Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980. KOMI slá i gegn um alian heim Nokkrar staöreyndir: • bremsuhæfni eykst • dekkjaslit minnkar • orkueyösla minnkar • blllinn liggur betur á vegi • lundargeö bifreiöastjóra og farþega stórbatnar • KONI höggdeyfa þarf einungis aö kaupa einu sinni f hvern bfl • árs ábyrgö • ábyrgöar og viögeröarþjónusta hjá okkur • ódýrastir miöaö viö ekinn km • ekki bara góöir heldur þeir BESTU TVÍMÆLALAUST BESTU KAUPIN Tryggiö ykkur KONI höggdeyfa tfmanlega fyrir sumariö. Sérpöntum ef á þarf aö halda ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 Orðsending tíl fyrrverandi og núverandi íbúa Hvadjarðarstrandarhrepps Sunnudaginn 6. júlí nk. fer fram vígsla hins nýja félagsheimilis Hvalfjarðarstrandarhrepps. Vígsl- an hefst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 13.30 og verður síðan fram haldið með hátíðarsamkomu í félagsheimilinu. Ötlum núverandi og fyrrverandi íbúum Hval- fjarðarstrandarhrepps er boðið að vera viðstaddir vígsluna, svo og mökum þeirra. NÁMSKEIÐ í INNHVERFRI ÍHUGUN Almennur kynningarfyrirlestur um innhverfa íhugun (Transcen- dental Meditation) veröur í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 að Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleik- húsinu). Allir velkomnir. íslenzka íhugunarfélagið siðasta hjólhýsið í suma RAMBLER 380,5 manna Vm0kr.3M1.000 Gísfí Jónsson & Co hf. Sundaborg 41 — Sími86644 Ólögleg innheimta á H-100: Gestirnir sakna aðgöngumiðanna — rannsakað þegar í stað, segir f ulltrúi f ógeta á Akureyri „Það er skylt að afhenda mönnum miða um að þeir hafi greitt aðgangseyrinn. Ég mun þegar í stað láta lögregluna rannsaka hvort svo' hafi ekki verið gert og þá kæra staðinn ef ástæða verður til. Lög- reglan á að hafa fast eftirlit með þessu,” sagði Erlingur Gunnarsson fógetafulltrúi á Akureyri í amtali við DB. Tilefnið var ásakanir og á- bendingar um að á skemmtistaðnum H—100 á Akureyri fengjujnenn enga miða þegar 900 krónur væru greiddar í aðgangseyri. Gestir á skemmtistaðnum hafa orðið varir við það í sumar að aðgöngumiðar eru ekki afhentir nema fast sé gengið eftir því. „Dyraverðir staðarins hafa um það föst fyrirmæli að enginn fari inn miðalaus,” sagði Rúnar Gunnarsson, eigandi H—100. „Þaðkemur mér því mjög á óvart ef einhver misbrestur hefur verið á því. Ég kaupi nýja rúllu reglulega og hún klárast, svo einhverjir miðar hljóta að vera afhentir. Ég hef aldrei heyrt neinar frásagnir um annað, fyrr en nú,” sagði Rúnar. Hann sagði jafnframt að allir fast- ráðnir dyraverðir hússins væru erlendis í sumarfríi þannig að óger- legt væri að ná í þá. -DS. Norskirfjölmiðlar: KJÖR VIGDÍSAR MÁLEFNUM KVENNA TIL FRAMDRÁTTAR Frá Sigurjóni Jóhannssyni fréttamanni DB i Noregi: Norskir fjölmiðlar, blöð, útvarp og sjónvarp, hafa fylgzt vel með undir- búningi forsetakosninganna á íslandi. Einkum veittu þeir framboði Vigdísar Finnbogadóttur athygli. Að loknum kosningum birtu blöðin áberandi fréttir af úrslitunum og Arbeiderblaðið birti í gær umsögn fjögurra þekktra norskra kvenna um kjör Vigdísar. Þær eru allar sammála um að kjör' Vigdísar Finnbogadóttur verður málefnum kvenna til framdráttar. Kare Kullman Five frá Hægri flokknum sagði: „Kjör konu sem forseti íslands er gleðilegur viðburður. Það getur