Dagblaðið - 19.07.1980, Side 14

Dagblaðið - 19.07.1980, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980. Lengi lifir í gömlum glœöum: Hljómar áttu kvöldið Gömlu Hljómahjörtun slógu hraðar á miðvikudag í Klúbbnum er fornu átrúnaðargoðin stigu upp á svið og léku lög á borð við Fyrsta kossinn og Bláu augun þín. Var Hljómum tekið með kostum og kynjum, en þetta er í annað skipti sem þeir hafa verið endurreistir í ár. Fyrra skiptið var á Stapahátíðinni, sem haldin var fyrir nokkrum vikum. Leikur Hljóma var hápunktur SATT-kvölds, þar sem fram komu margir góðir gestir. Að visu for- fallaðist hljómsveitin Chaplin frá Borgarnesi en vonandi spilar hún eitthvert næsta kvöldið. Fyrsta atriði kvöldsins var djamm, sem þeir Friðrik Karlsson, Brynjólfur Stefánsson og Eyjólfur Jónsson stóðu fyrir. Þar á eftir fylgdi ný hljómsveit, Instrumental Trio, skipuð áðurnefndum Brynjólfi og Eyjólfi og Stefáni Stefánssyni. Var þetta í fyrsta skiptið sem hún kom opinberlega fram, en vonir standa til að hún spili víðar á næstunni. Guðrún Hauksöóttír kom fri Svíþjóð og sðng Ijúf/ög. DB-myndir Sig. Þorri. Brosmndi antHit og fófaklapp. Þegar minnst varði tók Rúnar undir sig sttikk og i nœstu andré var hann kominn nitiur afsvitiinu og óðþar um, svaiflandibassanum íallar áttír. Gallinn er bara sá að tónlist tríósins á ekki upp á pallborðið hjá mörgum, það eru helzt staðir á borð við Djúpið og Félagsstofnun stúdenta, sem tríóið getur troðið upp á. Pétur Kristjánsson kynnti næst stúlku, að nafni Guðrún Hauks- dóttir, sem hefur stundað tónlistar- nám i Svíþjóð. Hún bauðst til að koma fram á kvöldinu og var boðinu tekið fegins hendi. Guðrún söng fjögur róleg lög á borð við Big Yellow Taxi og spilaði sjálf undir á kassagítar. Síðasta atriðið á undan Hljómum var svo Mezzoforte, sem lék nokkur ný lög. En það voru Hljómar, sem allir biðu eftir og þegar þeir loks birtust á sviðinu var þeim fagnað lengi og innilega. Þeir Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Erling Bjömsson og Engilbert Jensen báru gömul lög, bæði frumsamin og önnur, á borð fyrir áheyrendur, sem nutu þess að rifja upp daga bítlaæðisins. -SA. Saman i nýjon Mk og ihorfandur kunnu velati meta „upprisuna". DB-myndlr Sfg. Þorri. „Fyrstíkossinn, igkysstírjóða vanga." FÓLK

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.