Dagblaðið - 12.09.1980, Page 23
r
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980.
Sjónvarp
i nóvember.
HAPPDRÆTTf
Vinningsnúmerin í happdrætti
Vífilfells h/f eru
1797
2851
skrifstofu Vífilfells sem fyrst í síma 18700.
Verksmiðjan Vífilfell h/f.
F-L-Ó-T-T-l-N-N FRÁ
F-O-L-S-O-M FANGELSINU
Ný amerfsk geysispennandi mynd um Iff forhertra glæpamanna í hinu illræmda FOLSOM fang-
elsi f Kalifornfu og það samfélag sem þeir mynda innan múranna.
Byrjað var að sýna myndina vfðs vegar um heim eftir Cannes kvikmyndahátfðina nú f sumar
og hefur hún alls staðar hlotið geysiaðsókn.
Blaðaummæli:
„Þetta er raunveruleiki”.
--^WéW Vork Post —
„Stórkostleg”.
— Boston Globe —
„Sterkur lcikur” ... „hefur mögnuð áhrif á áhorfand-
ann”.
— The Hollywood Reporter —
„Grákaldur raunveruiciki” ... „Frábær leikur”
*' 'r — NewYorkDaiIyNews —
Leikstjóri: Michael Mann
feikarar:
Rain Murphy ....................... Peter Strauss
(Úr „Soldier Blue” + „Gæfa cða gjörvileiki”)
R.C.Stiles ....'................. RichardLawson
Cotton ( rown................... Roger E. Mosjey
Sýndkl, 5-7.10-9.20 og 11.30
Munið miðnætursýningu kl- 1:30. á föstudagskvöld og
laugardagskvöld. BÖNNUt) BÖRNUMINNAN16ÁRA
RAUÐI KEISARINN - sjónvarp í kvðld kl. 21,35:
Sjö milljónir manna
hnepptar í fangelsi
í þriðja þættinum um Rauða keis-
arann, Stalín, sem er á dagskrá sjón-
varpsins í kvöld, verður fjallað um
árin 1934 til 1939. í kjölfar meints
samsæris gegn Stalín hóf hann hat-
rammar ofsóknir gegn andstæðing-
um sínum. í hópi ákærðra voru
margir gamlir bolsévíkar eins og
Kamenev, Zinoviev, Rykov og
Bukharin. Hreinsanirnar náðu jafn-
vel til yfirmanns leynilögreglunnar G.
Yagoda og ýmissa háttsettra manna í
hernum.
Hinar stórfelldu hreinsanir í
kommúnistaflokknum höfðu í för
með sér að hvorki meira né minna en
sjö milljónir manna voru hnepptar í
fangelsi. Ein milljón þeirra var tekin
af lífi og stór hluti þeirra sem eftir
voru veslaðist upp í þrælkunarbúð-
um.
Þessa ógnarstjórn taidi Stalín
nauðsynlega til að greiða framgang
sósíalismans.
-GAJ
Jósef Stalin hneppti sjö milljónir
manna í fangelsi til að greiða fyrir
framgangi sósialismans.
.av.-wí . 'w’
Frá Veðurstofu tslands. Til hægri er Markús Á. Einarsson, sem flytur fyrsta er-
indi af sjö sem flutt verða næstu sunnudagsmorgna um veðurfræði I útvarpinu.
Sjö erindi um
veðurfræði
NÍU ÍSLENZK LEIKRIT
VERDA FRUMFLUTT
— í útvarpinu fram að áramótum
Fyrirhttgað er að frumflytja niu ís-
lenzk leikrit i útvarpinu fram að ára-
mótum. Auk þess verður eitt eldra verk
endurtekið. Er það Fjalla-Eyvindur
Jóhanns Sigurjónssonar, en á þessu ári
eruliðin 100ár frá fæðingu hans.
Eftirtalin íslenzk leikrit verða flutt í
október og nóvember næstkomandi: 1.
í takt við timana, eftir Svövu Jakobs-
dóttur, 2. Úlfaldinn, eftir Agnar
Þórðarson, 3. Morgunn á Brooklyn-
brú, eftir Jón Laxdal Halldórsson,4.
Síðasta afborgunin, eftir Sigurð
Róbertsson, 5, Hvaðá aðgera við kött-
inn? eftir Ásu Sólveigu, 6. Næturþel,
eftir Ásu Sólveigu.
Þá verða flutt þrjú innlend barna-
leikrit: 1. Fitubolla, eftir Andrés Ind-
riðason, 2. Morgunsárið, eftir Her-
borgu Friðjónsdóttur, 3. Froskurinn
sem vildi fljúga, eftir Ásgeir Þórhalls-
son.
Auk þessa verður flutt framhalds-
leikrit Gunnars M. Magnúss eftir
skáldsögunni Leysingi eftir Jón
Traustá. Leikrit þetta verður í sex þátt-
um.
• GAJ
Sjö næstu sunnudagsmorgna verða
flutt erindi um veðurfræði í útvarp-
inu. Erindin verða flutt af veður-
stofustjóra og veðurfræðingum við
Veðurstofu íslands. Þór Jakobsson
hefur umsjón með þættinum.
Erindin verða kl. 10.25—10.50 á
sunnudögum, sem hér segir: 14. sept.
Markús Á. Einarsson, veðurspár; 21.
sept. Borgþór H. Jónsson, háloftin;
28. sept. Hlynur Sigtryggsson, al-
þjóðleg veðurmál; 5. okt. Þór
Jakobsson, haf og löft; 12. okt.
Trausti Jónsson, ofviðri; 19. okt.
Adda Bára Sigfúsdóttir, veðráttan,
og 26. okt. Flosi Hrafn Sigurðsson,
loftmengun.
-GAJ