Dagblaðið - 14.08.1980, Page 3

Dagblaðið - 14.08.1980, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980. Verzlunar- mannahelgi: Kaktus skrifar: Mikil ferðamannahelgi, verzlunar- mannahelgi. Eða svoer a.m.k. látið í fjölmiðlum. í hljóðvarpi er varla hlustandi svo á þátt í tali eða tónum, að ekki sé verið að ítreka „varúðar- ráðstafanir” fyrir þá sem eru úti á þjóðvegum. FÍB (þessir sem reka upp óp við bensínhækkanir en heyrisl siðan varla í) er með bíla sína hér og þar — og lögreglan er spurð að því hvernig „fylliríin” gangi í þessum eða hinum skóginum eða útivistar- svæðinu. Annars er það einkennilegt að nokkur skuli nenna að leggja sig niður við þau harmkvæli að fara með bíl sinn og fjölskyldu út á svokallaða þjóðvegi, þar sem ekkert er nema rykmökkurinn endalausi og drullu- pyttir þegar honum sleppir. Og þegar kemur á svokallaða skemmtistaði eða útivistarsvæði þá taka við þær ógeðslegustu aðstæður sem hvergi myndu liðnar, frá hrein- lætislegu og viðskiptalegu (vegna ' ísland átti aldrei að ganga í NATO NATO-andstæðingur skrifar: Alveg dæmalaust finnst mér hug- takið þátttaka íslands í varnarsam- starfi vestrænna þjóða mikil blekk- ing. Höfum við her? Er verið að ráöast á landið? Það átti aldrei að koma til greina að ísland gengi í NATO og ástæðan er þessi: Frá stríðslokum hafa Bandaríkjamenn dembt sprengjum og herjað i eftir- töldum löndum: Grikklandi, Kóreu, Víetnam og Dóminikanska lýðveld- inu. Ekki er öll sagan sögð þar, því bandarískir auðhringar hafa fjár- magnað hershöfðingjavaldarán í S- Ameríku og víðar. Milljónir manna hafa farizt í öllum þessum löndum. Og alltaf var tilgangurinn sá að gæta bandarískra hagsmuna, koma sínum mönnum til valda. Ég nefni fjöldamorð Portúgala í| Angóla og Mosambík. 1956 ætluðu Egyptar að taka öll yfirráð yfir Súez- skurði í sínar hendur. En Bretar og Frakkar, sem réðu þar fyrir, skárust i leikinn með hervaldi. Allt þetta höfum við íslendingar verið aö styðja, því Bretar, Frakkar, Portú- galir og Bandaríkjamenn eru í NATO, eins og við. NATO-sinnar kunna að svara þessu og segja að ís- land sé með hlutleysisstefnu. En hún er hræsni. Að vera í hernaöarbanda- lagi og vera samt hlutlaus er hræsni. Sumir hafa þær skoðanir að allt þetta sé réttlætanlegt. Þegar Kaninn stráði sprengjum og eiturefnum yfir Víetnam heyrði ég sumt fólk réttlæta það með því aö stjórn N-Vietnam vildi ekki semja frið. En átti alþýða landsins, sem átti enga sök á striðinu, aðgjalda þess? Sama fólkið fyllist óhug og gagn- rýnir innrás Rússa í Ungverjaland, Tékkóslóvakíu og Afganistan. Margir gleyma að fólk er alveg jafn- dautt hvort sem það fellur fyrir skotum og sprengjum Rússa eða Kana. Það eru engin rök, hvorki frá vinstra né hægra sjónarmiði, sem réttlæta hernaðarbrölt af neinu tagi. ísland úr NATO — herinn burt. HVER VILL FARA ÚT ÚR BÆNUM? verðlagningar) sjónarmiði, nema hér á landi. Þeir sem tjalda á slíkum svæðum verða fyrir ótrúlegri reynslu er kvölda tekur og stendur sú reynsla venjulega alla nóttina. Unglingar frá 12 og 13 ára aldri rangla um dauðadrukknir, stelandi eða ælandi, eftir því sem við á, og framkvæma hvers kyns athafnir sem hvergi er að finna nema í því dýraríki sem talið er vera stiginu lægra en mannskepnan tilheyrir. Það hljóta að vera einkennilegir einstaklingar sem hafa löngun til þess að fara úr Reykjavík um helgar. Þar er þó tiltölulega hreint umhverfi og reyklaust að mestu, miðað við þá hörmung sem við tekur þegar út fyrir borgarmörkin er komið. Þá þarf lög- reglueftirlit til að halda lífi. „Þar sem ekkert er nema rykmökkur- inn cndalausi og drullup.vttir þegar honum sleppir.” SÖLUMAÐUR" ALL T ÁRIÐ Notendur