Dagblaðið - 21.08.1980, Page 24

Dagblaðið - 21.08.1980, Page 24
Gengisf elling ákveðin í ríkisstjóminni? Tilhæfulaust með öllu'9 7T —segir dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra „Þetta er tilhæfulaust með öllu og enginn fótur fyrir því,” sagði dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra við DB í morgun, þegar undir' hann var borin frétt Morgunblaösins í dag um að á fundi með fulltrúum Vinnuveitendasambandsins hafi ráð- herrar skýrt frá því að gengisfelling væri ákveðin. Var heimildarmaður blaðsins Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasam- bandsins. Það voru ráðherrarnir Ragnar Arnalds og Steingrímur Her- mannsson, auk dr. Gunnar Thorodd- sens, sem tóku þátt í viðræðunum við vinnuveitendur í gær. Segir Morgun- blaðið að vinnuveitendur hafi borið gengisfellingarfréttina inn á fund með Alþýðusambandsmönnum.ASÍ ósk- aði eftir fundi með ráðherrum sem haldinn verður í dag. Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ASÍ vildi i morgun ekkert segja um gengisfellingarfréttina: „Það er rök- réttara að VSÍ geri grein fyrir viðræð- um sínum við ríkisstjórnina en ASI.” Um fundinn i dag sagði Ásmundur: „Við höfum margt að ræða við ráðherrana. Tilefni fundar- ins er m.a. kjarasamningarnir við BSRB og viðhorf sem skapast í kjöl- far hans. Okkur þykir líka rétt að ræða við ríkisstjórnina orlofsmál, at- vinnuleysistryggingar og margt fleira viðkomandi kjarasamningunum. Ég geri ráð fyrir að staða efnahagsmál- anna i heild verði rædd lika.” „Þessu er slegið upp i stöðunni til að reyna að skapa spennu í sambandi við ríkisstjórnina,” sagði Guö- mundur J. Guðmundsson form. Verkamannasambandsins í morgun um gengisfellingarfréttina. „Það er lítið á ummælum VSÍ-manna að byggja. Svona leikur er alþekktur hjá þeim í samningum.” „Ég vil ekkert um þetta segja,” sagði Tómas Árnason viðskiptaráð- herra er fréttin var borin undir hann. Forystumenn Vinnuveitendasam- bandsins sátu fund i morgun og reyndist ekki unnt að fá þeirra álit á málinu. -BS/ARH HvaMkin hefur legið íl3 vikur í Nígeríu —skreiðin fer hægt í land „Ég býst við að Hvalvíkin fári frá Lagos til Port Harcourt í dag til að losa þorskhausa, sem hún var með auk skreiðar og þurrkaðrar loðnu,” sagði Finnbogi G. Kjeld, forstjóri Skipafélagsins Vikna í viðtali við DB. í morgun. Hvalvíkin hefur nú legið í 13 vikur í Lagos þar sem óvanalegur hæga- gangur hefur verið á affermingu af ýmsum ástæðum. „Þetta er vitanlega bagalegt og hvimleitt fyrir skips- höfnina,” sagði Finnbogi. Hann kvað skipt hafa verið um hluta skips- hafnar frá því skipið kom til Lagos. Fimm menn hafa komið heim og aðrir farið út í þeirra stað. „Það er mjög til bóta að þeir geta náð útvarpinu hér á stuttbylgju, auk þess sem þeir hafa svo góða talstöð að við höfum nær daglegt samband við skipið,” sagði Finnbogi. Hann kvað skipafélagið hafa farið fjórar ferðir til Nígeríu 1978 og hefði þá sú lengsta tekið 13 vikur. Hvalvíkin fór með 36 þúsund pakka af skreið, þorskhausum og þurrkaðri loðnu fyrir Sameinaða framleiðendur að þessu sinni. Finn- bogi sagðist hafa ástæðu til að ætla að losunin í Port Harcourt gengi fljótt og vel. Þrátt fyrir þennan óvanalega langa tima, sem losunin hefur tekið, hefur að sögn skipstjórans á Hvalvíkinni ekki orðið vart neinna skemmda í farminum. -BS. Ljóma-rallý ’80: Omar í sæti að loknum fyrsta degi Að loknum fyrsta degi Ljóma- rallýs ’80 eru fjórtán bílar eftir í keppninni. Þegar keppendur voru ræstir af stað á Sauðárkróki klukkan hálfátta í morgun voru bræöurnmir Ómar og Jón Ragnarssynir i fyrsta sæti með 7.27 minútur I refsistig. í öðru sæti er Eggert bilasali Svein-^ björnsson með 9.34 mínútur i refs-' ingu. Á hæla þeim kemur Finn Ryhl Anderson frá Noregi með 10.06 mínútur i refsistig. „Útlendingunum viröist ganga sér- lega illa að komast yfir þau vatnsföll, sem við bjóðum þeim upp á,” sagði Marianna Friðjónsdóttir blaðafull- trúi rallsins, er DB ræddi við hana i rnorgun. „John Haugland missti til dæmis niður forystuna er hann lenti i erfiöleikum í Flóká í Fiókadal.” Ólafur Sigurjónsson datt fyrstur út úr keppninni er vélin bilaði í Saab bll hans I Borgarfirði. 