Dagblaðið - 12.09.1980, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980.
3
Vigfús S. Gunniaugsson á Ólafsfirði
hringdi og vildi koma eftirfarandi á
framfæri vegna fréttar í DB 6. sept-
ember sl. varðandi rig milli steypu-
stöðva á Dalvik og Ólafsfirði.
Eg sem er talinn valda þessum rig
vil um þetta mál segja eftirfarandi:
Síðastliðið haust, þegar byggingar-
vinna var enn í fullum gangi, lokaði
Steypustöðin á Ólafsfirði fyrirvara-
laust og án nokkurra ástæðna, að því
er ég bezt veit, fyrir alla steypusölu til
Trévers hf. og fleiri, en þó ekki til
allra.
Þetta kont hart niður á byggingar-
iðnaðinum og reyndi ég, sem er í at-
vinnumálanefnd, en i það var vitnað i
greininni, að fá keypta steypu hjá
Steypustöðinni á Ólafsfirði, en án ár-
angurs. Svarið sem ég fékk hjá for-
stjóra Steypustöðvarinnar, Rögn-
valdi Sigurðssyni, var að framvegis
skyldi ég bjarga mér sjálfur, sem ég
gerði með þvi að fá steypu frá Dal-
vík. Þetta er upphaf þessa máls sem
DB kallar steypuríg.
í vor er byggingarvinna hófst á ný
voru mér sett ákveðin skilyrði ef ég f
ætlaði að fá steypu héðan frá Ólafs
firði — skilyrði sem enginn bygg-
ingarverktaki hefði sætt sig við. Þau
voru t.d. þau að kranabifreið Trévers
hf. sem alltaf hefur verið notuð við
steypuvinnu kæmi hvergi nærri
steypu frá Steypustöðinni I Ólafs-
firði, heldur yrði notuð nýkeypt
kranabifreið sem nokkrir aðilar,
ásamt forstjóra Steypustöðvarinnar,
eiga.
Mér þótti þetta heldur hart að
gengið og var reynt að komast að
samkomulagi. Það tókst um stundar-
sakir, en fór svo út um þúfur. Ég
ætla ekki að orðlengja það frekar
hér. Þeim ummælum Rögnvaldar
Sigurðssonar að hann hafi selt
steypu til Dalvíkur, vegna tafa sem
orðið hafa á steypu til Dalvíkinga
vegna forgangs sem Vigfús Gunn-
laugsson hefði notið hjá Steypustöð-
inni á Dalvik neita ég, að undan-
skildu því að mágur Rögnvalds hefur
fengiðsteypuhéðan.
Rögnvaldur talar um að óánægju
gæti meðal Ólafsfirðinga vegna
steypukaupa frá Dalvík. Sú óánægja
stafar af því að einstaklingum var
neitað um steypu hjá Steypustöðinni í
Ólafsfirði ef Tréver hf. sæi um fram-
kvæmdir fyrir þá.
tígur milli steypustöðva á Ólafsfirði og Dalvflclj
ALVÍKINGAR
EUA TIL ÓLAFS-
JARDAR OG ÖFIIG
Dalvíkingar undirbjóða steypuna, segir
forstjóri Steypustöðvarinnar á Ólafsfirði
mönnum frjálst að taka steypu hvar sem erj
segir framkvæmdastjórinn á Dalvík
,,Jú, það er rétt, það hefur komið verið, svo mikið er víst,” sagði Símq
Jtrir að menn héðan kaupi steypu frá Ellertsson.
teypustöðinni á nalvik bað ér sýr. Ekki ná
Anna Ragnarsdóttir húsmóðir: Já, mci
myndi finnast það.
Einstæð 6 bama
móðir skrifar:
Fjölskyld-
um er stí-
að sundur
—„Reynum að vinna
eftir beztu trú og
beztu samvizku,”
svarar yfirmaður
fjölskyldudeildar
Félagsmálastofnunar
Guðrún Sumarliðadóttir skrifar:
Ég er einstæð 6 barna móðir og fæ
áðstoð Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar.
Þann 4. september komu tværl
konur frá Félagsmálastofnun ogj
tjáðu mér að ég yrði að láta fjögurí
yngstu börnin i fóstur. Var mér sagtf
að ef ég gerði það ekki með góðu
yrðu þau dæmd af mér fyrir fullt og
allt og var það yngsta tekið strax.
Ég hélt að Barnaverndarnefnd
væri til þess að hjálpa fólki en ekki til
að stia fjölskyldum sundur og um
leið að brjóta mann niður. Ekkert er
tekið tillit til tilfinninga tveggja elztu
barnanna en þeim var sagt að þau
mættu hafa samband við yngri syst-
kinisín.
Félagsmálastofnun hefur verið að
pretta inn á mig alls kyns gömlu nesti
sem helzt á heima á ruslahaug og
hefur verið tekið af meðlögum og
mæðralaunum minum mánaðarlega
fyrir þessu „nesti”.
Ég vona að fólk sem er í svipaðri
aðstöðu og ég þori að skrifa og segja
frá viðskiptum sínum við Barna-
verndarnefnd. Eg blð að góður Guð
gefi mér börnin min aftur og láti ekki
eitthvert annað fólk bera ábyrgð á
uppeldi barna minna.
DB leitaði til Guðrúnar Kristinsdótt-
ur, yfirmanns fjölskyldudeildar
Félagsmálastofnunar, og er svar
hennar eftirfarandi: ,,Eg get ekki
svarað þessu bréfi sem slíku, við
höfum ekki leyfi til að upplýsa um
einstök mál. Við reynum að vinna
eftir beztu trú og beztu samvizku í
anda barnaverndarlaganna. Ég geri
mér grein fyrir því að skiptar
skoðanir eru um framkvæmd
þeirra.’
ROKKc^HER
í Laugardalshöllinni 13. september kl. 900
Þursaflokkurinn - Bubbi
Mortens og Utangarósmenn
T áragas - Mezzoforte
Pétur Blöndal forstjóri: Já, ég er á
móti öllum óþarfa boðum og bönnum.
Á þessum Rokk-tónleikum ársins, flytja
Þursarnir splunkunýtt prógram í anda
kvöldsins. Utangarösmenn og Mezzoforte
flytja lög af skífum sem væntanlegar eru á
næstunni og rokkleikhúsið Táragas flytur
dagskrá unna upp úr gasbardaganum 1949 á
Austurvelli. Miöar eru seldir í hljómplötu-
verslunum Karnabæjar og bókaverslun Máls
og menningar.
Verö kr. 7000.
Fjölmennum á ógleymanlegt kvöld.
Anna Óskarsdóttir húsmóðir: Mér
finnst alveg óþarfi að hafa þær opnar
um helgar.
Ulfar Guðmundsson verkamaður: Það
á að gera það vegna þess að sumir hafa
t ekki aðstöðu til að kíkja á húsgögn á
öðrum tíma.
Pétur Arnarson flugkennari: Auðvitað.
SAMTOK HERSTODVAANOSTÆDINGA
Unnur Brynjólfsdóttir verkamaður:
Það getur komið sér vel fyrir þá sem
ekki koma því við á öðrum tíma að
skoða húsgögn.
Vigfús S. Gunnlaugsson um „steypuríginn” milli steypu-
stöðva á Ólafsfirði og Dalvík:
GAT FENGIÐ STEYPU
- EN MEÐ SKILYRÐUM
sem enginn
bygginga-
verktaki
hefði sætt
sig við
Spurning
dagsins
Á að heimila hús-
gagnaverzlunum að
hafa opið um
helgar?