Dagblaðið - 19.07.1980, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. jOLÍ 1980.
METVERTÍÐ í HUMRI
HIÁ EYRBEKKINGUM
— en „við sömu
vandamál að
etja varðandi
freðfiskinn og
annars staðar”
„Varðandi freðfiskinn er við sömu
vandamál að etja hjá okkur og ann-
ars staðar og ailt geymslurými er að
verða fullt. Hins vegar hefur veriö
metvertíð i humri hjá okkur og
höfum við þegar fengið 54 tonn af
humarhala en á allri vertíðinni í fyrra
vorum við með 46 tonn, sem þó var
mjög góð vertíð,” sagði Páll Jóns-
son, framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
stöðvar Eyrarbakka, er blaðamenn
DB hittu hann að máli nú i vikunni.
„Humarinn fer að langmestu leyti
á Bandaríkjamarkað og mér er ekki
kunnugt um að þar séu neinir sölu-
erfiöleikar. Við erum alls ekki með
færri í vinnu en undanfarin sumur og
hér starfa nú á milli 130 og 140
manns, þar á meðal er mjög mikið af
skólafólki. Við höfum náð í skóla-
fólk upp á Selfoss þannig að við
höfum gert meira en að útvega okkar
fólki vinnu.
Við erum mjög ánægðir með okkar
m----------------------►
Þegar eru komin 54 tonn af humri á
land á Eyrarbakka, sem er mun meira
en á allri vertiðinni i fyrra.
DB-mynd: Bjarnleifur.
Páll Jónsson: Hefói humarinn.
brugðizt þá væri ástandið ekki gott.
DB-mynd: Sigurður Þorri.
hlut í humarvertíðinni. Hér hafa sjö
humarbátar landað, fimm héðan,
einn frá Þorlákshöfn og einn frá
Vestmannaeyjum.
Hins vegar er lausafjár- og rekstr-
arfjárstaðan hroðaleg hér eins og
annars staðar og hefði humarinn
brugðizt þá væri ástandið ekki gott.
Við erum með níu þúsund kassa af
fiski i geymslum sem taka tíu þúsund
kassa og ef við værum á fullri ferð í
þorski og ýsu, þá væri þetta viku-
pláss. Við höfum hins vegar reynt að
halda þessari freðfiskframleiðslu í
lágmarki og lagt aðaláherzlu á hum-
arinn,” sagði Páll Jónsson.
-GAJ
„SVARTSÝNIN í FISKVEHN-
MÁLUM ER TÍMABUNDIN”
— segir Þór Hagalín, sveitarstjóri á Eyrarbakka
„Viö höfum losnað blessunarlega
við atvinnuleysi til þessa, hvort svo
sem menn eigi eftir að eiga einhverja
nauöung í því sambandi. Alla vega er
ég ekki eins bjartsýnn og vinnumála-
deild félagsmálaráöuneytisins,”
sagði Þór Hagalín sveitarstjóri á
Eyrarbakka er DB leitaði frétta af at-
vinnuástandi þar á staðnum.
„Það er búið að vera ljómandi gott
atvinnuástand það sem af er árinu og
raunar hefur brugðið mjög til betri
vegar í þeim efnum á síðari árum.
Hér um slóðir hefur það hins vegar
verið landlægt að haustið er ákaflega
erfiður tími til sjóróðra og þaö hel'ur
færzt í vöxt að bátum er lagt á
haustin. Þegar þar við bætist erfiðbr
rekstrargrundvöllur er fátt eftir lil aö
auka manni bjartsýni í sjávarútvegi á
næstu mánuðum.
Freófiskbirgðageymslur frystihússins á Eyrarbakka eru þvl sem nxst fullar.
DB-myndir: Sigurður Þorri.
Svigrúmið er ákaflega lítiðog þaö
er alveg óhætt að segja það, að þær
orsakir sem liggja að baki erfiðleik-
unum verða ekki hafnar upp í einu
vetfangi. Spurningin er um þaö hvert
taprekstri þjóöfélagsins sé varpað.
Þessa stundina hefur honum verið
varpaðá aðalatvinnugrein þjóðarinn-
ar. Hvert veröur honum varpað
næst? Þetta er eins og boltaleikur þar
sem það gildir að láta boltann ganga
nógu hratt á milli því að það fylgir
því tap að sitja uppi með boltann
hverju sinni.
Það fer hins vegar ekki á milli mála
aðsvartsýnin varðandi fiskveiðimálin
er tímabundin svartsýni. íslenzka
þjóðfélagið er orðið „specialiserað” í
þvi að fleygja tapboltanum á milli
sín. Þaðererfiðurárstími framundan
hjá okkur í sjávarútvegi hér á Eyrar-
bakka og það hljóta að verða erfið-
leikar hér síðari hluta árs. En við
Þór Hagalin, sveitarstjóri á Eyrar-
bakka: „Fátt til að auka manni bjart-
sýni á næstu mánuðum.”
treystum þvi að Eyjólfur hressist með
hækkandi sól og nýju ári, og það er
hægt að slá þvi föstu að atvinnulífið í
fiskvinnslunni hér á Bakkanum
stendur sterkara að vígi en áður til að
nýta sér þá möguleika sem utanað-
komandi aðstæður leyfa. Það gefur
ekki ástæðu til svartsýni þegar til
lengri tima er litið,” sagði Þór Haga-
linaðlokum. -GAJ
r HerniilisbókhaM vikuna: tQ
Mat- og' <±t’ykkjaj*vörur, hreLnlætisvarur ogþ.t I •
L* •
Sunnud Mánud Þridjud Midvikud Fimnitud Föstud Laugard
Saxnt Sanrt Samt. SamL SamL Samt
önnur útgjöld:
Sunnud Mánud Þridjud Miðvikud Fimmtud Pöstud Laugard
>
V.
Samt Bftirrt. Sanrt SamL Samt Samt Samt
Óbökuð
lifrarkæfa
KJÖTBÚÐ
SUÐURVERS
STIGAHLÍÐ - SÍMI35645