Dagblaðið - 12.09.1980, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980.
10
fiýálst, úháð dagblað
Utgefandi: DagblaðiO hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
RitstjórnarfuHtrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson.
Skrrfstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
Iþróttir: Hallur Sknonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. AÖstoflorfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Asgrlmur PAIsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaflamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi
Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson,
ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjamlerfur Bjarnlerfsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson,
og Sveinn Þormóösson
Skrrfstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: ÞrAinn Þorleifsson. Söiustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: MAr E.M. Halldórsson.
Ritstjórn Slflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstófur Þverholti 11.
Aöalsimi blaflsins er 27022 (10 llnur).
Sotning og umbrot: Dagblaörfl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Slflumúla 12. Prentun
Arvakur hf., Skeifunni 10.
Askriftarverfl A mánufli kr. 5.500.- Verð i lausasölu 300 kr. eintakifl.
Bretland:
Pundið ferupp
ensamtallt
í kalda koli
i
Látum aðra um landbúnað
íslendingar tapa sjö milljörðum ^r
króna árlega á því einu að framleiða
sjálfir smjör til eigin nota í stað þess að
kaupa það fyrir slikk af Efnahags-
bandalaginu, sem situr uppi með varan-
legt smjörfjall eins og við.
Þau rúmu 1.500 tonn, sem við notum af smjöri
árlega, kosta okkur níu milljarða króna. í Efnahags-
bandalaginu er framleiðslukostnaður þessa magns þrír
milljarðar króna eða þriðjungur af okkar tilkostnaði.
Efnahagsbandalagið hefur árum saman greitt
útflutningsbætur með smjörfjalli sínu og mun gera það
um ókomna framtíð. Þar með getur bandalagið boðið
upp á 1.500 tonn af smjöri á ári á einn milljarð króna.
Ef við ímyndum okkur, að við sætum ekki uppi með
landbúnað, mundi það ef til vill kosta okkur tæpan
milljarð á ári að flytja inn evrópskt smjör og hafa af
því geymslu- og sölukostnað. í þessari einu afurð væri
sparnaðurinn sjö milljarðar.
Að baki mismunarins liggur misjöfn lega á hnettin-
um. Við sitjum í kuldanum við jaðar freðmýrabeltis-
ins. Lönd Efnahagsbandalagsins eru hins vegar í
tempraða beltinu, alveg eins og gresjur Bandaríkjanna.
Misjöfn aðstaða veldur því, að íslenzkur starfs-
maður í landbúnaði brauðfæðir tæplega tíu manns,
meðan starfsbróðir hans í Efnahagsbandalaginu
brauðfæðir tuttugu manns og Bandaríkjamaðurinn
heila sextíu manns.
Hinn tæknivæddi og vel staðsetti landbúnaður iðn-
velda Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu framleiðir
langtum meiri afurðir en unnt er að losna við.
Umframmagnið er boðið fyrir slikk hverjum þeim, sem
hafa vill.
Nútímalif byggist á verkaskiptingu. Menn búa sjálfir
til það, sem þeir gera vel, og láta aðra um hitt. Við
seljum til útlanda samkeppnishæfan fisk og ýmsar
iðnaðarvörur. í staðinn flytjum við inn þriðjunginn af
þörfum okkar.
Við látum okkur ekki detta í hug að framleiða eigin
bíla eða flugvélar. Ekki heldur hveiti eða sítrónur. En
við látum okkur detta í hug að eyða kröftum okkar í
framleiðslu á ósamkeppnishæfu kjöti og mjólkur-
vörum.
Á sama tíma látum við afskiptalausan verulegan
hluta af hinum raunverulegu verðmætum Iandsins,
orkunni í fallvötnum og jarðvarma. Á þeim sviðum eru
verkefni fyrir margfalt fleiri en þá, sem nú stunda land-
búnað.
Menn einblína of mikið á okkar smjör-, osta- og
kjötfjöll. Vandi okkar er ekki eingöngu sá, að við
framleiðum dilkakjöt og mjólkurvörur langt umfram
eigin þarfir. Vandinn er fremur sá, að við framleiðum
þessar vörur yfirleitt!
Offramleiðslan kostar okkur eina Kröflu á ári í fjár-
festingu og tvær Kröflur í uppbætur og niðurgreiðslur.
Þar á ofan kostar landbúnaðurinn okkur eina Kröflu á
ári í banni á innflutningi ódýrra afurða.