1 Dalasýslu brotn- aði öxull i Escort bil Hafsteins Haukssonar. Hann var þá i fyrsta sæti. i Skagafjarðarsýslu bilaöi Escort Þórhalls Kristjánssonar. Var hann þar með úr keþpnninni. i dag aka rallkapparnir um Skaga- fjörð, Langadal í Húnavatnssýslu og suður Kjöl. Þeir fara Lyngdalsheiði síðdegis, fyrir Reykjanes og enda með stuttri sérleið í öskjuhlið. Áætlaður komutimi þeirra i öskju- hliöina er klukkan 21.05. Keppninni lýkur síðan viö Austurbæjarskólann uppúr klukkan21.22. -ÁT- Þótt sumri sé tekið að huiiu ug hetiiur sé hrúsiuguiegi fyrsi ú murgnunu mú enn njóta utiveru Igóðu veðri. Reykvikmgar œttu jafnvelað geta sleikt sólina Idag, þvi bjart var og hlýtt I morgun þarsem sólin skein. DB-myné Magnús Hjörleifsson. frfálst, úháð daghlnð FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980. Brennuvargur á Akureyri? Eldurímann- lausu húsi og mannlausum bfl — aðeins um klukkustund leið milli þess er eldamir urðulausirínótt Eldur varð laus á tveimur stöðum á Akureyri í nótt og leið ekki nema um klukkustund milli eldanna. Báðir komu eldarnir upp á mannlausum stöðum, í fyrra skiptið í húsi, í siðara skiptið i bíl. Að þessu leyti eru eldarnir óhugnan- legir, því grunur manna um orsakir fellur fljótt að íkveikju. Málin eru i rannsókn. Kl. 03.33 var slökkvilið kvatt að Strandgötu 23, sem er gamalt ibúðar- hús þar sem búið er, en með viðbygg- ingu sem liggur að Lundargötu. í við- byggingunni var áður verzlunin Cleopatra en er nú aflögð. í þessari mannlausu viðbyggingu varð eldurinn laus og þó er ekkert rafmagn á við- byggingunni. Urðu nokkrar skemmdir, einkum þó í einu herbergi. Slökkvistarf gekk greiðlega. Kl. 04.38 var tilkynnt um alelda bíl á togarabryggjunni. Áður en við var ráðið var hann allur brunninn innan. Var hér um eldri Fiat að ræða og hafði hann staðið þarna opinn. Eldur var enginn í vél bilsins, svo líklegast þykir að eldur hafi verið borinn að bílnum. Þessir grunsamlegu eldar vekja nokkurn óhug. Ekki sást til neinna mannaferða og enginn hafði í morgun verið tekinn vegna gruns um ikveikjur. Málið er í rannsókn. -A.St. HM unglinga ískák: JónLí l. -4. sæti Möguleikar Jóns L. Árnasonar á öðrum heimsmeistaratitli í skák kunna að skýrast nokkuð í dag. Þá mætir hann stórmeistaranum Kasparov frá Sovétrikjunum, sem er talinn lang- sigurstranglegastur á mótinu, enda i hópi sterkustu skákmanna heimsins með 2595 Elo-stig þrátt fyrir, að hann sé aðeins 17 ára gamall. Að loknum 4 umferðum eru Jón, Kasparov, Negulescu frá Rúmeníu og Akesson frá Svíþjóð efstir og jafnir með 3,5 vinninga. Fast á hæla þeirra fylgir Englendingurinn Nigel Short, sem lengi hefur verið álitinn undrabarn í skákinni. Hann hefur 3 vinnigna. Jón vann í gær biðskák sína við Svisslend- inginn Zúger úr 3. umferð eftir 71 Ieik en varð að sætta sig við jafntefli við Toro frá Chile eftir rúma 50 leiki. Jón og Kasparov hafa einu sinni áður mætzt við skákborðið. Það var í Heimsmeistarakeppni sveina 1977. Þá skák vann Kasparov en Jón L. varð heimsmeistari engu að síður. - GAJ Ávísanahefti ogfleirustolið f gær var kært yfir innbroti í ibúð við Miðstræti í Reykjavík. Húsráðandi er fjarverandi en kona sem annast tiltektir sá verksummerki innbrots. Segir hún horfna tösku og einhverja aðra hluti, m. a. ávísanahefti sem í íbúöinni hafði verið. Rannsóknarlögreglan fjallar um málið. -A.St. LUKKUDAGAR 21. ÁGÚST 4417 SHARP vasatölva CL 8145 Vinningshafar hríngi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.