orðið hvatning öðrum konum á Norðurlöndum, sem starfa að stjórn- málum, að sjá að kona getur náð slík- um árangri. Þetta getur einnig iyft undir virka þátttöku kvenna í stjórn- málum almennt. Ég vona að Vigdísi Finnbogadóttur, sem virðist hæfur stjórnmálamaður, takist að sameina mýkt og nauðsynlega hörku í stöðu sinnisem forseti,” sagði Kare Kullman Five. -JH/SJ Osló. Helgarskákmótið íBorgarnesi: Sigur Guðmundar aldrei í hættu Á kosningadag lauk í Borgarnesi 2. helgarskákmóti sumarsins sem tímaritið SKÁK gengst fyrir í sam- vinnu við Skáksamband íslands. Hótel Borgarnes, hreppsfélagið og Skák- samband Vesturlands stóðu einnig að mótinu og var teflt á hótelinu við mjög góðar aðstæður. Flestir okkar sterkustu skákmenn mættu til leiks og fjölmargir áhorfendur settu skemmtilegan svip á mótið. Strax í 1. umferð gerðust óvænt tiðindi er ungir og efnilegir Bolvikingar stóðu uppi í hárinu á meisturunum. Halldór Einarsson gerði jafntefli við Friðrik Ólafsson stórmeistara og eins fór um viðureign Júlíusar Sigurjónssonar og Margeirs Péturssonar. Þeir Halldór og Júlíus mæta sennilega tvíefldir til leiks á næsta helgarskákmót sem fyrirhugað er að fram fari á þeirra heimaslóðum um mánaðamótin júlí/ágúst. Eftir fjórar umferðir voru Guðmundur Sigurjónsson og Karl Þorsteins efstir og jafnir með „fullt hús” vinninga. Guðmundur vann Karl 15. umferð og var því einn efstur fyrir siðustu umferð. Næstur kom Helgi Ólafsson með 4 1/2 v. og med 4 v. voru Friðrik Ólafsson, Jón L. Árnason og Karl Þorsteins. Guðmundur tefldi af miklu öryggi gegn Helga og þegar ljóst var að hvorugur komst neitt áleiðis skiptu þeir vinningnum bróðurlega á milli sín. Friðrik lék niður vænlegri stöðu gegn Jóni og Karl Þorsteins og Ásgeir Þ. Árnason gerðu jafntefli. Loka- staðan vtuð því þessi. 1. Guðmundur Sigurjónsson 5 1/2 2. Helgi Ólafsson 5 v. 3. Jón L. Árnason 5 v. 4. Karl Þorsteins 4 1/2 v. 5. Jóhann Hjartarson 4 1/2 v. 5. ElvarGuðmundsson4v. 7. Ásgeir Þ. Árnason 4. v. 8. Fiðrik Ólafsson 4 v. 9. Guðmundur Ágústsson 4 v. 10. Jónas Pétur Erlingsson 3 l/2v. 11. Sævar Bjarnason 3 1/2 v. o.s.fvr. Guðmundur var mjög vel að sigrinum kominn, tefldi af miklu öryggi og var aldrei í taphættu. Hann og Helgi bítast nú um milljónina, sem sá hreppir sem efstur verður að stigum eftir mót sumarsins. Eftir mótið í Borgarnesi hefur Helgi 40 stig og Guðmundur 35 stig. Langt er i næsta mann. Ein af úrslitaskákum mótsins var viðureign Helga og Margeirs i 5. umferð. Helgi vann þar varnarsigur er Margeir lagði of mikið á stöðuna. Þar með var Margeir úr leik í baráttunni um efstu sætin. í siðustu umferð tapaði hann síðan fyrir Jóhanni Hjartarsyni og hlaut að lokum 3 v. Slæmur dagur hjá Margeiri, kosningadagurinn. Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: Helgi Ólafsson. Drottningarbragð. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. e3 d5 5. Rc3 Rc6 6. cxd5 Rxd5 7. Bc4 dxd4 8. exd4 Rxc3 9. bxc3 Be7 10. 0—0 0—0 11. De2 Da5 12. Bd2 Dh5 13. Habl a6 14. Hfel b5 15. Bd3 Bd7 16. a4?! bxa4 17. Hb7 Hfd8 18. De4 Be8 19. c4 Bf6 20. d5 Re7 21. Ba5 Hdb8 22. Hebl Hxb7 23. Hxb7 a3! 24. Bbl Hc8 25. Ba2 Df5 26. Dxf5 Rxf5 27. g4 Rd6 28. Hc7 Hb8 29. c5 Rb5! og i þessari vonlausu stöðu féll hvítur á tíma.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.