Miðað við samkeppni nútímans og legu landsins er
út í hött að stunda hinn hefðbundna landbúnað á
íslandi. Svo framarlega sem unnt er að fínna arðbær,
samkeppnishæf verkefni fyrir alla þjóðina. Og til þess
eigum við nægar auðlindir.
Lífskjör byggjast á lögmáli verkaskiptingar. Það
lögmál segir, að menn eigi að fást við þau verkefni,
sem þeir eru hæfastir til að leysa eða hafa bezta
aðstöðu til að leysa, en eigi að láta aðra um hin verk-
efnin.
— verðbólgan eykst, atvinnuleysi eykst og horfur í
brezkum iðnaði ekki taldar bjartar
Fyrir fjórum árum féll brezka
sterlingspundið stöðugt, Bretum til
sárra leiðinda og áhyggna. Nú hækk-
ar skráning þess hins vegar stöðugt en
samt eru Bretar ekki ánægðir, síður
en svo.
í október árið 1976 komst pundið
lægst. Þá var rikisstjórn Verka-
mannaflokksins við völd undir
forustu James Callaghan. Pundið var
skráð á 1,55 dollara og hafði aldrei
komizt lægra. Var það talið vera
vegna þess að mikil verðbólga í Bret-
landi græfi undan trausti manna á
gjaldmiðlinum.
Bretar höfðu miklar áhyggjur af
þessari slæmu stöðu pundsins.
Margir þeirra skömmuðust sín sár-
lega fyrir þessa niðurlægingu sem
þeim fannst pundið vera komið í.
Gjaldmiðill sem eitt sinn var talinn
sterkastur allra og nokkurs konar
grundvöllur alls gjaldmiðilskerfis
heimsins. Gripið var til þess ráðs að
fá 3,9 milljarða dollara yfirdráttar-
heimild hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um. Á þann hátt tókst að hefta
frekara fall pundsins.
Nú ríkir stjórn Ihaldsflokksins i
Bretlandi undir stjórn Margaret
Thatcher forsætisráðherra. Skráning
brezka pundsins á alþjóðagjaldeyris-
mörkuðum fer sífellt hækkandi.
Þetta gerist þrátt fyrir samdrátt í
efnahagslífi, mikla verðbólgu, vax-
andi atvinnuleysi og lélegar horfur
hjá brezkum atvinnuvegum.
Brezka sterlingspundið komst
nýlega upp fyrir 2,40 dollara markið í
skráningu á alþjóðlegum peninga-
markaði. Jafnframt yfir 10 franska
frankaog nærri því i4,30vestur-þýzk
mörk.
Ef miðað er við helztu gjaldmiðla
heims er pundið nú i 76,5% af virði
þess árið 1971. Hefur það ekki
komizt hærra síðan árið 1976.
Þrátt fyrir þessa sterku stöðu
pundsins veldur það og skráning þess
miklum deilum í fjölmiðlum í Bret-
landi. Þar sem það er svo hátt skráð
minnkar það samkeppnismöguleika
Breta á erlendum mörkuðum en gerir
SKÍTHRÆDDIR
VIÐFRELSIÐ
Oft finnst almenningi utanrikis- og
alþjóðamál langt utan við sinn hug-
myndaheim, eitthvað sem aðeins
kemur við diplómötum og mál-
glöðum veislukrötum, eitthvað sem
er bara ráðstefnusnakk og heims-
fréttavaðall.
En svo kemur sjokk, menn finna
fyrir alþjóðamálum í olíu- og bensín-
hækkun. Vandamál hafa hrannast
að bæjardyrum hvers og eins, menn
vakna upp við vondan draum og
spyrja, hví eru Arabar svona
órólegir, af hverju eru íranir reiðir?
Hvað hafa ísraelsmenn verið að að-
hafast?
Hver og einn fær ekki miklu
áorkað, en alþjóðamál koma
hverjum og einum mjög svo við,
menn þurfa að gera sér grein fyrir
þeim, skapa sér heimsmynd. Þau eru
margslungin með hagsmunaátökum.
og reiptogi milli þjóða, kynþátta,
trúarbragða. Þar er deilt um mann-
félagsskip, mótsagnir auðs og fá-
tæktar, yfirdrottnun og undirokun,
vanþekkingu, menntunarskort,
hungur, auðmagn, ríkiseinokun,
andlegt frelsi, lýðræði.