uppsláttarritsins islenzk fyrirtæki slá meðal annars upp i bókinni til þess að finna ákveðna vöru meðal þeirra 1500 vörufiokka sem eru i bókinni. Þeir eru stjórn- endur fyrirtækja og einstaklingar sem þurfa að nýta tíma sinn vel. Þess vegna slá þeir upp i Íslenzk fyrirtæki, einu islenzku viðskiptaskránni og uppsláttarriti um íslenzk fyrirtæki. félög og stofnanir. Tölvuvinnsla upplýsinga Allar upplýsingar i Íslenzk fyrirtæki eru unnar á tölvu. sem gerir alla gagnavinnslu fijótari, öruggari og marg faldar möguleika notenda. islenzk fyrirtæki er þvi mikil- vægt heimildarrit, árangur margvislegrar upplýsingaöfl- unar frá þvi árið 1968. Upplýsingar sem sifellt eru endur- nýjaðar. i bókinni eru mestu og ítarlegustu upplýsingar sem til eru á einum stað um islenzk fyrirtæki. Sölumaður alft áríð Á hverjum degi slá notendur upp i íslenzk fyrirtæki til að finna þá vöru og þjónustu sem þeir þurfa að fá. Upphæðir þeirra viðskipta geta verið ótrúlegar. upphaf fastra við skiptasambanda sem getaenzt til margra ára. Margra ára reynsla Sífellt aukin notkun bókarinnar með tilkomu nýrra upp- lýsinga er árangur margra ára reynslu notenda bókarmn- ar. Forsvarsmenn fyrirtækja eru heimsóttir bæði i þéttbýli og dreifbýli. Það tryggir öryggi upplýsinga og stöðugt samband við notendur. Hver selur hvað? Notendur lslenzkra fyrirtækja geta fengiðsvör við marg vislegum spumingum. Í umboðaskrá eru yfir fjögur þúsund erlend umboð og umboðsmenn þeirra. Í vöru- og þjónustuskrá eru 1500 vörur og þjónustugreinar. Þar eru svörin viðspurningunni: Hverselur hvað? Hvererhver? í fyrirtækjaskrá bókarinnar eru upplýsingar um stjórn. framkvæmdasljóra og helztu starfsmenn. Slíkar upp- lýsingar eru dýrmætar jregar tala á við „rétta manninn". Hver gerír bátínn út? Nú i fyrsta sinn er komin út skipaskrá með viðskiptaleg- um upplýsingum um útgerðaraðila allra skipa og báta á Islandi niður að 12 tonnum, nafnnúmer þeirra og hvar sé hægt að ná í jrá. Skrá sem margir þurfa að nota og hafa beðiðeftir. Dagbók með eríendum sýningum Í bókinni er dagbók með kaupstefnu- og sýningaskrá. Dagbók sem ekki er til annars staðar. Icelandic firms Jafnframt því að gegna mikilvægu hlutverki innanlands er Íslenzk fyrirtæki eina uppsláttarritiðsem erlendir aðilar hafa aðgang að. Þar eru allar mikilvægustu upplýsingar sem erlendir kaupmenn þurfa á að halda um viðskiptalíf á íslandi. 1 kafianum Iceland today. 1 útflutningsskrá.eru ennfremur upplýsingar um útfiutningsvörur og útflytj- endur. Aukrtar upplýsingar um þitt fyrirtæki Þeir sem áhuga hafa á að koma með ný fyrirlæki inn i íslenzk fyrirtæki og itarlegri upplýsingar þurfa einungis að hringja í ritstjóra bókarinnar i síma 82300 og 82302 og hann mun aðstoða við vinnslu upplýsinga. Vantar aukaeintök afbókinni? Sifellt fieiri aðilar þurfa fieiri en eina bók vegna vaxandi starfsemi fyrirtækja þeirra. Þess vegna sendum við not- enduni samdægurs fieiri bækur á sérstöku verði — og þeim sem vilja eina bók sendum við einnig samdægurs. „Sláió upp í íslenzk fyrirtœki og finnið svarið. ” ÍSLENZK FYRIRTÆKI FRJÁLST FRAMTAK HF. ÁRMÚLA 18 - SÍMAR 82300 OG 82302 Hreinn Kristinsson skrifstofustjóri: Mér lízt bölvanlega á hann, hann er miklu hærri en ég átti von á. Spurning dagsins Hvernig lízt þór á skattinn þinn f ár? IngiDjorg GuOnason, matráðskona: llla, hann er miklu hærri en ég bjóst við. Guðrún Helgadóttir ritari: Afskaplega illa. Hann hefur hækkað um 70%, meðan tekjurnar hækkuðu um-60%. Mér líkar ekki vel að þurfa að borga skattinn minn sjálf. Benedikt Guðlaugsson verzlunar- maður: Það er allt i lagi með hann og ég hef yfir engu að kvarta.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.