis að taka, er afbragðs-
góð, og má m.a. nefna upphaf
myndarinnar því til stuðnings. Betri
staðsetningu á umhverfi sögunnar get
ég vart ímyndað mér en þá sem sýnd
er með loftmyndinni af Manhattan í
New York. Og á augabragði erum við
komin niður á jörðina, þar sem Þot-
urnar, ein af klíkum hvítra í vestur-
hluta Manhattan, heyja baráttu sína
við klíku innflytjenda frá Púertó
Ríkó, Hákarlana. Þær myndir sem
sýndar eru af klíkunum tveimur,
dansar þeirra og tónlist Bernsteins
sýna okkur strið þessara hópa á list-
rænan og sannfærandi hátt. Einkum
eru dansar Jerome Robbins
aðdáunarverðir fyrir það hversu blæ-
brigðaríkir þeir eru og hve vel þeir
lýsa þeim anda er þarna ræður ríkj-
um í samskiptum hópanna — anda,
sem knýr báða hópana að endingu til
'óhæfuverka.
í kjölfar frumsýningar myndar-
innar árið 1961 fylgdu langar og oft
heitar umræður um, hvort myndin
væri að einhverju leyti félagsleg
úttekt á drengjaklíkum stórborgar-
hverfa og því ástandi sem þarf, til að
slíkar klíkur verði til. West Side Story
á slíka umræðu varla skilið, myndin
er gagnslaus sem viðmiðun til
að draga félagslegar ályktanir. Að
sumu leyti kemur meira að segja fram
i myndinni ákveðin ráðþægni gagn-
vart þvi ástandi sem söguefnið er
unnið úr — ef menn á annað borð
vilja einskorða sig við umhverFið sem
er í raun alger óþarfi. Höfundar nýta
sér hins vegar ákeðnar aðstæður á
listrænan hátt. Á þessu tvennu er
munur, þó hann sé i mörgum tilvik-
um ekki ýkja greinilegur.
Ætla má, að hægt sé að fara í
Tónabíó á næstunni sér til ágætrar
skemmtunar. Eldri kynslóðin mun
áreiðanlega kunna vel við að rifja
upp kynnin af myndinni, og yngri
kynslóðin hefur þarna færi á að
kynnast dálitlum hluta kvikmynda-
sögunnar — a.m.k. hafa ýmsir
erlendir gagnrýnendur haldið þvi
fram um kvikmyndina West Side
Story að hún væri eitt af stórverkum
kvikmyndaiðnaðarins.
/
\
/