Þau eru sliguð vandamálum, sem
ekki verða leyst í einni svipan, spegil-
mynd af djúprættu ástandi. Þrátt
fyrir fréttir um ranglæti og miskunn-
arleysi skulum við fara okkur hægt i
fordómum. Við getum ekki ætlast til
að Bresnév labbi einn góðan veður-
dag frá Kreml yfir Rauðatorgið og
krjúpi niður í bæn við gráturnar i
Basilskirkjunni. Við riku þjóðirnar
- förum ekki út á einum degi og gefum
allar okkar eigur til fátækra. Við
erum sjálf önnum kafin við að berj-
ast um rjómann af þjóðartertunni.
Bak við gíslatöku i Teheran liggur
langur og hryggilegur bálkur. Þó Idi
Antin sé hrakinn frá völdum, gengur
hörmuleg hungursneyð í garð i
Föstudags
grein
Uganda og forsenda miskunnarleysis
Pinochets var að kommúnistastjórn
Allendes hafði lagt efnahag þessa
blómlegasta S-Ameríkurikis í rúst.
Stundum verður mönnum ráðfátt.
Á maður t.d. að óska þess að Viet-
namar dragi sig út úr Kampútseu,
þegar búast mætti við því að Pol Pot
hæfi þar nýtt blóðbað, sem gefur
ekki eftir Helförinni í sjónvarpinu.
Samt verðum við að vona eftir bata
í alþjóðamálum. Með öllum þjóðum
er að finna skynsama menn sem vilja
umbætur með skilningi, réttlæti og
sáttum. Þeir fá ekki alltaf ráðið
miklu, þegar æsingur og ofstæki
vaða uppi. En vonandi miðar öllu í
framfaraátt. Mér virðist mega greina
nokkuð á milli ólikra lífsviðhorfa
hernaðarstefnu og friðarstefnu.
Markalínur þurfa ekki að vera skýr-
ar, friðarsinnar geta eftir aðstæðum
viðurkennt og stutt nauðsyn sterkra
landvarna og hernaðarsinnar geta
með kröfum um byltingu og blóðsút-
hellingu verið að berjast fyrir rétt-
læti. Það sem helst aðgreinir er vilji
til sátta og viðleitni til að leita skiln
ings á dýpri rökum vandamála og
þróunar í alþjóðamálum.
í langvarandi baráttu milli Austurs
og Vesturs hefur um skeið ríkt friðar-
stefna, sem gengið hefur undir nafn-
inu slökun. Hún fól í sér róttæka
breytingu frá Kalda stríðinu. Menn
fóru að hugsa upp á nýtt, upp úr
Vietnamstríði og afhjúpun
grimmdarverka Stalíns. Nokkurs
konar friðarsinnar í báðum her-
búðum fóru að rabba af meiri skyn-
semi og horfa á málin frá nýjum
sjónarhól.
Kjarni slökunar hefur verið eins
konar makabýtti, þar sem báðir
aðiljar leggja nokkuð af mörkum til
að bæta sambúðina. Vestræn riki
hófu stórfellda efnahagsaðstoð, pen-
ingalán og viðskipti við Austurblokk-
ina og líta nú á kommúnistarikin sem
vanþróuð riki er þarfnast hjálpar til
að rísa upp á velmegunarstig vest-
rænna ríkja. í móti hétu Rússar i
Helsinki-sáttmála að draga úr ein-
ræðiskúgun, færa þjóðlífið eilítið í
átt til lýðræðis með frjálsari skoð-
anamyndun, afnámi ritskoðunar og
umfram allt að hætta pólitiskum of-
sóknum, sleppa úr haldi skoðana-
föngum.
Þetta virtist ekki svo vitlaust sam-
komulag. Tímarnir voru breyttir frá
því rússneski kommúnisminn var
hættulegt byltingarafl í V-Evrópu.
Breyting á viðhorfum kommúnista í
V-Evrópu var ein forsenda
samkomulagsins. Þeir eru hættir að
lita á Rússland sem forustuafl og
ógna ekki með blóðugum byltingum.
Því var kominn tími til að hætta þess-
um heimskulegu illindum og vonir
vöknuðu um að Rússar gætu smám
saman komið inn í eðlileg samskipti
Evrópuþjóða bæði á sviði viðskipta
og menningar, þar sem þeir eiga
heima. Og að því skyldi slökunin nú